Tíminn - 10.01.1991, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 10. janúar 1991
Tíminn 11
Þjóðkirkjan:
Vill skapa lykla-
bömunum aðstöðu
Að undanförnu hafa fulltrúar kirkjunnar átt í viðræðum við ýmsa
aðila í skóia- og menntakerfinu um að kirkjan skapi einhverskonar
skjól og aðstöðu fyrir þau börn, sem ganga meira og minna sjálfala
fyrir og eftir skólatíma, á meðan foreldramir em við vinnu. Á
Kirkjuþingi í nóvember sl. var samþykkt að beina því til safnaða
landsins að, þar sem möguleiki væri á, að kirkjan reyndi að skapa
skjól fyrir þessi böra, eftir því sem hægt væri.
Bernharður Guðmundsson, vík og þá er ekki gott að hafa mikil
fræðslufulltrúi Þjóðkirkjunnar, á
sæti í nefnd sem er að vinna að
þessu máli ásamt tveim prestum úr
Reykjavíkurprófastsdæmi, þeim
Jakob Ágúst Hjálmarssyni dóm-
kirkjupresti og Guðmundi Karli Ág-
ústssyni, presti í Hólabrekkusókn.
Bernharður segir þetta mál vera
stórt í framkvæmd og að mörgu
þurfi að hyggja, svo af geti orðið.
„Við höfum haldið nokkra fundi til
að kanna þetta mál með ýmsum að-
ilum. Það er verið að kanna hvernig
standa megi að þessu og við höfum
átt viðræður við fulltrúa úr skóla-,
uppeldis- og félagsmálageiranum.
Og það er náttúrlega fjárhagshliðin
sem þarf að líta á,“ sagði Bernharð-
ur. „Það hefur sýnt sig að safnaðar-
heimilin eru mikið í notkun, því
jarðarfarir eru orðnar töluvert mik-
ið í hverfiskirkjunum hér í Reykja-
læti á meðan. Þá er mikil félagsstarf-
semi í kirkjunum, þannig að það eru
ekki öll safnaðarheimili sem hafa
aðstæður til þessa, en við ætlum að
skoða þetta. Við erum að stíga fyrstu
skrefin í þessu máli,“ sagði Bern-
harður ennfremur.
Áslaug Brynjólfsdóttir, fræðslu-
stjóri í Reykjavík, sagði að hún,
ásamt fleiri aðilum, hefði að undan-
förnu átt í viðræðum við kirkjunnar
menn vegna þess máls og kvaðst
hún fagna þessu. „Það er alltaf að
verða skilningur hjá stöðugt fleiri
aðilum í þjóðfélaginu um mikilvægi
þess að sinna börnum betur og að
það þurfi eitthvað að koma í staðinn
fyrir mæðurnar, þegar þær eru farn-
ar svona mikið út á vinnumarkað-
inn,“ sagði Áslaug.
Áslaug sagði að það væri í raun
áhyggjuefni hve íslensk börn væru
Unglingar setjast að tafli á laugardag:
Skákþing Reykjavíkur 1991
hefst næstkomandi sunnudag
13. janúar og verður teflt í fé-
lagsheimili Taflfélags Reykjavík-
ur að Faxafeni 12.
í aðalkeppninni, sem hefst á
sunnudaginn kl. 13, munu kepp-
endur tefla saman ellefu umferð-
Ir í einum flokki. Þær verða að
jafnaði þrisvar í viku, yfirleitt á
sunnudögum kl. 14 og á mið-
viku- og föstudögum kl. 19:30.
Biðskákadagar verða inni á milli.
Aðalkeppninni lýkur væntanlega
7. febrúar. Keppni í flokki 14 ára
og yngri á Skákþingi Reykjavíkur
hefst laugardaginn 26. janúar kl.
14. f þeim flokki verða tefldar
rnu umferðir og er umhugsunar-
tími 40 mínútur á hvem kepp-
anda. Keppnin tekur þijá laugar-
daga, þrjár umferðir í senn.
Bókaverólaun verða iyrir þrjú
efstu sætin.
Lokaskráning í aðalkeppnina
verður á laugardaginn í húsi
Táflfélagsins og er Öllum heimil
þátttaka. -sbs.
mikið ein heima og óvíða væru slys
á börnum eins tíð og hér. Sú ábyrgð,
sem börnum hér á landi væri ætlað
að axla mjög ungum, væri jafnvel
um of. Hún segir að einkum sé verið
að ræða að ef þessari fyrirætlan
verður, þá verði hún einkum fyrir
yngstu aldursflokka grunnskólana,
„og þau börn þurfa margar hlýjar
hendur. Það er orðið mikið kyn-
slóðabil og það væri gott ef væri
hægt að fá eitthvað af þessu eldra
fólki, sem er búið að afskrifa en er
samt ekki svo gamalt. Það fólk býr
yfir ýmsu og það er verið að finna
eitthvað fyrir það fólk að gera í stað
þess að þar er fullt af fólki sem vel
getur leiðbeint börnunum," sagði
Xslaug Brynjólfsdóttir að lokum.
-sbs.
Utifundur
gegn stríði
Samtökin Átak gegn stríði efna
til almenns útifundar á Lækjar-
torgi á morgun kl. 17:30, þar
sem almenningi verður gefinn
kostur á að vara við stríði og
þeim hörmungum sem stríð
mun leiða af sér. Síðustu daga
hefur undirskriftum verið safn-
að um land allt, þar sem íslensk
stjórnvöld eru hvatt til að belta
sér á aiþjóðavettvangi fyrir frið-
samlegri lausn á deilunni um
Kúvæt.
Á fundinum verða Steingrími
Hermannssyni forsætisráð-
herra afhentar undirskriftir,
sem borist hafa fyrir fundinn.
Að fundinum loknum verður
gengið að bandaríska sendiráð-
inu til að afhenda Bandaríkja-
sfjóm áskorun um að láta ekki
vopnin tala. -EÓ
Myndin sýnir þá Ásgeir Jóhannesson, forstjóra Innkaupastofnunar ríkisins, og Axel Gíslason, forstjóra VÍS,
skrifa undir samninginn. Aðrir á myndinni eru Pálmi Jónsson, Guðmundur í. Guðmundsson, Öm Gústafsson
og Hreinn Bergsveinsson.
TRYGGING RÍKISBÍLA
ENDURNÝJUÐ HJÁ V.Í.S.
Samningur milli ríkisins og Vá-
tryggingafélags íslands h.f. um
ábyrgðartryggingu á öllum bifreið-
um og bifhjólum í eigu ríkissjóðs á
hverjum tíma var endumýjaður
þann 17. desember s.l. Fjöldi öku-
tækja er oftast á bilinu 950-1100.
Innkaupastofnun ríkisins hefur
forgöngu um samninga fyrir hönd
ríkisins og fjármálaráðherra. Fyrst
var samið frá og með fyrsta mars
1985 að undangengnu útboði.
Samningurinn var aftur endurnýj-
aður 1988 að undangengnu útboði.
Að sögn hagsmunaaðila hefur tekist
afar gott samstarf um forvarnir og
ársfjórðungslega eru haldnir fundir
um þróun tjóna. khg.
Sigrún Hjálmtýsdóttir.
Viðar Gunnarsson.
Sólrún Bragadóttir.
Gunnar Guðbjömsson.
Owain Arwel Hughes.
Sinfóníuhljómsveit íslands:
Fyrstu tónleikarnir helgaðir Mozart
Fyrstu tónleikar Sinfóníuhljómsveitar ís- á laugardaginn kemur kl. 14.30. Tónleikarnir hluta aprílmánaðar. Á efnisskrá tónleikanna í rún Bragadóttir, Gunnar Guðbjörnsson, Viðar
Iands á nýbyijuðu ári verða í Háskólabíó í í kvöld eru þeir fyrri af tvennum tónleikum á kvöld og á laugardag eru tvö verk: Sinfónía nr. Gunnarsson og Söngsveitin Fílharmónía.
kvöld og hefjast kl. 20.00. þessu starfsári Sinfóníuhljómsveitarinnar 36 (Linz) og Messa í c-moll. Hljómsveitarstjóri er breski hljómsveitar-
Þessir tónleikar eru helgaðir tveggja alda ár- sem helgaðir eru Mozart, en síðari tónleikarn- Auk hljómsveitarinnar taka þátt í flutningn- stjórinn Owain Arwel Hughes en kórstjóri Úl-
tíð Mozarts og verða endurteknir á sama stað ir eru bónustónleikar fyrir áskrifendur í síðari um söngvaramir Sigrún Hjálmtýsdóttir, Sól- rik Ólason. khg.