Tíminn - 10.01.1991, Blaðsíða 8
8 Tíminn
Fimmtudagur 10. janúar 1991
TEKKOSLOVAKIA
Krukkum með
ösku 49 komm-
únista var úthýst
úr þjóðargraf-
hýsinu í Prag eft-
ir „flauelsbylting-
una“ og þá upp-
hófust vandræði,
sem Kommún-
istaflokkurinn
varð að takast á
við. Lausnin varð
sú að kaupa
grafreit í kirkju-
garði í Prag og
hola krukkunum
þar niður í kyrr-
þey.
Líkamsleifar fyrrum
flokksbrodda jarð-
settar í kirkjugarði
Lausná
viðkvæmu máli
í Tékkóslóvakíu
Marmarakrukkumar með ösku Gottwald- hjónanna em bæði þungar og fýrirferðamiiklar.
Á Vitkov-hæðinni, hæstu hæð
Prag, stóð árla morguns nýlega
Skoda- pallbíll og fjórir kraftalega
vaxnir menn á skyrtunum einum
báru tvær níðþungar marmara-
krukkur á bílpallinn undir stjórn
starfsmanns Kommúnistaflokks-
ins.
Skömmu síðar stansaði þessi
óvirðulegi flutningabíll við bygg-
ingu miðstjórnar flokksins við
götu sem hefur hlotið nafnið
„Gata hinna pólitísku fanga“ eftir
pólitísku umskiptin í Tékkóslóv-
akíu. Þar lögðu mennirnir til
bráðabirgða frá sér þennan
óþægilega flutning á auðri jarð-
hæðinni. f krukkunum voru jarð-
neskar leifar Klements Gottwald,
sem fyrstur kommúnista tók sér
forsetavald í Tékkóslóvakíu eftir
valdarán 1948, og Mörtu konu
hans.
Eins og með flestum þjóðunum,
sem áður byggðu hin svokölluðu
„austantjaldslönd" jafngildir nú í
augum Tékka og Slóvaka góður
kommúnisti dauðum kommún-
ista. En hvað Gottwald varðar,
sem var ábyrgur fyrir a.m.k. 8000
pólitískum morðum, nær sú skil-
greining ekki einu sinni til hans
þótt dauður sé. Því var það auð-
velt verk fyrir fyrsta lýðræðislega
kosna eftirmann hans, Vaclav Ha-
vel, að úthýsa rauða harðstjóran-
um úr dýrð þjóðlega grafreitsins.
Masaryk vildi ekki
hvíla í þjóðargraf-
reitnum
Grafreiturinn rekur sögu sína
allt til ársins 1907, þ.e. löngu fyr-
ir valdatíð kommúnista. í fýrstu
var einungis fyrirhugað að minn-
ismerkið yrði til dýrðar Hússíta-
leiðtoganum Jan Zizka frá
Trocnov, sem ásamt fámennu liði
sínu vann sigur á fjölmennum
her rómversk-þýska keisarans Si-
egismund árið 1420.
Eftir fyrri heimsstyrjöld, þegar
Tékkóslóvakía var orðin lýðveldi,
þótti almenningi við hæfi að gera
þar þjóðargrafreit, til tákns um
baráttuna fyrir frelsun þjóðar-
innar.
í nóvember 1928 lagði Tomas G.
Masaryk, fyrsti forseti fyrsta
tékkneska lýðveldisins, horn-
stein að minnismerkinu með við-
höfn. Samkvæmt nýju hugmynd-
unum stóð til að nýi forsetinn
skyldi hljóta sinn hinsta hvílu-
stað í stórkostlegr? > tfingunni,
ásamt yfirmönnur knesku
fylkingunni, sem hafði barist fýr-
ir sjálfstæði landsins í fyrri
heimsstyrjöld.
Masaryk var ekki frábitinn við-
hafnarsiðum en valdi þó að láta
jarða sig í garðinum við sumar-
setrið sitt, Lany-höll. Minnis-
merkið íburðarmikla á Vitkov-
hæð var áfram tómt. Þýska her-
námsliðið notaði hýsið sem
birgðageymslu og mósaíkskreyt-
ingarnar í hetjusalnum féllu í
niðurníðslu meðan þeir réðu þar
ríkjum.
Kommúnistar ætl-
uðu að varðveita
Gottvvald í grafhvelf-
ingunni
Eftir að kommúnistar sölsuðu
undir sig völdin fékk minnis-
merkið nýtt hlutverk. Til að sýna
fram á hvaða hug þeir bæru til
sögulegs samhengis létu þeir
bygginguna hýsa sem óþekkta
hermanninn einn sem féll í bar-
dögunum um Dukla-skarð,
fyrstu orrustu sovéska hersins á
tékkneskri grund. Þar að auki
sáu þeir fýrir sér að „mikilvægir
fulltrúar verkalýðsins" fengju sitt
síðasta legurúm í grafhýsinu.
Þegar einu ári síðar dó einn
þeirra mikilvægustu óvænt, sjálf-
ur Gottwald, og þá fengu hug-
myndasmiðirnir enn nýja hug-
mynd. Rétt eins og hinn mikli
Lenín lá í glerkistu sinni í
Moskvu skyldi tékkneska þjóðin
geta litið Gottwald látinn augum.
Því miður gekk þessi hugnæma
hugmynd þeirra ekki eftir. Annað
hvort voru smurningsmennirnir,
sem ráðnir voru til að ganga frá
líkinu, skemmdarvargar eða
klaufar, eða kannski var um að
kenna raka í loftinu í grafhvelf-
ingunni. Það fór svo, þrátt fyrir
mikla umhyggju alls 70 sérfræð-
inga, að nár hins mikla manns
þoldi ekki geymsluna.
Því varð að hætta við áætlunina
um varðveislu. Lík Gottwalds var
brennt, leynilega, og krukkunni
með ösku hans komið fyrir í graf-
hýsinu í október 1962, að við-
stöddum flokksbroddum. Þar
voru m.a. flokksleiðtoginn og
forseti landsins Antonin Novot-
ný, en líka maður sem þá var
ókunnur almenningi en átti síðar
eftir að verða umbótaflokksfor-
maðurinn Alexander Dubcek.
49 látnir flokks-
broddar verða hús-
næðislausir
Nýlega leiddi talning í ljós að 49
háttsettir kommúnistar höfðu
fengið hinsta hvílustað í grafhýs-
inu, þ.á m. eftirmenn Gottwalds,
Antonín Zapotocký og Ludvík
Svoboda, sem var forseti á valda-
tíma Dubceks.
Aðeins 19 fjölskyldur fengu fyrir-
skipunina frá stjórn Havels um að
fjarlægja líkamsleifar hinna látnu
ættingja. Sennilega eiga hinir 30
enga að á lífi. Dóttir Gottwalds
sendi núverandi stjórnarherrum
þau skilaboð að Kommúnista-
flokkurinn hafi svo oft ráðskast
með ösku föður hennar, án þess
að spyrja hana, dóttur hans, ráða,
að einnig í þetta sinn verði flokk-
urinn að finna lausn án hennar af-
skipta.
Og nú er lausnin fundin. Tékk-
neski kommúnistaflokkurinn hef-
ur keypt legstað í aðalkirkjugarði
Prag, Olsany, og hyggst koma þar
fyrir í kyrrþey öskukrukkum
Gottwald-hjónanna og þeirra
kommúnistabrodda sem ekki hef-
ur tekist að koma í hendur ætt-
ingja.
Enn hefur ekki verið komist að
niðurstöðu um hvað gera eigi við
þjóðarminnismerkið. Endurreisn
þess myndi kosta 130 milljónir
marka (yfir 300 milljónir ísl. kr.).
Verði ákveðið að það verði áfram
hetjugrafreitur, á líka að koma
þar fyrir líkamsleifum hermanna
sem féllu í baráttunni fyrir frjálsri
Tékkóslóvakíu í síðari heimsstyrj-
öld. Auk þeirra vill Borgaravett-
vangur, stærsti stjórnmálaflokkur
Tékkóslóvakíu, votta þeim virð-
ingu sem látið hafa lífið vegna
andstöðu við kommúnísk stjórn-
völd.