Tíminn - 10.01.1991, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.01.1991, Blaðsíða 6
6 Tíminn FimmtudagurlO. janúar 1991 Timírm MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin i Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Glslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason SkrHstofurLyngháls 9,110 Reykjavik. Sfml: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsfmar Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð i lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Her gegn Eystrasaltsþjóðum Þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar valdamanna risavelda og annarra stórvelda, ráðherrafunda hernaðarbandalaga og fjölþjóðasamtaka um ör- yggi og frið í Evrópu um að eftirstríðsástandi og kaldastríðsátökum sé endanlega lokið, bera heimsfréttir síðustu daga þess lítil merki að frið- urinn hafi tekið völdin til langframa á heims- byggðinni. Nýliðið ár hófst sem vonarár um friðsamlega sambúð ríkja heimsins og á því byggt að risa- veldin í austri og vestri, Bandaríkin og Sovétrík- in, hefðu náð tímamótasamkomulagi um sam- drátt herafla og vopnabúnaðar. Hitt skipti ekki síður miklu, að Sovétmenn létu spilaborg aust- urblakkarinnar og Varsjárbandalagsins hrynja undan sínum eigin missmíðum, þannig að al- þýðulýðveldin hurfu sem framleiðslu- og stjórn- kerfi og í þeirra stað hafin uppbygging lýðræðis- skipulags í viðkomandi löndum. Allt hefur þetta gengið mjög hratt fyrir sig, þannig að austur- blökk eftirstríðsáranna er ekki lengur til og get- ur ekki risið að nýju. Hvað það snertir var vafa- laust rétt að marglýsa hátíðlega yfir því að kalda stríðinu væri lokið, því að það orð hafði sína merkingu og lýsti ákveðnu heimsástandi. Það var í samræmi við þá almennu skoðun að meginhvatningin að öllum þessum breytingum lægi í umbótastefnu þeirra valdhafa sem tóku við stjórnartaumum í Sovétríkjunum vorið 1985, að Mikael Gorbatsjov, sem er persónu- gervingur þessarar stefnu, ekki síst á Vestur- löndum, var ekki einasta útnefndur „maður ára- tugarins“ í bandarískum blöðum, heldur var hann sæmdur sjálfum friðarverðlaunum Nób- els. Hins vegar átti verðlaunahafinn ekki heim- angengt þegar verðlaunaveisjan skyldi fara fram í Osló í upphafi jólaföstu. Ástæðan fyrir þeim forföllum var því miður sú að ástand mála í sov- étsamveldinu leyfði ekki fjarvistir foringjans. Þótt ekki verði bornar brigður á hæfileika Mikaels Gorbatsjovs og áhrif hans á heims- stjórnmál til þessa, hlýtur það eigi að síður að vera áhyggjuefni þeirra, sem mikils hafa vænst af honum og fylgismönnum hans í innanlands- málum, að ósamkomulag og ókyrrð setur allan svip á þróun mála í Sovétríkjunum. Að svo miklu leyti sem umbótastefnan átti að verða til þess að bæta framleiðslu og lífskjör, hefur það brugðist og lyft til áhrifa lýðskrumurum og efnahagskuklurum. Hins vegar hefur lýðræðis- bylting Gorbatsjovs leyst úr læðingi eðlilegar þjóðfrelsishreyfingar metnaðarfullra smáþjóða, ekki síst Eystrasaltsþjóðanna, sem stunið hafa undan kúgun og ófrelsi, en krefjast nú þess sjálf- stæðis sem af þeim var tekið með ofbeldi. Það yrði sorglegur endir lýðræðisumbótanna, ef per- sónugervingur þeirra og friðarverðlaunahafi léti þeim lokið með því að bæla sjálfstæðisvilja Eystrasaltsþjóðanna niður með hervaldi. iipipi GARRI Alþjóöasamtök um stangavetöi í $jó og fersku vatní gefur út ár- bók, $em borið hefur fyrir augu Garra. Þar eru taldir upp fuiltrúar hinrrn alþjóölegu samtaka sport- veiðimanna um allan heim, frá Singapore til Senegal og Íslandí tíl Suöur- Ameríku. Fulltrúi ís- Ragnarlngólfsson, framkvæmda- stjóri í Rejrfkjavík, kunnur $port- veiöimaöur og jafnvígur á $tanga- veiöi í sjó og i fersku vatni. í ár- hók aiþjóðasamtakanna er m.a. getið ýmis$a Hsktegunda, bæði torkennilegra og alþekktra. í ár- hókinni fyrir 1990 er m.a. skýrt frá þorSkinum, sem varia þarf aö segja ísiendingum frá, enda stendur hann undir nær 80% út- fiutningstekna okkar eins og er, en var áður enn þýðinganneiri út- fiutningsafurð. Þorskurinn á $ór víðar lendur t hafinu, en hann beldur síg þó fyr$t og fremst á norölægum hafsvæðum, eða frá Grænlandi til Suöur-Karóhnu í Bandarikjunum og frá Nova Semlja til Biskajaflóa. Bein úr þorski hafa fundist viö uppgröft á fomminjum á strandsvæöum frá miðsteinöld, svo lengi hefur hann verið nýttur af mönnum. Lönd til norðvesturs Forvitnilegt er aö sjá f árhók- inni, aö Baskar skuii hafa veitt þorsk við Nýfundnaiand löngu fyrir daga Kolumbusar. Þcir veiddu þorsk við ísland líka, eink- um á síðari tímum, og fræg er vist þeirra á Austfjaröamiöum og við suöurströndina á síðustu öld. Um veru þeirra hér viö fsiand hafa veriö skrifaðar hækur og ort- ar vlsur og ljóö, eins og frægt er. um einhverja bióöblöndun aö ræöa, þegar kaldir og hraktir strandmenn voru iagðir í rúm hjá konum til að vita hvort ekfci fisfcveiða Baska hefur eflaust ails staðarveriö meö Jíku sniði, nema hvað varia hefur Nýfundnaland veriö byggt löngu fyrir daga Kól- umbusar. En þorskurinn var þar og erindiö var fyrst og fremst við hann. En aúðvitað urðu til sögur af þessum fjörru veiðum Bask- anna. Þær henda iíka til þess að nokkuð almennt hafi verið á vi- torði um norðanverða Evrópu, að iönd væru í norðvestri. Kryddrútan vesttir Þegar Kolumbus kom til sög- unnar lá vitneskja Baskanna fyrhr um iönd í norövestri. Þá voru einnig tii sagnir um Vínlandsfund Leifs hcppna, sem staðsettur hef- ur verið jafnvei sunnar en Ný- fundnaland. Þannig bjáipuðust hafvillur og þorskar að við að iönd C vestri, Aftur á mótt vissl enginn á þessum tímum annað en aö um væri aö ræöa norðlæg lönd, og enn héldu menn, að leið- in tíl kryddlanda Asíu væri ppin ef Kolumbus htrti ekfci um aö stgla í norövestur, þar sem hann aö Ufc- índum vissi af þeim iöndum sem Leifur og Basbrnir höfðu fund- ið, Hann vildi opna nýja kiyddr- útú handa Spánarkóngi. Aftur á mótí er líklegt að honum hafi vaxiö kjarkur tíl aö sigla, fyrst hann vissi af iöndum á leiöinni, þótt þau lægu norðar en kryddr- útan. Menn óttuðust þá enn að þeir kynnu að sigla út af jaröar- plöiunni og falia I afgrunnlð, færu þeir of iangt í ófcannaða átt, Engu aö síður var vitneskjan um hin norðlægu lönd ö! hughreyst- ingar þeim $em lögöu af staö frá Seviila til að kaupa krydd. Fiskur landafunda Engum þarf að segja hver lifs- björg er aö þorskinum. En færri munu hafa vitað hvaða þýöingu hann hafði við að stækka heiminn með tilsfyrk Baskanna. Vegna mikilla veiða hefur þorski fækkað mjog á síöustu áratugum, og bar- ist er hart tii aö vemda hann og hindra gjöreyöingu hans. Þar viröast menn ekkt sammála um aðferðir og þeir sem hagsmuna hafa aö gæia finnst harkalegt, að þeir skuli ekki mega ganga I skrokk á þessum nytjafiski eins og þeim sýnist. Það er auðvitaö á ábyrgð stjómvalda á hverjum $taö að vemda þorskinn. En honum hefur hrakað mikið. í matmánuði 189S veiddist stærsti þorskur sem sogur fara af undan strönd Massachusetts í Bandaríkjunum. Hann var 95,90 kg. að þyngd og yfir sex fet á iengd. Meðaiþynd á þorski I dag er talin vera 2-7 kfló, þótt enn fáist fiskar, $em eru um þijátfu kfló. Þannig er komið fyr- ir þessum góöa fisld, sem hefur um aldir veriö lífgjafi þjóöa og þýðíngarmikill þáttur utanríkis- viöskipta - að ekki sé minnst á landafundi. Garri WSMi VÍTT OG BREITT OFRIDURIBOÐI Til er saga um illan þurs sem var þeirrar náttúru að þegar eitthvert göfugmennið, sem ætlaði að betr- umbæta heiminn og íýrirkoma þurs- anum, hjó af honum höfúðið spruttu tvö í staðinn. Þegar þeir hausar fuku urðu þursahöfuðin fjögur og svo koll afkolli. Þessa dagana brýna riddarar frelsis og markaðsbúskapar vopn sín og ætla innan tíðar, eða svo sem viku, að sníða ofan af Saddam Hussein, sem Hvíta húsið heldur að sé Adolf Hitler endurborinn. Að því loknu munu milljarðamæringar Kúvæt setjast aftur í hallir sínar og taka aftur til við að rífa arðmiða af pappírum sem gefnir eru út á Vesturlöndum og selja dýra olíu til ríkra sem fátækra. Svartagallsrausarar eru ekki alveg vissir um að ævintýrið fari svona vel og telja jafnvel að því fleiri hausar sem fjúki af Saddam þessum þeim mun fleiri þurfi að kljást við. Vöm? Óhug setur að mörgum Frónbúan- um þegar fréttir eru famar að berast af viðbúnaði í Leifsstöð og myndir birtar af alvopnuðum íslenskum vík- ingasveitarmönnum, sem eiga að vera einhver vöm gegn hugsanleg- um hryðjuverkamönnum. Eftirlit er stóreflt og Arabar settir undir smásjá, sagði í Tímanum í gær. Arabar eru heill menningarheimur og em þeir nú dreifðir víða um heim og ef einhver heldur að það sé hægt að halda þeim undir smásjá er óhætt að fullyrða að það verður álíka erfitt og að ætla sér að kveða Múhameðs- trú niður. Varast ber að ætla alla Araba og Múslima vera hermdarverkamenn og er þá ekki vandinn annar en að greina hafrana frá sauðunum. Sumir halda því fram að stríðið hefj- ist þá fyrst er Hvíta húsið og Öryggis- ráð Sameinuðu þjóðanna hafa lýst yfir hemaðarsigri í Kúvæt og írak. Þá muni hryðjuverkamönnum vaxa ás- megin og munu þeir stríða víða um heim og mun riddaramennskan lítt stoða til að setja þeim leikreglur. Þetta hljóta menn að hafa í huga þegar tekin er afstaða til þeirrar flækju sem málin em í við Persaflóa, Miðausturlöndum eða í samskiptum múslimaríkja innbyrðis eða út á við. Amerísku hershöfðingjamir em hvergi bangnir og eins og slíkra er háttur fyrr og síðar ætla þeir að ljúka enn einu stórstríðinu á nokkmm dögum. Þeim koma afleiðingamar ekki við, enda verða þeir komnir með enn fleiri heiðursmerki á brjóstið að sínu stríði loknu en þeir hafa nú og loforð um þóknanlegar fjárveitingar til að efla heri sína enn betur til að fást við marghöfða þursa sem spretta munu upp hér og hvar um heims- byggðina. Flókinn friður Fyrir örfáum ámm var þáverandi Bandaríkjaforseti svo lúsheppinn að hafa sjálft „keisaraveldi hins illa“ að kljást við. Með því aflaði hann sér virðingar og vinsælda og hótaði hann að ganga á milli bols og höfuðs á illskunni með stjömustríði ef ekki öðmm ráðum. En það fór ekki betur en svo að keis- aradæmið hmndi undan eigin yfir- byggingu og þurfti enga utanaðkom- andi aðstoð, hvað þá tilstyrk geim- vopna, til að rústa sjálft sig. Illi keisarinn varð allt í einu góði keisarinn og vesturheimskingjar hengdu á hann friðarverðlaun sín og þykir sumum hann vera kominn þar í verðugan félagsskap. Nú er friðarhöfðinginn aftur farinn að lumbra á þegnum sínum, þeim sem krefjast einhvers sjálfræðis. Hvernig á að snúast við því vita hvorki Öryggisráðið né Hvíta húsið. Því er tryggast að vera ekkert að káss- ast upp á annarra manna jússur í þeim heimshluta. Eini valdamaðurinn sem hafði vit, þor og framsýni til að sýna hvað þarna var í vændum, Shevardnadse utanríkisráðherra, sagði af sér í sama mánuði og friðarkrossinn var hengd- ur á keisarann. Ráðherrann fyrrverandi sagði í af- sagnarræðu sinni ...að einræði væri að festa rætur á ný og enginn vissi hvemig alræði það mundi verða, hvers konar einræðisherra færi með völdin né hvaða reglur mundu gilda í því keisaradæmi. Enn sfður er hægt að segja ti! um hvað mun verða úr stríði Öryggis- ráðsins og Hvíta hússins í Mið-Aust- urlöndum og geta velviljaðir menn ekki gert annað en biðja um frið, en við svo einfaldri bón er aldrei hægt að verða vegna þess hve ófriðarmálin em flókin. Og margir eru þeir sem aldrei þiggja frið þegar ófriður er í boði. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.