Tíminn - 10.01.1991, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Fimmtudagur 10. janúar 1991
Fundur Bakers og Aziz
algjörlega árangurslaus
James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Tareq Aziz, utan-
ríkisráðherra íraks, luku fríðarviðræðum síðdegis í gær í Genf í
Sviss án nokkurs árangurs. Viðræðumar stóðu í u.þ.b. sex klukku-
stundir og tóku ráðherramir sér tvö fundarhlé. Fundurínn stóð
mun lengur en menn höfðu búist við og vom menn farair að halda
að þeim hefði miðað eitthvað í samkomulagsátt, en annað kom á
daginn.
Baker sagði á fréttamannafundi,
sem hann hélt eftir fundinn með Az-
iz, að tími orða væri runninn út og
rétt fyrir íraka að gera eitthvað. Bak-
er sagði að Aziz hefði enn stungið
upp á því að hann færi til Washing-
ton til viðræðna við Bush og Baker
færi til Baghdad til að ræða við
Saddam Hussein, en sagðist hafa
hafnað tillögunni. „Forsetinn (Ge-
orge Bush) sagði að það yrði ekki
farið til Baghdad," sagði Baker. Þá
kom Aziz enn með þá tillögu að
tengja deiluna við önnur málefni
Miðausturlanda, en Baker tók það
ekki í mál, minnugur þess hvernig
tekið var á fasismanum og nasism-
anum á fjórða áratugnum. Baker
sagðist ekki hafa reynt að semja við
Aziz, en hlustað vandlega á hvað
hann hefði að segja. „Tíminn líður
og ég gerði ráðherranum grein fyrir
því,“ sagði Baker. Baker sagði að
Sameinuðu þjóðirnar gætu kannski
komið á friðarviðræðum áður en
fresturinn rennur út, en útlitið væri
dökkt.
Bush sagði í gær að Aziz hefði neit-
að að taka við bréfi sem hann hefði
ætlað að láta hann skila til Saddams,
en í þessu bréfi var þess krafist að ír-
akar færu frá Kúvæt.
Bush sagði að árangurinn að fund-
inum virtist eingöngu vera sá að nú
vissu írakar að Bandaríkjamönnum
væri alvara.
Saddam Hussein varaði í gær
bandaríska hermenn við því að ráð-
ast á íraka í Kúvæt, því þá myndu
þeir „synda í eigin blóði". „Þjóð okk-
ar er ekki vön því að gefast upp og
þið munuð sjá gildruna sem Amer-
íka fellur í,“ sagði Saddam.
Eftir því sem fundurinn dróst á
langinn jókst bjartsýni manna og
dollarinn og gullið lækkuðu snar-
lega, en eftir að niðurstaðan varð
ljós risu hvorutveggja mjög hratt.
Dollarinn og gullið eru mikils virði
á ófriðartímum.
Fulltrúar Evrópubandalagsins
munu að öllum líkindum funda með
Aziz, utanríkisráðherra íraks, í Alsír
nú á næstu dögum til að reyna að
finna friðsamlega lausn á Persaflóa-
deilunni. Evrópubandalagið hafði
James Baker,
utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
boðið Aziz að koma til Lúxemborg-
ar, en hann hafnaði því en bauðst til
að taka á móti fulltrúum EB í
Baghdad. Aðilar virðast nú hafa
komist að niðurstöðu um að halda
friðarviðræðurnar í Alsír, að sögn
Mitterrands, forseta Frakklands.
George Bush, forseti Bandaríkj-
anna, kom því í kring í gær að her
Bandaríkjanna hefði allan forgang
hvað varðaði matvæli, orku, sam-
göngur og aðrar nauðsynjar ef stríð
brytist út við Persaflóa.
Stjórnvöld í Jórdaníu ákváðu í gær
Tareq Aziz,
utanríkisráöherra fraks.
að loka landamærum sínum fyrir
öllum flóttamönnum frá írak og Kú-
væt öðrum en jórdönskum. Þau
telja sig ekki vera fær um að taka á
móti þeim án þess að fá alþjóðlega
aðstoð.
Jórdanir segjast hýsa og fæða 850
þúsund þriðja heims íbúa, sem hafa
flúið frá írak og Kúvæt síðan írakar
réðust inn í Kúvæt þann 2. ágúst.
Kostnaðurinn við það hefur verið að
þeirra sögn 55 milljónir dollarar, en
þeir hafa fengið aðeins 12 milljónir
dollara frá öðrum ríkjum.
Forsætisráðherra Jórdaníu, Mudar
Badran, sagði að Jórdanía hefði beð-
ið íraka um að hleypa flóttamönn-
um ekki til Jórdaníu. Hann sagði
ennfremur að hann hefði þær upp-
lýsingar að Egyptar ætluðu að loka
lofthelgi sinni þann 13. janúar og
Saudi-Arabía ætlaði fljótlega að loka
sinni lofthelgi. Öll flugumferð frá
Jórdaníu til vesturs og austurs fer
um þessar lofthelgir og þetta þýddi
að ekki væri hægt að fljúga með
flóttamenn frá Jórdaníu og þeir yrðu
að vera þar kyrrir. Jórdanir væru
hins vegar ekki í stakk búnir til þess
að hjálpa þeim.
Nú eftir áramótin hafa um 2.000
flóttamenn komið á hverjum degi til
Jórdaníu, miðað við 500 í desember.
Hundruðir íraka mótmæltu fyrir
utan ameríska og breska sendiráðið
í Baghdad í gær. Mótmælin hófust
rétt áður en fundur Bakers og Aziz
hófst í Genf í Sviss. Mannfjöldinn
hrópaði: „Bandarísku hermenn,
hypjið ykkur heim“ og „Við elskum
Saddam Husseirí'.
í gær brotlenti ein F-16 orrustu-
þota bandaríska hersins með þeim
afleiðingum að flugmaðurinn um
borð lést. Níutíu og níu bandarískir
hermenn hafa þá látið lífið síðan
bandaríska herliðið kom til Saudi-
Arabíu fljótlega upp úr innrás íraka
inn í Kúvæt 2. ágúst.
Reuter-SÞJ
Jeltsin fordæmir herflutningana:
BRYNVARIN
HERTÆKI í
HÖFUÐBORG
LITHÁENS
Rauði herínn flutti brynvarin hertæki til mikilvægra stofnana í
Viinius, höfuðborg Litháens, í gær, að sögn ELTA-fréttastofunnar.
Að sögn ELTA þá hafði fimm bryn-
vörnum herflutningatækjum verið
komið fyrir framan við miðstöð
sjónvarpsins í borginni og fleiri her-
tólum verið komið fyrir hjá öðrum
mikilvægum stofnunum, þar á með-
al hjá prentsmiðjunum sem prenta
dagblöðin.
Fréttastofan sagði að um 10.000
manns hefðu komið sér fyrir á torg-
inu fyrir framan lítháíska þingið að
beiðni litháíska útvarpsins til þess
að hindra aðgang Rauöa hersins að
þinginu.
Landsbergis, forseti Litháens, tal-
aði við mannfjöldann út um glugga
á þinghúsinu og bað hann um að
halda ró sinni. Þingið kom saman í
gær til að reyna myndun nýrrar rík-
isstjórnar eftir að forsætisráðherr-
ann, Kazimiera Prunskiene, sagði af
sér á þriðjudaginn.
Boris Jeltsin, forseti Rússlands,
fordæmdi í gær þá ákvörðun yfir-
valda í Kreml að senda hersveitir til
Eystrasaltslýðveldanna, Kákasuslýð-
veldanna og Úkraínu.
Jeltsin sagði að ofbeldi kynnti
undir meira ofbeldi og eins og stað-
an væri þyrfti að ræða hlutina og
semja. „Þetta er hrein og bein árás
sem mun leiða af sér gagnárás. Nú
er nauðsynlegt að setjast niður með
fulltrúum Iýðveldanna og fara vand-
lega yfir vandamálin og finna lausn á
þeirn," sagði Jeltsin. Jeltsin benti á
hvernig hefði verið tekið á málun-
um á fulltrúaþinginu í Moskvu, þar
sem Rússland og sovéska stjórnin
leystu m.a. úr ágreiningsmálum sín-
um um fjárlögin með samningavið-
ræðum.
Yfírvöld í Kreml sendu á mánudag
þúsundir hermanna til þessara lýð-
velda á þeirri forsendu að ungir
menn í lýðveldunum gegndu ekki
herskyldu. Aðeins 10% skiluðu sér í
herinn frá Georgíu og 12,5% frá Lit-
háen.
Bandaríkin hafa einnig fordæmt
þessa herflutninga og skorað á
Moskvustjórnina að hætta þessum
aðgerðum.
Hermenn Rauða hersins við skyidustörf í einu af lýðveldunum sex sem aukaheríið var sent til.
Fréttayfirlit
BRÚSSEL - Evrópubandalagið
hefur lýst sig reiöubúiö til að
funda með Tareq Aziz, utanríkis-
ráöherra (raks, um Persaflóa-
deiluna I Alsír einhvem tlmann á
næstu dögum.
AMMAN - Jórdanía lokaði I gær
landamærum sínum fyrir eriend-
um flóttamönnum frá Kúvæt og
frak vegna fjárskorts til að fæða
og klæða þá meðan þeir mundu
dveljast I landinu, en ekki er tal-
inn möguleiki á aö flytja þá úr
landi eftir að strlö er hafiö.
WASHINGTON - Bush, forseti
Bandaríkjanna, kom þvi I kring í
gær að bandariski herinn hefur
allan forgang hvað varðar mat-
væli, orku, samgöngur og aðrar
nauðsynjar.
PARIS - Stríð við Persaflóa
mun hafa verulega slæm áhrif á
efnahagskerfi heimsins, að sögn
hagfræðinga. Nú þegar er farið
að draga úr hagvexti.
PARÍS - Mörg þeirra landa, sem
eru háð orkulnnflutningi (fsland
er eitt þeirra landa sem er háð
orkuinnflutningi), hafa gert orku-
spamaðaráætlanir til að grfpa til
ef stríð brýst út við Persaflóa og
fela þær m.a. í sér lægri hraða-
mörk bifreiða, skömmtun elds-
neytis og kaldara húsnæði.
VILNIUS - Rauði herinn tók sér
stöðu viö mikilvægar stofnanir i
Vilnius, höfuðborg Litháens, i
gær að sögn ELTA-fréttastofunn-
ar. Fréttastofan sagði að um
10.000 mótmælendur hefðust
við fyrir framan þing Litháens til
aö verja það fyrir hemum.
MOSKVA - Boris Jeltsin, forseti
Rússlands, fordæmdi I gær her-
flutningana til lýöveldanna og
sagði að ofbeldi kallaði á meira
ofbeldi. Hann sagði að leysa ætti
þessi vandamál með samning-
um.
MOSKVA - Hið róttæka sov-
éska dagbiað Sovietskaya
Rossiya sagði aö ásakanir Vest-
urlanda um að Sovétmenn hefðu
komið fýrir þúsundum skriðdreka
og öðrum hergagnabúnaði í
Úkraínu, svo þeir féllu ekki undir
nýlega gerða afvopnunarsamn-
inga um hefðbundin vopn, væru
á rökum reistar.
BRÚSSEL - Stjórnvöld i Belgíu
sögöu að þau hefðu samþykkt
að sleppa einum hermdarverka-
manni f staðinn fyrir fjóra belg-
íska gisla, sem skæruliðasam-
tök Abu Nidals hafa i haidi, en
neituðu að segja hvenær og
hvar skiptln færn fram.
Reuter-SÞJ