Tíminn - 12.01.1991, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.01.1991, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 12. janúar 1991 IANDSBANKI í S L A N D S 5 NAMU-NAMSSTYRKIR Landsbanki islands auglýsir eftir umsóknum um 5 námsstyrki sem veittir veröa NÁMU-félögum. 1. Einungis aðilar að NÁMUNNI, námsmannaþjónustu Lands- banka Islands, eiga rétt á að sækja um þessa styrki. 2. Allir þeir, sem gerst hafa félagar í NÁMUNNI fyrir 15. mars 1991, eiga rétt á að sækja um styrk vegna þessa námsárs. 3. Hver styrkur er að upphæð 100 þúsund krónur. Þeir verða af- hentir í apríl 1991 og veittir NÁMU-félögum skv. eftirfarandi flokk- un: 2 styrkir til háskólanáms á (slandi, 1 styrkur til náms við fram- haldsskóla hérlendis, 1 styrkur til framhaldsnáms erlendis og 1 styrkur til listnáms. 4. Umsóknum, er tilgreini námsferil, heimilishagi og framtíðar- áform, skal skilað til Landsbanka (slands eigi síðar en 15. mars næstkomandi. 5. Umsóknir sendist til: Landsbanki fslands, Markaðssvið b.t Ingólfs Guðmundssonar, Austurstræti 11,155 Reykjavík L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna n i Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Hitaveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í 410 m langt stálhandrið á brún hitaveitu- stokks meðfram Bústaðavegi. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 7. febrúar kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Sími 25800 Verkamannafélagið Dagsbrún Tillögur uppstillinganefndar og trúnaðarráðs um stjórn og aðra trúnaöarmenn félagsins fyrir árið 1991 liggja frammi á skrifstofu félagsins frá og með fimmtudeginum 17. janúar 1991. Öðrum tillögum ber að skila á skrifstofu Dagsbrúnar fyrir kl. 17 föstudaginn 18. janúar 1991. Kjörstjóm Dagsbrúnar. VETRARHJÓLBARÐAR Nýir fólksbíiahjólbarðar HANKOOK frá Kóreu Gæðahjólbarðar á mjög lágu verði frá kr. 3.180,- Örugg og hröð þjónusta BARÐINN hf. Skútuvogi 2, Reykjavík Slmar: 91-30501 og 91-84844 Bili billinn getur rétt staösettur VIDVÖRUNAR ÞRIHYRNINGUR skipt ollu mali UTLOND Litháen: BEIN STJORN FRÁ MOSKVU Snemma í gær fór fylking úr sovéska setuliðinu í Litháen að streyma út á götur Vilnius, höfuðborgar Litháens. Hermennimir lokuðu götum og ruddust inn í og hertóku með vopnavaldi mikil- vægar stofnanir. Gorbatsjov ávarpaði litháíska þingið á fimmtudag og hvatti það til að ógilda allar áður samþykktar ákvarðamir sem brytu í bága við stjómarskrána, ellegar myndi hann setja lýðveldið undir beina stjóra forsetans. Svo virðist sem nú sé herinn að koma beinni stjóra forsetans á í Litháen. Rauði herinn hertók ýmsar mikil- vægar stofnanir í Vilnius í gær, þ.á m. aðaistöðvar dagblaðanna, lithá- íska varnarmálaráðuneytið og sein- ast símstöðina og kom þannig í veg fyrir símasamband við útlönd. Varnarmálaráðuneytið, sem herinn tók, var stofnað eftir að Litháen lýsti yfir sjálfstæði í mars á síðasta ári. Aðaltilgangur þess hefur verið að hafa ofan fýrir hinum mörgu mönnum, sem kærðu sig ekki um að gegna herskyldu í Rauða hern- um. Það hefur enga vopnaða her- menn á sínum snærum. Litháíska fréttastofan ELTA sagði að minnsta kosti sex menn hefðu slasast við að- gerðir hersins og sumir hlotið skotsár. Þá sagði hin óháða sovéska fréttastofa Interfax, sem hefur aðal- stöðvar í Moskvu, að starfsmenn Sovétstjórnarinnar hefðu komið í aðalstöðvarnar og gert fréttastof- una óvirka. Interfax hefur flutt hlutlausar og óháðar fréttir af mál- efnum Eystrasaltslýðveldanna. Starfsmenn fréttastofunnar gáfu ekki til kynna að þeir teldu þessar aðgerðir vera í beinu samhengi við atburðina í Litháen, sem þó verður að teljast mjög sennilegt. Viðbrögð almennings Tugþúsundir manna, sem styðja sjálfstæðisviðleitni litháískra stjórnvalda, hópuðust saman á torginu fýrir framan litháíska þing- ið, að beiðni litháískra stjórnmála- manna, til að hindra aðgang hers- ins og mótmælenda, sem styðja stjórnvöld í Moskvu, að þinginu. Inni í þinghúsinu eru menn úr svo- kölluðum landamærasveitum Lit- háens og virðast þeir vera þess al- búnir að verja bygginguna, ef til árásar kemur. Varðmennirnir voru bjartsýnir á að þeim tækist að halda Rauða hernum frá þinghúsinu, þrátt fyrir að hafa ekki yfir að ráða eins öflugum búnaði og hermenn- irnir. Öflugar vatnsdælur eru með- al þess búnaðar sem varnarliðið ætlar að beita, ef herinn lætur til skarar skríða. Vinna lagðist að mestu niður í mörgum verksmiðjum í Vilnius vegna verkfalla stuðningsmanna stjórnvalda í Moskvu. Vildu þeir með því leggja áherslu á kröfur sín- ar um að ríkjandi stjórnvöld í Lit- háen segðu af sér og tekin yrði upp bein stjórnun forsetans frá Moskvu. Eru þetta mest rússneskir og pólsk- ir minnihlutahópar. Loftárásarvælur voru gangsettar þegar herinn lét til skarar skríða og er það í fýrsta sinn sem það er gert síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Margir hafa orðið til þess að mót- mæla aðgerðum stjórnvalda í Moskvu í Litháen. Zbigniew Brzez- inski, fýrrverandi ráðgjafi banda- ríska Þjóðaröryggisráðsins, sagði að íhlutun hersins í Vilnius gæti skaðað samskipti vesturs og aust- urs, að sögn opinberu fréttastof- unnar PAP í Póllandi. Ingvar Carls- son, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði að beiting hervalds í Litháen væri varhugaverð ákvörðun og mundi eingöngu verða til þess að skaða sambandið milli Kremlar og Eystrasaltsríkjanna. Reuter-SÞJ Persaflóadeilan: Klukkan tifar Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Javier Perez de Cuell- ar, fór til Baghdad í gær til að reyna að fá íraka til að fara frá Kúvæt og þannig koma í veg fyrir að stríð brjótist út milli þeirra og fjöl- þjóðahersins undir forystu Bandaríkjamanna í Saudi-Arabíu. Hann átti fyrst viðræður við Francois Mitterrand, forseta Frakklands, í París og utanríkisráðherra aðildarþjóða Evrópubandalagsins í Genf í Sviss, áður en hann lagði af stað til Baghdad. Perez de Cuellar sagði að hann hefði átt gagnleg skoðanaskipti við utanríkisráðherrana, en hann sagð- ist ekki hafa neinar nýjar tillögur til að kynna fýrir Saddam Hussein, for- seta íraks. „Ég fer til íraks til þess að hlusta og tala við írösk stjórnvöld ... ég hef engar nýjar tillögur," sagði hann. Hans-Dietrich Genscher, ut- anrfkisráðherra Þýskalands, sagði eftir fundinn með Perez de Cuellar að utanríkisráðherrarnir hafi stutt þá hugmynd framkvæmdastjórans, POSTFAX (91) 68-76-91 Sími 62-54-44 allan sólarhringinn sem hann kunngerði á fimmtudag, að bjóða írökum að senda friðar- gæslusveitir S.þ. til Kúvæts, ef þeir færu frá landinu og Bandaríkja- menn kæmu þar hvergi nærri. Sam- þykki Öryggisráðsins þarf hins vegar að liggja fýrir. Saddam Hussein, forseti íraks, sagði í fimmtán mínútna ræðu, sem hann hélt yfir fulltrúum Araba- heimsins, Týrklands, Pakistans, Evr- ópu og Bandaríkjanna, að engin málamiðlun kæmi til greina um Kú- Ókeypis auglýs- ingar fyrir einstak- linga væt. Hann minntist á baráttu sína fýrir sjálfstæðu palestínsku ríki á Vesturbakkanum og Gazasvæðinu sem ísraelsmenn halda. írakar neituðu í gær yfirlýsingum bandarískra fjölmiðla þess efnis að Saddam Hussein ætlaði að draga herlið sitt frá Kúvæt fljótlega eftir að frestur Sameinuðu þjóðanna rennur út. „Við afneitum slíkum yf- irlýsingum algjörlega, þær eru ósannar með öllu,“ hafði útvarp Baghdad eftir upplýsingafulltrúa íraskra stjórnvalda. Herskáar yfirlýsingar birtust í írösku dagblöðunum í gær og sögðu þau að „hið heilaga stríð“ gegn „heiðnu heimsvaldasinnunum" væri þegar hafið. Mikhail Gorbatsjov, forseti Sovét- ríkjanna, hafði samband við George Bush, forseta Bandaríkjanna, í gær símleiðis og var umræðuefni þeirra ástandið við Persaflóa, að sögn Tass- fréttastofunnar. Fréttastofan skýrði ekkert nánar frá viðræðunum, en Bush sagði seinna um daginn að af- staða þeirra gagnvart írökum hefði ekkert breyst. Þeir væru báðir sam- mála um að írakar ættu að fara frá Kúvæt án allra skilyrða. í gær skoraði bandaríska sendiráð- ið í fsrael á alla Bandaríkjamenn í ísrael, sem þyrftu ekki nauðsynlega að vera í landinu, að fara, vegna yfir- vofandi hættu á stríði við Persaflóa. Samkvæmt upplýsingum sendiráðs- ins eru 70-100 þúsund Bandaríkja- menn í ísrael og á herteknu svæð- unum. Þá bað sendiráðið alla Banda- ríkjamenn, sem hyggjast ferðast til svæðisins frá Marokkó til Pakistans og þar með talið til ísraels, að fresta ferðum sínum. Reuter-SÞJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.