Tíminn - 12.01.1991, Blaðsíða 13

Tíminn - 12.01.1991, Blaðsíða 13
Laugardagur 12. janúar 1991 Tíminn 25 HRARIK RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS ÚTBOÐ Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í að byggja aðveitustöðvarhús við Þorlákshöfn. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofum Raf- magnsveitna ríkisins við Dufþaksbraut 12, Hvolsvelli, og Laugavegi 118, Reykjavík, frá og með mánudeginum 14. janúar 1991 gegn kr. 10.000 skilatryggingu. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins í Reykjavík fyrir kl. 14:00, þriðjudaginn 29. janúar 1991 og verða þau þá opnuð í viður- vist þeirra bjóðenda, sem þess óska. Tilboðin séu í lokuðu umslagi, merktu „RARIK 91001, aðveitustöð við Þorlákshöfn“. Reykjavík 12. janúar 1991 RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Vísindaráð Framkvæmdastjóri Stjórn Vísindaráðs auglýsir laust til umsóknar starf framkvæmdastjóra Vísindaráðs, sem veitt verður til fimm ára, sbr. 6. gr. laga nr. 48/1987 um Vísindaráð og Vísindasjóð, Rannsóknaráð ríkis- ins og Rannsóknasjóð. Framkvæmdastjóri skal hafa lokið háskólaprófi. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknarfrestur er til 28. febrúar 1991. Umsóknum skal skilað á skrifstofu Vísindaráðs að Bárugötu 3, 101 Reykjavík. Valdimar Grímsson átti stórleik með íslenska landsliðinu í gær, þegar fsland sigraði Sviss á albjóðlegu móti í handknattleik sem fram fer á Spáni. Valdimar skoraði átta mörk í leiknum og var markahæstur Islendinganna. Islenska liðið byijaði mjög vel í leiknum og náði fljótlega níu marka forystu, en Svisslendingar létu ekki deig- an síga og um miðjan síðari hálfleik var staðan orðin jöfrí eftir að íslenska liðið hafði ekki skorað í átta mínút- ur. íslenska liðið lék síðan vel á lokamínútunum og sigraði með 22 mörkum gegn 17. Sútun Tek að mér sútun á smærri skinnum. Notuð þeytivinda óskast á sama stað. Sími 98-66783 - Gunnar. BÍLALEIGA AKUREYRAR Traustir hlekkir í sveiganlegri keðju hringinn í kringum landið Bflaleiga með útibú allt í kringum landið, gcra þér mögulegt að leigja bíl á einum stað og skila honum á öðrum. Nvjustu MITSUBISHI bílarnir alllaf lil taks Reykjavík: 91-686915 Akureyri: 96-21715 Borgarnes: 93-71618 ísafjörður: 94-3574 Blönduós: 95-24350 Sauðárkrókur: 95-35828 Egilsstaðir: 97-11623 Vopnaíjörður: 97-31145 Höfn í Hornaf.: 97-81303 ÓDÝRIR HELGARPAKKAR JRobin Rafstöðvar OG dælur FRÁ BENSÍN EÐA DIESEL Mjög gottverð Rafst: 600-5000 W Dælur: 130-1800 l/mín y íþróttir helgarinnar: w FJORIR LEIKIRI ÚRVALSDEILDINNI - og íslandsmót í innanhússknattspyrnu Fjórir leikir verða á dagskrá um helgina í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik og verða þeir allir á sunnudag. Kl. 14.00 mætast Haukar og Njarðvík í Strandgötu, kl. 16.00 leika Snæfell og KR í Stykkis- hólmi, Axel Nikulásson verður ekki með KR- ingum í leiknum, þar sem hann verður í leikbanni. Kl. 20.00 leika á Sauðárkróki Tindastóll og Grindavík og á sama tíma á Akureyri mætast Þór og Keflavík. í 1. deild karla er einn Ieikur á dagskrá í dag. UÍA og UBK mætast á Egilsstöðum kl. 14.00. Á mánu- Freyr Gauti íþróttamaður KA Freyr Gauti Sigmundsson júdó- maður var kjörinn íþróttamaður KA á Akureyri, á uppskeruhátíð sem haldin var í KA-heimilinu sl. sunnudag. Valdimar Valdimarsson skíðamaður hafnaði í öðru sæti, og Ormarr Örlygsson knattspymu- maður í því þriðja. íþróttamennim- ir hlutu allir eignarbikara að laun- um, auk þess sem Freyr Gauti fékk farandgrip sem hann varðveitir í eitt ár. Þetta er í þriðja sinn sem íþrótta- maður KA er kjörinn, en áður hafa Guðlaugur Halldórsson júdómaður og Erlingur Kristjánsson knatt- spyrnu- og handknattleiksmaður hlotið nafnbótina. hiá-akureyri. dagskvöld mætast síðan ÍS og Reynir í íþróttahúsi Kennarahá- skólans kl. 20.00. Handknattleikur Handknattleiksmenn eiga frí um helgina vegna utanferðar lands- liðsins. 3. umferð ísl.mótins í 2. flokki karla og kvenna verður þó leikin um helgina. Kvennalið Fram mætir norska liðinu Byaasen í Nidarö-höllinni í Þrándheimi á sunnudag. Leikur- inn er fyrri leikur liðanna í 2. um- ferð Evrópukeppni meistaraliða. Blak í dag mætast Þróttur R. og KA í karlaflokki kl. 14.00 í Hagaskóla. í Digranesi mætast kl. 14.45 HK og ÍS í kvennaflokki og kl. 16.00 UBK stúlkur og stöllur jieirra úr KA. Á morgun leika ÍS og KA í karla- flokki í Hagaskóla kl. 13.30 og Vík- ingur og KA í kvennaflokki á sama stað kl. 14.45. Knattspyrna íslandsmótið í innanhússknatt- spyrnu hófst í gær og verður fram- haldið um helgina, leikið verður í Laugardalshöll. í dag verður leikið í 2. deild karla og mfl. kvenna. Keppni hefst kl. 9.00 og lýkur upp úr kl. 20.00. Á morgun hefst keppni einnig kl. 9.00 og þá verður leikið í 1. deild karla. Síðasta leik ætti að vera lok- ið upp úr kl. 18.00. Eftirtalin lið leika í 1. deild karla: A-riðill Stjarnan, Fylkir, Þróttur R. og Þór A. B-riðill KR, Selfoss, Víðir og KA. C-riðill Fram, ÍBK, ÍK og UBK. D- riðill ÍR, ÍA, ÍBV og Valur. Badminton Meistaramót TBR verður haldið um helgina í húsum félagsins. Keppni í dag hefst ki. 15.30 en á morgun verður keppni framhaldið kl. 10.00. BL NBA-deildin: Boston á toppinn Boston Celtics stendur nú allra liða best að vígi í bandarísku NBA- körfuknattleiksdeildinni. Á mið- vikudaginn vann Boston 110-102 sigur á Milwaukee Bucks á meðan Portland Trail Blazers tapaði fyrir Dallas Mavericks, 99-109. Þar með hefur Portland tapað 6 leikjum, en Boston aðeins 5. Úrslitin á miðvikudag urðu þessi: Boston Celtics-Milwaukee......110-102 Orlando Magic-Minnesota T\v. ..103-111 Dallas Mavericks-Portland TB ..109- 99 Phoenix Suns-Cleveland Cav.... 113-105 Philadelphia-Chicago Bulls ....99-107 LA Lakers-Utah Jazz..........108- 85 Úrslitin í fyrrinótt: NY Knicks-Indiana Pacers......122-129 Washington-LA Clippers........122-111 Charlotte Homets-Sacramento....101-59 SA Spurs-Orlando Magic........117-111 Denver Nuggets-Houston Rock...133-156 Seattle Supers.-Golden State...103-113 Evrópukeppni meistaraliða: Limoges Frakkl.-Kingston Engl. ..88- 71

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.