Tíminn - 12.01.1991, Blaðsíða 16

Tíminn - 12.01.1991, Blaðsíða 16
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 SAMVINNUBANKINN BYGGÐUM LANDSINS RÍKISSKIP NUTIMA FLUTNINGAR Hatnarhusmu v Tryggvagotu. S 28822 IMISSA I Réttur bíll á réttum stað Ingvar Helgason hf. Sauvarhöföa 2 Sími 91-674000 VIRÐISAUKASKATTUR Endurgreiðsla virðisaukaskatts 40* ' til íbúðarbyggjenda Hvað er endurgreitt? Virðisaukaskattur af vinnu manna sem unnin er á byggingarstað íbúðarhús- næðis er endurgreiddur. Endurgreiðsl- an nærtil virðisaukaskatts af: • Vinnu manna við nýbyggingu íbúðar- húsnæðis. • Hluta söluverðs verksmiðjufram- leiddra íbúðarhúsa hér á landi. • Vinnu manna við endurbætur og við- hald á íbúðarhúsnæði í eigu umsækj- anda. Endurgreiðslubeiðni Sækja skal um endurgreiðslu á sér- stökum eyðublöðum til skattstjóra í því umdæmi sem umsækjandi á lögheimili. Eyðublöðin eru: • RSK 10.17: Bygging íbúðarhúsnæðis til sölu eða leigu. • RSK 10.18: Bygging, endurbætur og viðhald íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Uppgjörstímabil Hvert uppgjörstímabil ertveir mánuðir, janúar og febrúar, mars og apríl, maí og júní, júlí og ágúst, september og október, nóvember og desember. Skiladagur Endurgreiðslubeiðni skal berast skatt- stjóra fyrir 15. dag næsta mánaðar eftir að uppgjörstímabili lýkur. Sérstakt uppgjörstímabil vegna endurbóta og við- halds á árinu 1990 Beiðni um endurgreiðslu vegna við- halds og endurbóta íbúðarhúsnæðis sem unnið var 1990 skal skilað í einu lagi til skattstjóra í síðasta lagi 20. janúar 1991. Athygli skal vakin á því að frumrit sölureikninga skal fylgja um- sókn um endurgreiðslu vegna vinnu við endurbætur og viðhald. Hvenær er endurgreitt? Hafi beiðni um endurgreiðslu verið skilað á tilskildum tíma fer endur- greiðslan fram eigi síðar en 5. dag næsta mánaðar eftir skiladag vegna nýbygginga og eigi síðar en 20. dag næsta mánaðar eftir skiladag vegna endurbóta og viðhalds. Launamiðar og húsbyggingarskýrsla Athygli skal vakin á því að þeir sem sækja eða hafa sótt um endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu manna við íbúðarhúsnæði á árinu 1990 skulu fylla út launamiða (RSK 2.01) fyrir 20. janúar 1991 vegna greiddra launa og verktaka- greiðslna. Launamiðann skal senda til skattstjóra. Þeir sem sótt hafa um endurgreiðslu vegna nýbyggingar skulu einnig senda skattstjóra húsbyggingarskýrslu (RSK 3.03) með skattframtali sínu. I Tíniinn LAUGARDAGUR12. JANÚAR1991 Stefán Hilm- arsson banka- stjóri látinn Stefán Hilmarsson. fyrrv. banka- stjóri Búnaðarbanka Islands, lést að heimili sínu í Garðabæ í fyrrakvöld á sextugasta og sjötta aldursári. Stefán fæddist 23. maí 1925 og voru foreldrar hans Hilmar Stefáns- son bankastjóri og kona hans Margrét Jónsdóttir. Stefán lauk lagaprófi frá Háskóla íslands árið 1951 og starfaði eftir það sem blaða- maður um skeið, en hóf störf hjá ut- anríkisþjónustunni 1953. Þar starf- aði hann til ársins 1962, síðast sem sendiráðsritari og sendifulltrúi við sendiráð íslands í Washington. Stefán var ráðinn bankastjóri Bún- aðarbankans árið 1962 og tók við stöðunni af föður sínum. Stefán gegndi bankastjórastöðunni þar til hann lét af störfum um síðustu ára- mót en vann að sérstökum verkefn- um fyrir bankann þegar hann lést. Stefán lætur eftir sig eiginkonu, Sigríði Kjartansdóttur, og þrjár upp- komnar dætur. Kaldalóns- tónleikar Karlakór Keflavíkur og Kvennakór Suðurnesja ásamt einsöngvurum halda Kaldalónstónleika í Lang- holtskirkju laugardaginn 12. janúar kl. 17 í tiíefni þess að 110 ár eru lið- in frá fæðingu Sigvalda Kaldalóns tónskálds og læknis. Flutt verða sönglög eftir Sigvalda Kaldalóns, dóttur hans, Selmu, og Sigvalda Snæ Kaldalóns. Meðal ein- söngvara er Anna Margrét Kalda- lóns, sem er barnabarnabarn tón- skáldsins. ' Sunnudaginn 13. janúar verða tón- leikarnir haldnir í Ytri-Njarðvíkur- kirkju og hefjast þeir kl. 20.30, og f Grindavíkurkirkju á mánudaginn kl. 20.30. Stjórnandi á tónleikunum er Sigvaldi Snær Kaldalóns. Rannsóknin á lokastigi Mál piltsins, sem kærði lögregluna í Reykjavík vegna ákverka sem hann hlaut þegar lögreglan handtók hann aðfaranótt 27. desember, er þessa dagana í rannsókn. Lögreglumanninum, sem kærður var, hefur verið veitt ótímabundið leyfi frá störfum á meðan mál hans verður rannsakað. Það gerir Rann- sóknarlögregla ríkisins og er rann- sókn málsins á lokastigi, að sögn Helga Daníelssonar, yfirlögreglu- þjóns RLR. -sbs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.