Tíminn - 12.01.1991, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.01.1991, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 12. janúar 1991 Sölufyrirtæki SH í Japan: MARKAÐURINN NffiGUR EN FISKINN VANTAR í nóvember sl. var formlega opnað í Tókýó í Japan sölufyrir- tæki á vegum Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. Hennar markaðssvæði eru Asíulönd og er markaðurinn nægur, en á hinn bóginn vantar meira hráefni til sölu og að sögn Helga Þórhallssonar, forstöðumanns fyrirtækisins, veldur það því að ekki verður fyrirsjáanleg aukning hjá fyrirtækinu í bráð. „S.H. hefur um alllangt skeið selt afurðir til Austurlanda fjærog þá einkum loðnuafurðir, en síðan hafa bæst við karfi, grálúða, langlúra og fryst smárækja. Við höfum reynt ýmislegt annað, en ekki í miklum mæli. Laxinn var reyndur árið 1989, árið sem Flying Tigers flaug hingað. Það gekk ágætlega til að byrja með, en markaðurinn fór í niðursveiflu á því ári, en hafði verið góður þangað til. Síðan Flying Tigers hætti flugi hingað varð fraktin mun dýrari og markaðurinn hélt áfram að slakna, þannig að við höfum látið þetta eiga sig. En þetta er náttúrlega allt sam- an sveiflukennt og hugsanlega get- um við komið aftur inn seinna meir,“ segir Helgi Þórhallsson. Hann segir fyrirtækið vera ágæt- lega kynnt í Japan og áður en það opnaði formlega hafi það þá þegar eignast hóp viðskipavina. „Okkar vandamál hefur aðallega verið að hafa ekki nóg til að selja, eins og hin fyrirtæki S.H. þekkja jafnvel og við. Við höfum aðallega selt stórum inn- flutningsfyrirtækjum sem selja síð- an til heildsala og fullvinnslufyrir- tækja, en nánast allur fiskurinn, sem við seljum, fer í fullvinnslu. Við seljum ekki í neytendapakkning- um.“ „Ég er ekki búinn að fá niðurstöð- urnar fyrir árið 1990. En það varð samdráttur á Japansmarkaði í fyrra og ástæðan var að bæði loðnu- og grálúðuvertíð brugðust. Þetta eru tegundir sem við byggjum mikið á. Fyrir utan Japan seljum við líka á Taiwan og þar háði það okkur líka að grálúðuframleiðslan brást, því það er það eina sem við seljum þangað. Síðan seljum við líka til Kóreu og þar er takmarkaður markaður eins og í Taiwan, því þeir taka ekkert nema heilfrystan karfa. Sá markað- ur er enn opinn, en við gátum ekki fullnægt honum á síðasta ári vegna óhagstæðrar gengisþróunar." Á heildina litið segir Helgi að ekki sé að búast við auknu magni á Asíu- markað, en í staðinn þurfi að skapa meira verðmæti úr því sem fyrir sé. Reynt hafi verið með ýmsar óvenju- legar tegundir, s.s. gellur, karfa- marning, grásleppuhrogn, ígulker og tindabykkjubörð. „En við höfum ekki reynt við tegundir einsog þorsk, ýsu og karfa," segir Helgi. Hann segir jafnframt að það, sem hái starfinu í Japan, sé fyrst og fremst að ekki sé nægilegt framboð á þeim tegundum, sem nú þegar hafa verið markaðssettar, og bætir við: „Þegar maður sér ekki fram á aukningu í því magni, sem við get- um boðið, þá er ekki mikill þrýsing- ur á mann að finna nýja kaupendur, það þýði bara meiri skömmtun til þeirra sem fyrir eru.“ -sbs. Samningar um sérfræðilæknishjálp utan sjúkrahúsa ekki staðfestir af hálfu stjórnvalda: Sjúklingar greiða sérfræðingunum að fullu frá mánudegi Samningur, sem gerður var í desember um sérfræðilæknishjálp ut- an sjúkrahúsa, verður ekki staðfestur af Tryggingaráði, að sögn Læknafélags íslands. Þar með verður enginn samningur í gildi fyr- ir störf sérfræðinga á eigin stofum og þess vegna verða sjúklingar að greiða sérfræðilæknishjálp að fullu sjálfír frá og með mánudeg- inum. Sjúklingar verða síðan að leita til IVyggingastofnunar með endurgreiðslu. Fulltrúar Læknafélags íslands héldu blaðamannafund í gær vegna þessa og sögðust vonsviknir yfir þessari niðurstöðu, en þeir áttu fund með Tryggingaráði í gærmorg- un þar sem kom fram að samning- urinn yrði ekki undirritaður af hálfu stjórnvalda, sem telja hann brot á þjóöarsátt. Samningar sérfræðinga urðu laus- ir s.l. haust og var þá sagt upp með þriggja mánaða fyrirvara. Hafist var handa við samningsgerð milli Læknafélagsins og samninganefnd- ar ríkisins og tókust samningar í desember s.l. Sá nýi samningur var undirritaður af hálfu Læknafélags- ins, sérfræðinga og annarra þann 24. desember s.L, en þá var enginn viðstaddur af hálfu stjórnvalda. Högni Óskarsson, formaður Læknafélags íslands, sagði á blaða- mannafundinum í gær að samning- urinn væri framhald á fyrri samn- ingi, en auk þess væri í honum leið- rétting sem fæli í sér taxtahækkanir fyrir viðtöl sem ekki fylgja rann- sóknir. Þessi taxtahækkun hljóðar upp á allt að því 2 einingar, en hver eining er 116 krónur. Þessi hækkun er til læknanna, en kemur ekki til með að hækka hlut sjúklingsins, sem verður áfram 900 krónur. „Þessi taxtahækkun er leiðrétting sem er nauðsynleg til að koma á móts við síhækkandi rekstrarkostn- að við læknastofur, en þessi taxti hefur ekki hækkað um árabil," sagði Guðmundur Egilsson, formaður samninganefndar Læknafélagsins. Ástæðan fyrir því að viðtöl, sem ekki fela í sér rannsóknir, hækka, en ekki önnur, er sú að rekstrarkostnaður hjá læknum, sem að miklum hluta eða einungis stunda slík viðtöl, hef- ur hækkað að sama skapi og hjá öðr- um, en taxtinn ekki, að sögn Guð- mundar. Guðmundur benti einnig á það að sérfræðingar væru verktakar hjá ríkinu en ekki þar á launaskrá og að þessi leiðrétting, sem kveðið er á um í þessum samningi, er vegna kostn- aðarhækkana en er ekki launahækk- un. —GEÓ TfMANS PÓSTFAX (91) 68-76-91 Sími 62-54-44 allan sólarhringinn Þarftu stærra húsnæði? Ókeypis auglýsingar fyrir einstaklinga Strand á Rif i Frá Ægi Þórðarsyni, fréttarítara Tímans á Hellissandi. Það óhapp vildi til í gærmorgun að flutningaskipið Meteor strandaði við höfnina á Rifi. Skipið, sem er um 2000 tonn að stærð, var að koma frá Patreksfirði með salt. Svo virðist sem skipið hafi ekki náð beygjunni inn í höfnina og farið of norðarlega inn í hafnarmynnið með þeim afleiðingum að það strandaði við norðurgarðinn. Skipverjar segja að orsök þess sé sú að annað innsigl- ingarljósið hafi verið slökkt. Taugum var komið yfir f suður- garðinn og tókst skipverjum, sem einkum eru Svíar og Pólverjar, ásamt heimamönnum að losa skipið um kl. 3 í gærdag. Engar skemmdir urðu á skipinu við strandið, þar sem sandbotn er í höfninni. Þess má geta að nýlokið er dýpkun hafnarinnar á Rifi og hafa stærstu kaupskip komist um hana vandræðalaust. Bót á spennutruflunum í Reykjavík: Ekkert rafmagn í Stálverið? Rafveitustjórí Rafmagnsveitu Reykjavíkur, Aðalsteinn Guðjohn- sen, hefur lýst því yfir að Lands- virkjun verði að stöðva raforkusölu til íslenska stálfélagsins hf. vegna spennutruflana. Rafveitumar í Reykjavík og Hafnarfirði hafa feng- ið margar kvartanir frá íbúum á Stór-Reykjavíkursvæðinu vegna þessara truflana. Orsök truflananna mun vera sú að spennujöfnunarbúnaður, sem settur var upp vegna rafbræðsluofns Stál- félagsins, er ófullnægjandi og vill Aðalsteinn að raforkusala til Stálfé- lagsins verði stöðvuð þangað til að fullvíst sé að búið verði að koma í veg fyrir truflanirnar. Að sögn Páls Halldórssonar, fram- kvæmdastjóra íslenska stálfélagsins, myndi það þýða dauðadóm fyrir Stálfélagið ef raforkusala til þess yrði stöðvuð. „Viðgerð á spennu- jöfnunarbúnaðinum mun a.m.k. taka eina til tvær vikur og ef við fá- um ekkert rafmagn á meðan við- gerðir standa yfir, mun öll starfsemi í Stálfélaginu stöðvast." Páll sagði ennfremur að hann hefði trú á því að menn myndu snúa bökum saman og finna lausn á vandamálinu í sam- einingu, án þess að til stöðvunar á raforkusölu til þeirra kæmi. khg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.