Tíminn - 12.01.1991, Blaðsíða 10

Tíminn - 12.01.1991, Blaðsíða 10
22 Tíminn Laugardagur 12. janúar 1991 Sextugur á morgun: Stefán Yngvi Finnbogason tannlæknir Þegar ég frétti að bekkjarbróðir minn og vinir til fleiri ára yrði sex- tugur á morgun, þann 13. janúar, komu mér í hug erindi úr Hávamál- um: Eldur er beztur með ýta sonum ogsólarsýn, heilyndi sitt ef maður hafa náir án við löst að lifa. Leiðir okkar lágu saman þegar í Menntaskólanum á Akureyri, en kynni okkar í millum hófust eigi að marki fyrr en við settumst í sömu deild eitt haust og höfðum þar sam- flot þrjá vetur. Svo vildi til að vetur okkar hin síðasta í skólanaum hafði ég fengið Ieigt í húsi einu í Brekku- götu og á hinni efri hæðinni bjuggu foreldrar hans Finnbogi Bjarnason, áður kennari og bóndi á Merkigili og Sveinsstöðum, Lýtingsstaða- hreppi í Skagafirði, og víðar miklu, m.a. á Hrauni í Öxnadal. Sigrún hét móðir Stefáns Eiríksdóttir, einnig úr Lýtingsstaðahreppi upp runnin. Sölvanes var býli foreldra hennar og er allt þetta fólk skagfirskra ætta. Naut ég alúðar og vinsemdar þeirra hjóna, jafnan hæglát voru þau og vönduð, grandvör í ferð, og er hér var komið gegndi faðir Stefáns verslunarstjórastarfi á Akureyri, ugglaust hjá KEA, þótt ég muni eigi eða vissi aldrei. Af samferðamönnum minnist ég vart manns er nær kæmist hófstill- ingu eða hógværð þeirri er hinir gömlu Hellenar mátu svo mjög en Stefán og jafnaðargeð hans og þol- inmæði er meira en mörgum er gef- ið. Má ímynda sér að þeir hæfileikar séu hverjum tannlækni nauðsyn- legir, ekki síst þeim er gera við tennur smáfólksins, en Stefán varð barnatannlæknir í Reykjavík 1975, hafði enda stundað framhaldsnám í þeirri grein og varð yfirskólatann- læknir hjá Reykjavfkurborg ári síð- ar. Ýmis trúnaðarstörf voru honum á höndum löngum og var hann þannig kennari um skeið við tann- læknadeild Háskóians, varaformað- ur Tannlæknafélags íslands, o.fl. o.fl., sat m.a. í Stúdentaráði Há- skóla íslands eitt sinn á okkar yngri árum. Stefán mun snemma hafa orðið hugfanginn af sinni fræðigrein og sé ég í skrám að hann hefur samið greinar og ritgerðir á útlendum tungumálum er birst hafa m.a. í tímariti norska tannlæknasam- bandsins. Er ekki að efa að sam- viskusamlega er að unnið og álykt- anir allar teknar af grandvarleika og rökvísi, en niðurstöður eigi birtar utan að baki liggi ítarleg rannsókn. Skal ekki um það fjallað, en hitt veit ég manna best að vel hafa þær tenn- ur mínar enst er hann gerði við fyr- ir hálfum fjórða áratug eða svo. Betri félagi er eigi auðfundinn. Minnist ég þess enn, er við sátum á herbergi hans uppi, ásamt fleiri fé- lögum, og var oftlega kátt á hjalla heldur en ekki. Stefán er vel hag- mæltur og á létt með að kasta fram stöku. Mun hann hafa ort í Carm- ínu, svo og skólablöð ef mig mis- minnir ekki. Einnig lék hann á hljóðfæri, mandólín, og er liðtækur mjög í söng og músík yfirleitt, geðs- lagið þægilegt og návist hans góð. Sextugum sendi ég þér mínar bestu kveðjur héðan úr vestri. Og þótt leiðir okkar hafi ekki legið saman nema örfáum sinnum þessi mörgu ár er liðin eru síðan við gengum frá prófborðum Háskólans, höfum við vitað hvor af öðrum og búum báðir að sameiginlegum minningum. Stefán tannlæknir hefur verið far- sæll í starfí og persónulegu lífi. Hann gekk ungur að eiga konu sína, Guðnýju Hólmfríði Arnadótt- ur, þingeyska konu, og ólu þau upp og tóku sem kjörbörn Leif og Kol- brúnu. Eru þau hjón samhent um hvaðeina um heimili þeirra hið myndarlegasta í hvívetna. Lifið heil, þökkum góð kynni, bestu kveðju frá okkur hjónum. Baldur Vilhelmsson prófastur, Vatnsfírði Helgi Hóseasson prentari Fæddur 12. mars 1918 Dáinn 1. janúar 1990 Svanirfljúga hratt til heiða, huga minn til fjalla seiða. Vill mér nokkur götu greiða? Glóir sól um höf og lönd. Viltu ekki, löngun, leiða litla bamið þér við hönd? (Stefán frá Hvítadal) Helgi Hóseasson prentari lést 1. janúar sl. á Landspítalanum eftir nærri tíu ára baráttu við erfiðan sjúkdóm. Helgi fæddist 12. mars 1918 að Þorvaldsstöðum í Skeggjastaða- hreppi í Norður-Múlasýslu. Foreldr- ar hans voru Hóseas, bóndi á Þor- valdsstöðum, f. 26. ágúst 1863, d. 2. janúar 1935, Árnason, bónda að Miðfjarðarnesseli fyrst, síðar Þor- ®REYKJMIÍKURBORG ÞJÓNUSTUIBÚÐIR ALDRAÐRA DALBRAUT 27 Staða heimilislæknis við Þjónustuíbúðir aldr- aðra, Dalbraut 27, er laus til umsóknar, um hluta- starf er að ræða. Nánari upplýsingar gefur for- stöðumaður í síma 685377 fyrir hádegi virka daga. BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR BORGARTÚN 3 - 105 REYKJAVÍK. - SÍMl 26102 Skipulag háskólasvæðis Samstarfsnefnd Reykjavíkurborgar og háskóla- ráðs um skipulag lóða Háskóla Islands auglýsir hér með til kynningar tillögu að heildarskipulagi lóða Háskólans, vestan og austan Suðurgötu. Teikningar ásamt greinargerð og líkani verða til sýnis á Borgarskipulagi, Borgartúni 3, 3. hæð frá þriðjudeginum 15. janúar til 5. febrúar 1991. Þeir sem vilja koma á framfæri athugasemdum eða ábendingum geri það skriflega til Borgar- skipulags fyrir 5. febrúar 1991. valdsstöðum, Þorkelssonar, og kona hans Guðrún, f. 8. október 1881, d. 2. apríl 1960, Þórðardóttir, bónda að Hóium í Biskupstungum, síðar að Hliði á Álftanesi, Þórðarsonar. Helgi fluttist til Hafnarfjarðar ung- ur að árum og hóf prentnám í Prent- smiðju Hafnarfjarðar 1. júlí 1933. Prentsmiðjan hætti störfum 1935 og hélt Helgi því áfram námi í Ríkis- prentsmiðjunni Gutenberg 1. okt. 1936 og lauk því 15. nóvember 1938 og varð félagi í HÍP 8. janúar 1939. Hann fékk sveinsbréf 28. janúar 1940 og vann í Gutenberg til 31. desember 1941. Vann síðan í AI- þýðuprentsmiðjunni frá 1941 til 1945 er hann hóf störf í Prentsmiðju Þjóðviljans. Skömmu eftir að Þjóð- viljinn tók upp offsetprentun og prentaður í Blaðaprenti hætti Helgi störfum í prentsmiðjunni og vann hjá Prentbergi, Setbergi og síðast hjá Leiftri, allt til miðs árs 1984, þegar sjúkdómurinn, sem leiddi hann til bana, ágerðist mjög. Helgi var vélsetjari, hraðvirkur og vandvirkur svo orð fór af. Hann var frábær íslenskumaður, sem kom sér vel í starfi hans. Margir, sem sótt hafa þjónustu til þeirra prentsmiðja sem Helgi vann hjá, minnast þessa framúrskarandi verkmanns sem var jafnvígur á handverkið og málið. Helgi var mikill ljóðaunnandi og kunni mikið utanbókar auk þess sem hann var vel að sér í okkar bestu bókmenntum öðrum. Hann var náttúruunnandi og var í essinu sínu upp til fjalla í vinahópi og þá gjarnan við veiðivötn, enda slyngur veiðimaður. Hann var félagshyggju- maður frá unga aldri og vann ýmis trúnaðarstörf. Hann var meðstjórn- andi í HÍP 1944-45, ritstjóri Prent- arans 1945-47, var í skemmtinefnd HÍP 1942-44 og endurskoðandi reikninga 1963. Hann vann ýmis trúnaðarstörf fyrir Knattspyrnufé- lagið Val á yngri árum og í stjórn MIR um árabil. Helgi var róttækur í skoðunum og lét aldrei bilbug á sér finna þótt móti blési. Hann var þess fulviss að fé- lagshyggjan myndi sigra í heimin- um að lokum þótt leiðin yrði tor- sótt. Hann hugsaði ekki í dögum, heidur til lengri tíma, vitandi að mistök mannanna, sérdrægni þeirra og sundurlyndi er sá dragbítur sem tefur framþróunina til fegurra mannlífs og réttláts þjóðfélags. Við Helgi höfum þekkst og verið vinir í hálfa öld og er margs að minnast sem lýsir mannkostum hans, en þar sem hann var andsnú- inn öllu lofi sér til handa, mun ég láta þar við sitja, að benda enn á hver smekkmaður hann var á ís- lenskt mál og mikill unnandi ís- lenskrar náttúru, sem lýsir sér best í vali hans á tveim kvæðum sem hann óskaði að yrðu lesin við útförina. Það voru kvæðin Vorsól eftir Stefán frá Hvítadal og Er hnígur sól eftir Jóhannes úr Kötlum, en upphafser- indi þessara kvæða fylgja hér í upp- hafi og í lok þessarar greinar. Þessi kvæði, sem Baldvin Halldórsson las við útförina, lýsa einnig þeim hug- sjónum sem Helga voru svo hjart- fólgnar. Við Gróa og fjölskyldur okkar send- um vandamönnum hans og vinum öllum samúðarkveðjur með sér- stakri þökk til starfsfólksins á 13D á Landspítalanum fyrir einstæða um- hyggju um árabil. Utför Helga fór fram í kyrrþey 9. janúar sl. samkvæmt ósk hins látna. Er hnígur sól að hafsins djúpi og hulin sorg á brjóstin knýr vér minnumst þeirra, er dóu í draumi um djarft og voldugt ævin- týr. (Jóhannes úr Kötlum) Halldór Jakobsson Kvöld-, nætur- og helgidagavarsla apóteka í Reykjavík 11.-17. janúarer í Laugamesapóteki og Árbæjar- apóteki. Það apótek sem fyrr er nefnt annast eitt vörsluna frá kl. 22.00 að kvöldi til kl. 9.00 að morgnl virka daga en kl. 22.00 á sunnudögum. Uppiýs- ingar um læknis- og lyfjaþjónustu eru gefnar í síma 18888. HafnarQörðun Hafnarfjaröar apótek og Norður- bæjar apótek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvem laugardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00-12.00. Upplýsingar I símsvara nr. 51600. Akureyri: Akureyrar apótek og Stjömu apótek eru opin virka daga á opnunartlma búða. Apó- tekin skiptast á slna vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opið í þvl apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. Á helgidögum er opið frá kl. 11.00- 12.00 og 20.00-21.00. Á öðrum timum er lyfja- fræðingur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar I síma 22445. Apótek Keftavfkur Opið virka daga frá k. 9.00- 19.00. Laugardaga, helgidaga og almenna frl- daga kl. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Opiö virka daga frá kl. 8.00-18.00. Lokað I hádeginu milli kl. 12.30- 14.00. Selföss: Selfoss apótek er opið til kl. 18.30. Op- ið er á laugardögum og sunnudögum kl. 10.00- 12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opið virka daga til kl. 18.30. Opið er á laugardögum kl. 10.00- 13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00. Garöabæn Apótekiö er opið rúmhelga daga kl. 9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. Læknavakt fyrir Reykjavfk, Sottjamames og Kópavog er I Heilsuverndarstöö Reykjavlkur alla virka daga frá kl. 17.00 til 08.00 og á laugandög- um og helgidögum allan sólarhringinn. Á Sel- tjamamesi er læknavakt á kvöldin kl. 20.00- 21.00 og laugard. kl. 10.00-11.00. Lokaö á sunnudögum. Vitjanabeiðnir, slmaráöleggingar og tlmapantan- ir I slma 21230. Borgarspftaiinn vaktfrá kl. 08-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki- hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (slmi 696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysadeild) sinnir slösuðum og skyndiveikum allan sólar- hringinn (slmi 81200). Nánari upplýsingar um lyflabúðirog læknaþjónustu erugefnar i sfmsvara 18888. Ónæmlsaðgerðir fyrir fullorðna gegn mænusótt fara fram á Heilsuvemdarstöð Reykjavikur á þriðjudögum kl. 16.00-17.00. Fólk hafi með sér ónæmisskírteini. Seltjamames: Opið er hjá Tannlæknastofunni Eiðistorgi 15 virka daga kl. 08.00-17.00 og 20.00- 21.00, laugardaga kl. 10.00-11.00. Sími 612070. Garðabær Heilsugæslustööin Garðaflöt 16-18 er opin 8.00-17.00, sími 656066. Læknavakt er I síma 51100. Hafnarflörður Heilsugæsla Hafnarfjaröar, Strandgötu 8-10 er opin virka daga kl. 8.00- 17.00, sími 53722. Læknavakt slmi 51100. Kópavogur Heilsugæslan er opin 8.00-18.00 virka daga. Slmi 40400. Keflavík: Neyðarþjónusta er allan sólarhringinn á Heilsugæslustöð Suðumesja. Sfmi: 14000. Sálræn vandamál: Sálfræðistöðin: Ráðgjöf I sál- fræðilegum efnum. Sími 687075. Landspftallnn: Alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl. 20.00. Kvennadeildin: kl. 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Alla daga vlkunnar kl. 15- 16. Heimsóknartlmi fyrir feður kl. 19.30-20.30. Bamaspítali Hringsins: Kl. 13-19 alla daga. Öldrunariækningadeild Landspitalans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomulagi. - Landa- kotsspitali: Alla virka kl. 15 til kl. 16 og kl. 18.30 til 19.00. Bamadeild 16-17. Heimsóknartlmi annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. - Botg- arspitalinn f Fossvogi: Mánudaga til föstudaga kl. 18.30 til 19.30 og eftir samkomulagi. Á laug- ardögum og sunnudögum kl. 15-18. Hafriarbúðir Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvfta- bandiö, hjúkrunardeild: Heimsóknartimi frjáls alla daga. Grensásdeild: Mánudaga ti föstu- daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnu- daga kl. 14- 19.30. - Heilsuvemdarstöðin: Kl. 14 til kl. 19. - Fæðingarheimili Reykjavlkur: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - KJeppsspítali: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19.30. - Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. Kópa- vogshæiið: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. - Vífilsstaöaspítall: Heimsóknar- tlmi daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - St Jósepsspitali Hafnarfirði: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sunnuhlíð hjúkrunarheimili I Kópavogi: Heim- sóknartlmi kl. 14-20 og eftir samkomulagi. Sjúkrahús Keflavfkuriæknlshéraðs og heilsu- gæslustöðvar: Vaktþjónusta allan sólarhring- inn. Slmi 14000. Keflavfk-sjúkrahúsið: Heim- sóknartlmi virka daga kl. 18.30-19.30. Um helgar og á hátlöum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00- 19.30. Akureyri- sjúkrahúsið: Heimsóknartimi alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00-20.00. Á bamadeild og hjúkrunardeild aldraöra Sel 1: Kl. 14.00-19.00. Slysavarösstofuslmi frá kl. 22.00- 8.00, sími 22209. Sjúkrahús Akraness: Heimsóknartlmi Sjúkrahúss Akraness er alla daga kl. 15.30- 16.00 og kl. 19.00-19.30. Reykjavík: Seltjamames: Lögreglan slmi 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið slmi 11100. Kópavogun Lögreglan sfmi 41200, slökkviliö og sjúkrabifreið slmi 11100. Hafnarfjöröur Lögreglan slmi 51166, slökkvilið og sjúkrabifreiö simi 51100. Keflavfk: Lögreglan slmi 15500, slökkvilið og sjúkrabíll simi 12222, sjúkrahús 14000, 11401 og 11138. Vestmanneyjar Lögreglan, slmi 11666, slökkvilið sími 12222 og sjúkrahúsið slmi 11955. Akureyri: Lögreglan slmar 23222, 23223 og 23224, slökkviliö og sjúkrabifreiö slmi 22222. Isafjörður: Lögreglan simi 4222, slökkviliö slmi 3300, brunasfmi og sjúkrabífreiö slml 3333.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.