Tíminn - 12.01.1991, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.01.1991, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur 12. janúar 1991 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin i Reykjavlk Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Glslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason Skrifstofur:Lyngháls 9,110 Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingaslml: 680001. Kvöldslmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð I lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Hinn helgi réttur smáþjóða Tíminn birtir í dag helgarviðtal við Jón Helgason al- þingisforseta þar sem hann gerir m.a. grein fyrir ráðstefnu um samvinnu ríkja við Eystrasalt, sem fram fór í vikunni í Helsinki. Ráðstefnuna sátu full- trúar Eystrasaltsþjóðanna, Sovétríkjanna, Póllands, Norðurlandanna fimm ásamt fulltrúum frá norræn- um sjálfstjórnarlöndum (Færeyjum, Grænlandi og Álandseyjum) og auk þess fulltrúar frá þeim fylkjum Þýskalands sem liggja að Eystrasalti. Þar að auki sátu sem áheyrnarfulltrúar sendimenn frá Norður- landaráði, Evrópuráði og þingmannanefnd Efta. Jón Helgason var einn þriggja íslendinga sem sátu þessa ráðstefnu og gerði grein fyrir afstöðu Alþingis til sjálfstæðismála Eystrasaltsþjóða. í ræðu sinni benti Jón á að ísland hefði um langan aldur verið í góðum tengslum við Eystrasaltslönd sem hefði sitt sögulega gildi og benti á, að þar sem ísland væri eitt Norðurlanda og aðili að Norðurlandaráði hefðu ís- lendingar áhuga á því að taka þátt í að efla samvinnu meðal þjóða við Eystrasalt, enda tengjast Norður- lönd þessu svæði landfræðilega og viðskiptalega. Orðrétt sagði Jón Helgason í framhaldi af þessu og gerði þar grein íyrir afstöðu Alþingis í málum Eystrasaltsþjóða: „Það er skoðun Alþingis að til þess að stuðla megi að nánari samvinnu meðal þjóða við Eystrasalt, sé nauðsynlegt að samvinna allra þjóðanna sé á jafn- réttisgrundvelli. Alþingi hefur því haft verulegar áhyggjur af þróun mála í Eystrasaltslöndunum þremur, Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Alþingi hef- ur jafnframt fullan skilning á þeim vonum, sem þjóðir þessara ríkja binda við viðurkenningar um- heimsins á fullveldi þeirra sem og að þær verði við- urkenndar sem jafningjar annarra ríkja við Eystra- salt, þegar kemur að því að móta framtíðarstefnu fyrir Eystrasaltssvæðið. Fyrir nokkrum vikum, í des- ember síðastliðnum, samþykkti Alþingi einróma þingsályktun um stuðning við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsríkjanna. í þeirri ályktun ítrekaði Alþingi stuðning sinn við sjálfstæðisbaráttu Litháens og minnti á að íslensk stjórnvöld hafa viðurkennt sjálf- stæði Eistlands, Lettlands og Litháens óslitið síðan 1922. í desemberályktun sinni áréttaði Alþingi ályktun sína frá 13. mars 1990 þar sem lýst var yfir að sjálfsákvörðunarréttur þjóða með lýðræðislega kjörin þing væri grundvöllur frjálsra samskipta þjóða í milli og stuðlaði að heimsfriði. í samræmi við þetta telur Alþingi að þar til Eystrasaltsríkin hafa fengið fulla viðurkenningu á sjálfstæði sínu vanti enn mikið á að settar hafi verið niður deilur í Evr- ópu. Alþingi hefur því hvatt íslensku ríkisstjórnina til að styðja allar friðsamlegar aðgerðir til að leysa áreining Eystrasaltsþjóðanna og Sovétríkjanna." í þessum hnitmiðuðu orðum Jóns Helgasonar kemur skýrlega fram afstaða íslendinga til sjálfstæð- isbaráttu Eystrasaltsþjóða: Að fótum troða sjálfs- ákvörðunarrétt þjóða er að misbjóða lýðræðinu. á er komið að eindögum í Persaflóadeilunni og ekki nema þrír dagar sem eftir lifa af þeim fresti, sem írökum var veittur til að hverfa frá Kúvæt. Það var Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna, sem veitti þennan frest í deilu sem hófst 2. ágúst í sum- ar með innrás íraka í Kúvæt. Þá var heldur skammt um liðið frá átta ára styrjöld íraka við íran, en það var eins og Saddam Hus- sein einvaldur í írak væri hræddur um að misa móðinn, léti hann of langa stund líða á milli stríða. Hussein er sér- kennilegur maður í meira lagi. Reynt hefur verið að líkja hon- um við Adolf Hitler, sem hóf heimsstyrjöldina síðari með svikum við aðra þjóðarleiðtoga í Evrópu, eins og Daladier og Chamberlain. Saddam Hussein hefur að vísu engan svikið í sama mæli. Hins vegar hefur hann og írakar lengi gert tilkall til norðurhluta Kúvæt án þess að því hafi verið ansað. Til við- bótar skuldaði írak Kúvæt eina níu milljarða dollara, sem farið höfðu í stríðskostnað vegna baráttunnar við fran, sem írak- ar hófu af sömu óbilgirninni og þeir sýna nú þeim þjóðum heims, sem una því ekki að sjálfstætt ríki skuli hertekið, kannski mest vegna þess að ír- akar kærðu sig ekkert um að borga níu milljarða dollara skuld, eða áttu ekki slíka fjár- hæð til. Þetta er eins og óreiðu- maður neiti að borga skuld í banka, og ieggi í stað þess bankann undir sig. Galopið land Hér á íslandi hefur stríðshætt- an við Persaflóa kallað á marg- háttuð viðbrögð, sem sum hver eru eðlileg. Það er full ástæða til að kanna birgðir í landinu og sinna öryggismálum. Má vera að nú fyrst fari að koma í ljós hver hagur okkur eða öllu held- ur óhagur, er að því að halda landinu galopnu fyrir næstum hverjum sem er og hverrar þjóðar sem hann er, aðeins ef hann giftist hingað. Kynni okk- ar af öðrum þjóðum eru ekki gömul og reynsla í þeim efnum lítil sem engin. Þetta reynslu- leysi hefur sagt til sín í sam- skiptum kynja. Engu illu skal spáð um til hvers innflutningur á Aröbum hingað kann að leiða skerist í odda, þar sem höfðað verður til persónulegustu til- finninga af algjöru miskunnar- leysi. En við skulum vona að ekkert sé að óttast. Raunar bendir ekkert til þess að hér sé hætta á ferðum. Hins vegar hafa yfirvöld ákveðið að herða eftirlit á Keflavíkurflugvelli. Það er aðeins gert vegna þeirra sem kynnu að koma hingað eft- ir að átök hefjast við Persaflóa. Ekki er vitað um annað eftirlit. Fundið ofbeldi Viðbrögð hér heima við stríðs- átökum hafa alltaf verið á einn veg. Þegar Sovétríkin réðust á Finnland 1939, reyndu menn háðir sovéskri fyrirsögn að réttlæta þessa tilefnislausu árás á litla þjóð. Ekki stóð heldur á viðbröðgum eftir að Hitler og Stalín höfðu gert friðarsamning og skipt Pól- landi á milli sín. Þá töluðu vin- ir sovétsins harkalega gegn Bretum og töldu að heims- stríðið, sem þá var hafið, væri háð af auðvaldinu í heiminum til að efla eigin hag. Línur þeirra voru einnig hreinar í Kóreustríðinu, að ekki sé talað um Víetnam stríðið. Þar voru algóðir norðanmenn gegn al- vondum sunnanmönnum sem höfðu fengið Banadríkjamenn til liðs við sig við óhæfuverkin. Gáfaðir frændur á Norðurlönd- um, sem eru mikil fyrirmynd á íslandi, gengu jafnvel í Maó- fötum í vinnuna til að sýna hvorum megin stuðningur hinna hlutlausu þjóða Iægi. Svo voru til réttlætanleg stríð eins og í Afganistan og nú síð- ast harðnandi átök í Eystra- saltsríkjum, sem búa enn við hernám allt frá því í stríðsbyrj- un. Yfirvofandi Persaflóastríð hefur orðið enn eitt kærkomið tækifæri til að taka afstöðu í deilu, sem er miklu stærri en svo, að íslendingar fái nokkru um hana ráðið. Þetta andóf er sjálfvirkt andóf vegna þess að kommúnistar eiga nú nóg með sig heimafyrir. Þeir eru líka samábyrgir með öðrum fulltrú- um Öryggisráðs S. þ. um end- urheimt Kúvæt, og eiga auk þess í nægum erfiðleikum í Eystrasaltslöndum. Um ofbeldi þeirra þar þarf enga fundi að halda. \ ' ^ r Atök með ofbeldi En þegar Saddam Hussein fær ekki óáreittur að leggja undir sig Kúvæt og það óvenjulega hefur gerst að Öryggisráðið samþykkir að írakar verði að fara þaðan, spretta upp félags- samtök, sem nefna sig „Átak gegn stríði". Boðað var til úti- fundar á Lækjartorgi kl. 16.30 á Lækjartorgi og Þjóðviljinn birti stórá fjögurra dálka mynd til áréttingar fundarboðinu, af tveimur stelpukrökkum vera að föndra við slagorð: ísland gegn stríði. Auðvitað er fsland gegn stríði. Að vera gegn stríði er ekkert einkamál þeirra á Þjóðviljanum og þeirra fylgi- fiska blaðsins, sem enn fyrir- finnast í Alþýðubandalaginu. En sagan verður að fá að end- urtaka sig. Telji Vesturlönd, og að þessu sinni Sovétríkin einn- ig, sér misboðið, verður ma- skínan að fara í gang; sjálfkrafa ef ekki öðruvísi. Hér heima er því allt óbreytt, þótt forsend- urnar séu flognar út í buskann. Enginn minnist svona sjálf- boðaliðavinnu úr stríðinu í Afganistan. Þetta minnir helst á orðbragðið um auðvaldið, þegar kommúnistar stóðu með Hitler í byrjun seinni heims- styrjaldarinnar, og Vesturlönd höfðu bundist samtökum um síðir til að hafa hemil á of- stopamönnum. Hussein fylgt úr __________hlaði____________ Og hverjar eru svo sannanirn- ar fyrir því að allt sé óbreytt um innrætið frá því á tímum seinni heimstyrjaldarinnar? í textanum undir myndinni á forsíðu Þjóðviljans stendur m.a.: A fundinum þar sem almenn- ingi verður gefinn kostur á að vara við stríði og afleiðingum þess verða Steingrími Her- mannssyni, forsætisráðherra, afhentar undirskriftir fólks sem m.a. lýsir yfir andstöðu ís- lands við stríðsaðgerðir gegn þjóðum í Austurlöndum nær. Eftir fundinn verður gengið að bandaríska sendiráðinu og full- trúum Bandaríkjastjórnar af- hent áskorun um að Iáta vopn- in ekki tala.“ Þótt þessi myndatexti sé stutt- ur segir hann allt sem segja þarf um það bláeyga og trúfasta lið, sem heldur að Bandaríkja- menn séu óvinurinn við Persa- flóa. Gleymdar eru tólf fjöl- þjóðsamþykktir Öryggisráðs- ins. En í staðinn er komið eitt- hvað sem heitir „stríðsaðgerðir gegn þjóðum í Austurlöndum nær“. Forvitnilegt væri að fá að vita hvort það sé virkilega satt að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna leggi sig í framkróka við að heyja stríð gegn þjóðum í Austurlöndum nær. Hér er um nokkuð margar þjóðir að ræða. Sé verið að höfða til Pal- estínumálsins, þá er það gam- alt mál, sem vinnast verður í öðrum löndum en írak. Aftur á móti hefur Saddam Hussein gripið til Palestínudeilunnar til stuðnings obeldi sínu í Kúvæt. Og undir það er tekið sam- kvæmt texta þeirra hjá Átaki gegn stríði. Friðflytjendur á röngu hlaði Átökin við Persaflóa eiga sér aðeins stað við eina þjóð, íraka. Sú staðreynd virðist þó vera einskonar feimnismál hjá hin- um trúföstu, sem nú telja sig hafa tilefni til að bera klögumál á hlöð bandaríska sendiráðsins í Reykjavík út af „stríðsaðgerð- um gegn þjóðum í Austurlönd- um nær“. Enginn þeirra þjóða, hvorki Bandaríkjamenn eða aðrir, sem stóðu að samþykkt- um Öryggisráðsins, hafa hafið eða verið með stríðsaðgerðir í Austurlöndum í nær. Margar þjóðir í Austurlöndum nær hafa hins vegar talið ofbeldi ír- aka við Kúvæt vera ærið tilefni til að bindast samtökum og freista þess að koma vitinu fyr- ir Saddam Hussein. Það var hann sem hóf átökin við Persa- flóa með því að leggja Kúvæt undir sig. Það var hann sem stofnaði til þess viðbúnaðar, sem upp hefur verið tekinn á svæðinu. Það var Saddam Hus- sein sem stofnaði til þess

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.