Tíminn - 25.01.1991, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.01.1991, Blaðsíða 3
Föstudagur 25. janúar 1991 Tíminn 3 Fimmtán alþingismenn flytja þingsályktunar- tillögu um endurskoðun fiskveiðistefnunnar: Kvótaandstæð- ingar á þingi sameinast Fimmtán alþingismenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu á Al- þingi um endurskoðun fiskveiðistefnunnar. Þingmennirnir eru all- ir andstæðingar núverandi fiskveiðistefnu, en í greinargerð með til- lögunni segir að kvótakerfið, sem hefur verið við lýði síðan 1984, hafi sýnt sig í fullkomnu haldleysi. Sagt er að kvótakerfið hafi unn- ið landi og þjóð mikinn skaða og þess vegna vonist flutningsmenn eftir að með tillögunni verði kerfið lagt niður. Tillagan gerir ráð fyrir að Alþingi kjósi hlutfallskosningu sjö þing- menn í milliþinganefnd er hafi það hlutverk að endurskoða fiskveiði- stefnuna. Endurskoðunin á að hafa að markmiði að koma á skipan sem tryggir verndun fiskistofnanna og miðast við að atgervi þeirra, sem sjóinn stunda, fái að njóta sín. Einnig að sjávarútvegurinn geti lagað sig sem frjáls atvinnuvegur að landsháttum, fiskimiðum og hagsmunum byggðarlaga svo að hann gefi sem bestan rekstrar- grundvöll til að ná hámarksaf- rakstri af auðlindum hafsins. Nefndinni er ætlað að semja frum- varp sem verði lagt fyrir næsta Al- þingi. í greinargerð með frumvarpinu segir að á árunum 1980-1983, fyrir daga kvótakerfisins, hafi þorskafli farið 64 þúsund tonn fram úr ákvörðun stjórnvalda, en á árunum 1984-1988 fór aflinn 437 þúsund tonn fram úr ákvörðun stjórnvalda. Taka verður fram að í fyrra tilvikinu er miðað við 3 ára tímabil, en í því síðara við 5 ára tímabil. Þetta telja flutningsmenn sýna að kvótakerfið hafi ekki verndað fiskistofnana eða stuðlað að auknum afrakstri af fisk- veiðum með samdrætti í fiskiskipa- eign Iandsmanna. Flutningsmenn telja að tvær leið- ir geti komið til greina í stað núver- andi fiskveiðistefnu. Annars vegar sala veiðileyfa og hins vegar sókn- arstýring. Bent er á ókosti þess að taka upp sölu veiðileyfa, en lögð áhersla á frjálsa samkeppni og að markaðsöflin fái að njóta sín. Talað er um að taka upp fiskveiðistjórnun almenns eðlis sem felst í takmörk- un heildarafla og sóknarstýringu með almennum fyrirmælum um veiðitíma, veiðisvæði, gerð skipa, útbúnað veiðarfæra og meðferð afla. í stuttu máli má segja að flutn- ingsmenn mæli með að tekin verði um svipuð fiskveiðistefna og var fylgt á árunum 1976-1984. Flutningsmenn tillögunnar eru: Þorvaldur Garðar Kristjánsson, Skúli Alexandersson, Eyjólfur Kon- ráð Jónsson, Karvel Pálmason, Kristinn Pétursson, Ólafur Þ. Þórð- arson, Friðjón Þórðarson, Sighvat- ur Björgvinsson, Pálmi Jónsson, Ásgeir Hannes Eiríksson, Eggert Haukdal, Ingi Björn Albertsson, Árni Gunnarsson, Geir Gunnarsson og Margrét Frímannsdóttir. Bréf frá sveitarstjóra Reykhólahrepps: Ekkert fé eftir úti í Múlasveit Vegna bréfs sem Búnaðarfélag ís- lands sendi til Stefáns Skarphéðins- sonar, sýslumanns í Barðastrandar- sýslu, varðandi smölun í Múlasveit sendi sveitarstjóri Reykhólahrepps Búnaðarfélagi íslands bréf sem í segir að Múlasveit hafi verið smöluð Iaugardaginn 6. október og hafi Hallgrímur Jónsson á Skálanesi annast smölunina ásamt jarðeig- endum úr Kvígindisfirði m.a. Einnig segir í bréfinu: „Vegna bréfs Jórunnar Sörensen ákvað hrepps- nefnd Reykhólahrepps, að höfðu samráði við sýslumann, engu að síð- ur að kanna málið án tafar og var það gert með því að flogið var yfir svæðið þann 11. janúar við mjög góð skilyrði. Sama dag fór Ragnar Guðmundsson á Brjánslæk ásamt fleirum á vélsleða um svæðið og leitaði það. Hvorugur leitarflokkur- inn sá fé. Þetta viljum við að fram komi, bæði það að sveitin var leituð sem lög gera ráð fyrir sem og hitt að vegna meints útigangs var svæðið leitað aftur án þess að fé sæist. Vera kann að öðruvísi þurfi að standa að smölun í Múlasveit en gert hefur verið en hitt skal ítrekað að þar hef- ur verið smalað eins og lög gera ráð fyrir og hinir vönduðustu menn haft það verk með höndum." khg Hafnarfjörður: Brunaútköllum fækkaöi í fyrra Slökkviliðið í Hafnarfirði var á ný- liðnu ári kallað út 141 sinni og fækk- aði útköllum um 25 frá fyrra ári. í þessu 141 útkalli var einungis um eld að ræða í 65 tilvikum og rúmlega helmingur þeirra vegna elds í rusli, sinu og mosa. Þjónustusvæði Slökkviliðs Hafnar- fjarðar er Hafnarfjörður, Garðabær og Bessastaðahreppur. Á þessu svæði annast slökkviliðið einnig sjúkra- flutninga og voru þeir 1336 á síðasta ári. Eldavarnareftirlit í Hafnarfirði var aukið mjög á árinu og gerði starfs- maður Brunamálastofnunar úttekt á þessum málum í þar í bæ. Hefur al- mennt náðst gott samstarf við menn um þessi mál og er annað sagt hrein undantekning. -sbs. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI: 681511 LUKKULÍNA: 991000 VERTU MEÐ - ÞAÐ ER GALDURINN A

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.