Tíminn - 25.01.1991, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Föstudagur 25. janúar 1991
Tíminn
MÁLSVARi FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrlmsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason SkrifstofurLyngháls 9,110 Reykjavik. Síml: 686300. Auglýslngasími: 680001. Kvöldsíman Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1100,- , verð 1 lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91
Móðurmál er mannréttindi Enginn vafí er á því að Alþingi lagði svo fyrir þegar það samþykkti ný útvarpslög árið 1985 að íslenskar útvarps- stöðvar notuðu íslensku sem tungumál sitt. Þetta er grundvallarregla, sem ekki þarf að deila um. Forráða- mönnum útvarps- og sjónvarpsstöðva er fúllkunnugt um þessa meginreglu. Ekki er annað ætlandi en að þeir geri sér grein fyrir rökum þess að löggjafmn bjó þannig um hnútana. Alþingi rýmkaði um rétt til útvarpsstarfsemi, svo að ís- lendingar eru engir eftirbátar annarra þjóða um frelsi í þeim efnum. Þingið lagði eigi að síður þá skyldu á herð- ar leyfíshöfúm að þeir efldu íslenska tungu, virtu móður- málið. Það getur ekki gerst öðruvísi en að útvarpsefni sé flutt og kynnt á íslensku. Þess vegna er skylt að þýða eða kynna á íslensku allt sem fram fer í íslenskum útvarps- og sjónvarpsstöðvum. Þýðingarskyldan er óhjákvæmileg. Dr. Kristján Amason málfræðingur, formaður íslenskr- ar málnefndar, hefúr við ýmis tækifæri gert skýra grein fyrir rökum þeirrar málstefhu sem Alþingi hefúr markað með útvarpslögum og gilda skal í rekstri íslenskra ljós- vakamiðla. Hann flutti nýlega um þetta erindi á ráðstefnu málnefhdar og útvarpsréttamefndar sem efnt var til um þýðingarskyldu ljósvakamiðlanna. í grein í Morgunblað- inu í gær ræðir hann þetta efni. Þar víkur hann að því að andmæli gegn þýðingarskyldunni hafi gosið upp í kring- um það ffamtak Stöðvar 2 að endurvarpa efni bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNN, en víkjast jafnffam undan að þýða efnið í skjóli fféttafrelsis og framfara í ffétta- tækni. Það var m.ö.o. reynt að láta málið horfa þannig við, að þýðingarskyldan væri andstæð málfrelsi, mann- réttindum og tækni. Um þetta segir Kristján Ámason m.a.: „Eg hef heyrt því haldið fram að það væri einhvers kon- ar skerðing á mannréttindum að heimta það að allt efni sem útvarpað er sé textað, ekki megi banna mönnum að taka við ensku efni heima hjá sér. Slíkt tal er á misskiln- ingi byggt. Það er enginn sem bannar einstaklingum að kaupa sér skerm til þess að taka á móti erlendu sjónvarps- efni sem kemur beint frá gervihnöttum ... En það er grundvallarmunur á þessu framtaki einstaklinga til að bera sig eftir því sem hrýtur af borðum erlendrar menn- ingar og því að reka innlenda starfsemi sem dreifir svona efni.“ Kristján Ámason dregur í þessum orðum fram kjama málsins. Það er fráleit hugsun, hvemig sem á er litið, að sú menningarstefna sé látin viðgangast í landinu að ís- lenskar sjónvarpsstöðvar (eða útvarpsstöðvar yfírleitt) séu reknar til þess að endurvarpa efni útlendra stöðva. Slíkt er ómennska og á ekkert skylt við frelsi og mann- réttindi. „Það á í rauninni að snúa réttindaumræðunni við,“ segir Kristján Ámason. „Það á að benda á að það sé óréttlátt að útvarpa efni sem ekki allir geta notið vegna tungumáls- ins. Því þrátt fyrir allt talið um enskukunnáttu þjóðarinn- ar, er fjöldi manns í landinu sem ekki skilur ensku eða hefur nógu gott vald á henni, og það er skylda þess sem býður fram þjónustu sína að gera hana aðgengilega sem flestum neytendum.“ Til þess má ekki koma að þýðingarskyldu á sjónvarps- efni verði fargað af tómri hvatvísi. Þvert ofan í skoðanir nútímastjómleysingja er þýðingarskyldan umfram allt mannréttindamál.
GARRI
wwr
Útsýnishús Hitaveitu Reykjavíkur í
Ösýuhlíft í Reýkfavík er nú að
verda að minnisvarða utn elnhvem
tilgangslausasta austur af al*
mannafé sem um getur. í gaer
sagði Tíminn af því fféttír að í ár
hafi verið gert ráð fyrir að eyða um
45 milf jón krónum í útsýnishúsið
en nú hafi sú áíetlun heidur hækk-
króna! Jafnframt var uppfyst að
áætlað hafi verið að eyða»útsýnls-
hústð árin 1990 og 1991 um 340
milljÓnum en nú er húist við að í
það fari um 600 milljónir króna.
Garri hefði vissulega eldri haft
neitt á móti jþví að spara sér eitt-
hvað á þriðja tug þúsunda í hita-
veitureikningum ogiáta þess i stað
gamia útsýniö á öskjuhiíðinni
duga, er hann þó ekki slík nánös að
fara að gera sérstakt veður út af
því. En Garri getur þó á engan hátt
sætt sig við þá skilgreiningu yfir*
stjóraar Hitaveitunnar, með borg*
arstjórann í fararbroddi, að brýnna
sé fyrir fyrirtekið að byggja þetta
mikla gleihús en að sjá til þess að
heitt vatn renni um dreifikerfi
Hitaveitunnar. Þcgar menn eru
famir að stilla hlutunum upp í
sllka forgangsröð er Ijóst að vaida-
píramítinn í stjórakeril Reykjavík-
urborgar befur steinrunnið með
slfkum hætti að til hættuástands
horfir, ekld einvörðungu fyrir
framtíð almannafyrirtelrisins
Hitaveitu Reylqavíkur heldur fyrir
framtíð höfuðborgarinnar.
Samkvæmt kenningum hins
heimskunna sagnfræðings Gord-
ons Child, voru píramítarair mlklir
öriagavaldar í hinni fomegypsku
siðmenningu og urðu tíl þess að
hún féJI að lokum. Ástæðuna segir
Chlld vera þá, að þegar fram liðu
stundir vora flottheitin orðin slík
að bygging ptramílanna sogaði til
sín svo miidð af framleiðsluget-
unni og verðmætasköpun samfé-
lagsins aö hin glæsta siömenning
sér og
stóð ekki undir sjáifri
eins
Dvergútgáfu af þessu feríi virðíst
mega sjá hjá Hitaveitu Reykjavíkur.
Þar hefur verið ráðist í að byggja
hið mllda útsýnishús, sem Morg-
unblaðið kallar „Periuna" í ösldu-
hiíð þó sumir vtíjl raunar taia um
„Bóluna" á Öslduhiíðinni og enn
aðrir tala um „Kuldaboluna" á
Öskjuhiiðinni. Er nú svo komið að
iíkt og hjá Egyptum til foma hefur
það fé sem að öllu jöfnu ætti að
fara inn I rekstur fyrirtælrisins ver-
ið tekið út úr því og það sett í óarð-
bæra framkvæmd, bygglngu sem
iftið notagildi hefur arrnað en að
þjóna hégómagirnd þeirra - eða
þess - sem ferðinni raeður. A sama
tíma fúna undirstöðumar. f Ijós
hefur komið að fyrir löngu ertírna-
bært að endumýja mikiivægar
hitaveituæðar í dreifikerfi Hita-
veitu Rejdqavikur. Það hefur hins
vegar verið iátið bíða og þegar svo
Nesjavallavatninu er hleypt á kerfið
eftir ótrúiega slakan undtrbúning
og stór hluti drelfikerfis Hitaveit-
unnar stíflast fcemur enn betur í
Íjós að forgangsröð verkefna hefur
verið undarieg. En á meðan þús-
undir mega búa við óupphituð hús,
fcalt hitaveituvatn og sprungnar
leiðslur, stendur ekki á viðbrögð-
um frá þeim sem ráða ferðinni hjá
Hitaveitu Reyfcjavikur og heldur
eru svörin kuldaieg. I»að á einkum
við um þann sem á toppi valdapír-
amítans fajónar, sjálfán borgar-
stjórann. Hann telur sig þess ura-
kominn að réttlæta af sínum al-
kunna btyssingi forgangsröð verk-
efna hjá Hitaveitunni Borgar-
arfulltrúi minnlhlutaflokkanna,
Sigrún Magnúsdóttir, sem fyrstur
og einn hefur spurt krefiandi
spuminga um starfsemi fyrírtek-
isins sé að reyna að tefja hitaveitu-
framkvæmdir í höfuðborginni og
að ef flokkur þess borgarfuUtröa
hefði eihverfu fengið ráðið væri
engin hítaveita f höfuðstaðnum!
Rökafþessu tagi temja sér einung*
is menn sem löngu em hættir að
þurfa að hafa áhyggjur af þvt að
standa ábyrgir gerða sinna gagn-
vart almenningi eða hugsa um lýð-
ræðisieg vinnubriigð. Það að
standa ábyrgir gerða stnna var
raunar heldur ekki áhyggjuefni
þeim sem byggðu píramíta f Eg-
yptaiandi tii foma. Slðmenning
sem lýtur stjóro þeirra sem svo
hugsa féll um sjálfa sig í Egypta-
Jandi til foma og eflaust má full-
yrða að það sama gUdi um al-
mannafyrirteki í Reykjavík í dag,
sem lúta stjóra stjómenda sem
svona hugsa. Garri
VÍTT OG BREITT H■BHBHi Mi—
Vandrötuð leið til frelsis
Þeir sem trúa á gjörbyltingar vakna
stundum upp við vondan draum
þegar þeir átta sig á að umbylting-
amar lenda í einhverjum alít öðr-
um farvegi en ætlað var að óreyndu.
Glámskyggnir menn á Vesturlönd-
um fylltust hrifningu og bjartsýni
þegar kommúnisminn hrundi í
Mið-Evrópu og frelsisómur fór jafn-
vel að berast frá sjálfum Sovétríkj-
unum. Þótti einsýnt að frjálst
markaðskerfi og kristið lýðræði
væri í uppsiglingu í ríkjum þar sem
alræðið hefur tröllriðið lífsstíl og
hugsun í fleiri mannsaldra.
Senn er von á Gorbatsjov leiðtoga
ti! Noregs til að flytja friðarræðu og
þakkir fyrir Nóbelsverðlaunin sem
norska stórþingið veitti honum í
vetur.
Sovéski herinn er meðal fjölþjóða-
sveitanna sem eru að frelsa Kúveit
þessa dagana og hafa risaveldin
snúið bökum saman við það verk-
efni.
Söguskoðun á hvolfi
Sovétherinn er einnig í viðbragðs-
stöðu í nokkrum lýðvelda Sovét-
ríkjanna og er að frelsa útvarps-
stöðvar og stjórnarbyggingar úr
höndum heimamanna. Heraflinn
er einnig reiðubúinn að frelsa bygg-
ingar þjóðþinga Eystrasaltsríkjanna
úr höndum réttkjörinna þing-
manna, sem hafast við í þinghúsun-
um að ósk ríkisstjórna viðkomandi
landa.
Jafnvel sjálft Rússneska lýðveldið
er komið upp á kant við Sovétríkin
og er sú sögulega þróun hvergi
nefnd í samanlögðum gáfumanna-
skrifum marx- lenínista, svo að von
er að sú sögulega nauðsyn komi
flatt upp á menn.
Allt frá því Gorbatsjov hóf að tala
um perestrojkuna sína hefur það
verið hald margra að lýðræði og
markaðsbúskapur væri að hefja
innreið sína í Sovétríkin. Eftir að
fyrrum leppríki köstuðu af sér oki
sovéskra yfirráða og losuðu sig við
kommana hafa verið stigin þar
fyrstu skrefin í átt að lýðræðisleg-
um viðskiptaháttum. En við ramm-
an reip er að draga og á það langt í
land að frjáls markaður festi þar
rætur.
Þegar miðstjómarvaldið í viðskipt-
um í Sovétríkjunum lét loks undan
tók ringulreiðin við. Ámáttlegar til-
raunir til að koma á frjálsum mark-
aðsviðskiptum leiða ekki annað af
sér en vömskort og allar þær hörm-
ungar sem af honum leiða.
TVúboðar frjálsa markaðsins senda
nú mat og aðrar lífsnauðsynjar til
að aðstoða yfirvöld að koma á
frjálsu hagkerfi, eða svo heldur
frjálshyggjan.
Indælt kalt stríð
Síðasta hagstjórnartrompið sem
Sovétstjórnin sló út er að gera
sparifé sovétborgara upptækt. Seðl-
ar eru innkallaðir og taka bankar
ekki við nema smánarupphæðum
og verður megnið í eigu borgar-
anna því verðlaust. Mjög er tak-
markað hve mikið fólk fær að taka
út úr eigin sparisjóðsbókum.
Almenningur hefur eignast tals-
vert fé, þar sem lítið hefur verið
hægt að kaupa, og nú er verið að
ræna fólkið öllu því sem því var ráð-
legt að leggja fyrir.
Tómar verslanir og opinbert rán á
öllu sparifé er sá árangur sem pere-
strojkan hefur enn sem komið er
náð á leiðinni til frjáls markaðskerf-
is. Viðurkennt er að verðbólga sé
20% á ári.
Þykir nú sumum að heldur hafi
slegið í bakseglin á hraðsiglingu
sovétanna til frjálsa markaðsins. Sú
leið er kannski ekki eins auðrötuð
og einföld og látið er í veðri vaka.
Og það er víðar en í Sovét sem
peningar verða að engu og frjáls
markaðskerfi leika margan grátt.
Gjaldþrot lánastofnana og umsvifa-
mikilla fyrirtækja eru meira en vel
þekkt fyrirbæri í hinum alfrjálsa
markaösheimi og er það kannski oft
aðeins bitamunur en ekki fjár hvort
það er sjálft ríkisvaldið sem stendur
fyrir skorti og peningaupptöku eða
hvort einstaklingar tapa fé sínu og
framtíðarvonum vegna kolbrjál-
aðra útreikninga lánastofnana og
annarra fjármálavelda.
Hinir vonglöðu vom um skeið
famir að tala um nýja alheimsskip-
an og áttu boðberar alfrelsisins þar
aðallega hlut að máli.
Gallinn er bara sá að gjörbyltingar
verða ekki gerðar á þjóðum og
grónum menningarhefðum með
hraða örtölvunnar. Slíkur gusu-
gangur leiðir aðeins til ringulreið-
ar, sem enginn veit hvað úr verður.
Vonandi kemur samt ekki til þess
að farið verði að sakna kalda stríðs-
ins, sem þrátt fyrir allt laut þekkt-
um lögmálum og var því viðráðan-
legt.