Tíminn - 25.01.1991, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.01.1991, Blaðsíða 5
Föstudagur 25. janúar 1991 Tíminn 5 Landbúnaðarráðherra snæðir pizzu með ekta osti. Basl með ostlíkið. Þórður Ásgeirsson: FJÖLMIÐLAR SPILLA SÖLU Á OSTLÍKINU „Það hafa mjög margir áhuga á ostlfldnu, sem við bjóðum upp á, og þá sérstaklega fjölmiðlamir, en þetta fer greinilega hægar af stað en ég hafði ímyndað mér og þá sérstaklega vegna neikvæðrar umfjöll- unar í fjölmiðlum og yfirlýsingum ráðherra," sagði Þórður Ásgeirs- son, framkvæmdastjóri Baulu, er hann var spurður að því hvemig gengi að markaðssetja ostlfldð sem Baula flytur inn frá Bandaríkj- unum. „Neikvæð umööllun hefur haft áhrif, en ég er hvergi banginn, því að þetta er komið til að vera, alveg eins og smjörlíki og jurtaís. Það am- ast enginn við smjörlíki og kallar það gervismjör," sagði Þórður enn- fremur og bætti við: „Ostlíkið er eins og smjörlíkið og jurtaísinn framleitt úr jurtafitu í staðinn fyrir mjólkurfitu. Ég vil því frekar kalla þetta jurtaost heldur en ostlíki og alls ekki gerviost." Þórður sagði að þeir hjá Baulu hefðu eingöngu selt ostlíkið til pizzustaða og annarra matarfram- leiðenda, s.s. á veitingastaði, hótel og í stóreldhús, en ostlíkið er notað við ýmiskonar matargerð, þar sem það er fyrst og fremst brætt, t.d. of- an á pizzur og í aðra rétti þar sem bræddur ostur er veigamikill þáttur. Kílóið af ostlíki kostar 285 krónur, en til samanburðar má geta þess að rnozzarellaostur, sem Osta- og smjörsalan selur og er mjög vinsæll ofan á pizzur, kostar 434 krónur pr. kg. Þórður treysti sér ekki til að segja um hvað pizzurnar gætu verið ódýrari með því að nota ostlíki, en sagði að víðast hvar erlendis, þar sem ostlíkið væri notað, væri því oft blandað saman við aðrar osttegund- ir og stráð þannig yfir pizzurnar. Bjóst Þórður við því að ostlíkið yrði notað eins hér er fram liðu stundir. Þórður sagði að lokum að þeir myndu halda ótrauðir áfram að flytja inn ostlíki og þó að aðrir myndu reyna að gera ostlíkið tortryggilegt, þá væri markaður fyrir það hér, eins og allstaðar annarstaðar. Kristinn Guðnason, sölustjóri Osta- og smjörsölunnar, sagði í gær að hjá Osta- og smjörsölunni væri ekki merkjanlegt að sala á þeirra ostum hefði minnkað vegna komu ostlíkisins. Slík breyting kæmi þó varla í ljós strax — varla fyrr en eftir einhverjar vikur eða jafnvel mánuði. Eins og áður sagði er mozzarella- ostur sá ostur sem mest er notaður á pizzur. Hérlendis er hann fram- leiddur á Höfn í Hornafirði. Að sögn Eiríks Sigurðssonar, yfirmanns ostagerðarinnar þar, seldust um 70- 90 tonn af mozzarella-osti í fyrra. Aðrar ostategundir eru þó einnig notaðar ofaná pizzur. Þórður Ás- geirsson gat sér þess til að markað- urinn fyrir ost á pizzur væri um 150 tonn á ári. Markaðurinn er því stór og mikið í húfi fyrir ostaframleiðendur, en Ei- ríkur taldi að spurning hlyti að vera um hvort fólki líkaði jafn vel við ost- líkið og ostinn frá þeim. Hann kvaðst ekki óttast svarið og væri ekki hræddur um að ostlíkið ætti eftir að veita mozzarellaostinum hans mikla samkeppni. Þess má geta að Steingrímur J. Sig- fússon landbúnaðarráðherra þáði boð frá Pizza Hut um að snæða þar pizzu um kvöldmatarleytið í gær. Steindór Ólafsson, framkvæmda- stjóri Pizza Hut, sagði að ráðherra hefði lýst því yfir að hann vilji ekki borða pizzur nema með ekta osti og Pizza Hut væri líklega eini pizza- staðurinn sem eingöngu notaði ís- lenskan ost á pizzur. „Við erum nefnilega undir erlendu gæðaeftir- liti sem leyfir ekki að notaðar séu eftirlíkingar af neinu tagi. Við not- um um tvö tonn á mánuði af ís- lenskum mozzarella-osti,“ sagði Steindór og bætti við að sér hafi þótt sjálfsagt að bjóða ráðherranum að borða góða pizzu. —khg. Tímamynd: Tómas Helgason Þn'r færeyskir bátar við laxveiðar 80 til 90 sjómílur norður af Færeyjum: Engir veiði- þjófar Landhelgisgæslan varð í fyrradag vör við 3 færeyska báta við lax- veiðar, 80-90 sj'ómílur norður af Færeyjum, í færeyskri Iögsögú. Orri Vigfússon, forsvarsmaður hóps sem áhuga hefur á að kaupa laxveiðikvóta Færeyinga, sagði að þessir bátar stunduðu löglegar veiðar, en þeir hefðu beðið gæsl- una að kanna hvort emhveijlr veiðiþjófar væru þama á ferðinni. Orri sagði að þeir vissu af því að fjórir færeyskir bátar hefðu farið til veiða. Færeyingar hefðu sjálf- viljugir dregið mikið úr laxveið- um sínum að undanfömu og tíl marks um það þá hefðu 26 bátar leyfi til laxveiða, en aðeins 4-6 bátar sem stunduðu veiðar. Orri sagði að staðan í kvóta- kaupamálunum væri sú að málið væri í biðstöðu. Það hafi stoppað áferð þegar stjómin féll í Færeyjum og þeir hefðu aðallega verið að bíða eftir nýrri stjóm þar, og hún hafi tekið við fyrir fáeinum dögum. Hann sagðist búast við að þcir myndu halda áfram viðræðum við Færeyinga um miðjan febrú- ar um hugsanleg kaup á kvóta þelrra, en einnig gætí verið að þeir myndu sjálfviljugir hætta veiðum. Orri sagði að þeir fylgd- ust vel með því hvort einhvetjir veiðiþjófar væru að veiða á þess- um slóðum, því það væru aðeins Færeyingar sem hefðu heimild til þess. Hann sagðist ekki búast við því að einhveijir veiðiþjófar fyndust þama eftir meðhöndlun- ina sem þeir fengu í fyrra, en þeir myndu halda áfram að fylgjast vel með svæðinu, eftír sem áður. —SE Flugleiðir fella niðurflug, að höfðu samráði við samgönguráðherra: Flugi til Parísar og Frankfurt hætt í bili Flugleiðir hafa, að höfðu samráöi við samgönguráðuneytíð, ákveðið að fella niður flug tíl Parísar og Frankfurt næstu 4 vikur vegna átaka við Persaflóa. Átökin valda því að sáralítíð er nú bókað af farþeg- um tíl íslands frá Mið-Evrópu. Þá er gert ráð fyrir töfum á þessum flugvöllum vegna öryggisráðstafana og því er búist við að íslenskum far- þegum á leið í styttri frí um þessa flugvelli fækki einnig. Félagið hefur jafnframt í huga að óvissa á elds- neytismörkuðum gæti valdið töfum á endurnýjun eldsneytisbirgða í landinu. Því þykir rétt að fara spar- lega með þær birgðir sem nú eru fyrir hendi. Auk niðurfellingar á flugi til Frankfurt og Parísar verða nokkur flug til Glasgow og Amster- dam sameinuð á tímabilinu 29. janúar til 19. febrúar og sömuleiðis verða þrjú flug til viðkomustaða í Skandinavíu 4. og 11. febrúar sam- einuð í tvö flug hvorn dag. í fréttatilkynningu frá Flugleiðum segir jafnframt að þeir, sem eiga er- indi að reka í Frankfurt og París, komist vitaskuld þangað í tengiflugi um Kaupmannahöfn, London, Amsterdam og Lúxemborg. Bókanir á flestar flugleiðir aðrar en Mið- Evrópuleiðir eru betri en á sama tíma í fyrra. Nokkuð er farið að bera á því úti í heimi að farþegar, sem hafa þegar keypt farmiða, mæti ekki til flugs. Erlend flugfélög hafa svip- aða sögu að segja, segir í fréttatil- kynningu frá Flugleiðum. —SE w Læknadeilan: I samkomulagsátt Fundir í kjaradeilu lækna og rílds og borgar stóðu yfir hjá sáttasemjara í gærdag og fram á kvöld. Um sjöleytið var staðan sú að einhverjar nýjar hug- myndir voru til umræðu. „Málin hafa ekki skýrst mikið. Það hefur verið skipst á hugmyndum," sagði Guðlaugur Þorvaldsson, sáttasemjari ríkisins, í gær. Guðlaugur sagðist ekki búast við að samkomulagi yrði náð þá um kvöldið, en bjóst við að málin færu þó að skýrast. —GEÓ Upp úr hádegi í gær austur í Holtum: Jarðskjálftar Lítilsháttar jarðskjálftakippir fund- ust í Holtum í Rangárvallasýslu um hádegisbilið í gær. Sá sterkasti mældist þrjú Richterstig. Óvíst er hvort skjálftana megi rekja til Heklugossins, sem hélt áfram að dragast saman í gær eftir að hafa færst í aukana í fyrradag. Skjálftarnir í gær urðu kl. 12:36. Upptök þeirra voru við Mykjunes í Holtum. Smákippir sáust á mælum á undan stærsta skjálftanum. -sbs. Listinn klár? Stjórn fulltrúaráðs Framsókn- arfélaganna í Reykjavík fundaði um framboðslista í Reykjavík í gærkvöld. Endanleg niðurröðun á listann var ekki jjós þegar blaðið fór í prentun í gær. Ásgeir Hannes Eiríksson, núv. þingmaður Borgaraflokks, tekur lfldega sætí á listanum. Menntamálaráðuneytið: Samningur á sviði vísinda og tækni í byrjun þessa árs var gengið frá ramma- samningi um samvinnu á sviði vísinda og tækni milli íslands og Evrópubandalagsins. Að sögn Svavars Gestssonar menntamála- ráðherra er rammasamningur þessi grund- völlur þess að íslenskir vísindamenn, rann- sóknastofnanir og fyrirtæki fái aðgang, sam- kvæmt nánara samkomulagi, að rannsókna- áætlunum EB, þ.m.t. einstökum áætlunum innan hinnar umfangsmiklu rammaáætlun- ar EB. Markmið Science-rannsóknaáætlunar EB mun vera að koma á fót kerfisbundinni sam- vinnu og samskiptum á milli evrópskra vís- inda- og tæknimanna og auðvelda þannig út- breiðslu nýrrar þekkingar yfir landamæri og á milli rannsóknastofnana. Áætlunin leitast við að efla rannsóknir í aðildarríkjunum og draga úr vísindalegum og tæknilegum mun á milli þeirra. Science-áætlunin nær til allra fræðigreina raun- og náttúruvísinda, svo sem stærðfræði, eðlisfræði, líffræði, jarðfræði, haffræði, verkfræði og vísindalegrar mæli- tækni. Samningur um aðild íslands að Sci- ence-áætluninni verður væntanlega staðfest- ur af EB í byrjun næsta árs. Menntamálaráðuneytið hefur fyrir íslands hönd haft forgöngu um að sækja um aðild að STEP og EPOCH rannsóknaáætlunum EB og tekur nú þátt í samningaviðræðum ásamt öðrum EFTA-ríkjum um tilhögun aðildar að þessum áætlunum. STEP er umhverfisrann- sóknaáætlun EB en EPOCH er rannsókna- áætlun EB á sviði veðurfars og náttúruham- fara. —khg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.