Tíminn - 25.01.1991, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.01.1991, Blaðsíða 4
4 Tíminn Föstudagur 25. janúar 1991 Breytingar á herstjórnarlist Saddams Husseins: IRASKI FLUGHERINN LÆTUR TIL SÍN TAKA íraski flugherínn gerði atlögu að bandamönnum í gær, en án árang- urs. Tvær íraskar flugvélar voru skotnar niður þegar þær reyndu að gera árás á herskip bandamanna á Persaflóa og aðrar tvær voru skotnar niður yfir suðurhluta íraks. Sovésk MiG-29 Fulcrum orrustuflugvél. Talið er að írakar eigi tæplega 50 slíkar vélar. Þær jafnast á við bestu orrustuflugvélar Bandaríkjanna. Tvær íraskar orrustuþotur af MiG- gerð (sovésk framleiðsla) voru skotnar niður þegar þær nálguðust flota bandamanna á Persaflóa, að sögn fréttamanns BBC sem er staddur í bresku freigátunni London. Þetta var síðan staðfest af talsmönnum Banda- ríkjahers. MiG-þoturnar voru að fylgja íraskri sprengjuflugvél af Mirage F-1 gerð (frönsk framleiðsla), en hún flúði aftur til íraks. Það var saudi-arabísk F- 15- orrustuþota sem skaut írösku orr- ustuþotumar niður áður en þær kom- ust nógu nálægt til þess að skjóta flugskeytum að flotanum. Mirage- sprengjuflugvélin skaut flugskeytum sínum áður en hún sneri til balá, en þar sem hún var ekki komin nógu ná- lægt ollu þau engu tjóni. Tálið er að Mirage- sprengjuflugvélin hafí borið Exocet- flugskeyti sem eru frönsk og þykja mjög góð. Argentínumenn studdust mjög mikið við slík flug- skeyti í Falklandseyjastríðinu árið 1982 og þeir sökktu m.a. freigátunni Sheffield með þeim. Þá skaut F-15-orrustuþota saudi- ar- abíska hersins tvær íraskar MiG- orr- ustuþotur niður yfir suðurhluta íraks. Bretar misstu tvær Tomado- sprengjuflugvélar í gær. Þeir hafa þá misst sjö slíkar flugvélar alls. Bretar ákváðu í gær að senda hálfa sveit af Buccaneer-sprengjuflugvélum til Persaflóa til að fylla í skarðið sem Tomado-vélamar skilja eftir sig. Hermálasérfræðingar töldu að mögulegt sé að árás írösku þotanna á flotann hafi verið sjálfsmorðsárás. Þeir töldu að tilgangur með þessum árásum flughersins væri að sýna hve skeinuhættur íraski flugherinn gæti verið, en það hafi augljóslega farið fyr- ir ofan garð og neðan. Svona árásir séu að skapi bandamanna, því þetta gefur þeim tækifæri á að draga úr mætti íraska flughersins áður en landherjunum lýstur saman, en erfið- lega hefur gengið að eyðileggja íraskar herflugvélar, þar sem þær eru flestar geymdar í traustum flugskýlum í norðurhluta íraks. „Eyöimerícurstonnurinn“ gengur samkvæmt áætlun George Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær að „Eyðimerkurstormur- inn“ gengi samkvæmt áætlun, en tók skýrt fram að stríðið ætti eftir að verða langt og erfitt. Colin Powell hershöfðingi, yfirmaður bandaríska herráðsins, sagði: „Við er- um að fást við óvin sem er útsjóna- samur, óvin sem veit hvernig á að bregðast við árásum, óvin sem er snjall." Hann sagði að landherinn mundi ekki sækja fram fyrr en „gríð- arlegar skemmdir" hefðu verið unnar á Iandher íraka. „Fyrst ætlum við að gera hann (íraska landherinn) óvirkan og síðan útrýma honum." Irakar sögðu að ákvörðun Japana um að styrkja fjölþjóðaherinn um 600 milljarða ísl. kr., nóg til að borga stríðsreksturinn í 18 daga, gerði þá að óvinveittri þjóð og þeir mundu skjóta niður allar herflugvélar Japana sem nálguðust írak, en farþegaflugvélar yrðu látnar óáreittar. Japanir ætla að senda farþegaflugvélar til þess að ná í 1.000 flóttamenn í Kairó, en ef það gengur ekki, ætla þeir að nota her- flugvélar. Saddam Hussein, forseti íraks, heim- sótti á miðvikudag hermenn sína í fremstu víglínu, að sögn írönsku fréttastofunnar IRNA. Þjóðverjar vísuðu í gær 28 íröskum sendiráðsmönnum úr landi. Hans- Dietrich Genscher utanríkisráðherra Þýskalands, sem er nú í opinberri heimsókn í fsrael, gaf út skipun um brottvísun írakanna. Reuter-SÞJ Stríðsreksturinn: Japanir leggja til 600 milljarða Japan ætlar að leggja um 500 milljarða ísl. kr. til stríðsrekstr- ar bandamanna við Persaflóa til viðbótar þeim 100 milljörðum, sem þeir höfðu áður ákveðið að leggja fram. Tilkynningin kom eftir margra klukkustunda viðræður leiðandi stjórnmálamanna í Japan eftir að Bandaríkjamenn höfðu lýst yfir óánægju sinni með þá upphæð sem Japanir höfðu áður ætlað til stríðs- rekstrarins. Japanir ákváðu fyrst að styrkja hernaðaraðgerðirnar með 100 milljörðum, en síðan veita 100 milljarða til viðbótar ef kostnaður- inn yrði mjög mikill. Bandaríkja- mönnum fannst það ekki nóg og skírskotuðu til þess að stríðsrekst- urinn kostaði 25-30 milljarða á dag. Mjög skiptar skoðanir eru í Japan um ákvörðun stjórnvalda um að auka við framlagið. Tálið er víst að skattar hækki í kjölfar þessarar ákvörðunar stjórnvalda og eru margir því mjög óánægðir. Japanska þjóðþingið kemur saman í dag og er búist við hörðum deilum milli stjórnarinnar og stjórnarandstöðu. Leiðtogar stjórnarandstöðuflokk- anna hafa lýst því yfir að þeir muni reyna að koma í veg fyrir að þessi að- stoð verði samþykkt á þinginu. Japönsk stjórnvöld sögðust einnig ætla að senda um næstu helgi flug- vélar til Miðausturlanda til að flytja 1.000 víetnamska flóttamenn frá Kairó til Víetnams. Þau ætla fyrst að reyna að nota farþegaflugvélar, en ef það gengur ekki, þá munu herflug- vélar verða sendar. Sendiherra íraks í Tókýó hótaði að írakar mundu skjóta niður japanskar herflugvélar, sem yrðu sendar til svæðisins. Reuter-SÞJ Hryðjuverk Araba: Útför Noregs- konungs tilvalin Mikill fjöldi kóngafólks og hátt- Gennady Yanayev varaforseti Sov- settra embættismanna mun votta étríkjanna, Karl Bretaprins, Naru- Ólafi Noregskonungi virðingu hito krónprins Japans, Karl Gúst- sína og vera við jarðarfór hans, af Svíakonungur og Margrét sem fram fer í Osló þann 30. Danadrottning. janúar. Þetta er talið tilvalið tæki- Norðmenn hafa í framhaldi af yf- færi fyrir hiyðjuverkamenn til að iríýsingum traskra stjómvalda efit framkvæma ódæðisverk, en írakar öryggisgæslu við landamæri, við hafa hvatt arabíska hryðjuverka- eríend sendiráð, flugvelli og aðra menn til að láta til sín taka um all- staði sem líklegt þykir að hryðju- an heim. verk verði framin á. En útför Ol- Meðal þeirra, sem hafa tilkynnt afs konungs veldur norsku lög- komu sína í jarðarförina, eru: Dan reglunni óneitanlega áhyggjum. Quayle varaforseti Bandaríkjanna, Reuter-SÞJ Sovéskir ráðgjafar enn í Irak: Hjálpa Sovétmenn Irökum? Sovéskir heraaðarráðgjafar eru enn eftir í írak og hjálpa íröskum hermönnum að beita flóknum sov- éskum vopnabúnaði gegn banda- mönnum, að sögn útvarps BBC í gær. Útvarpið sagði að fréttin væri byggð á upplýsingum frá Pentagon. BBC sagði að allt að 100 sovéskir hernaðarráðgjafar hefðu verið í írak í mjög langan tíma og náð góðum tengslum við íraska herinn. Þeir hefðu kosið að verða eftir og hjálpa írökum að nota þann vopnabúnað sem sovéski herinn hefði útvegað. Þar á meðal eru nokkrir tugir MiG- 29 Fulcrum orrustuþotna, sem jafn- ast á við bestu orrustuþotur Banda- ríkjanna. Leitað var til nokkurra hernaðar- sérfræðinga í kjölfar fréttar BBC. Þeir sögðu að stefna sovéska hersins gagnvart írak gengi oft þvert á stefnu stjórnvalda. Herinn vildi halda nánu og löngu sambandi við írak. Þeir sögðu að það væri mjög líklegt að nokkrir sovéskir hernað- arráðgjafar væru enn í írak. Sovétríkin taka opinberlega þátt í viðskiptabanni Sameinuðu þjóð- anna á írak og segjast styðja aðgerð- ir bandamanna gegn írökum. Moskva neitar Sovétmenn neituðu frétt BBC um að sovéskir hernaðarráðgjafar væru enn að hjálpa írökum. „Seinasti sovéski hernaðarráðgjaf- inn fór frá írak 9. janúar. Þessi frétt er ósönn,“ sagði talsmaður sovéska varnarmálaráðuneytisins. Á miðvikudag tilkynnti sovéska ut- anríkisráðuneytið að allir sovéskir hernaðarráðgjafar, sem hefðu verið í írak, væru farnir þaðan og aðeins 41 starfsmaður sovéska sendiráðsins væru eftir í landinu. Reuter, Sky - SÞJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.