Tíminn - 25.01.1991, Blaðsíða 9
8 Tíminn
Föstudagur 25. janúar 1991
Föstudagur 25. janúar 1991
Tíminn
Alþjóðlegar samþykktir um
leikreglur
ófriðartímum
Óhugnanlegar fréttir af Persaflóastríðinu
eru allsráðandi þessa dagana. Mánudaginn
21. janúar sl. fengum við að sjá andlit
breskra og bandarískra stríðsfanga í írak
þar sem þeir lýstu með þvingaðri og draf-
andi röddu yfir mótmælum í garð föður-
landa sinna vegna árása þeirra á írak.
Mennimir vom augljóslega beittir valdi til
þess að halda þessar ræður og írakar hót-
uðu því að stilla þessum mönnum upp á
hernaðarlega mikilvægum stöðum og nota
þá sem mannlega skildi.
Viðbrögð umheimsins urðu hörð. Hvar-
vetna lýstu menn yfir andúð sinni á þessari
aðgerð íraka og sögðu hana vera gróflegt
brot á Genfarsáttmálunum, sem írakar,
ásamt öðmm 167 þjóðum, eru aðilar að.
Með þessu athæfi sínu hafa írakar sérstak-
lega gerst brotlegir á þriðja Genfarsáttmál-
anum sem kveður á um mannúðlega með-
ferð stríðsfanga.
Genfarsáttmálamir
- alþjóðlegar leikreglur
á stríðstímum
Genfarsáttmálarnir eru alls fjórir ásamt
tveimur viðbótarsamþykktum. Þeir eru
reglur og samþykktir um mannúðlega með-
ferð hermanna, stríðsfanga og óbreyttra
borgara á stríðstímum.
Saga Genfarsáttmálanna fjögurra hófst ár-
ið 1864 er 12 Evrópuríki samþykktu hinn
fýrsta þeirra. Síðan bættust þrír við. Allir
eru þeir samdir að frumkvæði Rauða kross-
ins til verndar friði og til að draga úr skelf-
ingu styrjalda.
Sáttmálarnir voru endurskoðaðir árið
1949 og nú eru 168 ríki aðilar að þeim og
hafa þar með skuldbundið sig til þess að
framfýlgja ákvæðum þeirra. Við sáttmálana
voru gerðar tvær viðbótarsamþykktir árið
1977. ísland hefur verið aðili að sáttmálun-
um frá því 1949.
Markmið Genfarsáttmálanna er að draga
úr þjáningum vegna vopnaviðskipta hvort
sem menn eru teknir til fanga, veikjast eða
særast í bardögum. Þetta á jafnt við um her-
menn, óbreytta borgara og stíðsfanga.
Markmiðið skal ávallt vera að koma mann-
úðlega fram þótt styrjöld geisi. Mannúð á
skilyrðislaust að auðsýna öllum sem ekki
taka þátt í styrjöldum.
Ríkin sem aðild eiga að sáttmálunum
skuldbinda sig til að annast vini sem óvini
og virða hvern einstakling. Þeim ber að
banna pyndingar, fjöldamorð og aftökur án
dóms og laga, nauðungarflutninga og
gripdeildir og að sjá um að hernámsyfir-
völd ræki skyldur sínar við óbreytta borg-
ara.
Hlutvcrk Rauða krossins
á ófriðartímum
Alþjóðaráð Rauða krossins gætir þess að
farið sé eftir fyrirmælum Genfarsáttmál-
anna. Rauðakrossnefnd í hverju því ríki sem
er aðili að sáttmálunum er falið að sjá um
að farið sé eftir ákvæðum þeirra.
Ein af þeim skuldbindingum sem aðildar-
ríki Genfarsáttmálanna skrifa undir er að
leyfa fulltrúum frá Alþjóðaráði Rauða
krossins eða frá hlutlausum varnaraðila að
heimsækja stríðsfanga. Aðilarnir sem
Genfar-
sáttmálarnir
heimsækja stríðsfanga eiga rétt á að tala
einslega við þá og reyna að auðvelda sam-
skipti við fangaverðina. Alþjóðaráðið lætur
einnig heimsækja stjórnmálafanga í mörg-
um löndum og hefur það látið heimsækja
fleiri hundruð þúsund stjórnmálafanga frá
árinu 1945.
„Höfuðmarkmið Rauða krossins er alltaf
að létta þjáningu fólks og koma í veg fýrir
hana. Að vernda líf og heilsu og tryggja ein-
staklingnum þá virðingu sem honum ber,“
segir Hannes Hauksson, framkvæmdar-
stióri Rauða kross íslands.
A stríðstímum verða merki félagsins, rauð-
ur kross og hálfmáni, sérsakt verndartákn
og á að geta farið um hættusvæði til þess að
kanna aðstæður, til þess að hlúa að bæði
særðum og vernda óbreytta borgara.
„En því miður er það þannig að aðilar
málsins verða að samþykkja það. Það er nú
kannski veikasti hlekkurinn í þessu því ef
viðkomandi stjórnvöld hleypa ekki Rauða
krossinum inn, þá er mjög lítið hægt að
gera annað en að beita einhverjum þrýst-
ingi, því það er ekkert sem er hægt að sekta
menn fýrir eða gefa þeim rautt spjald,“
sagði Hannes jafnframt.
Aðgerðir Rauða krossins
við Persaflóa
,Aðgerðir Rauða krossins miðast nú við að
staðsetja sig nánast hringinn í kringum
átakasvæðið í Miðausturlöndum og vera til-
búnir þar með spítala og neyðarbúðir, til að
geta tekið á móti því flóttafólki sem mun
örugglega flýja þetta svæði, ef það getur
það. Þannig að allar aðgerðir núna miðast
við að vera tilbúin þegar hægt er að fara
þarna inn,“ segir Hannes.
Alþjóðlegi Rauði krossinn hefur reynt að fá
leyfi frá stjórnvöldum í írak til þess að fá að
fara inn í Kúvæt og írak til að kanna þar að-
stæður alveg frá því írakar réðust inn í Kú-
væt í ágúst á síðasta ári, en hefur verið synj-
að.
„Það eru sjö starfsmenn frá Alþjóðaráðinu
í Bagdad sem hafa eitthvað fengið að fylgj-
ast með eða sjá stríðsfanga, en það eru mjög
óljósar fréttir því þeir sem eru þarna eru
ekki lengur í talsambandi út úr landinu, en
það var rofið á öðrum degi Persaflóastríðs-
ins,“ segir Hannes einnig.
íslenski Rauði krossinn
íslenski Rauði krossinn tekur þátt í nor-
rænum flóttamannabúðum á vegum Al-
þjóða Rauða krossins, sem verða settar upp
á stríðssvæðinu við Persaflóa þegar þörf er
á. Þrír hjúkrunarfræðingar, þær Asdís Guð-
mundsdóttir, Hólmfríður Garðarsdóttir og
Málfríður Eyjólfsdóttir, bíða þess að verða
kallaðir til starfa hvenær sem er með 24
tíma fyrirvara. Auk þess sem Guðlaugur
Gauti Jónsson arkitekt fer hugsanlega síðar
á vegum Rauða krossins til stríðssvæðanna
í Miðausturlöndum.
> "í- 'X.
> ■ .. :
' §
" - • vy' i.
m m
IHf
■■
: ■ • ■
Bandamenn hafa sent firá sér þessa mynd af fýrstu írösku stríðsföngunum, en nánarí upplýsingar um þá eða andlitsmyndir af þeim verður ekki hægt að fá.
„Við höfum annars vegar lagt fram fjár-
magn í þessar norrænu búðir og verða þær
settar upp þar sem þörfin er mest. Búðirnar
í heild sinni kosta 350 milljónir íslenskra
króna, við leggjum fram 15 milljónir. Síðan
eru þrír hjúkrunarfræðingar hérna tilbúnir
að fara, þegar og ef kallið kemur," segir
Hannes.
„Alþjóðaráð Rauða krossins samhæfir allar
aðgerðir og hefur farið fram á það við lands-
félögin að setja upp átta slíkar neyðarbúðir
og félögin hafa skipt þessu á milli sín.
Fyrstu búðirnar sem eru tilbúnar eru á veg-
um Rauða krossins í Hollandi, Belgíu og
Luxemborg, aðrar búðirnar eru frá Þýska-
landi og þriðju búðir sem fara út eru þessar
norrænu. Svona hafa menn skipt þessu á
milli sín,“ segir Hannes.
Hannes sagði einnig að allt efnið í þessar
búðir bíði tilbúið eftir því að þörfin segi til
sín og er þá hægt að setja þær af stað á sól-
arhring og þá líða fjórir dagar þar til okkar
hjúkrunarfræðingar þurfa að vera komnir
þangað.
Peningunum sem íslendingar leggja til er
varið í að taka þátt í þeim kostnaði sem þarf
í einar slíkar búðir. „Það þarf 1500 tjöld, það
þarf 60.000 teppi, það þarf ýmiss konar
vatnsanka, það þarf kamra og hitt og þetta
til að geta sinnt þarna 60.000 manns,“ sagði
Hannes.
Matvæli verða lögð til af World Food Pro-
gramme (alþjóðlegu matvælaáætlunininni)
sem er hjálparstarfsemi sem heyrir undir
Sameinuðu þjóðirnar. Meginhlutvek þeirr-
ar áætlunar er að leggja til matvæli í hjálp-
arstarfsemi eins og þá sem Rauði krossinn
leggur til.
Sáttmálamir fjórir
Eins og áður sagði eru Genfarsáttmálarnir
fjórir auk tveggja viðbótarsamþykkta. Sátt-
málarnir kveða hver um sig um mikilvæg
atriði sem huga ber að til að vernda líf
manna og virðingu fyrir þeim á stríðstím-
um. Sáttmálarnir kveða að meginhluta á
um þessi atriði:
Fyrsti sáttmálinn er um bætta meðferð
særðra og sjúkra manna á vígvelli. Þessi
sáttmáli er til að veita þeim vernd sem ekki
taka lengur þátt í vopnaviðskiptum, þeir
eiga kröfu á virðingu fyrir lífi sínu. Þá ber
að vernda og þeim á öllum að sýna mannúð.
Það er bannað að lífláta andstæðing sem
hefur gefist upp. Deiluaðilanum, sem hefur
særða í sinni umsjá, ber að veita þeim
hjúkrun.
Annar sáttmálinn kveður á um bætta með-
ferð særðra, sjúkra og skipreka sjóliða og
hermanna á hafi úti. Skipbrotsmenn stríðs-
aðila, sem falla í hendur andstæðings, skulu
teljast stríðsfangar. Á öllum tímum og eink-
um efir að átök hafa orðið skulu deiluaðilar
kappkosta að leita skipbrotsmanna og veita
þeim alla hugsanlega aðstoð. Skipbrots-
menn má samkvæmt samkomulagi láta í
Eftir
Guðrúnu
Eriu
Ólafsdóttur
höfn í hlutlausu landi, eftir það mega þeir
ekki taka þátt í styrjaldarátökum.
Þriðji sáttmálinn er um meðferð stríðs-
fanga og í ákvæðum hans segir að fangi sé
einungis skyldugur til að skýra frá nafni,
stöðu í her, fæðingardegi og skráningar-
númeri. Hann á rétt til bústaðar, matar,
fatnaðar, heilbrigðis- og hjúkrunarþjón-
ustu, umönnunar og til sambands við fjöl-
skyldu sína. Stríðsfanga ber að vernda gegn
hvers kyns kúgun og ef hann reynir flótta
ber einungis að refsa honum sem um aga-
brot væri að ræða.
Fjórði Genfarsáttmálinn er um vernd hins
almenna borgara á stríðstímum. Sérstakar
reglur gilda fyrir sjúkrahjálp til almennra
borgara, meðferð barna, frelsisskert fólk og
trúariðkanir. Særðir og sjúkir, börn og ung-
lingar og þungaðar konur eiga að fá sér-
staka umönnun. Almennir borgarar sem
eru á valdi óvinarins eiga að njóta mann-
helgi. Þá ber að vernda gegn hvers kyns
kúgun og ofbeldi og leyfa þeim að halda
sambandi við ættingja sína. Enginn á að
svara til saka fýrir það sem hann hefur ekki
gert og engan má pynda.
Auk þessara fjögurra samþykkta voru gerð-
ar tvær viðbótarsamþykktir árið 1977.
Kveða bær um nokkrar mikilvægar breyt-
ingar. I fyrsta viðauka er m.a. ákvæði um
eftirfarandi:
- Skæruliðum gert auðveldara að fá rétt-
indi stríðsfanga.
- Aukna vernd starfsfólks heilbrigðisþjón-
ustu og almannavarna. - Bann gegn
sprengjukasti og ógnarsprengjuvarpi.
- Bann gegn árásum á mannvirki sem
geyma stórfelld eyðingaröfl t.d. stíflur,
áveitur og kjarnorkuver.
- Aukin vernd náttúru og umhverfis.
- Bann gegn því að svelta almenna borgara
til hernaðarávinnings.
í seinni viðauka er kveðið á um m.a.:
- Vernd gegn innanlandsátökum.
- Aðilar skulu greina milli hermanna og al-
mennra borgara.
- Árásum má einungis beina að hernaðar-
legum skotmörkum.
- Takmörk eru sett fyrir þeim tækjum og
aðferðum sem leyfilegt er að beita í styrj-
öldum.
- Ekki má nota vopn eða hernaðaraðgerðir
sem leiða til þarflausrar eyðileggingar.