Tíminn - 31.01.1991, Page 4
4 Tíminn
Fimmtudagur 31. janúar 1991
íraski landherinn 20 km inn í Saudi-Arabíu:
ALLT AÐ 20 BANDA-
MENN LÉTU LÍFIÐ
Tvö herfylki ásamt 80 skriðdrekum og öðrum brynvörðum farartækjum ír-
aka komust 20 km inn í Saudi- Arabíu í gær til borgarinnar Khaíji. írakar
sóttu fram á fjórum stöðum en aðeins ein sókn heppnaðist að einhveiju
leyti. Landgönguliðar frá Bandaríkjunum, Saudi-Arabíu og Quatar hófu
gagnárás með stuðning úr lofti. Allt að 20 bandamenn létu h'fíð en mann-
fall íraka var talið mun meira jafnvel nokkur hundruö. Landgönguliðar frá
Saudi-Arabíu og Quatar áttu að gæta borgarinnar en urðu að flýja því um
ofurefli var að etja. Síðan var gagnárásin skipulögð.
Árás íraka kom bandamönnum í opna
skjöldu. Fréttamenn, sem voru með
bandarísku landgönguliðunum, sögðu
að fjöldi íraskra skriðdreka hafi farið yf-
ir landamærin og snúið byssutumum
sínum til Kúvæts og héldu því banda-
menn að þetta væru liðhlaupar. Hins
vegar reyndist það ekki vera og bardag-
ar fylgdu í kjölfarið. Am.k. 20 skrið-
drekar íraka voru eyðilagðir og tvö
brynvarin farartæki bandamanna eyði-
lögðusL
Hemaðarsérfræðingar veltu fyrir sér
ástæðu árásar íraka. Margir voru þeirr-
ar skoðunar að tilgangur árásarinnar
hafí verið að kanna viðbrögð landhers
bandamanna og sjá hvemig hann hag-
aði gagnárás sinni. Einnig töldu þeir að
þetta væri hluti í áróðurshemaði Sadd-
ams. Að sýna að hann væri fær um að
koma bandamönnum í opna skjöldu
og auka sjálfstraust íraskra hermanna.
Skriðdrekamir sem írakar beittu voru
af gerðinni T-55 (sovésk framleiðsla) og
eru yfir 30 ára gamlir og elstu hertæki
þeirra og auðveld bráð bandamanna
sem bendir til að markmiðin hafi verið
önnur en að ná saudi-arabísku landi.
Þá sökktu þyrlur úr breska sjóhemum
þremur íröskum varðbátum og banda-
rískar þyrlur tveimur. Fimm íraskar
flugvélar lentu í íran í gær. Ein brot-
lenti á akvegi og flugmaðurinn særð-
ist.
Tálsmaður þýsku stjómarinnar, Diet-
er Vogel, sagði í gær að Þjóðverjar ætl-
uðu að útvega ísraelsmönnum fleiri
Patríot- flugskeyti til vamar Scudeld-
flaugaárásum íraka. Einnig ætla Þjóð-
verjar að láta þá hafa búnað til að eyða
áhrifúm efna- og sýklavopna.
Reuter-SÞJ
-
> * ** **■***■**.*****■****'
■
Árás íraka var óvænt
Ræða Bush á bandaríska þinginu:
Málefni Eystrasaltslýð-
velda taka góða stefnu
Sovésk stjómvöld hafa ákveöið að
draga hluta af herliði sínu frá
Eystrasaltslýðveldunum og hefja
samningaviðræður við stjómir
lýöveldanna. Þetta kom fram í
ræðu sem George Bush, forseti
Bandaríkjanna, flutti á fundi
beggja deilda Bandaríkjaþings í
nótt að okkar tíma. Þegar í gærdag
bar á liösflutningum sovéskra
hermanna frá Eystrasaltslýðveld-
unurn til Rússlands.
Bush sagði að útlit væri fyrir að
samskipti stórveldanna mundu
batna á ný en heldur stirt hefur
verið á milli þeirra síðan sovéski
herinn fór að beita ofbeldi gegn al-
menningi í Eystrasaltslýðveldun-
um. „í nýafstöðnum viðræðum við
sovésk yfirvöld hefur okkur verið
skýrt frá áætlunum um brottflutn-
ing sovésks herliðs, endurvakn-
ingu viðræðna við stjórnvöld í
Eystrasaltslýðveldunum og brott-
hvarf frá ofbeldi," sagði Bush.
Sumir bandarískir embættismenn
þóttust greina nokkrar efasemdir í
ræðunni. „Við munum fylgjast
vandlega með þróun mála... Ef það
er mögulegt þá viljum við halda
áfram að stuðla að varanlegri sam-
vinnu milli Bandaríkjanna og Sov-
étríkjanna..."
Alexander Bessmertnykh, utan-
ríkisráðherra Sovétríkjanna, sagði
við Bush á mánudaginn að stjórn-
völd í Moskvu mundu draga ein-
hvern hluta herliðsins í lýðveldun-
um til baka og hefja viðræður við
leiðtoga þeirra, að sögn eins
stjórnarerindreka. Menn voru ekki
vissir hvernig þeir áttu að túlka
þessar yfirlýsingar Bessmertnykhs.
„Þegar þeir segjast ætla að fara
með ákveðna hermenn er þá átt við
Svörtu húfurnar eða ekki? Og er þá
átt við þær allar eða bara nokkrar?
Við vitum það einfaldlega ekki á
þessari stundu,“ sagði bandarískur
stjórnarerindreki.
í ræðu sinni lagði Bush nokkra
áherslu á að hann vildi ekki refsa
sovésku stjórninni vegna ofbeldis-
ins í lýðveldunum en margir
bandarískir þingmenn hafa lagt til
að gripið verði til refsiaðgerða. „Sú
stefna sem við höfum fylgt er ein-
föld: Takmark okkar er að hjálpa
Eystrasaltslýðveldunum að ná
fram markmiðum sínum en ekki
að refsa Sovétríkjunum..." sagði
Bush.
„Erum að eyða
hemaðarmætti íraka“
Bush fjallaði ítarlega um Persa-
flóastríðið og hét að brjóta íraka á
bak aftur og hrekja þá frá Kúvæt.
Þess var beðið með mikilli eftir-
væntingu að Bush mundi svara
áróðri Saddams Hussein og var
ræðunni sjónvarpað beint. Henni
var vel tekið af þingmönnum og
varð forsetinn að gera 52 sinnum
hlé á máli sínu vegna fagnaðarláta.
Bush undirstrikaði fyrri yfirlýs-
ingu sína um að stríðið hefði ekki
hafist 17. nóvember heldur 2. ág-
úst þegar írakar hernámu og
rændu „lítið og varnarlaust land“.
Hann sagðist fullviss um hvernig
það mundi enda. „Við erum að
eyða hernaðarmætti íraka. Ég get
fullvissað ykkur um það að hernað-
aráætlun bandamanna gengur
George Bush, forseti Bandaríkj
anna.
samkvæmt áætlun.“
„Það er ekki markmið okkar að
leggja írak í rúst, eyða menningu
landsins og drepa fólkið. Öllu
fremur er það ósk okkar að írakar
noti landgæði sín til að byggja sér
betra þjóðfélag en ekki til eyðilegg-
ingar og þjónustu við einræðis-
herra," sagði Bush en talsverð
gagnrýni hefur komið á aðgerðir
bandamanna. Sumir hafa haldið
því fram að bandamenn ráðist um
of á frak en takmarki ekki hernað-
araðgerðirnar við frelsun Kúvæts
eins og ályktun Sameinuðu þjóð-
anna gerir ráð fyrir. Varnarmála-
ráðherra Frakklands var meðal
annarra á þessari skoðun og sagði
af sér í kjölfarið. Reuter-SÞJ
Júgósíavía:
Vamarmálaráðherra
Króatíu handtekinn
Yfirvöld júgóslavneska hersins
skipuðu í gær varnarmálaráðherra
Króatíu, Martin Spegeli, að halda
kyrru fyrir, samkvæmt Tanjung
fréttastofunni. Samkvæmt yfirlýs-
ingu frá herdómsstólnum í Zagreb
á innanríkisráðuneyti Króatíu að
handtaka Spegeli innan 24 klst.
(frá miðjum degi í gær). Ekki var
sagt hverjar sakargiftirnar væru.
Sjónvarpið sýndi á föstudag 30
mínútna myndband sem leyni-
myndavél tók af Spegeli þar sem
hann var að skipuleggja morð á
nokkrum háttsettum starfsmönn-
um júgóslavnesku sambands-
stjórnarinnar, að því er fullyrt er.
Það var júgóslavneska varnarmála-
ráðuneytið sem kom myndavélinni
fyrir.
Á seinustu stundu var komið í veg
fyrir að borgarastyrjöld brytist út í
landinu á seinustu helgi milli
Króatíu og júgóslavneska hersins
þegar forseti Króatfu skipaði
20.000 lögreglumönnum að af-
vopnast en Króatía berst fyrir sjálf-
stæði. Reuter-SÞJ
Fréttayfirlit
Dhahran, Saudi-Arabíu - Tvö
írösk herfylki sóttu 20 km inn í
Saudi- Arabíu í gær og hófu skot-
hríð á bandamenn. Bandamenn
svöruðu með gagnárás og síðdeg-
is í gær var talið að nokkur hundr-
uð Iraka hefðu failið en innan við
20 bandamenn.
Tokyo - ToshiJd Kaifu, forsætis-
ráðherra Japans, sætti mikilli
gagnrýni á japanska þinginu í gær
þegar hann varði þá ákvörðun
stjómarinnar að veita 600 millj-
örðum til stríðsrekstrarins við
Persaflóa. Gripu þingmenn fram í
fyrir honum og var skóm kastað
að honum frá almenningspöllun-
um.
Nikósfa - íranir sögðu að fimm
íraskar flugvélar hefðu komið til
Irans í gær. Ein þeirra brotlenti á
akvegi og særðist flugmaðurinn.
Jerúsalem - ísraelar sögðu að tvö
Katyusha-flugskeyti hefðu
sprungið á öryggissvæöum þeirra
í suðurhluta Libanon í gær. ísra-
clsmcnn svöruðu árásum Palest-
fnuaraba.
New Delhi - Sérstakir stjómarer-
indrekar frá Alsír og Jemen hittu
Chandra Shekhar, forsætisráð-
herra Indlands, til að ræða hvem-
ig hægt sé að stöðva Persaflóa-
stríðið, að sögn talsmanns utan-
ríkisráðuneytisins.
Los Angeles - Bandarísk lög-
regluyfírvöld hafa upplýst 700
mál þar sem einstaklingar og fyr-
irtæká hafa reynt að selja hergögn
og aðrar vömr til írak þrátt fyrir
viðskiptabann Sameinuðu þjóð-
anna, að sögn dagblaðsins Los
Angeles Times.
Washington - George Bush
Bandaríkjaforseti sagði að það væri
möguleiki á því að samband
Bandaríkjanna og Sovétríkjanna
færi nú batnandi þvíyflrvöld í Sov-
éhíkjunum hafa sagt að þau ætli
að fara með einhvem hluta herliðs
síns frá Eystrasaltsríkjunum og
hefja samningaviðræður við leið-
toga lýðveldanna. Reuter-SÞJ