Tíminn - 31.01.1991, Side 6

Tíminn - 31.01.1991, Side 6
6 Tíminn Fimmtudagur 31. janúar 1991 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin ( Reykjavik Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Glslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrlmsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gíslason SkrifstofurLyngháls 9,110 Reykjavlk. Slmi: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöidsfmar Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð I lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Ein málstofa Komið er fram á Alþingi frumvarp til laga sem felur í sér ýmsar breytingar á ákvæðum stjómarskrár um Alþingi og skipulag þess. Frumvarpið er árangur af starfí þing- mannanefndar, sem fyrst og fremst var skipuð formönn- um þingflokka, og hefur að geyma hugmyndir sem nefndarmenn eru sammála um. Því má ætla að fmm- varp þetta eigi svo miklu fylgi að fagna meðal þing- manna allra flokka, að það verði að lögum. í greinargerð fyrir frumvarpinu segir að meginbreyt- ingartillögur séu fjórar: 1. Deildaskipting Alþingis verði afnumin. 2. Samkomudegi þingsins verði breytt þannig að reglulegt þing komi saman 1. október. 3. Starfstíma Alþingis verði breytt, þannig að þingið starfi allt árið. Fjórða meginatriðið er að bráðabirgðalög falli úr gildi, hafi Alþingi ekki samþykkt þau eða lokið afgreiðslu þeirra innan mánaðar frá því að þau voru lögð fram. Fleiri breytingar felast í frumvarpinu en teljast þó minniháttar. Flutningsmenn frumvarpsins segja réttilega að veiga- mesta breytingarhugmynd þeirra sé sú að Alþingi starfi í einni málstofu í stað þess að vera þrjár, þ.e. neðri deild, efri deild og sameinað þing. Flutningsmenn færa margs konar rök fyrir því að tímabært sé að breyta skipulagi þingsins. Þeir benda á að deildaskiptingin byggist á for- sendum, sem aðeins hafa sögulegt gildi en eigi sér ekki stoð í nútímaaðstæðum. Þingið er kosið í einni heild og eðlilegast verði að telja að slíkt þing starfi í einni mál- stofu, segja flutningsmenn. Þeir benda á að þjóðþing Dana og Svía hafi gengið í gegnum slíkar breytingar á síðari áratugum og segja að reynsla þeirra af afnámi deildaskiptingar sé góð. Það leiði til einföldunar á máls- meðferð, spari tíma, fé og fyrirhöfn. Því er hins vegar ekki að Ieyna að núverandi skipulag Alþingis á sér ýmsa formælendur sem halda hinu gagn- stæða fram, þ.e. að deildaskiptingin tryggi betri umfjöll- un um mál en mögulegt sé í einni málstofu. Að þrátta um málið á slíkum nótum leiðir hins vegar ekki til neinnar niðurstöðu. Það er eins og að deila um keisarans skegg. Haldbestu rökin fyrir því að afnema núverandi skipulag þingsins felast í því, sem oft hefur verið bent á hér í Tím- anum á undanfömum árum, að flutningsmenn um- rædds frumvarps leggja mikla áherslu á, fyrir sitt leyti, að „núverandi deildaskipting hefur oft leitt til þess að ríkisstjómir, sem notið hafa stuðnings meirihluta þing- manna, hafa átt erfitt með að koma málum sínum gegn- um þingið vegna þess að þær hafa ekki haft tilskilinn meirihluta í báðum deildum". Síðan nefna flutnings- menn dæmi þess, að ríkisstjómir sem höfðu meirihluta á Alþingi urðu óstarfhæfar vegna deildaskiptingar þings- ins. Það átti m.a. við um ríkisstjóm Ólafs Jóhannessonar 1973-74, ríkisstjóm Gunnars Thoroddsens 1982-83 og ríkisstjóm Steingrfms Hermannssonar 1988-89, svo ekki sé fleira talið af dæmum flutningsmanna. Þegar deildaskipting verkar á þennan hátt er hæpið að hún standist kröfur lýðræðis og þingræðis. Á núverandi skipulagi þingsins er augljós þingræðislegur annmarki sem rétt er að lagfæra. Best fer á að Alþingi starfi í einni málstofu eins og til er kosið í alþingiskosningum. I ágætri frétt hér í blaðinu um þorramat á Akurcyri var birtur at- hyglisveröur skáldskapur meö einni prentvillu, sem liggur svo í augum uppi að hún er varla á vet- ur setjandi. FVéttaritari Tímans skýrði frá því aö Kjötiðnaðarstöð KEA lagaði þorramat fyrir alit að 80 þúsund manns, og eru það yfír tuttugu tonn af góðmetinu. Þessi þommatur er auðvitað seidur á Akureyri, e« jafnframt um allt land. Sýnir þessi mikla saia, að enn kunna þeir á Akureyri að gera vel tiJ matar. Hefur það löngum viljað loða vlð höfuðstað Norður- lands, að þar sé framieiddur mat- ur, sem að öllum frágangi og gæð- um sé með þvl besta sem gerist í landinu. Kjötiðnaðarstöð KEA er þar í fararbroddi og hefur verið það síðan hún hóf starfsemi fyrir margt löngu, Nú seidi hún þorra- mat sinn í verslanir uro allt land og fara þau umsvif vaxandl með hveiju ári. Auguogtaugar Prétt um þennan þorramat birtist í Tímanum af því tilefni að norð- ienskum blaöamönnum var boðið í þomveíslu framleiðenda. Kom þar stöðvarinnar og var höfð eftir hon- um vísa, sem hljóðaði svona í blað- Hákarlsbeitan bœtirþrótt, birtu veitír augum. Á konur leita kariar slgótt, hoerfur þreyta úr augum. Vegna þess að hagyrðingur Kjöt- iðnaðarstöðvarinnar er auðheyri- lega vel kveðandi, kemur ekki til miála að hann hafi haft vfauna ið: hverfur þregta úr taugum. Miklu hefur verið logið upp á há- kariinn um dagana. En ekki hefur fyrr, svo vitað sé, verið talið aö hann yki kvensemi. Hreystisögur af því hvernig menn borðuðu kæstan hákari með brennivíni eða brennivín með hákarii, hafa með einhvetjum hætti komist inn í þjóðsögumar, eða glannalegri hluta þjóðJegs fróðleiks. Aftur á móti hefur kynörvandi áhrifum af þessu áti alveg verið sleppfc Má )íka segja með nokkrum sanni, að iykt af kæstum hákarli siái þannig fyrir vit manna, að þeim verði um annað hugsað en konur. Skal þó ekki fyrir það synjað að mcð rétt- um aðferðum mætti vinna ilm- vatn úr skcpnunni. Sú hugmynd hefur bara ekki komist á framfæri fyrr en nú, að hagyrðingur Kiöt- vinnslustöðvarinnar ýjar að nota- gildi hákarisms í vísu sinni. Virt líffæri upp úr súru Fleira er í þorrabökkum en kæst- ur hákarl. Hagyrðingur minntist einnig á súra hrútspunga, sem hinir teprulegri hafa verið að reyna að kalla „confetti“. Ekká sendi fréttaritari okkur nema upp- hafslínuna um súru hrútspung- ana. Hún hljóðar svo: Súrar hreðjar seðja menn Þútti fréttaritara ekki við hæfi að birta fratnhaldið, svo Íitlu verður um það spáð. Hins vegar er hag- yrðlngurinn í þessari vísu korainn á mikið eðlilegri vettvang, en vís- an um hákartinn bendir til. Eru til sannanir fyrir því að reynt hefur verið að yngja meon upp með því hrútspungi. Það gerðist á fyrri hiuta aldarinnar, þegar djarfur héraðslæknir víldi prófa ígræðslu. Þessari sneið var fíjótiega hafnað og hafa siíkar tilraunir ekki verið gcrðar síðan. Hér er iíka verið að tala um súra punga og er ekki satnan að jafna. Þegar búið er að sjóða og sýra þetta virta Ííffæri, er áreiðardega Iföð eftlr af þeim kynngikrafti, sem talinn er búa í Kæst og súrt án kvensemi En því er minnst á þessa tvo höf- uðrétti þorrábakkans, að bæði hefur veikveðandi hagyrðingur norðan lands gert þelm nokkur skil og um er að ræða þá tvo rétti, sem flestir, sem ekki er alætur á þorramat, víkja frá sér. Engu að síður eru þessir tveir réttír heLst tíl frásagnar þegar þorramat ber á góma. Margar af fomum matar- venjum ísiendinga eru horfnar af dagskrá. En eftir stendur þessi þorrabakki. Segja má að á honum sé úrvatið af því sem fóik iagði sér til munns hér áður fyrr. Matur þorrabakkans nýtur geymsiuað- ferða, sem voru við lýði alit þang- að til ísskápamir komu. Hér er þó einkum átt við súrinn, þvikæsing átti fyrst og fremst við hákari. Þorrabakkinn er því þjóðlegur sið- ur, ekki siður en aö ieggja huldu- kouur í rám hjá sér. En það er af og frá aö þessi almenna matargerð fyrri tíðar aulri mönnum kven- seroi, þótt það skaði ekki söJu- starfið að halda því fram. ; VÍTT OG BREITT 1 - - - : Þjóðholl gæsahúð!! „Einangrunarhyggjan sem heltek- ið hefur ýmsa af helstu stjórnmála- mönnum á íslandi á ekkert skylt við það að standa vörð um sjálfstæðið. Hún er heimska að hætti Háva- mála.“ Þessi hressilega hugvekja er úr grein sem Birgir Árnason, hag- fræðingur í Genf, skrifar í Morgun- blaðið, þar sem hann biðlar til krata að duga sér vel í komandi prófkjöri, en hann ætlar á þing fyrir Alþýðu- flokkinn. í þessu kosningaávarpi sínu er Birgir hreinskilinn sem fyrr og seg- ist umbúðalaust berjast fyrir inn- göngu íslands í Evrópubandalagið og því fyrr, sem við samsöfnumst í mjúkum hægindum hins innri markaöar ríku þjóðanna í Evrópu, því betra. Um vilja þeirra sem landið erfa er ekki að efast og vitnar Birgir í 15 ára gamlan son sinn: „Ég fæ gæsahúð af tilhugsuninni um það að við verðum ekki aðilar að Evrópubandalaginu í framtíðinni." Svona geta hrollvekjumar verið af margvíslegum toga. Þeir sigldu og heimalningamir Sú heimska einangrunarhyggja, sem Birgir hefur hvað mestan beyg af, stafar af ótta við að íslendingar verði af efnahagslegum, stjórnmála- legum og menningarlegum tengsl- um við aðrar Evrópuþjóðir. Sú skoðun er víða látin í Ijós af ung- um efnismönnum, sem hleypt hafa heimdraganum, að heimsku heim- alningamir, sem halda að lífið sé saltfiskur, séu svo forstokkaðir í ein- angrun sinni, að varkámi í sam- skiptum við öfluga útlendinga stafi af engu öðm en fáfræði og útúr- boruhætti. Áróðurstuggan um þá miklu ein- angmn, sem íslendingar eiga að vera í, hljómar alls ekki eins trúverð- uglega og sigldu piltarnir vilja vera láta. Að á íslandi búi þjóð, sem ekki hef- ur tengsl við umheiminn, er bull. Viðskipti em eins frjáls og best gerist annars staðar. Ferða- og gjaldeyris- hömlur em sáraiitlar. Þúsundir ís- lendinga stunda nám erlends og ótal félög em í fjölþjóðlegum samtökum. Svona má lengi telja og sé betur að gáð gæti maður brynjað sig fordóm- um og slegið fram staðhæfingum eins og t.d. að það séu menn eins og Birgir Árnason og hans líkar sem þyrftu kannski að afla sér einhverrar vitneskju um hvernig umheimurinn lítur út frá íslandi séð og að þjóðin er hreint ekki eins einangmð og þeir vilja vera láta. Sleppum fréttaflutningi, alþjóðleg- um skemmtunum og ferðalögum. Það mundi æra óstöðugan að tíunda allt það mikla og nána samneyti, sem íslensk þjóð hefur við umheim- inn. Ráðskast út og suður Aðalfrétt Alþýðublaðsins sama dag- inn og hagfræðingurinn í Genf skrif- ar um hrollvekjandi og heimskulega einangrunarstefnu, er um að í næsta mánuði muni helmingur alþingis- manna vera erlendis á þingum og ráðstefrium. Alþingi verður því ekki starfhæft nema með því að kalla inn 30 varaþingmenn eða svo. Hvar verða svo þingmenn og ráð- herrar að bardúsa í febrúar? Nokkrir verða á fundi Evrópuráðsins, nokkr- ir hitta þingmenn og aðra fyrirmenn í Póllandi. Enn aðrir sækja þing- mannafund Atlantshafsbandalagsins og svo verður þingmannafundur EFTA-ríkjanna haldinn með þátt- töku íslendinga og margir munu sitja þing Norðurlandaráðs. Ef ein- hverjir þingmenn verða aflögu, munu þeir taka sér stöðu í þinghús- inu í Vilnu og jafhvel fleiri þjóðþing- um austur þar. Hér eru aðeins taldar nokkrar stofnanir sem íslendingar eru tengdir pólitískum, efnahagslegum og menningarlegum böndum, sem þinga samtímis. En þingmenn og stjómkerfismenn alls konar sækja þar fyrir utan ótal fundi og ráðstefn- ur og stundum eru fjölþjóðlegar samkundur haldnar hér á landi. Iðulega er kvartað yfir að ráðherrar hafi vart tíma til að sinna innlendum málefnum vegna anna og stjórnar- starfa margs konar erlendis. Ársverk sumra þeirra eru allt eins unnin á erlendri grund og heima á Fróni. At- hugun á dagpeningagreiðslum leiðir þetta í ljós. Að minnsta kosti er Ijóst að starfs- svið stjórnmálamanna, embættis- manna, bankamanna og margra annarra færist æ meira til útlanda og æðstu embætti sinna sífellt fleiri verkefnum út og suður og hinum megin á jarðarkringlunni. Vel má taka undir með Birgi Áma- syni að einangrunarhyggja er heimska, en það jaðrar við oflát- ungshátt að telja sig einan vita hvað sé þjóðinni fyrir bestu og að Mör- landinn hafi enga sýn út yfir brim- garðinn umhverfis landið. Og gjarnan mættu þingmenn og aðrir ráðamenn halda sig meira heimavið og hyggja að eigin málum í stað þess að ráðskast með ólíkleg- ustu málefhi úti í hinum stóra heimi. OÓ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.