Tíminn - 31.01.1991, Side 8
8 Tíminn
Fimmtudagur 31. janúar 1991
IVETTVANGUR
Dr. Hannes Jónsson, fv. sendiherra:
EES er slæmur kostur fyrir
ísland. EB-aðild er enn verri
Þótt umræðan um „samrunaþróunina í Evrópu“ og tengsl íslands
við Evrópumarkaðinn hafi fram að þessu verið bæði þröng og mót-
ast af þeirri nauðhyggju stjómvalda að við eigum ekki annarra kosta
völ en fljóta með eða einangrast ella, hygg ég að stór hluti íslend-
inga geri sér grein fyrir því að þetta sé mikilvægasta milliríkjamái
okkar í dag. Á miklu veltur að réttar ákvarðanir verði teknar að lok-
inni víðtækrí upplýsingamiðlun um alla þætti málsins og rökrænni
greiningu á því í ljósi bestu hagsmuna íslands.
Nokkur hætta felst í því að þátttaka
okkar í samningaviðræöunum um
Efnahagssvæði Evrópu (EES) hefur
fram að þessu mótast meira af kappi
en forsjá. Eðlileg séríslensk hags-
munagæsla hefur verið í lágmarki,
öll áhersla lögð á mikilvægi samflots
með EFTA-ríkjunum undir forystu
iðnríkja þess, sem hafa annarra
hagsmuna að gæta en íslendingar.
Grundvallaratriði ut-
anríkisstefnu
Alkunna er að sjálfgefið grundvall-
aratriði utanríkisstefnu allra sið-
menntaðra ríkja er, hefur verið og
verður væntanlega alltaf að tryggja
fullveldi og viðhalda sjálfstæði ríkis-
ins í samskiptum við önnur ríki,
fjölþjóða- og alþjóðastofnanir. Af
þessu leiðir að æðsta hlutverk utan-
ríkisþjónustunnar er að framfylgja
þessu stefnumiði. í milliríkjasamn-
ingum má því eðli málsins sam-
kvæmt aldrei samþykkja nokkra tak-
mörkun á þessum æðstu stjórn-
málagildum ríkisins, aldrei fórna
meiri verðmætum, huglægum eða
hlutlægum, fyrir minni. Þetta höf-
um við reynt að tryggja með ákvæð-
um 21. gr. stjórnarskrárinnar. Þar
segir að enga samninga megi gera
við önnur ríki „ef þeir hafa í för með
sér fólgið afsal eða kvaðir á land eða
landhelgi... nema samþykki Alþing-
is komi til.“
Nú hefur ýmislegt það gerst í
samningaviðræðunum um EES sem
stangast á við grundvallarhugsun
þessa stjómarskrárákvæðis. Ber þar
fyrst að nefna samþykki utanríkis-
ráðherra á niðurstöðum könnunar-
viðræða EFTA og EB frá 20. mars
1990. Þar er m.a. samþykkt að Iög og
reglur EB á samningssviðinu hafi yf-
irþjóðlegt gildi innan EES, hafi
beint lagagiídi í öllum 18 aðildar-
ríkjunum, þ.á m. á íslandi, að ís-
lensk lög og reglur um þessi efni
skuli víkja, en reglur EB yfirfærðar á
EES skuli ríkja.
í öðru lagi var samþykkt að komið
verði á yfirþjóðlegum dómi og fram-
kvæmdaráði eða stofnun sem hafi
eftirlit með því að hinum yfirþjóð-
legu lögum og reglum á samnings-
sviðinu verði framfylgt. Þarna er
sem sé samþykkt að ákvörðunarvald
aðildarríkjanna í ýmsum mikilvæg-
um málaflokkum utanríkisviðskipta
og -efnahagsmála verði ekki í okkar
höndum heldur sameiginlegra
stofnana 18 aðildarríkjanna.
í þriðja lagi gerist það svo 19. des-
ember 1990 á sameiginlegum ráð-
herrafundi EFTA og EB að formlega
var samþykkt að fella alls um 1400
lög og reglur EB, ásamt viðeigandi
ákvæðum Rómarsáttmála, sem rétt-
argrundvöll inn í samninginn um
Efnahagssvæði Evrópu. Þessi laga-
bálkur, sem gilda á m.a. um fjórfrelsi
hins nýja kerfis, er um það bil fjór-
um sinnum lengri en allt gildandi
lagasafn íslands, verður væntanlega
10-11.000 blaðsíður í Alþingistíð-
indabroti. Og bálkurinn á að vera
opinn í annan endann að því leyti að
viðkomandi stofnanir EES geti
breytt honum og bætt við hann eftir
samkomulagi. Og allt þetta fái yfir-
þjóðlegt lagagildi á íslandi.
En málið heldur áfram að þróast á
ábyrgð allrar ríkisstjórnarinnar og
þingmanna hennar. Utanríkisráð-
herra fer með það og lætur stjórnar-
liðið yfirleitt standa frammi fyrir
gerðum hlut fremur en að hafa við
það samráð áður en skuldbinding er
gerð. Frá Brussel fréttum við 23.
janúar sl. að aðalsamningamaður
Austurríkis, Manfred Scheich, hafi
skýrt frá því að fullt samkomulag sé
orðið um öll meginatriði, þótt eng-
inn af fyrirvörum íslands hafi, að því
er virðist, verið samþykktur og að
EB ætli sér að gera tillögur um við-
skipti með sjávarafurðir í febrúar, en
haldi fast við fyrra sjónarmið um að
veiðiheimildir komi á móti frekari
tollfrjálsum innflutningi á fiski.
Hvað varð þá um fyrirvara íslands?
Óreiknuðu dæmin
Nú er ekki nema von að menn
spyrji um þann mikla gróða sem
fýlgja á hinu nýja kerfi og við eigum
að greiða fyrir með takmörkuðu
fullveldisafsali.
Hversu mikill verður gróði þjóðar-
búsins af fjórfrelsinu?
Svo ótrúlegt sem það kann að virð-
ast vita stjórnvöld næsta lítið um
hann.
Alkunna er að sjálfgefið
grundvallaratriði utanrík-
isstefnu allra siðmennt-
aðra ríkja er, hefur verið
og verður væntanlega
alltaf að tryggja fullveldi
og viðhalda sjálfstæði
ríkisins í samskiptum við
önnur ríki, fjölþjóða- og
alþjóðastofnanir.
Sérstök ástæða er til
þess að leggja áherslu á
að viðskiptaleg einangr-
un okkar er ekki á dag-
skrá, þótt við höfnum að-
ild að EES og EB sem
slæmum kostum fyrir ís-
lenska hagsmuni.
Á fundi Alþjóðamálastofnunar Há-
skólans 2. nóvember 1990 var
spurningunni um þennan þjóðhags-
lega gróða beint til Jóns Baldvins.
Hann svaraði að stjórnin hefði ný-
lega snúið sér til ýmissa hag- og
efnahagsstofnana og beðið þær um
að reikna út þjóðhagsleg áhrif aðild-
ar íslands að EES. Og Steingrímur
Hermannsson skýrði frá því í sjón-
varpsviðtali 22. janúar sl. að ríkis-
stjórnin biði enn eftir niðurstöðum
útreikninganna.
Er nema von að spurt sé: Á hvaða
grundvelli hefúr ríkisstjórnin staðið
í samningaviðræðum um EES ef
hún hefur ekki látið reikna út hags-
muni íslands í sambandi við breyt-
ingu yfir til fjórfrelsisins frá gildandi
utanríkisviðskiptakerfi sem er okkur
hagstætt?
Vitanlega hefðu þessir útreikningar
átt að fara af stað eftir 17. janúar
1989, þegar EB bauð EFTA upp á tvo
valkosti um frekari þróun samskipta
bandalaganna:
Sérsamningar og
víðtæk fríverslun
þjóna best hags-
munum okkar
1) Endurbætt tvíhliða fríverslunar-
kerfi.
2) Víðtækara stofnanatengt sam-
starf sem þróaðist yfir í hugmyndina
um EES.
Hefðu slíkir útreikningar verið
gerðir strax vorið 1989 hefðum við
getað sparað okkur mikinn kostnað
og erfiði vegna samningaviðræðna
um aðild að EES og ímyndaðan
óþekktan ábata af því.
Taps- og gróðareikn-
ingur íslands af aðild
aðEES
Við verðum að bíða enn um stund
eftir niðurstöðum útreikninganna
sem beðið var um eftir að ríkis-
stjórnin hafði um hálfs annars árs
skeið staðið í samningum um EES
án þess, að því er virðist, að þekkja
okkar bestu hagsmuni í málinu.
Samt má fara nærri um meginatriði
með rökrænni geiningu einni sam-
an.
Ég hef í fórum mínum yfirlit eða
skýrslu frá Martin Bangemenn,
varaformanni framkvæmdastjórnar
EB, frá árinu 1990 sem sýnir að
ábati 12 EB-ríkjanna af framkvæmd
fjórfrelsisins og innri markaðarins
íýrir þau gæti orðið á bilinu 2-4,5%
af landsframleiðslu, mest hjá fátæk-
ari ríkjum S-Evrópu, minna í aðild-
arríkjunum í Mið- og Norður- Evr-
ópu. Þetta eru ónákvæmar tölur og
viðurkennt að hagfræðin hafi ekki
óyggjandi aðferðir til þess að meta
ábatann fýrirfram. Um helmingur
ábatans, eða um 2% af landsfram-
leiðslu, er talinn stafa af hagræð-
ingu og framleiðsluaukningu í iðn-
aði vegna stærra framleiðslu- og
markaðssvæðis án landamæra og
minni skriffinnsku vegna tollaf-
greiðslna o.fl. þess háttar. Hluti
ábatans er svo talinn stafa af um 6%
lækkun vöruverðs í 12 aðildarríkj-
unum.
Það væri fásinna að taka þessar
ónákvæmu tölur sem bendingu um
ábata íslands af aðild að EES. Helm-
ingur ábatans, sem kemur fram
vegna hagræðingar, framleiðslu-
aukningar og stærra framleiðslu- og
markaðssvæðis iðnvara nær ekki til
okkar nema að óverulegu leyti, þar
sem um 75% af okkar útflutningi
eru sjávarafli sem yrði utan fjórfrels-
isins án sérsamninga. Og 6% lækk-
un vöruverðs EB ríkja kæmi okkur
til góða við innflutning frá þeim
hvort sem við ættum aðild eða ekki.
Miðað við framleiðslugetu og efna-
hagseinkenni íslands er eins líklegt
og ekki að hugsanlegur ábati okkar
af þátttöku í fjórfrelsi EES yrði tæp-
ast merkjanlegur. Er hluta af full-
veldinu fórnandi fýrir þennan óvissa
og lítilfjörlega ábata, ef hann verður
þá nokkur?
Kerfi fjórfrelsisins og
tap Islands af því
Af fyrirliggjandi gögnum er ljóst að
fjórfrelsiskerfi EES yrði nákvæm-
lega það sama og það sem EB ætlar
að taka upp í byrjun árs 1993. Eðlis-
munur þess hjá EFTA og EB ríkjun-
um yrði enginn. Hann felst í öðrum
atriðum félagsaðildar að EB. Mark-
mið EB er annað og meira en EES
Jacques Delors, formaður fram-
kvæmdastjómar EB, gerði í janúar
1989 EFTA-ríkjunum tilboð um tvo
valkosti varðandi samskipti ríkja
bandalaganna í framtíðinni. Fyrst,
í grundvallaratríðum óbreytt tví-
hliða samskipti byggð á gildandi
fríverslunarsamningum, sem yrðu
styrktir og bættir. Eða, í öðru lagi,
bandalögin gengju til samninga
um mun víðtækara samstarf. Síð-
arí valkosturinn leiddi til samninga-
viðræðna EFTA og EB um stofnun
Efnahagssvæðis Evrópu (EES) á
gmndvelli reglna EB. Vom það
einkum iðnríkin innan EFTA, sem
mæltu fýrir síðarí valkostinum, en
fsland draslaðist með „til þess að
sjá hvað við gætum fengið út úr
þessu", eins og einn stjómarþing-
maðurínn orðaöi það, þótt rökræn
greining á öllum atriðum málsins
sýni ótvírætt, að hagsmunum fs-
lands verði betur borgið með fýrri
valkostinum.
um stórt markaðssvæði. EB ætlar að
mynda „landamæralaust efnahags-
og samfélagssvæði sem stefnir að því
að verða stjórnmálaleg heild, en það
felur í sér nánari samvinnu um ut-
anríkis- og varnarmál", svo notuð
séu orð Jacques Delors, formanns
framkvæmdastjórnar EB, í ræðunni
í Strassborg 17. janúar 1989. EB-að-
ild fýlgir líka að lúta sameiginlegri
landbúnaðar- og sjávarútvegsstefnu,
sem mótuð er og stjórnað frá
Brússel, svo og að afhenda EB alla
innflutningstolla, alla verndartolla
af landbúnaðar- og sjávarafurðum
og 1,4% af innheimtum virðisauka-
skatti. Ekkert af þessu á við um EES
og eru ókostir þess miklir samt.
Þetta sést best þegar skoðað er hvað
okkur er boðið upp á með fjórfrels-
inú.
Af fýrirliggjandi gögnum er ljóst að
hið fyrirhugaða utanríkisviðskipta-
kerfi fjórfrelsis Efnahagssvæðis Evr-
ópu án sérsamninga mundi hafa
fimm aðaleinkenni:
1) Fríverslun og tollfrelsi með iðn-
vörur. Þetta höfum við þegar á
grundvelli gildandi fríverslunar-
samninga. Ástand óbreytt, hvorki
tap né gróði.
2) Fríverslun með þjónustu, þ.á m.
bankastarfsemi, verðbréfa- og hluta-
bréfasölu, verktakastarfsemi, ferða-
þjónustu, vátryggingarstarfsemi,
samgöngur í lofti, á sjó og landi.
Með því ofurfjármagni sem fjöl-
þjóðafýrirtæki Evrópu ráða yfir má
gera ráð fýrir að fljótt þrengdi að
hinum smáu íslensku fýrirtækjum.
Þeim yrði rutt úr vegi á samkeppnis-
grunni í þeim greinum sem erlendu
fyrirtækin teldu gróðavænlegastar.
Engan gróða, aðeins tap, er því fýrir
okkur að sækja í þetta „frelsi".
3) Fríverslun með fjármagn og fjár-
festingar. Fjármagnseigendur í öll-
um 18 ríkjunum hefðu jafna mögu-
leika til þess að fjárfesta í hverju sem
er — fasteignum, landi, fýrirtækj-
um, samgöngutækjum, orkuverum
o.s.frv. — hvar sem er á 18 ríkja
svæðinu. Þannig gætu t.d. erlendu
fjölþjóðafyrirtækin keypt hlut í eða
keypt upp hver þau einka- eða
hlutafélög í útgerð, fiskvinnslu og
fiskirækt ásamt skipum og vinnslu-
stöðvum, sem þau teldu gróðavæn-
leg. Þau gætu með þessu móti kom-
ist bakdyramegin inn í íslenska fisk-
veiði- og efnahagslögsögu. Auðlind-
ir okkar gætu þannig smátt og smátt
komist í eigu útlendinga án þess að
við veittum því athygli fyrr en of
seint. Er augljóst að þetta leiddi að-
eins til meiriháttar taps, ekki gróða.
4) Frjáls búsetu- og atvinnuréttur,
einn vinnumarkaður, er hluti af fjór-
frelsinu. Erlend fyrirtæki sem fjár-
festa í atvinnurekstri á íslandi hefðu
því rétt til þess að flytja inn ódýrt
vinnuafl frá láglaunasvæðum Evr-
ópu til starfa í fýrirtækjum sínum.
íslendingar þyrftu að keppa um
vinnuna í eigin landi við þetta að-
flutta láglaunafólk. Þetta leiddi vafa-
lítið til lélegri launakjara, atvinnu-
leysis og ómældra kostnaðarsamra
félagslegra vandamála, sem fýlgja
mundu tvíbýlinu í landinu og sam-
keppninni um atvinnuna. Greinilegt
er að við gætum ekkert grætt á
þessu, aðeins tapað.
5) Lög og reglur EB yfirfærðar í
EES eiga að hafa beint lagagildi á
öllu svæðinu og yfirþjóðlegar stofn-
anir hafi eftirlit með framkvæmd-