Tíminn - 31.01.1991, Qupperneq 12

Tíminn - 31.01.1991, Qupperneq 12
12 Tíminn Fimmtudagur 31. janúar 1991 BÓKMENNTIR Ljósi varpaó á upplýsingu Kvöld-, nætur- og helgidagavarsla apóteka I Reykjavfk 25.-31. janúar er I Borgar Apóteki og Reykjavikur Apóteki. Það apótek sem fyrr er nefnt annast eitt vörsluna fró kl. 22.00 aö kvöldi til kl. 9.00 að morgni virka daga en kl. 22.00 á sunnudögum. Upplýsingar um iæknls- og lyfja- þjónustu eru gefnar I síma18888. Uppiýsingln á (slandi, tiu ritgerðir. Ritstjóri Ingi Sigurðsson. Hið islenska Bókmenntafé- lag, Reykjavik 1990. Á seinni árum hafa sagnfræðingar í æ ríkari mæli tekið tii umfjöllunar hugmyndasögu og áhrif stefría og strauma á ýmsa þætti þjóðfélagsgerð- ar fyrri tíma. Þetta er jákvætt, því ljóst er að slíkir huglægir straumar höfðu bein og óbein áhrif á gang sögunnar og líf fólks. í bókinni „Upplýsingin á íslandi" er gerð grein fyrir áhrifum upplýsingastefnunnar hér á landi. Takmarkað hefur verið fjallað um stefnuna fram til þessa, nema á af- mörkuðum sviðum. Hér er því á ferð- inni þarft rit og fróðlegt. Ingi Sigurðsson, dósent og ritstjóri bókarinnar, á fyrstu ritgerðina í bók- inni. í henni gerir Ingi grein fyrir upplýsingastefnunni og áhrifum hennar á íslandi. Greinin gefur gott yfirlit um það sem bókin fjallar um. Forsvarsmenn upplýsingarinnar hér á landi, danskir og íslenskir embætt- ismenn, voru tengdir við það sem var að gerast í Evrópu. Greinilegt er að ís- lensku upplýsingamennimir vom nokkuð uppteknir af því að vera upp- lýstir og meðvitaðir um hlutverk sitt. Sænski sagnfræðingurinn Harald Gustafsson fjallar um stjómsýslu í grein sinni, þ.e. um upplýst einveldi og breytingar á íslenska embættis- mannakerfinu. Harald sýnir fram á að það var fyrst og fremst fyrir fmm- kvæði danskra stjómvalda sem gerð- ar vom tilraunir til endurbóta á stjómsyslu og atvinnumálum á ís- landi. Islendingar höfðu takmarkað- an áhuga á Þúfnatilskipuninni og til- lögum Landsnefridarinnar fyrri. Landsmenn vom ekki vaknaðir af dvala, en víst er að upplýsingin gerði sitt til að vekja þjóðina og það kemur víðar fram í bókinni. Davíð Þór Björgvinsson, dósent í lögfræði, ritar grein um refsilöggjöf og réttarfar í sakamálum. Allítarlega er gerð grein fyrir þeim miklu breyt- ingu sem urðu á dómskerfinu á þess- um tíma. Davíð Þór reynir að skil- greina áhrif upplýsingarinnar á þess- ar breytingar. Slíkt er ekki alltaf auð- velt, því að sjálfsögðu áttu sér stað ýmis fleiri umbrot í heiminum á þess- um tíma en þau sem kenna má við upplýsingu. Fróðlegt er að bera sam- an þau ólíku lífsviðhorf sem birtast í skrifum dómaranna Bjarna Thorar- ensen og Magnúsar Stephensen, en þau em stuttlega rakin í lok greinar- innar. Lýður Björnsson sagnfræðingur rit- ar um atvinnumál á tíma upplýsing- arinnar í sinni grein. Hér er um stórt viðfangsefni að ræða, eins og Lýður bendir réttilega á, og má með nokkr- um rökum segja að rétt hefði verið að gefa þessu viðfangsefni meira rúm í bókinni. Lesandinn hefur áhuga á að vita meira um umfang og árangur af tilraunum danskra stjómvalda til að að koma á nýjungum í íslenskum at- vinnumálum. Minnst er á að allmikið hafi verið unnið að jarðabótum fyrir norðan, þar sem Stefán Þórarinsson amtmaður réð ríkjum, en fróðlegt hefði verið að hafa þá umfjöllun ítar- legri. Hjalti Hugason, dósent í guðfræði, fjallar um guðfræði og trúarlíf í sinni grein. Kirkjan breyttist mikið á þess- um tíma. Veraldlegur auður hennar minnkaði og þar með vald. Hjalti fjallar fyrst og fremst um guðfræði- legar hræringar, sem rekja má til upplýsingarinnar, og sýnir glögglega fram á hvemig erlendir straumar bár- ust til íslands. Hjalti bendir á, sem sennilega er rétt, að íslensku upplýs- ingamennirnir hafi ekki verið ýkja róttækir í guðfræðinni, að minnsta kosti ekki séu þeir bornir saman við frönsku upplýsingarmennina. Loftur Guttormsson dósent skrifar um fræðslumál. Loftur hefur á síð- ustu árum stundað umfangsmiklar rannsóknir á félagssögu og mennta- málum þessa tímabils. Greinin er ít- Magnús Stephensen dómstjóri var helsti forvígismaður upplýsingarínnar hér á landi. Hann barðist fyrir Ijósinu og gegn myrkrínu, eins og hann komst sjálfur að orði, löngu eftir að flestir samtímamenn hans voru famir að horfa í aðrar áttir. arleg og vel skrifuð. Glögglega kemur fram áhugi upplýsingamanna á að fræða almenning. Annars er athyglis- vert að kynnast áliti hinna upplýstu embættismanna á alþýðunni. Hana töldu þeir heimska og því yrði að mat- reiða fræðslu fyrir almúgann með sérstökum hætti. Helgi Magnússon sagnfræðingur rit- ar um fræðafélög og bókaútgáfu. Upplýsingamenn voru duglegir að gefa út bækur og má segja að á þess- um tíma hafi orðið sannkölluð „fjöl- miðlabylting". Að öðrum ólöstuðum var Magnús Stephensen konferensráð atkvæðamestur á þessu sviði, en Magnús hélt merki upplýsingarinnar hátt á loft hér á landi, þegar ná- grannaþjóðir okkar voru í raun búnar að snúa við henni baki. Helga K. Gunnarsdóttir bókasafns- fræðingur fjallar um bókmenntir á upplýsingaöld í sinni grein. Eggert Ólafsson, Hannes Finnsson, Magnús Stephensen o.fl. þekktu vel til helstu erlendra rita upplýsingarmannanna, en greinilegt er að þeir hafa valið það sem þeir töldu henta, þegar þeir miðluðu þessu til almúgans hér á landi. Ingi Sigurðsson skrifar um sagn- fræði á upplýsingaröld, en það efni þekkir hann vel, því að hann skrifaði doktorsritgerð um söguritun Jóns Espólíns. Upplýsingarmennimir höfðu mikinn áhuga á sögunni og vom flestir sannfærðir um að allt stefndi til betri vegar. Viðhorf Magn- úsar Stephensens til sögunnar eru allt önnur en viðhorf hinnar þjóðem- issinnuðu kynslóðar, sem kom á eftir honum. Síðustu greinina í bókinni á Harald- ur Sigurðsson, fyrrverandi bókavörð- ur, en hún fjallar um náttúruvísindi og landafræði. Miklar framfarir urðu í náttúruvísindum á þessum tíma, en menn eins og Magnús Stephensen höfðu mikinn áhuga á náttúruvísind- um, en hann leit svo á að fræðsla á þessu sviði vísinda væri mikilvægur þáttur í að útrýma hjátrú og hindur- vitnum. Saman mynda greinarnar tíu góða heild um umfjöllunarefríið. Að sjálf- sögðu bera þær allar sitt höfundar- einkenni. Mjög lítið er um endur- tekningar og þess er vel gætt að vísa í aðrar greinar, þannig að þær styðji hver aðra. í öllum greinunum er gerð grein fyrir tengslum upplýsingarinn- ar hér á landi við upplýsingu í öðrum löndum. Hér er á ferðinni gott rit, sem mun koma sagnfræðingum að góðum not- um í framtíðinni. Því fer hins vegar fjarri með þessari bók sé búið að rannsaka til hlítar áhrif upplýsingar- stefnunnar hér á landi. Á næstu árum er t.d. von á bók um hugmyndasögu Magnúsar Stephensens dómstjóra eftir Inga Sigurðsson. Það verður án efa fróðieg bók. -EÓ Ncyöarvakt Tannlæknafélags fslands er starfrækt um helgar og á stórhátíðum. Sím- svari 681041. Hafnarfjöröur Hafnarfjaröar apótek og Norður- bæjar apótek em opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvem laugar- dag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00- 12.00. Upplýsingar I símsvara nr. 51600. Akureyrl: Akureyrar apótek og Stjörnu apótek eru opin virka daga á opnunartíma búöa. Apó- tekin skiptast á sína vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opiö í þvi apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. Á helgidögum er opiö frá kl. 11.00- 12.00 og 20.00-21.00. Á öörum timum er lyfja- fræöingur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar I sima 22445. Apótek Keflavfkur Opið virka daga frá k. 9.00- 19.00. Laugardaga, helgidaga og almenna frl- daga kl. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá kl. 8.00-18.00. Lokaö i hádeginu milli kl. 12.30- 14.00. Selfoss: Selfoss apótek er opið til kl. 18.30. Op- ið er á laugardögum og sunnudögum kl. 10.00- 12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opiö virka daga til kl. 18.30. Opið er á laugardögum kl. 10.00- 13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00. Garöabær Apótekiö er opiö rúmhelga daga kl. 9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. Læknavakt Læknavakt fyrir Reykjavík, Seitjamames og Kópavog er i Heilsuverndarstöö Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17.00 til 08.00 og á laugardög- um og helgidögum allan sólarhringinn. Á Settjamamesl er læknavakt á kvöldin kl. 20.00-21.00 og laugard. kl. 10.00-11.00. Lokaö á sunnudögum. Vitjanabeiönir, slmaráðleggingarog tímapantan- ir I slma 21230. Borgarspítalinn vaktfrá kl 08-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki- hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (simi 696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysadeild) sinnir slösuðum og skyndiveikum allan sólar- hringinn (sími 81200). Nánari upplýsingar um lyfjabúðir og læknaþjónustu erugefnar i símsvara 18888. Ónæmisaögerðir fyrir fulloröna gegn mænusótt fara fram á Heilsuvemdarstöö Reykjavfkur á þriöjudögum kl. 16.00-17.00. Fólk hafi meö sér ónæmisskirteini. Seltjamames: Opið er hjá Tannlæknastofunni Eiöistorgi 15 virka daga kl. 08.00-17.00 og 20.00- 21.00, laugardaga kl. 10.00-11.00. Simi 612070. Garöabær Heilsugæslustööin Garðaflöt 16-18 er opin 8.00-17.00, simi 656066. Læknavakt er I sfma 51100. Hafnarfjöröur Heilsugæsla Hafnarfjaröar, Strandgötu 8-10 er opin virka daga kl. 8.00- 17.00, simi 53722. Læknavakt simi 51100. Kópavogun Heilsugæslan er opin 8.00-18.00 virka daga. Simi 40400. Keflavik: Neyöarþjónusta er allan sólarhringinn á Heilsugæslustöö Suöumesja. Simi: 14000. Sálræn vandamál: Sálfræöistöðin: Ráögjöf f sál- fræöilegum efnum. Sími 687075. LESENDUR SKRIFA Blóðbaðið mikla hafið Nú skal Saddam Hussein komið á kné og hvað sem það kostar. Hundr- uð þúsunda manna munu óhjá- kvæmilega láta lífið, að ekki sé talað um alla þá er hljóta munu ævarandi örkuml og viðurstyggð eyðilegging- arinnar mun sömuleiðis hafa hroða- legar afleiðingar á íbúa íraks og Ku- wait. Þetta stríð var ekki nauðsynlegt og ekkert getur réttlætt að hleypa af stað slíkri vitfirringu. íraksforseti er vissulega grimmur harðstjóri, sem einskis svífst þegar óvinir hans eiga í hlut og taka hans á Kuwait er auðvitað ofbeldisverk sem ber að fordæma og fylgja eftir, en ekki má samt gleyma í þessu sam- bandi að Kuwait var fyrir aðeins nokkrum áratugum hluti af írak og það voru Bretar sem skiftu landinu upp, en þeir drottnuðu yfir þessum landsvæðum á þessum tíma eins og víða í heiminum um langt árabil. Hvað var þá til ráða? Var ekki búið að reyna til þrautar að koma írökum burt úr Kuwait með friðsamlegum hætti? Svarið er nei. Með tíð og tíma hefði samist um aðaldeilumálin þama, þ.e. olíulindirnar miklu á landamærum ríkjanna svo og eyjarn- ar, sem myndu opna írökum aðgang að sjó. Kuwaitar hafa látið mikið fé af hendi rakna til íraka og þá ekki síst er Kir áttu í stríði við írani, þannig að ikar hafa komið fram aif fádæma ruddaskap við þessa þjóð. Menn vildu ekki láta reyna á það enn frekar hvort þjóðimar gætu ekki samið um deilu- málin og gripið var til viðskiptabanns á írak. Það var þegar farið að hafa áhrif og fljótlega hefði farið að sverfa alvarlega að þjóðinni og þá hefði hún risið upp og velt Hussein úr sessi, en menn vildu heldur ekki bíða eftir því og þá hefði átt að gera út hryðju- verkamenn og láta þá ráða íraksfor- seta af dögum. Hefði þá legið beinast við að leita til einkavina Bandaríkja- manna, glæpamannanna í ísrael, þeir hafa nóg af slíkum og hefðu glaðir tekið að sér að koma Hussein inn í ei- lífðina. Þeir hafa verið iðnir við að myrða leiðtoga Palestínumanna gegnum árin, þannig að þeim hefði ekki síður orðið skotaskuld úr því að senda Hussein til feðra sinna. Það er að sjálfsögðu enn tími til stefnu og um leið og hann er fallinn, þá hrynur veldi hans í írak, það hljóta allir að sjá og viðurkenna. Raunveruleg ástæða árásar Bandaríkja- manna og Co. á Irak Þeir tala mikið um að frelsa Kuwait, Washingtonmenn, og koma þar aftur til valda löglegri stjóm og Bush for- seti er iðinn við að koma fram í fjöl- miðlum og boða heimsbyggðinni frið og réttlæti, lýðræðisríkin verði að standa saman gegn einræðisöflunum og þar fram eftir götunum. Hvenær var emírinn í Kuwait kosinn lýðræð- islegri kosningu eða vilja Bush og fé- lagar koma á siðferði emírsins og hyskis hans? Emírinn á 40 konur og hver veit hvað af börnum, þokkalegt graðhestasamfélag það. Konur í flest- um Arabalöndum búa við takmörkuð réttindi, í sumum löndum mega þær ekki einu sinni aka bifreið. í nær öll- um Arabalöndum og yfirleitt í heimi múslima ríkir í reynd einræði, þann- ig að þegar Bush er að belgja sig út og tala fjálglega um að koma þarna aftur til valda réttkjörnum valdhöf- um þá fer hann með þvætting og því síður ætti hann að taka sér í munn orð eins og frelsi og lýðræði í þessu samhengi. Nei, það skiftir Washing- ton-herrana ekki nokkru máli hvern- ig íbúum Kuwait reiðir af, þarna er aðeins um að ræða þeirra eigin hags- muni og þá ekki síst hinar auðugu ol- íulindir Kuwait. Væru þær ekki til staðar, þá myndu þeir ekki hreyfa legg né lið þessu fólki til hjálpar. Svo er annað mjög mikilvægt, sem verð- ur að taka fram í þessu sambandi. Bandaríkjamenn hafa ekki getað sætt sig við gerbreytt valdahlutföll í Ar- abalöndunum, sem urðu eftir fall ír- anskeisara en hann var eins og flestir muna dyggur stuðningsmaður þeirra. Þegar írakar réðust á íran fyr- ir 10 árum, en þá höfðu klerkavitfirr- ingarnir komist til valda, þá studdu Bandaríkjamenn árásaraðilann Sadd- am Hussein af alefli, mokuðu í hann ógrynni vígvéla, þennan sama mann er þeir hafa nú snúist gegn af mikilli grimmd. Og allir vita náttúrlega að Irökum tókst ekki að sigra klerka- veldið í íran og nú mega Bandaríkja- menn bíta í það súra epli að enn sitja fjandmenn þeirra við stjórnvölinn þar í landi og þessa dagana heyja þeir grimmilegt stríð við Saddam Hus- sein og veldi hans, sem þeir sjálfir áttu stærstan þátt í að skapa. Það er margt skrítið í kýrhausnum. Ekki satt? Virðing Washington- manna fyrir réttlætinu Hvergi kemur betur í ljós hið tvö- falda siðgæði Bandaríkjamanna en í Palestínumálinu. Þar var framið eitt hroðalegasta ranglæti sögunnar. Pal- estínumenn hafa mátt sæta svo ótrú- legum hörmungum að orð geta vit- anlega aldrei lýst því. Hörmungar þessa fólks hófust þegar eftir að Gyð- ingar tóku að flykkjast til Palestínu og leggja landið undir sig með því að drepa þá er fyrir voru, þ.e. Palestínu- arabana, og flæma þá burtu og leggja byggðir þeirra í rúst. Eins og þeir vita, sem á annað borð fylgjast eitt- hvað með fréttum, þá berjast Palest- ínumenn núna vonlausri baráttu á seinustu skikum sínum, Gahza- ræmunni, vesturbakka Jórdanárinn- ar og A-Jerúsalem, en hún hefur þeg- ar verið innlimuð í ísrael, en svo heitir landið í dag, Palestína hefur verið þurrkuð út af landakortunum. Bandaríkjamenn tala manna mest og hæst um frelsi og sjálfsákvörðun- arrétt þjóða, en þegar Palestínumenn vilja lifa sem frjálsir menn í eigin landi þá er hann enginn. Þeir eiga bara að sætta sig við óréttlætið. Á fyrstu árum eftir stofnun ísraels- ríkis sagði Ben-Gúríon: ,Arabarnir geta ekki sætt sig við til- veru ísraels. Sá sem sættir sig við hana er ekki með öllum mjalla." Hafi menn verið í vafa um hvern mann Washington-herrarnir hafa að geyma, þá ættu augu þeirra að opn- ast þegar þeir kynna sér sögu palest- ínsku þjóðarinnar og taumlausan stuðning Bandaríkjamanna við blóð- hundana í ísrael. Hvenær ætlar heimurinn að opna augu sín og viðurkenna þessa sorg- legu staðreynd? Guðjón V. Guömundsson Landspítalinn: Alladaga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl. 20.00. Kvennadeildin: kl. 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Alla daga vikunnar kl. 15- 16. Heimsóknartími fyrir feöur kl. 19.30-20.30. Bamaspítali Hringsins: Kl. 13-19 alla daga. Öldrunariækningadeild Landspftalans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomulagi. - Landa- kotsspitali: Alla virka kl. 15 til kl. 16 og kl. 18.30 til 19.00. Barnadeild 16-17. Heimsóknartlmi annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. - Borg- arspitalinn f Fossvogi: Mánudaga til föstudaga kl. 18.30 til 19.30ogeftirsamkomulagi. Álaug- ardögum og sunnudögum kl. 15-18. Hafnarbúðir Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvíta- bandiö, hjukrunardeild: Heimsóknartími frjáls alla daga. Grensásdeild: Mánudaga ti föstu- daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnu- daga kl. 14- 19.30. - Heilsuvemdarstöðin: Kl. 14 til kl. 19. - Fæðingarheimili Reykjavlkur: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Kleppsspitali: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16ogkl. 18.30 tilkl. 19.30. -Flókadeild: Alladagakl. 15.30tilkl. 17. Kópa- vogshælið: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. - Vifilsstaðaspitali: Heimsóknar- tlmi daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - St Jósepsspftali Hafnarfirði: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sunnuhlíö hjúkrunarheimili I Kópavogi: Heim- sóknartími kl 14-20 og eftir samkomulagi. Sjúkrahús Keflavíkuríæknishéraðs og heilsu- gæslustöövar: Vaktþjónusta allan sólarhring- inn. Sími 14000. Keflavfk-sjúkrahúsiö: Heim- sóknartími virka daga kl. 18.30-19.30. Um helgar og á hátiöum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00- 19.30. Akuneyri- sjúkrahúslð: Heimsóknartími alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00-20.00. Á barnadeild og hjúkrunardeild aldraðra Sel 1: Kl. 14.00-19 00. Slysavarðsstofusími frá kl. 22.00- 8.00, slmi 22209. Sjúkrahús Akraness: Heimsóknartimi Sjúkrahúss Akraness er alla daga kl. 15.30-16.00 og kl. 19.00-19.30. Slökkvilið - Lögregla Reykjavík: Scltjamames: Lögreglan sími 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 11100. Kópavogun Lögreglan simi 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 11100. Hafnarflöiður Lögreglan siml 51166, slökkvilið og sjúkrabifreiö sími 51100. Keflavik: Lögreglan simi 15500, slökkvilið og sjúkrabill slmi 12222, sjúkrahus 14000, 11401 og 11138. Vestmanneyjar Lögreglan, slmi 11666, slökkviliö sími 12222 og sjúkrahúsiö simi 11955. Akureyri: Lögreglan símar 23222, 23223 og 23224, slökkviliö og sjúkrabifreið slmi 22222. fsaflörður: Lögreglan sími 4222, slökkvilið slmi 3300, brunasími og sjúkrabifreið sími 3333.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.