Tíminn - 01.02.1991, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.02.1991, Blaðsíða 2
2 Tíminn ' Éöstudagur T.'janúár'1991 Þjóðhagsstofnun reiknar afkomu atvinnuveganna 1988-1989: Afkoman batnaði sem nam lækkun launahlutfallsins Þrátt fyrir nokkurn samdrátt í veltu fyrirtækja milli 1988 og 1989 jókst hagnaður af reglulegri starfsemi sem hlutfall af tekj- um hækkaði úr 0,6% í 1,8% milli ára. Að mati Þjóðhagsstofnun- ar má helst rekja þennan bata á afkomunni til lækkunar á launa- hlutfallinu. Launakostnaður þessara fyrirtækja lækkaði milli þessara ára úr 24,9% af tekjum í 23,6%, eða nánast um sama hlutfall og hagnaðurinn jókst. Útreikningar Þjóðhagsstofnunar ná til ársreikninga 1.114 fyrirtækja sem veltu um 220 milljörðum króna árið 1989, eða um 40-45% af heildarveltu atvinnurekstrarins í landinu. Af fyrri reynslu telur Þjóðhagsstofnun að afkoma fyrir- tækja utan þessa úrtaks hafi verið lélegri og reiknar með að í heild hafi atvinnureksturinn verið rek- inn með um 1% halla árið 1989. Velta úrtaksfyrirtækjanna jókst um 18,4% milli áranna 1988/89. Það er um 2-3% minni veltuaukn- ing en sem nam almennum verð- lagshækkunum, sem sýnir í raun nokkurn samdrátt hjá fyrirtækjun- um í heild. Sá 1,2% bati, sem varð á afkom- unni 1988/89, er ekki stór þegar litið er til þess að árið 1988 hafði afkoma fyrirtækja versnað um 3% frá árinu 1987. Afturförin 1988 var fyrst og fremst skrifuð á reikning gífurlegrar hækkunar raunvaxta (úr 3,6% '87 í 10,3% ‘88) milli ára. Batinn 1989 fæst hins vegar með lækkun launakostnaðar sem hlut- falli af heildarveltu, sem áður greinir. Sú lækkun kom fram í nær öllum atvinnugreinum nema í byggingariðnaði, hjá tryggingafé- lögum og í nokkrum þjónustu- greinum, ekki síst þjónustu við at- vinnureksturinn. Launakostnaður þessara 1.114 fyrirtækja hækkaði úr rúmum 46 milljörðum í 52 milljarða milli ára eða aðeins um 12,4%. Á sama tímabili hækkaði vísitala framfærslukostnaðar um 21,1%, þ.e. 7,7% umfram heildar launakostnað f þeim tæplega helmingi atvinnulífsins sem þessi athugun nær til. Virðist það fara mjög nærri þeirri kaupmáttar- rýrnun, sem fram kemur í útreikn- ingum Kjararannsóknarnefndar fyrir sömu ár, hvort sem þá er mið- að við heildarlaunin eða tímakaup- ið. Fyrirtækjunum skiptir Þjóðhags- stofnun í 13 atvinnugreinar. Þótt hagnaður þeirra í heild hafi verið 1,8%, er afkoman mjög mismun- andi milli greina. Hagnaður að ráði er aðeins í fimm þeirra: Bankakerfinu (15%), tryggingafélögum (14%), stóriðju (13%) og orku-/veitufyrirtækjum. Byggingariðnaður var 7% yfir núllinu, þótt afkoman hafí versnað töluvert frá fyrra ári. Þjónustufyr- irtæki, verslun og samgöngufyrir- tæki voru réttu megin við núllið. Sjávarútvegur var hins vegar rek- inn með 4% tapi 1989 (í stað 9% taps árið áður), iðnaður annar en stóriðja með 4% tapi og tap land- búnaðar tvöfaldaðist í 10%. Tap á veitinga-/hótelrekstri minnkaði úr 30% í 5%, en fiskeldið sökk ennþá dýpra, úr 37% niður í 45% tap á árinu 1989. Skánandi hagur sjávarútvegs er skýrður með hlutfallslegri lækkun vaxta-, launa- og hráefniskostnað- ar. Viðlagatryggingar eiga stóran hluta í hagnaði tryggingafélag- anna. í landbúnaði eykst tapið vegna þess að fóðurbætir og áburður tóku stærri hluta tekn- anna. Hagnaður þessara 1.114 fyrir- tækja var 3,9 milljarðar kr. af reglulegri starfsemi, en 2,3 millj- arðar eftir að tekið var tillit til óreglulegra tekna og skatt- greiðslna. Eigið fé þeirra er talið um 131 milljarður að meðaltali á árinu (bókfært eigið fé er um 30% heildareigna). Hagnaður eftir skatta svarar því til 1,8% arðsemi eigin fjár að meðaltali. Að jafnaði fjárfestu fyrirtækin meira en fyrir afskriftum. Heildar- skuldir sem hlutfall af veltu ann- arra fyrirtækja en fjármála- og orkufyrirtækjum hækkuðu úr 66% í 70% milli ára og höfðu þá hækkað rúmlega annað eins milli 1987 og 1988. -HEI Ríkisendurskoðun um fullyrð- ingar Ólafs Ragnars: Boöar svar- bréf við ásökunum ráðherra Ríkisendurskoðun harmar og vísar algerlega á bug fullyrðingum fjár- málaráðherra þess efnis að ákveðn- ir aðilar hafí pantað skýrslur frá Ríkisendurskoðun og fengið niður- stöður mjög ólíkar, sem þjóna hagsmunum hvors aðilans fyrir sig. Þetta kemur fram í fréttatilkynn- ingu, sem Ríkisendurskoðun sendi frá sér í gær. í henni segir einnig að forsetar Al- þingis hafi í gær sent Ríkisendur- skoðun til umsagnar bréf fjármála- ráðherra til forseta sameinaðs Al- þingis, þar sem forsetarnir eru beðnir um að taka skýrslu stofnun- arinnar um sölu hlutabréfa ríkisins í Þormóði ramma hf. til rækilegrar athugunar og kanna vinnubrögð við gerð hennar, forsendur og framsetn- ingu, eins og segir í bréfmu. Þá seg- ir að Ríkisendurskoðun muni innan tíðar senda forsetum Alþingis um- sögn sína um nefnt bréf fjármála- ráðherra. Jafnframt muni hún skila Alþingi sérstakri greinargerð þar sem þeirri gagnrýni, sem fram hafi komið opinberlega af hálfu ráðherra og ráðgjafa hans á skýrslunni og for- sendum hennar, sem lagðar voru til grundvallar við mat á verðmæti hlutabréfanna í Þormóði ramma hf., verður svarað. —SE Veðurstofa íslands: Hlýtt verður í ár og góður heyfengur RAFTENGI SKAL FYLGJA HVERRI DRÁTTARKÚLU Nú um áramótin tóku gildi hjá Bifreiðaskoðun íslands sérstakar reglur um dráttarkúlur bifreiða. Að sögn Karis Ragnars, forstöðumanns Bifreiðaskoðunarinnar, er með þessu gerðar sérstakar kröfur til dráttarkúlna, en áður giltu nær engar reglur um þær. Veðurstofa íslands segir að miðað við iofthitann á Jan Mayen frá ág- ústbyrjun og út janúar megi búast við að hafís við ísland verði lítill sem enginn í vor. Jafnframt telur Veðurstofan líkur á að árið verði hlýtt hér á landi, líkt og í fyrra og að heyfengur verði meiri en í meðal- lagi. Þessa spá sína byggir Veðurstofan á 68 ára reynslu af mælingum á sam- hengi milli hita á Jan Mayen og haf- íss við ísland, en frá Jan Mayen tekur það hafstrauma um hálft ár að ná til Norðurlands. Sé lofthiti og sjávarhiti við Jan Mayen mjög lítill, bendir það til að hafís verði lengur við ísland en ella. Þrisvar sinnum hefur þessi spá- regla gefið vísbendingu um að ís verði lengur við landið en þrjá mán- uði og í öll skiptin hefur það gengið eftir, árin 1965,1968 og 1969. Samkvæmt upplýsingum frá Veður- stofunni er árshitinn á fslandi líka tengdur hitanum á Jan Mayen haust- ið á undan, en þó er talið að haust- hiti á næstsíðasta ári eigi þar líka nokkurn hlut að máli. Stafar það af því að kaldur sjór, sem kemur sem hafís frá Jan Mayen til Norðurlands, á þá eftir að hringsóla talsvert lengi með strandstraumum umhverfis landið, þó sjálfur ísinn bráðni á sama ári og hann birtist. Loks styður það spá Veðurstofunn- ar um að árið verði hlýtt að árið 1990 var ekki aðeins hlýtt á Jan Mayen, því að á Svalbarða og Bjamareyju lengra norðaustur í hafi voru líka mikil hlý- indi. Flugleið- ir kaupa í hóteli á Akureyri Flugleiðir keyptu nýlega 40% hlutaijár í Hótel Norðurlandl hf. á Akureyri af Gísla Jónssynl, Þórami Jónssyni og hlutafélag- inu sjálfu. Auk Flugleiða á Flugfélag Norðurlands 40% hlut í féiaginu, Ferðaskrifstofa Akureyrar 10% og þelr Gísli og Þórarinn 10% saman. Hótel Noröurland ervel stað- sett í miðbæ Akureyrar. Það er nýuppgert, allar innréttingar eru nýjar og reksturinn lofar góðu. Með þátttöku Flugleiða er stefnt að því að byggja það upp og styrkja, segir í fréttatilkynn- ingu frá félaginu. —SE Reglugerðin var samþykkt um ára- mótin 1989-1990 og var allt síðasta ár gefið sem aðlögunartími. Regl- urnar, sem nú hafa tekið gildi, fylgja sérstökum staðli. Samkvæmt hon- um verður dráttarkúlan að vera 50 millimetrar. Þá verður festingin, sem heldur kúlunni uppi, að sæta sérstakri athugun Iðntæknistofnun- ar, áður en framleiðandi setur hana á markað. Þriðja atriðið er síðan að raftengi verður að fylgja dráttarkúl- um, því nú skal Ijós vera aftan á öll- um kerrum. Aðlögunartími var gefinn vegna of- annefndra atriða. Hann er nú liðinn og því komast bílar ekki gegnum skoðun nú nema þeir fullnægi þess- um skilyrðum. Karl Ragnars sagði að hér eftir yrði þess sérstaklega gætt við skoðun hvort bílar séu með dráttarkúlu og ef svo væri, yrði sérstök stoðun á henni innifalin í skoðunargjaldi bif- reiðar, en ekki innheimt sérstaklega fyrir það. -sbs. Margþætt menningarstarfsemi í Norræna húsinu Norræna ráðherranefndin hefur samþykkt að stofna nýja stöðu á skrifstofu Norræna hússins. Lars- Ake Engblom, forstöðumaður Nor- ræna hússins, kynnti þessa ákvörð- un á blaðamannafundi nýlega og sagði að mikil ánægja ríkti um þessa ákvörðun, því áður hafði komið fram tillaga um að skera nið- ur fjárveitingu til norrænna stofn- ana um 10%, sem af þessum sök- um mun ekki snerta Norræna hús- ið í Reykjavík. Staðan verður aug- Iýst fljótlega. Einnig verður ráðinn tungumálaráðunautur í sumar, sem mun hafa aðstöðu í Norræna hús- inu. Starfsemi Norræna hússins verður fjölbreytt á næstunni, sem endra- nær, og verður dagskrá frá öllum Norðurlöndunum, þar með töldum Færeyjum, Grænlandi, Álandseyj- um og frá svæðum Sama. Um helgina verður leiksýning fyrir börn á vegum færeyska leikhópsins Leikapettið, leikritið sem þau sýna kallast Kraddarin. Jan Klövstad, framkvæmdastjóri Norðurlanda- hússins í Færeyjum, er staddur hér á landi um þessar mundir og kynnti m.a. þessa leiksýningu á blaða- mannafundinum í gær. Hann sagði m. a. að leikritið hafi verið sýnt að undanförnu í Færeyjum við fádæma góða aðsókn. Sýningarnar urðu 51 og rúmlega 5000 börn sáu hana. Jan sagði að fyrirhugað væri að halda skólasýningar á leikritinu fyrir börn í grunnskólum Reykjavíkur og Kópavogs á mánudag og þriðjudag n. k. Leikritið er flutt á íslensku. Samvinna milli Norræna hússins og Norðurlandahússins í Færeyjum og Norrænu menningarmiðstöðvar- innar á Álandseyjum og Grænlandi er sífellt að aukast og mun Norræna húsið t.d. standa fyrir kynningu á ís- lenskri menningu á Álandseyjum í byrjun aprfl. Októbermánuður verð- ur helgaður Grænlandi með kynn- ingu á landi og þjóð og sýningum um Grænland. Ýmislegt fleira er á döfinni hjá Nor- ræna húsinu á næstunni, auk þess sem endurbætur hafa verið gerðar á húsinu. Kaffistofan hefur opnað nú að nýju eftir breytingar og hafa gólf í bókasafni og í fundarsal verið slípuð og lökkuð. Helgina 16. og 17. febrú- ar verður norsk bókakynning og tvær sýningar frá leikhúsinu í Þrændalögum. Síðustu helgina í febrúar verður opnuð sýningin Samaland í anddyri hússins. Norræna húsið hefur fengið styrk frá norrænu ráðherranefndinni til að halda tvö námskeið í íslensku fyr- ir Norðurlandabúa og er fyrirhugað að halda námskeið fyrir byrjendur og framhaldsnámskeið næsta sum- ar. Ekkert þátttökugjald verður. Á árinu eru fyrirhugaðar kvik- myndavikur í samvinnu við Há- skólabíó, þar sem sýndar verða danskar, finnskar, norskar og sænskar kvikmyndir eina viku í framkvæmdastjóri Norðuriandahússlns í Færeyjum, á blaðamanna- senn fundinum í gær. Timamynd: Ami Bjama Margt fleira er á döfinni hjá Nor- Lars-Áke Engblom, forstöðumaður Norræna hússins, og Jan Klövstad,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.