Tíminn - 01.02.1991, Blaðsíða 15

Tíminn - 01.02.1991, Blaðsíða 15
Föstudagur 1. febrúar 1991 . v* m ’* ’i V* ‘j » a '* u v % v’i 'irárn.Y íí Tíminn 15 IÞROTTIRi Knattspyrna — England: Liverpool komst áfram Ensku meistararnir Liverpool eru komnir í 5. umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu eftir 2-3 útisigur á Brighton í framlengdum aukaleik liðanna í fyrrakvöld. Liverpool mætir grönnum sínum í Everton í 5. umferð keppninnar. Efsta lið 1. deildar, Arsenal, þarf að mæta Leeds í þriðja sinn eftir hálfan mánuð, eftir 1-1 jafntefli liðanna í aukaleik í vikunni. Önnur úrslit í 4. umferð bikar- keppninnar: Southampton-Coventry 2-0 Sheffield Wed.-Millwall 2-0 West Ham-Luton 5-0 í 5. umferð mætast: Southampton-Newcastle/Nott. Forest Norwich-Manchester United Notts County-Manchester City West Ham-Crewe Portsmouth-Tottenham Liverpool-Everton Cambridge-Sheffield Wednesday Shrewsbury-Arsenal/Leeds Speedie til Liverpool í gær keypti Liverpool skoska landsliðsmanninn David Speedie frá Coventry fyrir 675 þúsund pund. Fastlega var búist við því í gær að Speedie, sem er 30 ára, færi til Aston Villa, en úr því varð ekki. Speedie, sem gerði garðinn frægan hjá Chelsea áður en hann fór til Coventry, er þriðji leik- maðurinn sem Liverpool festir kaup á á stuttum tíma. Áður hef- ur liðið keypt þá Jimmy Carter frá Millwall og hinn 17 ára gamla Jamie Redknapp frá Bour- nemouth. EM í körfuknattleik: Barcelona sigraði þrátt fyrir forföll Barcelona vann Kingston frá Englandi 88-81 þrátt fyrir að spænsku landsliðsmennirnir Ju- an San Epifanio, Javier Crespo og Andreas Jimenez lékju ekki með. Bandaríkjamaðurinn Audie Norris, sem áður lék með Port- land Trail Blazers í NBA-deild- inni, var hetja Barcelona í leikn- um, skoraði 28 stig, og Ignacio Solozobal gerði 23 stig. Barcel- ona var með 9 stiga forystu í leik- hléi, en Kingston náði forystu í síðari hálfleik 59-55, eftir að Al- ton Byrd skoraði tvær þriggja stiga körfur. Kingston var einnig með forystu í fyrri hálfleik 29-22. Byrd var stigahæstur í enska lið- inu með 28 stig. Barcelona er efst í Evrópudeildinni með 6 sigra úr 7 leikjum. Körfuknattleikur-Urvalsdeild: Haukar töpuðu þrátt fyrir stórleik Vance - Pétur Guðmundsson aðalmaðurinn í stórsigri Tindastóls á Grindavík Haukar eru svo gott sem búnir að missa af úrslitakeppninni, eftir enn einn ósigurinn í úrvalsdeild- inni. f gærkvöld voru það Keflvík- ingar sem sigruðu Hafnfirðingana, 86-91, en sigurinn hékk á blá- þræði í lokin er Haukar vöknuðu upp við vondan draum. Leikmenn hittu afar illa í fyrri hálfleik og fátt var um fína drætti. Keflvíkingar voru jafnan með yfir- höndina, en náðu þó aldrei að stinga af. í leikhléi voru Keflvíking- ar yfir, 36-41. f síðari hálfleik fóru Ieikmenn að hitta betur og aukið fjör færðist í leikinn. Munurinn var jafnan 3-9 stig Keflvíkingum í vil, en á lokamínútunum náðu Haukar að minnka muninn með þriggja stiga körfum Pálmars Sigurðssonar og Jóns Arnars Ingvarssonar, en Keflvíkingar náðu jafnan að svara fyrir sig og sigurinn var þeirra þrátt fyrir darraðardans. Damon Vance átti stórleik í vörn Hauka, varði fjölmörg skot og hirti mörg fráköst. Að auki skoraði hann 30 stig, en hitti fremur illa. Pálmar Sigurðsson skoraði 5 þriggja stiga körfur og hefði mátt reyna meira sjálfur. Ingimar Jónsson lék vel, en varð að fara af leikvelli með 5 villur. Hjá Keflvíkingum var Falur Harð- arson bestur, skoraði 5 þriggja stiga körfur. Sigurður Ingimundarson og Tom Lytle voru sterkir og Jón Kr. Gíslason stjórnaði leik sinna manna af öryggi. Stigin Haukar: Vance 30, Pálmar 15, Jón Arnar 14, Henning 11, Ingi- mar 9, ívar 4 og Pétur 3. IBK: Falur Jón Amar Ingvarsson náði ekki að sýna hvað í honum býr í leiknum gegn Keflvíkingum í gærkvöld. Tímamynd Pjetur. Islenskar getraunir: 26, Sigurður 17, Lytle 17, Jón Kr. 15, Albert 7, Júlíus 6 Egill 3. Frekar mistækir dómarar voru þeir Kristinn Albertsson og Helgi Bragason. Stólarnir unnu Tindastólsmenn, með Pétur Guð- mundsson í fararbroddi unnu stór- an sigur á Grindvíkingum í úrvals- deildinni á Sauðárkróki í gærkvöld, 102-82 (49-41). Eftir fremur jafnan fyrri hálfleik tóku heimamenn leikinn í sfnar hendur í síðari hálfleik. Stigahæstir hjá Tindastól voru Pétur Guðmundsson með 26, Ivan Jonas með 24 og Valur Ingimund- arson með 14 stig. Fyrir Grindavík skoruðu mest Guðmundur Braga- son 24, Jóhannes Kristbjörnsson 15 og Steinþór Helgason 14. Handknattleikur Leikur Stjörnunnar og ÍBV í VÍS- keppninni í handknattleik, sem frestað var í fyrrakvöld, fór fram í kyrrþey í Garðabæ í gærkvöld. Þar sem skrifstofa HSÍ sá ekki ástæðu til þess að láta blaðið vita um nýjan leiktíma, er ekki hægt að greina frá gangi mála í leiknum. Stjarnan mun þó hafa sigrað 24-22. BL Potturinn þrefaldur Enginn var með 12 rétta í íslensk- um getraunum um síðustu helgi, en 15 náðu 11 réttum og 307 náðu 10 réttum. Potturinn verður því þrefaldur um helgina. Það voru bikarleikir á seðlinum um síðustu helgi og því mátti búast við óvæntum úrslitum. Það voru eink- um þrír leikir sem hvað mest settu tippara út af laginu. Menn gerðu ekki ráð fyrir að 3. deildarlið Cam- bridge mundi sigra 2. deildarlið Middlesbro, en sú varð samt raunin. Þá kom það tippurum á óvart að Li- verpool skyldi ekki leggja 2. deildar- lið Brighton að velli, en jafntefli varð í viðureigninni. Þá gerðu tipparar ekki ráð fyrir að Shrewsbury ætti möguleika gegn Wimbledon, en botnliðið í 3. deild lagði Wimbledon sem er í efri hluta 1. deildar. Þeir 15, sem náðu 11 réttum, fengu hver í sinn hlut 19.053 kr., en fyrir 10 rétta komu 930 kr. í hlut hvers vinningshafa. Skipting getrauna- merkjanna um síðustu helgi var 8-3- 1, en flestir gerðu ráð fyrir fleiri úti- sigrum. Fylkir náði efsta sætinu í áheitun- um af Fram, en Fram varð nú í öðru sæti. Næstu félög á topp 10 iistanum voru þessi í réttri röð: Valur, KR, ÍBK, ÍA, Haukar, Þróttur, KA og Vík- ingur. ÖSS og SG hafa tekið forystu í Vor- leik ‘91 með 33 stig af 36 möguleg- um. Næstir koma hóparnir BP, EM- MESS, MARGRÉT, GETSPAKIR, SVENSON, BW, BOND og MÁG- ARNIR með 32 stig. Þá hafa 17 hóp- ar fengið 31 stig. Morgunblaðið náði enn bestum ár- angri fjölmiðlanna, var með 9 rétta. Alþýðublaðið kom næst með 8 rétta, en aðrir miðlar voru með 4-6 rétta. Morgunblaðið hefur nú 5 stig for- ystu í fjölmiðlakeppninni eftir að- eins 3 vikur. Staðan er þessi: Morg- unblaðið 26, Þjóðviljinn 21, Dagur 20, Bylgjan, Lukkulína og RÚV 19, DV18, Alþýðublaðið og Stöð 2 17 og Tíminn rekur lestina með 15 stig. Sjónvarpsleikur helgarinnar er við- ureign Chelsea og Arsenal á Stam- ford Bridge í London. Chelsea hefur gengið vel á heimavelli að undan- förnu og Arsenal er enn ósigrað í deildinni. Leikurinn hefst kl. 15.00, en sölukerfið lokar kl. 14.55. Mót- taka PC-raða lokar kl. 13.55 og get- raunaföx verða að berast fyrir kl. 12.55. BL Knattspyrna: Milla með gegn Englendingum Framherjinn síungi frá Kame- rún, Roger Milla (38 ára), sem sló svo eftirminnilega í gegn á HM á Ítalíu í sumar, verður með Kame- rúnbúum gegn Englendingum á Wembley í næstu viku. Milla hafði lýst því yfir að hann væri hættur að leika með lands- liðinu, en nú hefur honum snúist hugur. Það, sem einkum varð til þess að Milla skipti um skoðun, var að hann langaði til þess að hefna ósigursins fyrir Englend- ingum í fjórðungsúrslitunum á Ítalíu (2-3) og það að hann hafði áhuga á að leika á Wembley. NBA-deildin: Stórsigur hjá Boston Boston Celtics vann stóran sigur í NBA-deildinni í fyrrinótt er þeir skelltu Orlando Magic í Boston Gar- den 144-102. Úrslitin í fyrrinótt urðu annars sem hér segir: Miami Heat-Phoenix Suns 104-115 Detroit Pistons-Cleveland Cav. 93- 84 Indiana Pacers-Charlotte 123-105 MinnesotaTimberw.-Sacramento 95-86 Boston Celtics-Orlando Magic 144-102 HM á skíðum: Svissneskur sigur í alpatvíkeppni Chantal Boumissen frá Sviss sigraði í alpatvíkeppni kvenna á heimsmeistaramótinu í Saalbach íAusturríkiígær. Silfurverðlaunin vann austur- ríska stúlkan Ingrid Stoeckl og bronsið hreppti hin kunna sviss- neska stúlka Vreni Schneider. Júdó: Halldór og Þórir á belgíska mótið Júdómennimir Halldór Hafsteins- son og Þórir Rúnarsson taka þátt í opna belgíska meistaramótinu sem haldið verður um helgina. Halldór, sem stefhir að þátttöku í Ólympíuleikunum í Barcelona á næsta ári, mun taka þátt í 10-12 al- þjólegum mótum á þessu ári og 5- 7 æfingabúðum. Hann er nýkom- inn ffá Austurríki þar sem hann tók þátt í æfingabúðum með flest- um bestu júdómönnum Evrópu ogJapans. Þórir, sem nú tekur í annað sinn þátt í alþjóðlegu móti, mun f aukn- um mæli keppa á erlendri grund á árinu. Bjami Friðriksson sá sér ekki faert að taka þátt í belgíska mótinu, en hann mun keppa á Alþjóðlega franska meist- aramótinu 9. febrúar. BL MERKIÐ VIÐ 12 LEIKI 2. FEB. 1991 Viltu gera uppkastað þinnispá? 1. Aston Villa - Derby County ð rnnrim 2. Chelsea - Arsenal 3. Everton - Sunderiand B000 4. Luton Town - QPR 0 0 00 5. Norwich City - Manch. City o mi x ii 21 6. Notth. Forest - Crystal Palace □ 000 7. Sheff. Utd. - Southampton □ 000 8. Tottenham - Leeds United Bmmm 9. Wimbledon - Coventry City O CSStll 10. Oxford United - Oldham 1000 11. Warford - Sheff. Wed. ed mnrim 12. Wolves - West Ham EB ITlEtl] 13. Ekki í gangi að sinni EB 000 F s J Q ■ ■ Ol 1! Lk 1 | RÍKISÚTVARPffi ™ E 5 1 m II «M 1 J z i 3 tí 2 >1 SA ?J uita 6f 1 \í LS i 1 1 X 1 2 | 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 10 0 0 2 X X 2 1 2 X X X 2 2 1 5 4 3 1 1 1 X 1 1 1 1 1 1 9 1 0 4 1 1 X 2 1 1 1 1 1 1 8 1 1 5 X X X 1 X X 2 X X X 1 8 1 6 1 X 2 1 X 1 2 X X 1 4 4 2 7 2 X X 2 X X 2 1 2 2 1 4 5 8 1 X X X X 2 1 1 X 1 4 5 1 9 1 1 1 X 1 1 1 1 1 1 9 1 0 10 2 2 2 1 2 2 2 1 X 2 2 1 7 11 2 2 2 1 2 2 2 X 2 1 2 1 7 12 2 2 X 2 X 2 X X X X 0 6 4 13 STAÐAN í 1. DEILD Arsenal ...23 15 8 0 42-10 51 Liverpool ...22 15 5 2 42-1750 Crystal Pal ...23 13 6 433-2345 Leeds ...23 12 6 5 38-2442 Man. United ..23 11 7 5 36-24 39 Tottenham23.. ...10 7 635-2737 Wimbledon .... ...23 8 8 735-32 32 Man. City ...22 8 8 6 32-30 32 Chelsea ...23 9 5 9 36-40 32 Norwich ...23 10 2 11 31-40 32 Nott. Forest.... ...22 8 7 737-32 31 Everton ...23 7 6 10 26-26 27 Southampton ...23 7 5 11 34-4126 Aston Villa ...22 5 9 821-22 24 Coventry ...23 6 6 11 23-29 24 Luton ...23 6 5 12 26-38 23 Sunderland.... ...23 5 6 12 25-35 21 QPR ..23 4 6 13 27-42 18 Derby ...23 4 6 13 19-40 18 Sheffield Utd... ...23 4 4 15 14-39 16 STAÐAN í 2. DEILD West Ham ..2717 9 1 38-13 60 Oldham ..2616 7 3 54-26 55 Sheffield Wed ..26 13 11 2 49-27 50 Notts County ..2613 7 6 43-33 46 Middlesbro .2612 5 9 39-25 41 Brighton ..2512 4 9 42-45 40 Millwall ..2610 8 8 37-31 38 Bamsley ..26 9 9 8 35-28 36 Wolves ..26 8 12 6 40-32 36 Bristol Rov. .26 9 9 8 35-32 36 Swindon ..27 8 11 8 39-37 35 Ipswich ..27 8 11 8 3540 35 Bristol City ..26 10 4 12 39-43 34 Newcastle ..26 8 9 9 28-31 33 Port Vale .26 9 6 11 36-38 33 WBA ..26 7 9 10 31-34 30 Blackburn ..28 8 5 15 29-38 29 Plymouth ..27 6 11 10 3040 29 Oxford ..26 6 10 10 42-51 28 Charlton ..26 6 10 10 33-38 28 Leicester ..25 7 6 13 34-53 27 Portsmouth ...27 6 7 14 3448 25 Watford ...27 5 9 13 22-35 24

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.