Tíminn - 01.02.1991, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.02.1991, Blaðsíða 3
Föstudagur 1. febrúar 1991 Tíminn' • 3 Mummi GK120: í Njarðvík- urhöfn Mummi GK 120, 230 tonna stálskip, strandaði í Njarðvíkur- höfn um níukytið I fyrrakvöld. Hann var að koma úr línuróöri og aetlaði að fara að landa þegar hann lenti á grynningum og sat fastur. Mummi náðist á flot um hálffimmleytið í gærmorgun, Samkvæmt áliti borgarlögmanns er Hitaveitan ekki bótaskyld vegna þrýstingsfalls en óljóst er með útfellingarnar: Ekki Ijóst hvort H.R. er bótaskyld Magnús Óskarsson borgarlögmaður lagði fram áiit sitt á bóta- skyldu Hitaveitu Reykjavíkur vegna þrýstingsfalls í íbúðum og út- fellinga. í því áliti kemur fram að Hitaveitan er ekki bótaskyld hvað varðar þrýstingsfall. Hins vegar var engin afstaða tekin varðandi út- fellingarnar þar sem engin bótakrafa vegna bilaðra hitalagna eða tækja af völdum útfellinga hefur borist. í áliti borgarlögmanns segir að í reglugerð um Hitaveitu Reykjavíkur sé ákvæði sem feli í sér að Hitaveitan er almennt ekki bótaskyld vegna þrýstingstaps. Ákvæðið er svohljóð- andi: „Réttur húseigenda til afnota af hitaveituvatni skuldbindur ekki Hitaveituna til þess að tryggja að þrýstingur í dreifiæðum sé ávallt nægilegur." Síðan segir í áliti borg- arlögmanns að um tjón vegna útfell- inga sé ekki að finna nein ákvæði í reglugerð Hitaveitunnar og verði að skoða bótaskyldu af þeim sökum út frá almennum reglum skaðabóta- réttarins. Þar sem engin vitneskja hafi borist um að tjón hafl orðið vegna útfellinga í hitalögnum húsa sé ekki unnt að fjalla um raunveru- legt mál og meta bótaskyldu út frá tilteknu tjóni og orsök þess. Síðan segir í álitinu: „Reynt hefur á það að Lúðvík Jósepsson: VAXTA-OKUR eitthvað dældaður en að öðru leyti óskemmdur. Dráttarbátur frá höfninni var kominn á vettvang fimmtán mínútum síðar. Taug var sett í Iand úr skipinu til að halda við það þegar fjaraði undan þvf. Mummi náðist síðan á flot um hálffimmleytið í gærmorgun og landaði í höfninni. Kafarar könnuðu skápið í gær og urðu eldd varir við alvarlegar skemmdir. Tálið er að vonskuveðrið sem var á þessum slóðum þegar Mummi strandaði hafl verið ástæðan fyrir strandinu. Skip- verja sakaði ekki. • SE Tímanum hefur borist eftirfarandi greinargerð frá Lúðvíki Jósepssyni, bankaráðsmanni Landsbankans: Það er eflaust að bera í bakkafullan lækinn að bæta enn í það umræðu- flóð sem verið hefir um háa vexti og vaxtahækkanir. Ég kemst þó ekki hjá því vegna setu minnar í einu af þeim bankaráðum, sem að þessum vaxtahækkunum standa. íslandsbanki reið á vaðið með veru- legri vaxtahækkun frá 1. nóvember á liðnu ári. Verðbólga hafði farið lækk- andi á s.l. ári og bankamir bjuggu við mjög hagstæða vexti. En íslandsbanki vildi meira og ætl- aði greinilega að ýta vaxtahækkunar skriðunni af stað. Aðrir bankar hikuðu nokkuð við, en svo kom að því að Búnaðarbankinn gafst upp og hækkaði einnig útláns- vexti. Þrátt fyrir tillögur um hækkun vaxta Landsbankans tókst að halda honum kyrrum þar til um áramót. Þá varð að gefa eftir með 1% hækkun útlánsvaxta. Hörð viðbrögð urðu við vaxtahækk- unarstefnu bankanna. Frægust urðu viðbrögð Guðmundar J. Guðmunds- sonar og ýmissa verkalýðsforingja. Þá snérist forsætisráðherra, Stein- grímur Hermannsson, snarplega á móti og benti réttilega á, að engin til- efni væru til vaxtahækkana, við að- stæður í þjóðfélaginu. Þeir sem fylgdust með umræðum um vaxtahækkunarmálin í bankaráð- um, á Alþingi og í blöðum, hlutu að veita því athygli, að stjórnarandstað- an, sérstaklega fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins, voru miklir áhugamenn um að hækka vexti. í sífellu var klifað á því, að verðbólgan væri meiri en ríkisstjómin vildi vera láta og að af þeim ástæðum ættu vextir að hækka. Einnig var sagt að ríkisstjórnin sækti svo stíft eftir innlendum lánum að óhjákvæmilegt væri að hækka vexti af markaðsástæðum. Ýmsu var borið við, eins og því, að nauðsynlegt væri að hækka vexti á óverðtryggðum lánum til samræmis við háa vexti á vísitölubundnum lán- um. Nú vil ég strax taka það fram til að skýra afstöðu mína til þessara vaxta- mála, að ég hef verið mjög andvígur hækkun vaxta og reynt að beita mér gegn þeirri miklu ásókn sem verið hefir til sífelldra vaxtahækkana. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Kvennalista hafa hinsvegar jafnan mælt með vaxtahækkun, þegar málið hefir verið rætt í bankaráði Lands- bankans. Ég tel viðbrögð Guðmundar J. Guð- Lúðvfk Jósepsson. mundssonar og forsætisráðherrans, Steingríms Hermannssonar, hafa verið rétt og eðlileg. Vextir hafa verið óheyrilega háir allt árið 1990 miðað við þá verðlagsþróun sem verið hefir. Rekstrarleg afkoma bankans hefir líka verið betri á árinu 1990, en um langt árabil áður. Þegar ég segi „rekstrarleg afkoma" þá á ég auðvitað við tekjur og gjöld, sem tilheyra rekstrarárinu. Meiriháttar útlánatöp, eða önnur áföll, verða að skoðast sér- staklega. Til þess að skýra afstöðu mína til þessara vaxtahækkunarmála vil ég taka upp orðrétt eftirfarandi greinar- gerð úr nýlega útkomnu hefti af rit- inu „Vísbending", sem gefið er út af ráðgjöf Kaupþings h/f og einnig vitna ég til nóvemberheftis Hagtalna mán- aðarins, sem Seðlabankinn gefur út. í Vísbendingu frá 3. janúar 1991 segir: „Raunvextir óverðtryggðra skulda- bréfa hækkuðu á árinu 1990 að með- altali um 2,8% frá fyrra ári, úr 6,5% í 9,3%. Aðeins árið 1988 voru þessir vextir hærri. Ársvextir vísitölubund- inna lána hækkuðu að meðaltali um 0,2%, úr 7,8% í 8,0%. Þetta eru hæstu vextir frá því almenn vísitölu- binding var tekin upp árið 1979, ef undan er skilið árið 1988. Raunvaxta- þróun á árinu 1990 bendir til þess að bankarnir hafi ekki náð að láta vaxta- lækkanir fylgja takti hjöðnunar verð- bólgu. Raunvextir óverðtryggðra lánavoru að meðaltali 1,3% hærri en vísitölubundinna lána.“ Þeir sem þetta lesa sjá auðvitað, að fyrirslátturinn um að nauðsynlegt væri „að hækka vexti á óverðtryggð- um lánum til samræmis við vexti verðtryggðra lána“, var gjörsamlega tilefnislaus. Vextir óverðtryggðra lána höfðu hækkað meira en verðtryggðra. Vext- ir beggja lánaformanna höfðu hins vegar hækkað á raunvaxta-grund- velli. í nóvemberhefti rits Seðlabankans kemur þetta skýrt fram. Þar er sagt að á þriðja ársfjórðungi ársins 1990 hafi vaxtahækkun óverðtryggðra lána verið 12,3% miðað við 5,3% verðbólgu. Hækkun útlánsvaxta Landsbankans, sem samþykkt var 30. janúar s.l., jafngildir því að útlánsvextir á árs- grundvelli verðtryggðra og óverð- tryggðra lána verði 15 1/2% til 16%. Meðaltal vaxtamunar á innláns- og útlánsvöxtum verður þá 8,4% til 8,7%. Þetta er auðvitað óhæfilega mikill vaxtamunur, á sama tíma og gert er ráð fyrir að almennir launamenn búi við óbreyttan kaupmátt í besta falli. Að meðaltalsvextir skuli vera, um- fram fulla verðtryggingu 8%, árið 1990 við ríkjandi þjóðarsátt er hneyksli. Allir ættu að sjá, að það er ósanngjamt að launafólk sé sett á 0 á sama tíma sem þeir sem lána út pen- inga fá 8% í raunvexti. Það bætir að litlu þessa mynd, þó að hægt sé að sýna fram á, að Lands- bankinn hafi verið skömminni skárri í vaxta-okrinu, en hinir bankamir. Þáttur íslandsbanka er verstur, þar er okrið mesL Sjálfstæðisflokkurinn, Alþýðuflokkurinn og Kvennalistinn bera ábyrgð á þessari síðustu vaxta- hækkun. Ég og Kristinn Finnboga- son, fulltrúar Alþýðubandalags og Framsóknar, greiddum atkvæði gegn þessari hækkun. Með þessari grein hefi ég gert stutta grein fyrir afstöðu minni til þess vaxta-okurs, sem ég tel að hér eigi sér stað. útfellingar hafi safnast í síur við heitavatnsinntak. Þessar síur til- heyra Hitaveitunni sem ber ábyrgð á þeim en ekki húseigandi. Hitaveitan hefur séð um hreinsun á þessum sí- um á sinn kostnað. Þá hefur hún greitt reikninga frá húseigendum sem hafa fengið menn til að hreinsa þessar síur. Hugsanlega gæti galli á síum eða vanræksla af hálfu Hita- veitunnar í sambandi við hreinsun eða viðhald á þeim leitt til útfellinga í hitakerfi húsa og tjóns af þeirri ástæðu. Ef slík vanræksla væri í ljós leidd gæti Hitaveitan orðið bóta- skyld." Eins og Tíminn greindi frá í nóv- ember þá var ástandið slæmt í borg- inni vegna útfellinganna. Gísli Er- lendsson, verslunarstjóri í Vatns- virkjanum, sagði þá að hitastýritæki hefðu greinilega farið illa út úr út- fellingum, þar sem ventlar og síur í þeim eyðilegðust við minnstu óhreinindi, og mikið væri spurt eftir varahlutum í þau. Undir það tóku viðgerðarmenn hjá Þýzk-íslenzka sem sögðu að viðgerðarbeiðnum á hitastýritækjum hefði fjölgað um helming. Ekki hefur enn reynt á hvort Hitaveitan sé bótaskyld vegna þessa þar sem engin bótakrafa hefur borist. f lokaorðum álits borgarlögmanns segir að þó ekki sé hægt að útiloka að eitthvert tilefni bótaskyldu vegna útfellinga komi í ljós, verði að telja það langsótt og ósennilegt út frá þeirri þekkingu sem fyrir liggi. —SE Námskeið í með- ferð skotvopna: Hækkaöi um 2000 kr. Námskeið í meðferð skotvopna hjá lögreglunni í Reykjavík hækkaði um áramótln úr 3000 krúnum í 5000 krónur. Ástæðan fyrir hækkuninni er að nám- skeiðin hafa verið lengd og einn- ig eru þau nú verkleg. Námskeiðið tók áður tvö kvöld, tvo klukkutíma í senn, en hefur verið lengt upp í fjóra tfma tvö kvöld. Elnnig eru þau verideg og fer sá hluti námskeiðsins fram á æílngasvæði Skotfélags Reykja- vílcur. —SE — EIMSKIP — AÐALFUNDUR HF. EIMSKIPAFÉLAGS ÍSLANDS verður haldinn í Súlnasal Hótels Sögu fimmtudaginn 7. mars 1991, og hefst kl. 14.00. --------- DAGSKRÁ --------- 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 14. grein samþykkta félagsins. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhluta- bréfa. 3. önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík frá 28. febrúar til hádegis 7. mars. Reykjavík, 1. febrúar 1991 STJÖRN HF. EIMSKIPAFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.