Tíminn - 01.02.1991, Blaðsíða 16

Tíminn - 01.02.1991, Blaðsíða 16
AUGLYSINOASIMAR: 680001 & 686300 AKTU EKKI UT í ÓVISSUNA. AKTUÁ Ingvar Helgason Kf. Sœvarhöfða 2 Síml 91-674000____ I í niinn FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1991 Tannvemdardagurinn er í dag: Isl. tennur sökkva sér í 4.000 tonn af sjoppufæði í könnunum sem prófessor Sigfús Þór Elíasson gerði á tann- heilsu íslendinga árin 1986 og 1990 kemur fram að tannheilsa íslenskra barna er mun betri nú en árið 1986, en þó höfum við ekki náð eins miklum árangri og nágrannalöndin. Þennan árang- ur vill Tannvemdarráð þó ekki skrifa á betri matarvenjur, því ís- lendingar lifa á um 4000 tonnum af sjoppufæði á ári. Að mati Tannvemdarráös ber að þakka heilbrigðisstétt fyrir árangurinn. Ef niðurstöður rannsókna pró- fessors Sigfúsar eru bornar saman við rannsóknir sem Pálmi Möller prófessor gerði árin 1974 og 1982 kemur í Ijós að tannheilsa Islend- inga hefur stórlega batnað að und- anförnu. Hjá 12 ára íslenskum börnum höfðu að meðaltali 8 tennur skemmst árið 1974 og hélst það óbreytt til ársins 1982. Þá virðist ástandið hafa byrjað að batna, því aö sambærilegar tölur fyrir árið 1986 voru 6,6 og fyrir ár- ið 1990 3,4. Við höfum þó enn ekki náð jafngóðum árangri og Norð- menn, því hjá þeim er sambærileg tala 2,7 og hjá Bandaríkjamönn- um innan við 2. í niðurstöðum prófessors Sigfús- ar kemur einnig fram að tannátu- tíðni hjá börnum og unglingum hér á landi var með því hæsta sem gerist í heiminum árið 1986. Síð- an hefur orðið veruleg lækkun í öllum aldurshópum. Þessi lækkun á tannátutíðni hefur orðið á öllum skoðunarsvæðum um land allt, en fleiri tannlæknum og vakandi þó mismikil, hlutfallslega mest þar sem tannátutíðni var hæst 1986. T.d. lækkaði tannátutíðni 12 ára barna á Akranesi úr 9,0 í 3,8 eða um 58%. Tánnáta reyndist mest í sjávarplássum bæði 1986 og 1990, en minnst til sveita og í sveitakauptúnum. Sjoppur eru ótrúlega margar hér- lendis. í greinargerð frá Tann- verndarráði segir að við athugun á fjölda þeirra á landinu hefur kom- ið í ljós að víða er ein sjoppa fyrir hverja 300-400 íbúa og sums stað- ar er ein sjoppa fyrir hverja 150- 200 íbúa. Til samanburðar má geta þess að í Helsingfors eru 500 sjoppur, eða u.þ.b. ein sjoppa fyrir hverja 1200 íbúa. Hér á landi eru þær oft staðsettar nálægt skólum eða í þeim og þjóna sem samkomustaður fyrir börn og unglinga. Tannverndarráð hefur ásamt ráðuneytinu beint þeim tilmælum til aðila á höfuð- borgarsvæðinu og landsbyggðinni að gefa ekki starfsleyfi sjoppum Frá kynningu á tannvemdardegi í gær. F.v. Björgvin Jónsson, Sigfús Þór Elíasson, Guðmundur Bjama- son, Páll Sigurðsson og Magné sem eru staðsettar mjög nálægt skólum.! íslendingar drekka þrisvar sinn- um meira magn af gosdrykkjum heldur en Svíar eða sem samsvarar um 11/2 dós á mann á dag. í þessu er þó ekki talin með neysla á ýms- um drykkjum sem oftast eru með ávaxtabragði, en þeir eru allmis- jafnir að gæðum. Reikna má með að neysla íslend- inga á sælgæti sé rúm 4000 tonn á ári eða meira en 11 tonn á dag, sem samsvarar um 17 kg á mann á ári eða 11/2 kg á mann í hverjum mánuði. Samsvarandi tala fyrir Svía er um 10 kg. á mann á ári. R. Gíslason. í greinargerðinni segir jafnframt að þetta sé óæskileg þróun sem án efa á stærstan þátt í hve margar tennur skemmast í íslendingum, þótt ástandið í þeim efnum hafi batnað mikið á undanförnum 8 ár- um. í dag er tannverndardagurinn og mun Tannverndarráð, sem starfar á vegum heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytisins, leggja að þessu sinni aðaláhersluna á ábyrgð for- eldra og uppalenda. Aðstoðarfólk tannlækna mun veita upplýsingar og leiðbeina fólki um tannvernd m.a. í stórmörkuðum í Reykjavík í dag og á morgun og tannlæknar Tlmamynd: Aml Bjama hafa skipulagt fræðslu á Akureyri, auk þess sem fræðsluefni er sent til skóla landsins, ásamt fleiru. Vinnuþema dagsins er „Tennur barna — okkar ábyrgð." Tann- verndarráð segir að íslensk skóla- börn neyti ótrúlegs magns af svo- kölluðu „sjoppufæði" á dag sem er mesti skaðvaldurinn í tann- skemmdum. Það er á ábyrgð ein- staklingsins að passa sínar tennur og þá fullorðinna að leiðbeina börnunum, sögðu Tannverndar- ráðsmenn á blaðamannafundi í gær. Það sem þarf eru breyttar neysluvenjur. —GEÓ íslandsbanki gefur fyrirheit um lækkun raun- vaxta — ef ríkið heldur ekki áfram yfirboðum: Lækkar raunvexti Lán Byggingarsjóðs ríkisins í fyrra 10% hærri en áætlað var miðað við fyrri ár: Síðustu lánsloforðin nýtt til hins ýtrasta Þeir síöustu sem fengu lánslof- orð frá Byggingarsjóði ríkisins áður en „klippt“ var á frekari lof- orð úr 1986-kerfinu nýttu sér þau loforð svo vel að það hefur aukið á greiðsluvanda Byggingarsjóðs um mörg hundruð milljónir kr. Kerfið frá 1986 er þannig að við útgáfu lánsloforða var ekkert vitað hvemig og hvort þau yrðu síðan notuð. Lánsupphæðin kemur þá fyrst ljós er „loforðshafi“ birtist með sinn kaupsamning kannski ári síðar. Og þá getur hún verið 30-50% hærri eða lægri eftir því hvort hann hefur keypt nýja íbúð eða notaða, og þá skuldlausa eða með áhvfiandi eldri lánum. Arið 1990 kom í ijós að fólk nýtti sér lánsloforðin 10% betur heldur en árin á undan, þ.e. færri hættu við kaup og fleiri keyptu íbúðir þann- ig að þeir gætu notað allan láns- réttinn. í Hagtölum Seðlabankans kemur fram að Byggingarsjóður skuldaði Seðlabankanum 850 m.kr. um ára- mót, sem ekki var ráð fyrir gert í lánsfjáráætlun. Ástæðan sé ekki tregða í skuldabréfakaupum lífeyr- issjóðanna af Byggingarsjóði. Hins vegar hafi útlán sjóðsins verið um 1.100 m.kr. meiri áriö 1990 heldur en lánsfjárlög gerðu ráð fyrir, eða í kringum 8,8 milljarðar. Þetta hef- ur enn aukið á þann greiðsluvanda sem nú er kominn upp hjá Bygg- ingarsjóði einn ganginn enn og stafar af því að útborgun lána sjóðsins er jafnan mest á fyrri hluta ársins. En innstreymi fjár frá lífeyrissjóðunum er hins vegar jafnt og þétt árið um kring. Það auðveldar málin heldur ekki, að lánveitingar umfram áætlanir í fyrra þýða einnig meiri lán í byrj- un þessa árs. í fyrra var var nefni- lega að stórum hluta um að ræða útborgun fyrri hluta lána, sem þýðir að nú er komið að útborgun síðari hluta sömu lána, sem einnig eru þá hærri en áætlað var þegar lánsloforðin voru gefin út á sínum tíma. Að sögn stjórnarformanns Hús- næðisstofnunar, Yngva Arnar Kristinssonar, lendir útgreiðsla lána Byggingarsjóðs ríkisins á þessu ári nær öll á fyrstu 6 mánuð- um ársins. Vegna þess hafa stjórn- völd verið að leita eftir samning- um við lífeyrissjóðina um að þeir flýti einnig sínum skuldabréfa- kaupum af Húsnæðisstofnun á þessu ári, þannig að stærri hluti þeirra verði á fyrri hluta ársins heldur en verið hefur. Yngvi Örn segir stjórnendur líf- eyrissjóðanna hafa tekið þessu vel. En slíkir samningar séu eðlilega tímafrekir þar sem um er að ræða 80 sjóði og semja þarf við hvern og einn þeirra sérstaklega. - HEI almennt íslandsbanki hefur ákveðið að lækka vexti á öllum almennum verðtryggðum útlánum um 0,5% og þar á móti um 0,25% á flestum verð- tryggðum innlánum. Þessi ákvörð- un er þó með nokkrum fyrirvara. í tilkynningu frá bankanum er lögð áhersla á að þarna sé um tilraun að ræða. Verði það varanleg vaxta- hækkun á spariskírteinum sem rík- issjóður hafi auglýst undanfarna daga (úr 6,2% í 6,6% til áskrifenda og þeirra sem endurnýja skírteini) verði bankinn að endurskoða ákvörðun sína um vaxtalækkun á verðtryggðum lánum. Það vekur m.a. athygli að íslandsbanki lækkar vexti á verðtryggðum lánum til ríkis og ríkisfyrirtækja (kjörvexti án álags) helmingi minna en á öllum öðrum verðtryggðum lánum, eða aðeins 0,25%. Enda eru þau lán þrátt fyrir það á lægri vöxtum en ríkissjóður býður nú almennum lánveitendum sínum, þ.e. áskrifend- um spariskírteina. um 0,5% Nafnvexti óverðtryggðra innlána og útlána hækkar íslandsbanki hins vegar um á bilinu 0,5% til 1,5%. Segir bankinn það gert til þess að ljúka aðlögun að hærra verðbólg- ustigi en áður. Álagsflokkarnir lækka því allir um 0,5% en kjörvextirnir „til bestu og traustustu Iántakenda" eins og bankinn orðar það, lækka helmingi minna. Vextir í B-flokki (8,25%) segir bankinn þá algengustu. Kjörvextir óverðtryggðra skulda- bréfa eru nú 13,75%. En algengustu vextir slíkra bréfa 15,50%. Forvextir á víxlum og á afurðalánum í krón- um eru 15,25%. Með þessum breytingum segir ís- landsbanki stefnt að því að unnt verði að halda vöxtum að mestu óbreyttum næstu mánuði. Jafn- framt er tekið fram að breytingarnar muni ekki valda auknum vaxtamun frá því sem hann hefur verið undan- farnar vikur. HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.