Tíminn - 01.02.1991, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.02.1991, Blaðsíða 6
6 Tíminn Föstudagur 1. febrúar 1991 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU 0G FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin 1 Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gíslason SkrifetofúrLyngháls 9,110 Reykjavík. Síml: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsfman Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1100,-, verð (lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Varnaðarorð Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, ritar grein í Morgunblaðið 29. f.m. sem vert er að vekja athygli á. Efni og niðurstaða þessarar greinar á erindi við alla íslendinga, en hún er þó augljóslega skrifuð til þess að ná eyrum þeirra, sem ráða stefnu- mörkun í íslenskri meginpólitík á næstu árum. Jakob Jakobsson svarar af miklum skýrleika og vafningalaust haldleysi þess áróðurs Evrópubanda- lagssinna að fiskveiðistefna Evrópubandalagsins sé síst á þann veg að íslendingar þurfi að óttast hana. Þessu svarar Jakob Jakobsson í lokaniðurstöðu greinar sinnar þannig: „Með því að ganga í Evrópubandalagið væru íslend- ingar að kasta lífsbjörginni, fjöreggi sínu, til Brus- sel, en þaðan kæmi það aldrei óbrotið aftur.“ í greininni lýsir forstjóri Hafrannsóknarstofnunar m.a. siðferðisstigi Evrópubandalagsins í fiskveiði- málum af hreinskilni sem á lítið skylt við tepruskap- inn sem tíðkaður er í tali um málefni Evrópuþjóða hin síðari misseri. Hann rekur með dæmum af eigin reynslu og fyrirliggjandi staðreyndum, að í löndum Evrópubandalagsins ástundi menn að falsa aflatölur og skýrslur um samsetningu aflans. Fiskifræðingum í þessum löndum er „hótað limlestingum ef ekki líf- láti ef þeir gerast svo djarfir að taka sýni úr afla við löndun fiskiskipa," segir Jakob Jakobsson. Þá greinir forstjórinn frá framferði stjórnvalda Evr- ópubandalagsins í fískverndarmálum. Er það ófögur saga. Þar segir frá því að fiskveiðistefna EB hafi mis- boðið sjálfum Norðursjónum, þessum „gjöfulustu fiskimiðum í Atlantshafi“, eins og Jakob segir rétti- lega um fiskislóðirnar í Norðursjó. Þar hafa þorsk- og ýsuveiðar alveg brugðist undanfarin ár. Ekki tek- ur betra við þegar gerð er úttekt á framferði Evrópu- bandalagsins á úthafsmiðum við Kanada, þar sem ekki gætir fiskverndunaraðgerða Kanadamanna. Al- þjóðleg stofnun, Fiskveiðiráð Norðvestur-Atlants- hafs, á að hafa stjórn fiskveiða með höndum á þessu svæði. Árið 1986 ákvað ráðið að þar mætti veiða 40 þúsund lestir. Evrópubandalagið óvirti þessa ákvörðun og heimilaði skipum sínum að veiða 100 þúsund lestir. „í raun veiddu Evrópubandalagsríkin um 170 þúsund tonn,“ upplýsir Jakob Jakobsson. Yf- irtroðslur Evrópubandalagsins gagnvart ákvörðun- um alþjóðafiskveiðiráðsins fyrir þetta hafsvæði halda áfram, enda er fiskur nú uppurinn utan 200 mílna lögsögu Kanada og hefur áhrif á fískgengd á miðin innan hennar. í greininni hrekur Jakob þá fullyrðingu að íslend- ingum stafi ekki hætta af ásókn útlendinga á Ísland5“ $mið, ef gengið væri í EB. Hann sýnir fram á að slík ásókn yrði fýrir hendi auk þess sem stjórn íslenskra fiskveiða flyttist þá til Brussel. Grein Jakobs Jakobssonar er tímabær hugvekja fýr- ir íslenska stjórnmálamenn og aðra sem sækjast eft- ir áhrifum á skoðanamyndun almennings og stefnu- mörkun í stjórnmálum og efnahagsmálum. í grein- inni felast varnaðarorð sem skylt er að veita athygli. GARRI f haust ætla íbúar á SelfossJ aö haJda opp á afmæli staðarins, scm var iítiö aonaö f upphafí eo bær Símooar nokkurs laxakaris. Af- mæiiö viija meon endilega tcogja nafni Tryggva Gunnarssonar, sem hafði umsjón meö byggingu fyrstu brúar yfir Ölfusá. Aö öðru leyti kom hann eklri viö sogu Sel- foss; átti þar raunar enga sögu aðra en þá að vinna að merkri samgöngubót fyrir Sunnlendinga. Tryggvi koro víða við á langr! og giftusamri ævi, og átti merk hand- tök víða um land. Hann smíðaði khrkjur og bæi og stjórnaði stóru versiunarféiagi. A endanum varð hann bankastjóri Landsbankans og hvílir nú í garði Alþingishúss- ins undir ágætri brjóstmynd. Þótt brúín yfir Olfusá væri þpðingar- mikil fyrir Suðuriand allt og mikil stoð fyrir Selfoss hefði lftið orðið úr uppbyggingu þar ef menn hefðu ekki komið þar upp marg- víslegum rekstri rmdir stjóm Eg- ils Thorarensen, sem um langt skeið var mestur framfaramaður á Suðuriandi að öörum ólöstuðum. brúarsmiður Þegar tíl umrseðu kom að minn- ast hundrað ára afmæiis Selfoss sé taliö frá byggingu Öifusárbrú- ar, kom mönnum eðlilega « hug brúarsmiðurinn úr Fnjóskadal. £n þar sem hann hafði eklá haft foiystu um uppbyggingu Selfoss- kaupstaðar var ekki alveg Ijóst hvemig koma átti Tryggva inn í myndina hvað Selfoss snerti, sér* staklega jafn ágætur og framfara* sinnaður og haon var, Þeirri hug- mynd var breyft að gera sfyttu af Tryggva og reisa hana á SelfossL Þessi hugmynd hefur eflaust ver- ið framsett til að hindra að önnur sfytta yrði rcist af manni, sem raunverulega stóð að uppbygg- ingu Selfoss. En þar sem pdlittsk- ar ýfingar eiga ekki að fyigja mönnum út yfir gröf og dauða, var hugmyndinni um styttu af Tryggva ekki fylgt eftir. Nýjustu fréttir af afmælishaldi á Selfossi næsta baust eru ekki af afhjúpun slyttu af Tiyggva. Hann benti tíl framtíðar Það þýðir ekki að engin ástæða $é til þess að árétta, að einum manni, öðmm fremur, ber vegleg stytta á Seifossi. Þessi sfytta á að vera af Agli Thorarensen. liann var um langt skeið heisti afhafna- maðurlnn á Seifossi og seinni tfma söguskoðun um einhverja aðra menn, þótt góðir hafi verið, breytir engu um stöðu EgUs í sögu Seifoss. í frétt af afmælinu segir sem rétt er að staðurinn hafi ekki farið að vaxa að ráði fyrr en Kaupfélag Áraesinga og Mjólkur- bú Fióamanna hófu starfsemi um 1930. Bæði þessí voldugu fyrir- tæki lutu stjóm Egils Thoraren- sen. Og nú á afmæbnu er kominn tími til að sýna í verití, myndar- legu veriá, að fólk viti af forystu- hiutverki Egils á Selfossi. Reisa á styttu af Agli Thorarcnsen á hundrað ára afmæiinu eða f sam- bandi við það. llún á aö standa þar sem helsti starfsvettvangur hans var og benda mönnum til vegar og íramtíðar, Þar nærri verður vitn- isburður um annan merkilegan mann, séra Eirik J. Eiríksson, sem gaf bókasafn sitt til Selfoss, ásamt konu sinni, frú Kristínu Jónsdóttur frá Gemlufaili. Bóka- safn þeirra hjona verður bráðlega flutt f gamlar og nýjar höfuð- stöðvar Selfoss ásamt héraðs- bókasafni — gamia kaupfélags- húsið sem EgUl lét byggja og gnæfir enn yfir staðnum, eíns og rábhús borga á sléttum Bandarfki- anna, þar sem menn lifðu við etnna inestan stórhug á fyrstu áratugum aldarinnar. VÍTT OG BREITT 1 H át im ibn Jðgre iðsl lu þrot 8 milljarða skortir á að hægt verði að ljúka við hálfkaraðar byggingar í eigu ríkisins víða um land. Yfir- leitt hafa þær verið í byggingu ár- um saman og hefur yfirleitt verið rokið til í einhverjum tískuspenn- ingi að byggja yfir hitt og þetta og svo hætt að veita fjármagni til framkvæmdanna í miðjum klíð- um. Þá er vant 3 milljarða króna til að halda opinberum bygging- um við og ætlar íslenski húslekinn að sjá við nýjum byggingaefnum og kostnaðarsamri bygginga- tækni. Upplýsingarnar um fjárskortinn eru sóttar í Þjóðviljann, sem ber fjármálaráðherra og kúltúrráð- herrann fyrir ömurlegu ástandi ríkiseigna og sóun á opinberu fé, sem kastað er í byggingar sem ekki komast í gagnið, og ef til vill hefur aldrei verið þörf fyrir. Víðar skortir framkvæmdafé til bygginga og er Húsnæðisstofnun í uppnámi rétt einn ganginn vegna þess að ekki er hægt að standa við lögboðin fýrirheit um lán. Aðeins aurinn vantar Næstu daga þarf að borga 1 eða 2 milljarða í húsnæðislán og afborg- anir til lífeyrissjóða og annarra skuldunauta. Þá skortir milljarða á milljarða ofan til að tryggja sölu á húsbréf- um, en þau eru eins og alkunna er allra húsnæðismeina bót, — að því tilskildu að til sé aur til að kaupa bréfin og strandar víst ekki á öðru til að það kerfi gangi upp. Þegar stjórnendur fjármála og byggingamála eru krafðir skýringa á hvers vegna alltaf vanti svona mikið upp á að kerfi þeirra gangi upp er því svarað til að vonbrigða gæti með að þessi eða hinn leggi eins mikið fjármagn í lánakerfin og vænst hafi verið. Lífeyrissjóðirnir til að mynda virðast aldrei leggja eins mikið fé í opinberu byggingasjóðina og reiknað er með. Hins vegar eru sömu sjóðir út- setnir að kaupa einhver allt önnur rfkisbréf og ríkisvíxla og hvað þetta nú heitir allt saman, sem ríkið kallar innlent lánsfé og er svo miklu heilbrigðara en erlent lánsfé. Fjármálaráðuneytið ver miklu fé í að auglýsa skuldabréf sín og á þar í harðri samkeppni við önnur fjár- málaveldi þar sem hver yfirbýður annan með háum innlánskjörum. Er því við ramman reip að draga og freistast lífeyrissjóðirnir sem aðrir að ávaxta fé sitt með öðrum hætti en að lána það í opinbera byggingasjóði og stendur ekki steinn yfir steini í allri þeirri opin- beru áætlanagerð. Fyrir hverja? Auk þess sem ríkið á í harðri samkeppni við sjálft sig um lánsfé hvetur sama ríkisvald til að þeir, sem hafa yfir fjármagni að ráða, leggi það í hlutafé og gefur ríflega skattaafslætti út á þá samkeppni. Nú á að gera enn betur og opna leiðir til að íslenskt fjármagn komist á fyrsta farrými inn á er- ienda fjármagnsmarkaði. Þá getur farið að sneiðast um hinn eilífa opinbera vonarpening bygginga- sjóðanna, lán frá lífeyrissjóðun- um. Um aðra innlenda lánsfjár- möguleika er varla að ræða. Reiðuleysið í bygginga- og hús- næðismálum ríður ekki við ein- teyming. Á sama tíma og hið opin- bera er að komast í greiðsluþrot með lögbundin lánsfjárframlög sitja byggingafyrirtæki uppi með hundruðir íbúða í Reykjavík einni saman sem ekki tekst að selja og enn fleiri hundruð eru í byggingu. Og það sem meira er, hvergi er lát á skipulagningu mikilla bygginga- svæða, sem byggingaverktakar, sveitarstjórnir, fasteignabraskarar og guð einn á himnum vita hvað á að gera við. Þeir, sem ráða yfir öllu opinbera húsnæðinu sem þarf að halda á 8 milljörðunum til að fullgera, geta ef til vill svarað því. Svo væri ráð að leita uppi eðlis- greindan smið, sem kann að byggja vatnsþétt hús, og spyrja hann hvernig koma á í veg fýrir húsieka. Það myndi spara þjóðinni millj- arða og aftur milljarða, ekki síður en hitt, að skilningur fengist á hvenær nóg er að gert í bygginga- fári. Um lækkun byggingakostnaðar er vonlaust að tala, því fremur byggir allt móverkið sig á hausinn en að leggja hugann að hagræö- ingu og eðlilegum þörfum þeirra sem í húsum eiga að búa. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.