Tíminn - 19.02.1991, Síða 5

Tíminn - 19.02.1991, Síða 5
Þriðjudagur 19. febrúar 1991 Tíminn 5 Umferöarslys hérlendís árlö 1990: Umferðarslysum fjölgar en alvarlega slösuðum fækkar Á árínu 1990 slösuðust og létust 878 manns í umferðinni hér á landi; það eru 47 fleirí en á árínu 1989, en þá slösuðust 831. Bana- slysin í umferðinni á árínu urðu 19 talsins, en 24 létust. í einu slysi létust þrír en tveir í þremur slysum. Mun færri slösuðust alvarlega áríð 1990 eða 209 manns, en áríð 1989 þegar 314 slösuðust alvar- lega. Á árunum 1983 til 1989 slösuðust að meðaltali 345 manns al- varlega á árí, þannig að þarna er um verulega fækkun að ræða. Óli H. Þórðarson, framkvæmda- stjóri Umferðarráðs, sagði á blaða- mannafundi í gær að að meðaltali yrðu 2 banaslys á mánuði hér í um- ferðinni, eða um 24 á ári. Á þeim eina og hálfa mánuði, sem nú eru liðnir af árinu 1991, hafa 3 látist í umferðarslysum. Langflestir þeirra, sem slösuðust í umferðinni á síðasta ári, voru á aldrinum 17 til 20 ára eða 216 manns. Það eru um 31 fleiri en árið á undan og er það rúmlega 15% aukning. Þróunin undanfarin ár sýnir að 17-20 ára unglingar eiga hlut að máli í einu af hverjum fjór- um umferðarslysum. Á árunum 1986-1990 slösuðust eða létust 978 17-20 ára unglingar í umferðinni og er það langstærsti aldurshópurinn. Áberandi fjölgun varð á slysum í þéttbýli, en þeim fækkaði í dreifbýli. Talsvert fleiri ökumenn bifreiða slösuðust á árinu 1990 en 1989. Þá er einnig umtalsverð fjölgun slas- aðra farþega í framsæti, en hins veg- ar fækkaði slösuðum farþegum í aft- ursæti. Álíka mörg börn slösuðust í umferðinni árin 1989 og 1990. Þó slösuðust talsvert færri sem farþeg- ar í aftursætum bifreiða á síðasta ári. Ölvaðir ökumenn áttu aðild að 50 slysum á árinu, en voru 38 árið 1989. Flestir létust í Árnessýslu eða 7 manns, 6 létust í Reykjavík og 5 í Húnavatnssýslu. Af þeim, sem slös- uðust á árinu, voru 189 lagðir á sjúkrahús, en voru 221 árið 1989. Flestir slösuðust og létust í ágúst, september og desember, en fæstir í apríl. Athyglisvert er að á árunum 1966 til 1990 létust flestir í umferðarslys- um árið 1977 eða 37 manns, en Hrólfúr Jónsson varaslökkviliðsstjóri og Óli H. Þórðarson, fram- kvæmdastjóri Umférðarráðs. Tímamynd: Ámi Bjama langfæstir árið 1968 þegar hægri breytingin varð eða 6 manns, árið 1969 létust 12 manns og svo árið 1983, sem var norrænt umferðarár, þá létust 18 manns í umferðinni. Miðað við þá aukningu á fjölda bif- reiða, sem orðið hefur undanfarin ár, hefur fjöldi alvarlega slasaðra í umferðinni minnkað. Til dæmis þá slösuðust 297 manns alvarlega í umferðinni árið 1983 og þá var bíla- eign landsmanna um 107.400. Árið 1988 var algjört metár í fjölda bif- reiða, sem voru 140.400 á skrá, en þá slösuðust 299 manns alvarlega í umferðinni. Árið 1990 voru 134.200 skráðar bifreiðar, en fjöldi alvarlega slasaðra 209 eins og áður sagði. Óli H. Þórðarson sagði einnig að fjöldi látinna og slasaðra ökumanna vélknúinna bifhjóla hafi aukist veru- lega undanfarin ár. Sagði hann að orsökina megi að einhverju leyti rekja til þess að sú þjálfun, sem kraf- ist er af ökumönnum slíkra tækja, sé í engu samræmi við þá sífelldu aukningu sem hefur orðið á inn- flutningi á mjög stórum og kraft- miklum bifhjólum. —GEÓ Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda, segir að sjömanna- nefnd leggi til svipaðar tillögur um mjólkurframleiðslu og sauðfjárrækt: „Söm iu ál lei rslur“ Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda, segir að sjömannanefnd verði með svipaðar áherslur í tillögum sínum um breytingar á mjólkurframleiðslunni og í tillögum um breytingar á sauðfjárframleiðslunni, sem kynntar voru í síðustu viku. Haukur sagði að von værí á tillögum nefndarinnar um mjólkurframleiðsl- una um næstu helgi. Breytt reglugerð um gerð og búnað ökutækja Haukur sagði að í tillögunum væri lagt til að leyfð verði frjáls viðskipti með fullvirðisrétt. Lands- samband kúabænda hefur hvatt til að slík viðskipti verði leyfð. Hauk- ur sagði að menn hefðu ekki treyst sér til að leyfa sölu fullvirðisréttar fyrr en ljóst væri að vilji væri til að viðhalda núverandi kvótakerfi í mjólk. Hann benti á að bændur yrðu að hafa einhverja tryggingu fyrir því að sá réttur sem þeir kaupa væri ekki tekinn af þeim eft- ir nokkur ár. Haukur sagðist á þessari stundu ekki geta svarað því hvort sjö- mannanefnd myndi leggja til að teknar verði upp beinar greiðslur til mjólkurframleiðenda líkt og til sauðfjárbænda. Hann sagði að það hefði verið rætt, en ekki hefði verið tekin afstaða til þess enn. Haukur sagði að ef sú leið yrði farin, yrði það fyrirkomulag tekið upp nokkru síðar en í sauðfjárframleiðslunni. Sjömannanefnd leggur til að nið- urgreiðslum á sauðfjárafurðum verði hætt árið 1992. Haukur var spurður hvort það sama yrði upp á teningnum í mjólkurframleiðsl- unni. Hann sagði að í mjólkuriðn- aðinum væru nokkuð aðrar að- stæður og hægt að taka á málum með öðrum hætti. Þar væru ein- stakar mjólkurafurðir niðurgreidd- ar á heildsölustigi og þá mismikið. Haukur sagði að nefndin væri að skoða með hvaða hætti væri hægt að gera breytingar á heildsölustig- inu og þar kæmi ýmislegt til greina. Jafnvægi ríkir milli framleiðslu og neyslu á mjólk og mjólkurafurð- um. Þess vegna er ekki búist við eins róttækum tillögum frá sjö- mannanefnd um þessa búgrein eins og um sauðfjárframleiðsluna. Líklegt er þó talið að nefndin leggi til að gerðar verði breytingar á greininni, sem miða að því að lækka verð á mjólkurafurðum. -EÓ Póstur og sími er núna að reisa viðtökuloftnet fyrír loftskeytastöð- ina í Cufunesi. Um er að ræða 9 möstur, sem koma í stað hlið- stæðra mastra sem eru nú í Gufu- nesi. Að sögn Ólafs Indriðasonar hjá Pósti og síma er um að ræða við- tökuloftnet frá Gufunesi. Þau koma í staðinn fyrir hliðstæð loftnet sem þar eru núna. Loftnetunum í Þver- holti verður síðan fjarstýrt frá Gufu- í nýrri reglugerð um gerð og búnað ökutækja segir að ekki megi nota keðjur og neglda hjól- barða á tímabilinu frá og með 15. apríl til og með 31. október, nema þess sé þörf vegna sérstaka akst- ursaðstæðna. Auk þess eru ákvæði um að viðvörunarþríhyrn- ingar eigi að vera í öllum bflum, sem skráðir voru eftir 1. janúar 1990. Allar kerrur eiga að vera með afturljós og glitaugu. Einnig hafa þar verið settar skýrar reglur um mengunarmælingar í tengsl- um við aðalskoðun bifreiða. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið gaf þessa reglugerð út á árinu 1989 og komu ákvæði hennar til fram- kvæmda á síðasta ári, auk þess sem nokkur tóku gildi um sl. áramót. Þetta er hluti af heildarreglugerð, sem ná mun til allra skráningar- skyldra ökutækja. Nokkur nýmæli eru í reglugerð- inni, svo sem að tekin hefur verið upp kerfisbundin gerðarviður- kenning á skráningarskyldum öku- tækjum. Þegar ný gerð ökutækis er flutt til landsins eru lögð fram nesi. Bygging loftnetanna kostar nokkra tugi miljóna. Að sögn Ólafs tengist þetta á engan hátt endurbyggingu langbylgjukerfisins, en þess er skemmst að minnast að aðalmastur þess féll niður í ofsaveðrinu á dög- unum. Ýmsir staðir hafa verið nefndir hvar reisa skuli nýtt lang- bylgjumastur, en sjónir manna hafa í því sambandi helst beinst austur fýrir fjall. -sbs. gögn sem staðfesta að ökutækið uppfylli samræmdar kröfur um búnað, sem almennt eru gerðar til ökutækja í Evrópu. Jafnan þarf ein- ungis ein bifreið sömu gerðar að gangast undir nákvæma skoðun. Kröfur eru gerðar um öruggan stýrisbúnað ökutækja og um lág- marks beygjuradía bifreiða sem eru skráðar nýjar. Ökutæki skulu upp- fylla lágmarkskröfur um afköst hemla. Ákvæði eru um hvaða ljós- ker skulu vera á ökutækjum og hvaða Ijósker er heimilt að hafa á ökutæki. Eftirvagnar skulu vera með ljósker sambærileg við þau sem eru aftan á bifreið, en með þrí- hyrnd glitaugu að aftan. Hjólbarð- ar skulu vera merktir og framleidd- ir samkvæmt viðurkenndum stöðl- um. Svo og hafa tekið gildi ákvæði reglugerðarinnar sem segja til um hávaða og mengun. Þar kemur fram að hávaði frá bifreið megi ekki fara yfir tiltekin mörk við staðlaðar aðstæður. Ekki má vera ónauðsynlegur sýnilegur reykur frá bifreið. Magn skaðlegra efna í útblæstri skal vera innan settra marka, þótt ósýnileg séu; þar er átt við kolsýrling, kolvetni og köfnun- arefnisoxíð. Sótmengun í útblæstri díselbifreiða má ekki fara yfir til- tekin stöðluð mörk. Bæði ákvæði um mengunarvarnir og hjólbarða gilda einnig um öku- tæki sem skráð eru fyrir gildistöku reglugerðarinnar. Auk þess má nefna ákvæði reglu- gerðarinnar sem segja til um að tengibúnaður á bifreið skuli vera samþykktur af Bifreiðaskoðun ís- lands h.f. Til þess að tengibúnaður- inn verði samþykktur skal m.a. vera raftengi fyrir ljósabúnað á eft- irvagni. —GEÓ Álversmálið rætt í ríkisstjórninni á sérstökum fundi Rflrisstjórnin ræddi um álmálið frekar um málið áður en afstaða á aukafundi í gærmorgun. Jón verður tekin til óskar iðnaðar- Sigurðsson iðnaðarráðherra ráðherra um að leggja fram sagði frá fundi sínum með aðal- frumvarp á þessu þingi. „Ég forstjórum álfyrfrtækjanna held að aðalatriðið í þessu máli þriggja í Atlantsálshðpnum, sem nú sé að mikill meirihluti fólks haldinn var í New York. Iðnaðar- vill að þetta álver verði byggt ef ráðherra Jagði jafnframt til að samningar nást. Ég tel að menn sér yrði veitt heimild til að leggja eigi að leggja til hliöar allar deil- fram á Alþingi heimildarlaga- ur. Aðalatriðið er að ljúka samn- frumvarp um byggingu álvers á ingum sem fyrst. Við ættum að Keilisnesi. Málið var ekki útrætt, sameinast um það, en reyna að enverðurrr' ‘>fram síðar. foröast deilur sem valda mis- Steingnmur nermannsson for- skilningi og geta spillt fyrir mál- sætisráðherra sagði að stjómar- inu,“ sagði forsætisráðherra. flokkarnir ættu eftir að ræða -EÓ Viðtökuloftnet á Mýrum

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.