Tíminn - 01.03.1991, Page 4

Tíminn - 01.03.1991, Page 4
4 Tíminn Föstudagur 1.mars1991 UTLOND Irakar fallast á allar ályktanir Sþ. og bandamenn hætta árásum: FJOLMORG VANDAMAL BÍDA ENNÞÁ ÓLEYST Vopnahlé komst á í Persaflóastríöinu 1 gær kl. 5:00 aö íslenskum tíma. George Bush, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti að bandamenn mundu hætta árásum á íraksher eftir að hershöfðingar bandamanna höfðu sagt honum að það væri ekkert eftir til að berjast við. Á milli tíu og tuttugu þúsund íraskir hermenn voru enn undir vopnum þeg- ar bandamenn hættu árásunum en í upphafl loftárásanna voru um 620 þúsund íraskir hermenn undir vopnum í Kúvæt og Suður-írak. Mörg vandamál þarf nú að leysa í Miðausturlöndum eftir að stríðinu er lokið. James Baker fer til Miðausturlanda í næstu viku til við- ræðna við ráðamenn svæðisins. Á miðvikudag samþykkti Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að krefjast þess við íraka að þeir gengju að öllum tólf ályktunum ráðsins og að þeir tíma- settu frelsun stríðsfanga og þeirra Kúvæta sem þeir hafa í haldi. Seint á miðvikudagskvöld barst svo svar frá írökum þess efnis að þeir samþykktu allar ályktanir Öryggisráðsins. Það var síðan kl. 2:00 sem George Bush, forseti Bandaríkjanna, til- kynnti að bandamenn mundu hætta bardögum kl. 5:00. Hann sagði að varanlegt vopnahlé yrði einungis ef írakar slepptu stríðsföngum og Kú- vætum sem þeir hefðu í haldi og hjálpuöu bandamönnum að staðsetja jarðsprengjur í Kúvæt. Bush fór þess á leit við írösk stjóm- völd að þau sendu hershöfðingja sína til fundar við hershöfðingja banda- manna til þess að úkljá hernaðar- þætti vopnahlésins. Vildi hann að þessi fundur ætti sér stað tveimur dögum eftir að hann tilkynnti að bandamenn væru hættir bardögum. „Við verðum að stefna fram á við. Við verðum að tryggja að friður geti haldist," sagði Bush. Hann sagði að þegar hefðu verið gerð drög að áætl- unum til að leysa þau vandamál sem nú blöstu við. Hann sagði að James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, hefði átt viðræður við fulltrúa annarra ríkja bandalagsins um þessi mál. „... Baker utanríkisráðherra mun halda til svæðisins (Miðaustur- landa) í næstu viku og hefja viðræður að nýju,“ sagði Bush. Hann fer til Kú- vætborgar á mánudag. Bush fór hörðum orðum um Sadd- am Hussein, forseta fraks. Hann sagði að bandamenn væru ekki í stríði við írösku þjóðina heldur for- ystu hennar og fyrst og fremst Sadd- am Hussein. Bandamenn hættu bardögum kl. 5:00, þremur klst. eftir tilkynningu Bush. Þremur klst. seinna tilkynnti útvarpið í Bagdad að Saddam Hus- sein hefði skipað íröskum hermönn- um að hætta að berjast. Úvarpið sagði að Bush hefði tilkynnt vopna- hlé eftir að íraski herinn hefði kennt bandamönnum lexíu og ógnað þeim hernaðarlega og stjórnmálalega. Ekki kom til átaka fyrst eftir að vopnahléið tók gildi en sá möguleiki var fyrir hendi að skipun Saddams hafi ekki borist til allra þeirra sveita íraska hersins sem eftir voru því fjar- skiptakerfi írakanna er víst ekki upp á marga fiska eftir harðar árásir bandamanna. Stríöiö er búið en framundan eru miklar viðræður milli stjómmálamanna um framtíð Miðausturianda. Lítið eftir af íraksher Aðeins á milli tíu og tuttugu þús- und hermenn voru eftir af íraska hernum í Kúvæt og Suður-írak þegar vopnahléið tók gildi í gær- morgun, að sögn talsmanns Bandaríkjahers. Hann sagði að skýrslur sem gefn- ar hefðu verið nokkrum klst. áður en vopnahléið tók gildi sýndu að hermennirnir skiptust í þúsund manna deildir eða minna. í upphafi loftárásanna 17. janúar voru um 620 þúsund íraskir her- menn í Kúvæt og Suður-írak, 42 herdeildir. Allt að 100 þúsund hafa gefist upp fyrir bandamönnum en afgangurinn, um hálf milljón, hef- ur flúið til íraks eða fallið. Embættismenn í her Saudi-Arab- íu telja að á milli 85 og 100 þús- und íraskir hermenn hafi fallið eða særst. Þetta hafði dagblaðið Wash- ington Post eftir þeim í gær. Flest- ir þeirra féllu eða særðust í loft- árásunum fyrir sókn landhersins. Bandamenn segjast ekki hafa orðið fyrir miklu manntjóni. Banda- ríkjaher gefur upp að 79 hermenn hafi fallið, 213 særst og 44 sé sakn- að. Undir lokin var barist á tveimur stöðum á landi. Barist var nálægt bænum Safwan sem er við landa- mæri íraks og Kúvæts milli Kú- vætborgar og Basra. Þá var einnig barist um 25 km vestur af Basra. Varanlegur friður í Miðausturlöndum? Stjómmálaskýrendur telja að arabar muni þrýsta á Sameinuðu þjóðimar um að beita sér gegn ísraelsmönnum en þeir líkja innrás íraka í Kúvæt við vem ísrælsmanna í Palestínu. Sameinuðu þjóðimar beittu sér af hörku gagnvart innrás íraka í Kúvæt og samþykktu hverja ályktunina á fæt- ur annarri gegn henni og herir banda- manna börðust gegn írökum í nafni Sameinuðu þjóðanna. Langt er síðan öryggisráð Sþ. krafðistþess að ísraels- menn færu frá Gazasvæðinu og Vest- urbakkanum en ísraelsmenn virða kröfiir þess að vettugi og fara sínu fram og ekkert er gert til að fylgja þess- um kröfúm ráðsins eftir. Margir arabar bíða nú og sjá hvort ályktunum ráðs- ins gegn ísrael verði nú ekki fylgt eftir Fréttayfirlit Washington - George Bush, for- setí Bandaríkjanna, Ulkynnti í fyrrinótt að bandamenn mundu hætta árásum á íraksher kl. 5:00. James Baker utanríkisráðherra Bandaríkjanna fer til Kúvætborgar á mánudag. Bagdad - Saddam Hussein, for- seti íraks, skipaði hermönnum sínum að hætta bardögum. Fáir þar sem fordæmi hefur skapast að þeirra mati. Hins vegar eru sumir arabar efagjam- ir á að svo verði og telja að nú séu jafn- vel enn minni líkur en áður að Sþ. beiti sér gegn lausn Palestínumálsins. Vest- urlandabúar eru líka efagjamir. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, varaði í gær við of mikilli bjart- sýni vegna farar hans til Miðaustur- landa í næstu viku: „Það er ekki hægt að ná árangri í deilu araba og ísraela nema báðir deiluaðilar vilji ná ein- hverjum árangri," sagði Baker. Stjómmálaskýrendur telja að Egypta- land muni leika mjög stórt hlutverk í að skapa stöðugleika á þessu svæði. Egyptar hafa unnið stórsigur stjóm- málalega séð með afstöðu sinni í stríð- inu og þátttöku í bardögunum. Þeir fögnuðu fréttunum en mikið end- urreisnarstarf er nú fyrlr höndum í írak. I yfirlýsingum stjómvalda kom skýrt fram að írakar hefðu sigrað. Washington - Vopnahléið hélst í gær þrátt íyrir einhverjar skærur íraskra hermanna sem vissu ekki af sldpunum Saddams Hussein en fjarskiptakerfi Irakshers er bág- borið. Bandarísk herdeild í írak - hafa líka samið fríð við Israela. „Það (Egyptaland) er það stórt og hefur gert þaö góða hluti að það getur ekki annað en verið lykilríki í friðarviðræðum,“ sagði einn stjómmálamaður í Kairó. Þótt Sýrland hafi sent hermenn til Saudi-Arabíu er það enn álitið andsnú- ið vestrænum ríkjum, að sögn arab- ískra stjómmálaskýrenda. Egypskir ráðamenn segjast ekki endi- lega leggja áherslu á lausn á Palestínu- málinu eins og stendur heldur sé mik- ilvægara að koma upp öryggiskerfi meðal arabaríkja til að tryggja að slík átök eins og nú eru nýafstaðin eigi sér ekki stað aftur. Utanríkisráðherrar Eg- yptalands, Sýrlands og sex ríkja við Persaflóa munu hittast í Damascus í Sýrlandi 5. mars til að ræða þessi mál. Reuter-SÞJ Bandarískfr hermenn hafa fundlð sannanir fyrir því að Jórdanir hafi útvegað írökum vopn löngu eftír að viðskiptabann var sett á Irak, að sögn embættismanna innan leyrti- þjónustunnar. Kúvætborg - Fraldkar opnuðu sendiráð sitt í borginni og bresldr og bandarískir hermenn gættu sendiráða landa sinna. London - íraskir útlagar hafa Hizbollah-hryðjuverkasamtökin: »S1 ii er rét tað by rja“ Leiðtogi Hizbollah- hryðju- verkasamtakanna í Líbanon sagði í gær að móðir allra styrjalda væri rétt að byrja; milli íslams og Bandaríkjanna. Leiðtoginn, Hussein Mousawi, sakaði Saddam Hussein forseta íraks um að vera útsendara Bandaríkjamanna og hafa fært Bandaríkjamönnum sigur á silf- urfati. Hann sagði að múslimar í íran (íranir fjármagna starfsemi sam- takanna) og um allan heim ætl- uðu ekki að horfa aðgerðalausir á Vesturlandabúa hertaka lönd þeirra og auð. Þeir munu berjast - ekki eins og Saddam heldur vinna mikil frægðarverk. „Við munum vernda okkar helgu staði og berjast fyrir ol- íunni okkar," sagði Mousawi. .Amerfkanarnir munu hverfa frá löndum múslima við álíka skömm og þeir fóru frá Beirút." Um 5 þúsund manns eru í Hiz- bollah-samtökunum. Talið er að samtökin hafi nú tólf vestræna gísla í haldi í Líbanon en samtök- in neita að vera viðriðin gísla- töku. Reuter-SÞJ rætt ýmsar leiðir til að koma Sadd- am frá völdum. Jerúsalem - ísraelsmenn fögn- uðu sigri bandamanna í gær en kröfðust þess að Saddam yrði hrakinn frá völdum. Túnis - Hollenskur sendiráðs- starfsmaður var skotinn til bana fyrir utan heimill sitt í úthverfi Túnisborgar í Alsír í gær. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð sinni á verknaðinum. Dhaka - Þjóðarflokkurinn sigraði f kosningunum í þingkosningun- um í Bangladesh. Vín - Kommúnistar í Albaníu hafa komið tveimur styttum af fyrrver- andi leiðtoga iandsins, Enver Hox- ha, aftur fyrir á sínum stað en mótmælendur tóku margar styttur af honum niður í sfðustu viku. Reuter-SÞJ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.