Tíminn - 01.03.1991, Síða 10

Tíminn - 01.03.1991, Síða 10
10 Tíminn Föstudagur 1. mars 1991 VETTVANGUR Þórarinn Þórarinsson: Stefna Gorbatsjovs í alþjóðamálum í blöðum á Vesturlöndum er um þessar mundir talsvert rætt um til- raunir Sovétríkjanna til að koma á sáttum í Persaflóadeilunni. Sumir vilja telja þær bera vitni um breytta stefnu Gorbatsjovs í alþjóðamálum. Um það leyti sem Sovétríkin hófu þessar tilraunir skrifaði einn af ráð- gjöfum Gorbatsjovs, Vadim Zaglad- in, grein um alþjóðlega stefnu for- setans undir fyrirsögninni: „Við skulum ekki fjarlægjast hvorir aðra.“ Hún hljóðar svo í lauslegri þýðingu: „Miklar vahteveltur hafa verið um í vestræhMfh fjölmiðlúm undan- i séu að endur- S utanéWlefhu síná, hverfa $ig frá Vestuflöndum. Persónulega 1 er mér þetta undnmarefni, en ég hef fylgst vel með Utanríkisstefnu lands- ins. Þetta vakti mér áhyggjur. Ég veit að ekkert hefur breyst í hinni nýju utanríkisstefnu Sovétríkjanna né heldur hefur orðið nein breyting á langtímamarkmiðum þeirra. Að- ferðir geta að vísu breyst, því það eru einungis vonlausir kreddusmið- ir sem breyta ekki aðferðum sínum í takt við breytta tíma. Staðhæfingar um að Sovétríkin séu aö breyta utanríkisstefnu sinni hafa einnig skotið upp kollinum í sovésk- um fjölmiðlum, en þar kennir margra grasa. Þetta er því skiljan- legt. Deilur um utanríkisstefnu eru hluti af deilunum í þjóðfélaginu. Sumir gagnrýna sovéska stjórnsýslu í því skyni að efla hið nýja hugarfar og vekja athygli diplómata á veik- leika þeirra og getuleysi við að leysa bæði gömul og ný vandamál. Aðrir, og þeir eru því miður fleiri, reyna að ófrægja utanríkisstefnu stjórnarinn- ar og sérstaklega forsetans. Sumt af þessari gagnrýni gengur út á það að vernda hinn nýja hugsunarhátt fyrir þeim manni sem er upphafsmaður að honum. í stuttu máli, þetta er stjórnmála- barátta, barátta um völd. Hvað meina þeir Vesturlandabúar sem segja að Sovétrfkin séu að hverfa fri yfirlýítri stefnu sinni hinú nýjá hugarfári? Eru þeir hjálpa anrdstðeöingörti (rövbátsjovs í þéssu lan'di? Ég utiloka það ekki, af þvf að við vitum að það eru ekki aíl- ir ánægðir með þær breytingar sem orðið hafa á stjórnmálum heimsins á undanförum árum. Eða eru þar aðrar ástæður? Ef við lítum á ástandið eins og það er í dag, sjáum við að margt bendir til þess að sumt fólk á Vesturlöndum, sem seg- ist styðja endurbæturnar í Sovét- ríkjunum, gerir ýmislegt sem síður en svo stuðlar að framkvæmd þeirra. Sumir segja að Vesturlönd verði að sýna „viðbrögð" við hinum hörmu- legu atburðum sem gerðust í Vilni- us og Rigu. Þetta finnst mér sárt, af því að þessir atburðir eru í fullri andstöðu við stefnu perestrojku. Þeir eru raunar gróf ögrun við þá stefnu. Stjórnvöld landsins og for- setinn hafa gert það algerlega Ijóst að fullkomnar ráðstafanir hafa verið gerðar til að slikir atburðir endur- taki sig ekki í framtíðinni. Það virðist sem við og samstarfsað- ilar okkar á Vesturlöndum lítum þetta sömu augum, en samt halda Vesturlönd áfram að fjarlægjast okk- ur og okkar sjónarmið. Er þessi ágiskun um „afturhvarf' okkar ekki til þess fram sett að réttlæta aftur- hvarf vissra afla á Vesturlöndum? Þetta eru spurningar sem ég spyr roig í dag og þær skipta miklu máli. Mín fyrsta niðurstaðá er $ú, að þeir • sem lý*a yfír styðningi við pere- strojku séu margk hverjir ekíti traustir né trúvérðugir, og að þéir vflji ekkj áð hún heppnist. Slíkir „samstarfsaðilar" eru ekki ábyggi- legir og við verðum að vera varfærn- ir í samskiptum okkar við þá. Ég er ekki að segja þetta um alla þá, sem í einlægni eru hræddir um að verið sé að hverfa frá hinu nýja hug- arfari. Ég er viss um að þar eru margar undantekningar og fyrir það er ég þakklátur. Það eru mörg vandamál og erfið- leikar í framkvæmd samvinnu Sov- étríkjanna og Vesturlanda. Slík vandamál voru fyrir hendi og eru enn og þau tengjast mörg hver fjár- málasviðinu og við viljum að þar sýni viðsemjendur okkar skilning og þolinmæði. í öllum samningavið- ræðum koma upp erfiðleikar. Þeir eru hluti af eðlilegri framþróun, sem er af mörgum ástæðum þver- sagnakennt kerfi. I fýrsta lagi má segja að brottnám margra hindrana á samskiptum Sovétríkjanna og Vesturlanda og al- þjóðasamskipta í heild getur ekki á augabragði losað okkur við allar fyr- irfram mótaðar skoðanir fortíðar- innar og sálræn áhrif kaldastríðsár- anna. Við erum enn undir áhrifum af þessu og þau munu vara enn um stund. Það tekur sinn tíma að aðlaga okkur breyttu hugarfari. En það sem málj gkiptir er að piúr- arnir haifa fallið og dyrrutr eru hægt Qg h*gt að opnast fyrlr nýrri al- heimsskipan, sem byggð er á sam- mannlegum verðmætum og frið- samlegri samstöðú. Hvernig eigum við að ganga í gegnum þessar dyr? Svarið veltur á mannlegri visku og hæfni, og jafnvel enn meira á því að stjórnmálamenn sýni ábyrgð og þol- inmæði. Það vottar ekki fyrir visku, hæfni, ábyrgðartilfinningu né þolinmæði í þeim dylgjum sem nú eru viöhafðar um þjóðir, og um Sovétríkin og stefnu þeirra sérstaklega. Slíkar dylgjur gera engum gagn, en þær geta unnið mikið tjón. Er ekki betra að við reynum að ganga í gegnum hinar opnu dyr sameiginlega og reynum í anda hins nýja hugarfars að þoka okkur áleiðis til þeirra fögru hugsjóna, sem svo margt fallegt og gott hefur verið sagt og skrifað um?“ Islenska alfræðiorðabókin Það þótti nokkur viðburður þegar út kom nú í haust íslensk alfræðiorða- bók í þremur stórum bindum. Und- irbúningur hennar hafði tekið um þrjú ár og margir lagt hönd á plóg- inn. Það má e.t.v. spyrja sig fyrst þeirrar spurningar hvort þörf hafi veriö á svona bók þegar völ er á fjöl- mörgum erlendum alfræðiorðabók- um og einnig nokkrum uppflettirit- um á afmörkuðum sviðum. Þeirri spurningu verður ekki svarað með jái eða neii. Vafalaust er hægt að komast af án svona bókar, en það vita allir sem þurft hafa að leita heimilda að það sparar mikinn tíma að geta leitað á einum stað í stað þess að þurfa að fletta upp í mörgum bókum og þegar til á að taka eru sumar þeirra ekki við hendina. Alfræðibækur eru af ýmsu tagi og eru bæði stórar og smáar. í aðalat- riðum má þó skipta þeim í tvo flokka: þær sem eru með löngum og ítarlegum skýringum, en þá oft með tiltölulega fáum uppflettiorðum, og svo bækur með stuttum skýringum á hverju efnisatriði, en þau eru þá oft allmörg. íslenska alfræðiorða- bókin telst til seinni flokksins, enda er hér á landi engan veginn mögu- legt að gefa út mjög ítarlega alfræði- bók. Slík uppflettirit hér á landi verða að takmarkast við ákveðin sér- svið. Til grundvallar íslensku bókinni var lögð dönsk bók sem var að koma út þegar vinnan við hina íslensku hófst. Efnisatriði hennar voru í tölvu og hægt að flokka þau í efnis- flokka. Það mun hafa verið mikill vinnusparnaður við undirbúning verksins. Brátt kom í Ijós að það þurfti að breyta henni og bæta miklu meira en ráð var fyrir gert í upphafí. í mörgum, jafnvel flestum, tilfellum þurfti að breyta skilgrein- ingu orðsins með íslensk viðhorf í huga. Var líka lögð á það mikil áhersla. Það er því alrangt, sem haldið hefur verið fram, að dönsk viðhorf séu meiri en góðu hófi gegn- ir í bókinni. Ég hef kynnst henni og kynnt mér hana vandlega og það er frekar að ég sakni eins og annars sem tengir saman sögu og menn- ingu Dana og íslendinga. Slíkum fullyrðingum sem þessum er oft slegið fram af fólki, sem vill láta í ljós einhverja skoðun á hlutum sem það hefur lítið eða ekkert kynnt sér. Það sem mér finnst helst einkenna þessa alfræðiorðabók, miðað við aðrar sambærilegar bækur, er hve mikið er þar af skýringum á hugtök- um úr daglega lífinu. Þar er að finna skýringar á orðum eins og asfalt, barnabætur, arfur o.m.fl. sem marg- ir kunna auðvitað skil á, en oft og einatt þarf nánari skýringar við. Daglega bætast við fleiri orð og hug- tök. Þess vegna er sjálfsagt frekar óvenjulegt að sjá mikið af svona Miðborg Mekka með moskunni miklu (al-Haram). Jarðfræðikort af fslandi. hugtökum í alfræðiorðabókum en með tölvutækni er auðvelt að halda utan um svona hluti. Annað sem einkennir þessa bók öðrum fremur er hinn frábærlega glæsilegi búningur hennar á allan hátt. Er sama hvort um er að ræða pappír, myndir, kort, tilvísanir eða hvaðeina sem gerir bækur að nota- drjúgum hjálpargögnum. Af villum og prentvillum er merkilega lítið í svo stórri bók, einkum ef tekið er til- lit til þess að um frumraun er að ræða. Sjálfur hef ég aðeins rekist á eina villu og 2-3 meinlaus ártöl og prentvillur hef ég ekki fundið. Er það að sjálfsögðu mikilvægt að geta treyst bókinni fullkomlega. íslenska efnið er að sjálfsögðu ekki tæmandi, enda er töluvert af fræði- bókum og uppflettiritum til um ís- lensk efni. Ég hef orðið var við smá- misskilning í sambandi við þá ís- lendinga sem getið er. Sumum finnst þar mönnum gert mishátt undir höfði. En mér finnst skýr regla koma fram í bókinni. Af látn- um mönnum er þeirra helst getið sem vitnað er til í kennslu og al- mennri umræðu. Af lifandi mönn- um eru það þeir, sem koma fram op- inberlega, sem sérstaklega er getið. Er því hlutur listamanna og stjórn- málamanna nokkuð stór. Þegar maður hugsar málið er þetta eðlileg regla miðað við tilgang bókarinnar. Á titilsíðu tileinkar útgefandinn, Örlygur Hálfdánarson, bókina fróð- leiksmannin, ,um Steindóri Stein- dórssyni frá Hlöðum og ritstjórn al- fræðiorðabókarinnar. Þessi tileink- un er ekki út í hött. Steindór Stein- dórsson hefur sannað það með verkum sínum að fróðleikur og þekking á mörgum sviðum hefur mikiö gildi, enda krefst lausn flestra verkefna þekkingar á fleiru en einu fræðisviði. Sá er þetta ritar getur borið um að á ritstjórn ríkti skemmtilegur vinnuandi og áhugi á verkinu, sem skilaði líka ágætum árangri. í kynningu nefndi útgefandi verkið Háskóla heimilanna. Það er óhætt að taka undir það og mætti fjárveit- ingavaldið gefa gaum að því að hér er um sérstakt framlag til mennta- kerfisins í landinu að ræða. Páll Skúlason lögfræðlngur Kvöld-, nætur- og helgidagavarela apóteka I Reykjavík 1.817. mars er í Áifaæjarapótekl og Laugamesapótéki. Það apótek sem fyrr er nefnt annast eitt vörsluna frá kl. 22.00 aó kvöldi til kl. 9.00 að morgni virka daga en kl. 22.00 á sunnudögum. Upplýsingar um læknls- og lyfja- þjónustu eru gefnarí síma18888. Neyðarvakt Tannlæknafélags Islands er starfrækt um helgar og á stórhátíöum. Sim- svari 681041. HafharQöröur Hafnarfjarðar apótek og Norð- urbæjar apótek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvem laug- ardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00- 12.00. Upplýsingar I simsvara nr. 51600. Akureyrí: Akureyrar apótek og Stjörnu apótek eru opin virka daga á opnunartima búða. Apó- tekin skiptast á sina vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opið I þvf apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. Á helgidögum er opið frá kl. 11.00- 12.00 og 20.00-21.00. Á öðrum tímum er lyfja- fræðingur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar I sfma 22445. Apótek Keflavíkur. Opið virka daga frá k. 9.00- 19.00. Laugardaga, helgidaga og almenna frl- dagákl. 10.00-12.00. Apótek Vestnannaeyja: Opið vírka daga frá kf. 6.0Ö-T8.00. Lokað I hádeginu mílli kb 12 30- 14.00. •.-•3: •Mfuus: Selfoss apótek «r ðplð 81 W. 18.30 Opið ar i laugardögum og sunnudögum U. 10.00-12.00. Akranes: Apólek bæjarins er qplð virka daga til kl. 18.30. Opið er á laugardögum kl. 10.00- 13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00. Garðabæn Apótekiö er opið rúmhelga daga kl. 9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. Læknavakt Læknavakt fýrir Reykjavfk, Seltjamames og Kópavog er í Heilsuvemdarstöð Reykjavlkur alla virka daga frá kl. 17.00 til 08.00 og á laugardög- um og helgidögum allan sólarhringinn. Á Seltjamamcsj er læknavakt á kvöldin kl. 20.00-21.00 og laugard. kl. 10.00-11.00. Lokaðá sunnudögum. Vitjanabeiðnir, slmaráðleggingar og tímapant- anir I sima 21230. Borgarsprtalinn vakt frá kl. 08- 17 alia virka daga fyrir fólk sem ekki- hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (sími 696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysadeild) sinnir slösuðum og skyndiveikum allan sólar- hringinn (sími 81200). Nánari upplýsingar um lyQabúðir og læknaþjónustu emgefnar í sím- svara 18888. Ónæmisaðgerðir fyrir fullorðna gegn mænusótt fara fram á Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur á þriðjudögum kl. 16.00-17.00. Fólk hafi með sér ónæmisskírteini. Seltjamames: Opið er hjá Tannlæknastofunni Eiðistorgi 15 viika daga kl. 08.00-17.00 og 20.00- 21.00, laugardaga kl. 10.00-11.00. Slmi 612070. Garðabær. Heilsugæslustööin Garðafiöt 16-18 er opin 8.00-17.00, simi 656066. Læknavakt er I síma 51100. Hafnarfjörðun Heilsugæsla Hafnarfjarðar, Strandgötu 8-10 er opin virka daga kl. 8.00- 17.00, slmi 53722. Læknavakt slmi 51100. Kópavogur Heilsugæslan er opin 8.00-18.00 virka daga. Sími 40400. Keflavík: Neyðarþjónusta er allan sólarhringinn á Heilsugæslustöö Suðumesja. Simi: 14000. Sálræn vandamál: Sálfræðistöðin: Ráðgjöf í sál- fræðilegum efnum. Sími 687075. Landspítalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl. 20.00. Kvennadeildin: kl. 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Alla daga vikunnar kl. 15- 16. Heimsóknartími fyrir feður kl. 19.30-20.30. Bamaspitali Hringsins: Kl. 13-19 alla daga. Öldrunaríækningadeild Landspitalans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomulagi. - Landa- kotsspítali: Alla virka kl. 15 til kl. 16 og kl. 18.30 til 19.00. Barnadeild 16-17. Heimsóknartími annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. - Borg- arspftalinn í Fossvogi: Mánudaga til föstudaga kl. 18.30til 19.30ogeftirsamkomulagi. Álaug- ardögum og sunnudögum kl. 15-18. Hafnarbúðin Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvíta- bandið, hjúkrunardeild: Heimsóknartimi frjáls alla daga. Grensásdeild: Mánudaga ti föstu- daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnu- daga kl. 14- 19.30. - Heilsuvemdarstöðin: Kl. 14 til kl. 19. - Fæðingarheimili Reykjavikur: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Kleppsspítali: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19.30. - Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. Kópa- vogshaslið: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. - Vifilsstaðaspítali: Heimsóknar- timi daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - Sl Jósepsspítali Hafnarfirðl: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sunnuhlið hjúkrunarheimili I Kópavogi: Heim- sóknartimi kl. 14-20 og eftir samkomulagi. Sjúkrahús Keflavíkuriæknishéraðs og heilsu- gæslustöðvar: Vaktþjónusta allan sólarhring- inn. Simi 14000. Keflavik-sjúkrahúsið: Heim- sóknartimi virka daga kl. 18.30-19.30. Um helgarog á hátiðum: Kl. 15.00-16,00 og 19.00- 19.30 Akureyri-sjúkrahúsið: Heimsóknartimi alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00-20.00. A barnadeild og hjúkrunardeild aldraðra Sel 1: Kl. 14.00-19.00. Slysavarösstofusimi frá kl. 22.00- 8.00, slmi 22209. Sjúkrahús Akraness: Heimsóknartlmi Sjúkrahúss Akraness er alla daga kl. 15.30- 16.00 og kl. 19.00-19.30. Reykjavík: Seltjamames: Lögreglan sfmi 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Kópavogun Lögreglan slmi 41200, slökkvilið óg sjúkrabifreið simi 11100. Hafnarflörðun Lögreglan slmi 51166, slökkvilið og sjúkrabifreiö simi 51100. Keflavík: Lögreglan slmi 15500, slökkvilið og sjúkrabill slmi 12222, sjúkrahús 14000, 11401 og 11138. Vestmanneyjan Lögreglan, slmi 11666, slökkvilið sími 12222 og sjúkrahúsiö simi 11955. Akureyri: Lögreglan símar 23222, 23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið sím' 22222. (safjöröur: Lögreglan sími 4222, slökkvilið simi 3300, brunaslmi og sjúkrabifreið slmi 3333.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.