Tíminn - 02.03.1991, Blaðsíða 4

Tíminn - 02.03.1991, Blaðsíða 4
leitar Alsír Franskt dagblað: Saddam hælis V Franska dagblaðið Le Monde skýrði frá því í gær að Saddam íraks- forseti hefði beðið stjórnvöld í Alsír um hæli í landinu. Dagblaðið, sem talið er hafa góð sambönd í Alsír, sagði ástæðuna vera bitur- leiki vegna lítils stuðnings frá sovéskum yfirvöldum í Persaflóadeil- unni. Dagblaöið sagði að stjórnvöld í Aisír væru ekki auðfus að veita Saddam hæli en þau gætu ekki annað þar sem hann nyti mikilla vinsælda meðal al- mennings í landinu. Blaðið sagði að Saddam hefði valið Alsír frekar en t.d. Jemen og Súdan sem komu til greina þar sem Alsír væri lengst frá Israel en hann óttast hefndaraðgerðir af hálfu ísraels- manna að sögn blaðsins. Le Monde segir að frönskum stjórn- völdum sé kunnugt um þetta og Iík- lega hafi stjómvöld í Alsír sagt þeim frá þessu. En franska utanríkisráðu- neytið neitaði að tjá sig um fréttina í blaðinu í gær. Þá segir blaðið að Baath- flokkurinn sé að reyna telja Saddam hughvarf en ef Saddam fer þá segir blaðið að Tareq Aziz núverandi utanríkisráherra ír- aks taki við af honum eða einhver af hershöfðingjunum. Le Monde grein- ir einnig frá því að kona og börn Saddams séu í Máritaníu en yfirvöld þar neita því. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var spurður um frétt Le Monde. Hann sagðist ekkert vita um þetta mál nema það sem stæði í blaðinu. Hann vildi ekki segja til um hvort bandamenn mundu sækja að Saddam ef hann færi í útlegð. Útvarpið í Bagdad skýrði frá því í gær að Saddam hefði fengið orðsendingu frá súdönskum yfirvöldum í gær þar sem þau lýstu yfir fullum stuðningi við hann. Útvarpið minntist ekkert á frétt Le Monde. Reuter-SÞJ Saddam á fúndi með ráðgjöfum sínum. Svarti kass- inn“ í bifreiðar Nú er búið að hanna tæki fyrir bif- reiðar sem er samsvarandi því í flug- vélum sem hefur verið kallað „svarti kassinn". Þetta tæki á að notast við rannsóknir á orsökum bifreiðaslysa og gefur ýmsar upplýsingar um að- draganda slyssins. Þrír kanadískir prófessorar hönn- uðu tækið og gefur það upplýsingar um hraða bifreiðarinnar rétt fyrir slysið ásamt stefnu hennar, styrk- leika árekstrarins og hvort brems- urnar hafi verið notaðar. Á slysstað er hægt að ná þessum upplýsingum úr tækinu með lítilli og meðfærilegri tölvu. Dr. Charlie Miller, einn af prófessor- unum, sagði að út frá þeim upplýs- ingum sem tækið gæfi væri hægt að reikna nokkuð líklega stefnu bílsins fyrir áreksturinn. Hann sagði að tæk- ið hefði verið prófað af opinberum aðilum og niðurstöðurnar hefðu sýnt að tækið væri nákvæmt og áreiðan- legt. Dr. Miller sagði að tækið mundi lík- lega koma til með að kosta minna en meðalbílaútvarpstæki. Reuter-SÞJ Gríöarlegt eignatjón hefur orðið í írak og Kúvæt Hér sést tankbfll sem klesst hefur á brúarieifar. Mikill þrýstingur á að Saddam segi af sér: HERSHÖFÐINGJ AR HITTAST Norman Schwarzkopf, yfirmaður herafia bandamanna við Persaflóa, mun vera í forsvari fyrir hershöfð- ingjum bandamanna þegar þeir hitta kollega sína úr íraska hemum til að ræða formlega lok stríðsins og frelsun stríðsfanga. Ákveöið hefur verið að viöræðumar hefjist í dag. George Bush, forseti Bandaríkj- anna, sagðist ánægður með hve ír- akar vom fljótir að samþykja fund- inn milli hershöfðingjanna. Hann bjóst við að írakar mundu nú fara að öllum skilmálum bandamanna. Ör- yggisráð Sþ. fundaði í gærkvöldi um kröfur bandamanna um varanlegt vopnhlé en ekki var búist við að tek- in yrði afstaða um málið. Bush sagði að bandarískir hermenn mundu koma heim eins fljótt og hægt væri en talsmaður Hvíta húss- ins, Marlin Fitzwater, sagði að það gætu liðið margir mánuðir þangað til að hermennimir næðu til síns heima. Bush hefur vegið þungt að Saddam Hussein, forseta íraks. í viðræðum sínum við sendiherra Saudi-Arabíu í Washington sagðist hann óbeint vonast til að írakar steyptu Saddam af stóli. John Major, forsætisráðherra Bretlands, sagði að ógn stafaði af írökum meðan Saddam væri við völd. „Við vonumst innilega til að hans eigið fólk sjái um hann á þann hátt sem hann á svo sannarlega skil- ið,“ sagði Major. Arabískir stjórnmálasérfræðingar segja að Egyptar, Sýrlendingar og ríkin sex við Persaflóa muni ekki þola að Saddam verði áfram við völd en þeir benda einnig á þá staðreynd aö Saddam afsali sér ekki völdum svo auðveldlega. „Enginn haröstjóri ger- ir það ... hrakning hans frá völdum getur orðið blóðug," sagði egypskur stjórnarerindreki. Margir í írak eru mjög óánægðir með Saddam en láta ekki bera mjög mikið á því. Tálið er að óánægjan magnist til muna þegar leifamar af hernum koma heim. í áraraðir hefur Baath-flokkur Saddams haldið uppi áróöri fyrir honum. Nú eru spiluð lög í útvarp- inu í Bagdad og texti þeirra segir að Saddam sé vinsæll og verði áfram við völd. Opinbera útvarpið í íran kenndi Saddam Hussein um Persaflóastríðið og þjáningar írösku þjóðarinnar og telja að þess verði ekki langt að bíða að þjóðin láti hann syara til saka. En útvarpið sagði að írakar og aðrir múslimar mundu ekki líða vem bandarísks hers í írak. Grimmdarverk íraskra hermanna koma í ljós Nú þegar írakar hafa verið hraktir frá Kúvæt koma grimmdarverk íraskra hermanna í Ijós. Stærsta sjúkrahúsið í Kúvætborg opnaði líkhúsið fyrir fréttamönnum í gær og sýndi 41 afskræmdan mann sem íraskir hermenn höfðu pyntað til dauða. Búið var að stinga augun úr mörg- um. Brunasár og sár eftir hnífa vom og algeng og byssukúlur vom í mörgum líkunum. „Við viljum að heimurinn trúi því sem við höfum verið að segja," sagði dr. Abdul Beh- behani þegar hann virti fyrir sér mann sem hafði verið skotinn í eyr- að, skorinn á háls og brenndur á IDAG Bandaríkin: Brando situr sumum stöðum inn að beini. „Þessir írakar em stríðsglæpamenn," hróp- aði hann. Vitað er til þess að írakar tóku kven- sjúkdómalækni, sem gmnaður var um að hjálpa andspymuhreyfing- unni, og skáru úr honum augun og létu hann hanga fyrir framan heimili sitt í þrjá daga öðmm til viðvömnar. Allar þær olíulindir sem vom í notkun þegar írakar gerðu innrás í Kúvæt þann 2. ágúst hafa verið skemmdar. Eldur logar í þeim flest- um. Musah al-Yaseen, framkvæmda- stjóri Kúvæska olíufélagsins, sagði að bandamenn hefðu skemmt ein- hverjar í loftárásunum en mestar skemmdir hefðu írakar unnið. Reuter-SÞJ inni í Christian Brando, sonur Marl- ons Brando, var í gær dæmdur í tíu ára fangelsisvist fyrir að myrða elskhuga hálfsystur sinnar. Christian Brando viðurkenndi í síðasta mánuði að hafa skotið elskhugann, Dag Drollet, til bana. Christian var undir áhrifum kóka- íns og alkóhóls og þegar hálfsystir hans, Cheyenne Brando, sagði honum að Dag hefði barið sig 10 ár skaut Christian hann í andlitið. Við réttarhöldin kom fram að móðir Christians hafði barið hann í æsku og Marlon Brando, sem m.a. hefur fengið óskarsverðlaun fyrir leik sinn í „On the Water- front" og Guðföðurnum, sagði að Christian hafi átt við tilfinninga- vandamál að stríða í æsku vegna ósættis foreldra sinna. Reuter-SÞJ Fréttayfirlit Níkósía - Bandamenn og mangir leiðtogar f arabaheiminum vilja koma Saddam Hussein fraks- forsta fra völdum. Hershöföingjar bandamanna og fraka hrttast í dag til að ræða um varanlegt vopna- hlé. Sflómvöld í Bagdad sökuðu Bandaríkin um að styrkja her sinn í Suöur-frak og kröföust þess að hann færi þegar í staö úr landinu. Bnhverjar skærur voru mílli her- deilda bandamanna og fraka. Tal- ið var að eínhverjar herdeíldir fraka vissu ekki um skipun Saddams um að hætta bardögum. Kúvætborg - Læknar á stærsta sjúkrahúsinu í Kúvætborg sýndu fréttamönnum í gær afskræmd iik kúvæskra borgara en þeir sögðu að íraskir hermenn heföu pynt þá til dauða. Allar þær olfulindir sem voru í notkun f Kúvæt þegar frakar réðust inn í landið þann 2. ágúst eru skemmdar eför fraka aðallega en einhveijar eftir loftárásir banda- manna. Riyadh - Andspymuhreyfingin f Kúvæt var allan tímann frá innrás fraka í landið í sambandi við leyni- þjónustu Bandaríkjahers og gáfú mikilvægar upptýsingar um skot- mörk og atferii íraskra hemrranna í Kúvæt, að sögn bandarískra her- yfirvalda Belgrad - Ailir fbrsetar iýðvelda Júgóslavíu, nema forseti Króatíu, og leiðtogar Júgóslavíu hittust i gærtíl að ræða um lausnir á þeim ógnum sem steðja að rikjabanda- laginu. Króatar sögðu sig úr ríkja- bandalaginu á fimmtudag. Stokkhólmur - SAS-flugfelagið hefur ákveðið að hefia að nýju þann 16. mars áæflunarflug milli Kaupmannahafhar og Tel Aviv en flugfélagið hætti að fljúga þessa leið þann 9. janúar síöastliðinn. Moskva - Sovésk sfjómvöld hafa ákveðið að leysa stór ríkisfyrirtæki sem sjá um inrv og útflutning ým- issa vara upp i smærri einingar, að sögn útlends stjómarerindneka. Simak, Tyrldandi - Hermenn í brynvörðum bifreiðum voru við gæslu í Simak í gær eftír að róstur í bænum höfðu verið bæidar niður með þeim afleiðingum að a.m.k. þrír létu Irfið. Reuter-SÞJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.