Tíminn - 02.03.1991, Blaðsíða 13
Lindu Kozlowski fínnst ekkert sjálfsagöara en að stjana viö manninn sinn, segir hann!
Linda þarf nú að stjana
við Krókódíla-Dundee
Ástralski leikarinn Paul Hogan
stökk upp á alþjóðlegan stjörnu-
himin þegar hann lék Krókódfla-
Dundee í samnefndri kvikmynd.
Þar var hann í hlutverki ástralsks
náttúrubarns sem bjargaði
bandarískri blaðakonu úr ýmsum
hættum í óbyggðum Ástralíu.
Með hlutverk blaðakonunnar fór
Linda Kozlowski.
Framhald var gert af myndinni
og gerðist það í New York. Enn
fóru sömu leikarar með hlutverk
og þessi nána og langa samvinna
leiddi til þess að Paul sagði skilið
við sína ektakvinnu, Noelene,
sem hann hafði verið giftur í 30
ár, og giftist Lindu.
Sennilega hefur Linda ekki alveg
séð fyrir út í hvað hún var að fara,
en eftir 10 mánaða hjónaband
liggur alveg ljóst fyrir hvert hlut-
verk hennar í því sambandi er.
Hún á bara að stjana við mann
sinn og þjóna honum til munns
og handa. Paul hefur nefnilega al-
veg ákveðnar skoðanir á hlut-
verkum kynjanna.
„Konur eiga að leggja sig fram
um að þjóna mönnum sínum og
stjana við þá. Þá getur verið að
þeir geri eitthvað fyrir þær í stað-
inn,“ segir hann. Paul segir að
bandarískir karlmenn séu mestu
dulur sem láti það viðgangast að
vera teymdir um af kvenfrelsis-
konum sem brenni brjóstahald-
arana. „Þetta byrjaði fyrir meira
en 20 árum í Ameríku, þegar
konur fóru að berjast fyrir kven-
frelsi. Ég segi bara til fjandans
með kvenfrelsi!"
Reyndar segir Paul að konur hafi
enga hugmynd um hvað þær vilji.
Þær segist vilja karlmenn sem
séu „mjúkir" og gráti, en þegar til
kastanna komi verði þær fokillar
ef þeir rjúka ekki til og skipti um
dekk fyrir þær. Hann segist sko
vita hvað konur vilji, enda hafi
hann verið giftur í 30 ár og eigi
fimm börn og eitt barnabarn.
Linda, sem segist eiga skraut-
lega fortíð í götugenginu „Fam-
ily“, virðist vera hin ánægðasta
með að vera bara kona Pauls
Hogan, auðmjúk og undirgefin,
enda veit hún sem er að fjölmarg-
ar konur vildu vera í hennar spor-
um, þrátt fýrir allt.
GGr eiBtÆUflar^aötœ^jfSriars 1991
.„I,rjDÍM§n 25
Krókódíla-Dundee, réttu nafni Paul Hogan, segist alveg vita hvemig karla konur vilja, enda hafí hann
verið giftur Noelene í 30 ár og eignast með henni fimm böm.
KRAFT VERKRÆRI ^ - ÞESSI STERKU
HLEDSLUVÉLAR
20-900
SKRÚFJÁRN
Gerð 221OH
- 3,6 volta mótor
- hraöi 180 sn./mín.
- báðar snúningsáttir
- þyngd 500 grömm
IÐNAÐARBORVÉL
Gerð 2735H
- 12 volta mótor
- 10mmpatróna
- 2ja gíra drif
- 5 þrepa átakskúplinci
- stiglaus hraöarofi fra
0 - 500/1650 sn./mín.
- báöar snúningsáttir
- hleðslutími rafhlööu 1 klst.
EIGUM ÁVALLT FJÖLBREYTT ÚRVAL SKIL RAFMAGNS-
HANDVERKFÆRAOG FYLGIHLUTA JAFNT TIL
IÐNAÐAR- SEM HEIMILISNOTA
ÞAÐ BORGAR SIG AÐ NOTA ÞAÐ BESTA
Þekking Reynsla Þjónusta
FALKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670
MENNTAMALARAÐUNEYTIÐ
Styrkir til
háskólanáms á
Ítalíu og í Kína
ftölsk stjómvöld bjóða fram styrki handa (slendingum
til náms á Ítalíu á háskólaárinu 1991-92. Styrkirnir eru
einkum aetlaðir til framhaldsnáms eða rannsókna við
háskóla að loknu háskólaprófi eða til náms við listahá-
skóla. Styrkfjárhæðin nemur 800.000 lírum á mánuði.
Stjómvöld Alþýöuiýðveldisins Kína bjóða fram styrk
handa íslendingi til háskólanáms í Kína skólaárið
1991-92. Jafnframt hafa kínversk stjómvöld tilkynnt að
íslenskum námsmönnum verði gefinn kostur á náms-
dvöl þar í landi án styrks.
Umsóknum um ofangreinda styrki, ásamt staðfestum
afritum prófskírteina og meðmælum, skal skilað til
menntamálaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4, 150
Reykjavík, fyrir27. mars nk. á sérstökum eyðublöðum
sem þar fást.
Menntamálaráðuneytið,
28. febrúar 1991.
MENNTAMALARAÐUNEYTIÐ
Fjárveiting úr
íþróttasjóði
Samkvæmt lögum um breytingu á verkaskiptingu ríkis
og sveitarfélaga nr. 87/1989 veitir Alþingi áriega fé í
íþróttasjóð.
Framlög úr íþróttasjóði skal veita til sérstakra verkefna
á vegum íþróttafélaga eða íþróttasamtaka í því skyni
að bæta aðstöðu til íþróttaiökana, sbr. Reglugerð um
íþróttasjóð nr. 609/1989.
Tekið skal fram að ekkert liggur fyrir um fjárveitingar til
sjóðsins 1992, en þær eru ákveðnar í fjárlögum hverju
sinni til eins árs í senn. Felur árleg fjárveiting þannig
ekki í sér skuldbindingar um frekari styrkveitingar.
Umsókn um stuðning úr íþróttasjóði vegna fjárveitinga
ársins 1992 þurfa að berast fyrir 1. maí nk. íþrótta-
nefnd ríkisins, menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu
4, 150 Reykjavík.
Með umsóknum þarf að fylgja greinargerð um fyrir-
hugað verkefni.