Tíminn - 02.03.1991, Blaðsíða 3
Laugardagur 2. mars 1991
Tíminn 3
Hætt við stofnun nýs
orkusölufyrirtækis?
Minni líkur eru nú taldar á aö stofnað verði sérstakt fyrirtæki um
þær virkjanir sem ráðast þarf í ef af byggingu álvers verður á Keilis-
nesi. Jóhannes Nordal, formaður stjórnar Landsvirkjunar, sagði að
ef þessi leið yrði farin myndi lánsfé verða dýrara og virkjunarfram-
kvæmdirnar dýrari. Þess vegna færi áhugi manna á þessari leið
minnkandi, en ekki væri þó búið að afskrifa hann með öllu.
Ýmsir telja að það sé skynsamlegt að
stofna nýtt orkuöflunarfyrirtæki sem
sjái um að virkja og selja orku til
stóriðju. Með því verði dregið úr
áhættu. Bent hefur verið á að óæski-
legt sé að blanda saman sölu á raf-
magni sem íslendingar nota sjálfir og
orkusölu til stóriðju. Eitt orkusölu-
fyrirtæki til stóriðju tryggi að við-
skiptin við hina erlendu aðila standi
ein undir kostnaði við virkjunar-
framkvæmdir. Ekki verði hætta á að
almenningur verði látinn niður-
greiða rafmagn til stóriðju, en sumir
telja að það hafi verið gert, en aðrir
mótmæla því. Ef stofna á nýtt orku-
sölufyrirtæki yrði það fyrirtæki að
taka lán á hærri vöxtum en Lands-
virkjun vegna þess að um nýtt og
eignalaust fyrirtæki yrði að ræða.
Nýja orkusölufyrirtækið yrði þá í
svipaðri stöðu og Atlantsál sem á að
byggja og reka álverið. Atlantsál á að-
eins kost á dýrum og óhagstæðum
lánum og það er ein af ástæðunum
fyrir því að samningar um byggingu
álvers hafa tafist.
Horfur eru á að mjög litlar fram-
kvæmdir verði á vegum Landsvirkj-
unar á Fljótsdalshéraði og við Búrfell
í sumar, en fyrirhugað var að fram-
kvæma þar fýrir milljarða í sumar.
Nú eru hins vegar Iitlar líkur á að
gengið verði frá álsamningum fyrr en
í haust. Ekki hefur verið tímasettur
neinn samningafundur við Atlantsál,
en stjórn Landsvirkjunar er þó í sam-
bandi við álfyrirtækin þrjú. -EÓ
Ráðstefna
um jöfnun
atkvæðisréttar
Samtök sveitarfélaga á höfuð-
borgarsvæðinu og Samband sveit-
arfélaga á Suðurnesjum halda ráð-
stefnu um jöfnun atkyæðisréttar
laugardaginn 2. mars í íþróttahús-
inu í Bessastaðahreppi.
Til hennar er boðið öllum alþing-
is- og sveitastjórnarmönnum í
Reykjavíkur- og Reykjaneskjör-
dæmum. Ráðstefnan hefst kl. 10.
Þorkell Helgason prófessor og Jón
Steinar Gunnlaugsson flytja ræð-
ur. Þar á eftir lýsa efstu menn á
framboðslistum þeirra stjóm-
málaflokka, sem eiga þingmenn í
kjördæmunum, viðhorfum sín-
um. Að lokum verða umræður.
(Fréttatilkynning)
Ingi B. Ársælsson vekur athygli á meintum rétt-
indabrotum í tengslum við þing Norðurlandaráðs:
ISLENDINGUR KYNNIR
MAL SITT ERLENDIS
Ingi B. Ársælsson, fyrrum starfsmað-
ur ríkisendurskoðunar, hefur verið í
Kaupmannahöfn á þingi Norður-
landaráðs og vakið þar athygli þing-
fulltrúa og fréttamanna á málarekstri
sem hann stendur í hér heima.
Það mun vera einsdæmi að einstak-
lingur frá íslandi telji sig þurfa að
leita réttar síns með þessum hætti.
Ingi og lögmaður hans telja að brot-
in hafi verið á Inga mannréttindi, en
stjórnvöld og æðstu embættismenn
hér á íslandi hafa ekki sinnt málinu
eða vísað því frá sér. Málarekstur
Inga B. er við fjármálaráðuneytið og
varðar meinta fýrirvaralausa brott-
vikningu Inga úr starfi hjá Ríkisend-
urskoðun og samninga sem gerðir
voru í kjölfar þess um starfslok.
Að sögn Inga B. Ársælssonar hafa
nokkrar erlendar fréttastofur sýnt
máli hans áhuga, einkum vegna
hugsanlegrar tvöfeldni hjá íslend-
ingum sem væru í fararbroddi til
stuðnings mannréttindum í Eystra-
saltsríkjunum. Það hafi því e.t.v.
ekki komið á óvart að sovéska press-
an virtist einna áhugasömust, þó
fleiri fréttastofur væru að kanna
málið.
Á Alþingi liggur fýrir fýrirspurn frá
nokkrum þingmönnum sem varðar
mál Inga B. Ársælssonar, m.a. um
það hvernig opinbert skjal úr fjár-
málaráðuneyti geti horfið og tilvist
þess verið neitað fýrir dómi og síðan
nokkrum árum síðar komi skyndi-
lega fram staðfesting á tilvist þess frá
fjármálaráðuneytinu. Eftir því sem
Tíminn kemst næst mun dómsmála-
ráðherra svara þessari fýrirspurn í
næstu viku.
Amfetamínsmyglarinn:
Dómari úrskurðaði í gær, að
kröfu lögreglunnar, mannlnn
sem handtekinn í iýrradag með
rúmt kfló af amfetamínl í fórum
sínum. Hann var úrskurðaður í
14 daga gæsluvarðhald.
Síðdegis í fyrradag var umrædd-
ur maður handtekinn fyrir utan
heimili sitt í Þingholtunum í
Reykjavík. Þá var hann að koma
frá úr flugfraktafgreiðslu Flug-
leiða þar sem hann sótti lítið
stofuborð en í botni þess var
góssið falið. Sendingin kom frá
Luxemborg en talið er að efnið
hafi verið keypt í Hollandi. Mað-
urinn hefur viðurkennt að hafa
staðið að innilutningi þessum.
Tveir menn til viðbótar voru
handteknir vegna þessa máls en
að sögn Bjöms Halldórssonar hjá
fíkniefnalÖgreglunni þóttu ekki
nægileg rök til að krefjast varð-
halds á þeim.
Magnið sem hér um ræðir er
1.050 grömm og því um 1.000
til 2.000 skammtar. Algengasti
í nefið, en cinnig eru sprautur
notaðar.
Amfetamín er í einstaka tilfell-
um notað hér á landi sem lyf til
dæmis gegn svefnsýki en þá með
sérstöku leyfí landlæknis. Ann-
ars telst það vera fíkniefni sem
mikil ávanahætta fylgir. Það get-
ur valdið ofsóknaihugmyndum,
auk þess sem það verkar öreandi
á míðtaugakerfið. -sbs.
>
í* Ssg 5j.
I'ap $ ■
j 'W y
fwwwá
illiw
s ® *
W ’ m i i m.
WliW M
.
r m m m m
mw w m m m
STÓRKOSTLEGIR
PÁSKAR í
Páskaferðin okkar í ár er ekki af verri endanum.
Farið verður til Túnis og dvalið á lúxushóteli,
HOTEL ROYAL SAHARA BEACH.
Þá lúxusaðstöðu sem hótelið hefur upp á að
bjóða er of langt mál að telja upp, en þ.am. eru
tennis- og golfvellir, kvöldskemmtanir, og
kabarettar fyrir unga sem aldna.
Farið verður 26.
mars og dvalið í
hálfan mánuð eða
þrjár vikur, komið
heim 9. eða 16. apríl
Leitið upplýsinga hjá skrifstofunni
FERDA&WLhf
LINDARGÖTU14 -105 REYKJAVÍK
SÍMAR 14480 -12534