Tíminn - 02.03.1991, Blaðsíða 7
in af hvoru tveggja." í hans
huga er enginn efi um það að ís-
land sé kostaríkt og byggilegt
land, en geri kröfu til þjóðarinn-
ar um að þekkja landið og kunna
að nýta það. Hann segir svo:
„Landið býður þjóðinni að vísu
ákveðna kosti, en hvað hún velur
af þeim og hvernig hún færir sér
gæði landsins í nyt, það er að
miklu leyti undir henni sjálfri
komið. Þetta á jafnt við, hvort
sem litið er á afstöðu landsins til
annarra landa, efni þess og öfl,
loftslag eða landslag. Þjóðin get-
ur ekki flutt land sitt úr stað, en
hve fljótt má komast þaðan til
annarra landa, fer eftir sam-
göngutækjum, en þau fara eftir
dugnaði þjóðarinnar.
Hér á íandi t.d. verður mikill
hluti þjóðarinnar að lifa á kvik-
fjárrækt og fiskveiðum, en á
hvorn þessara atvinnuvega
menn leggja meiri stund, hvern-
ig þeir fara með skepnurnar,
hvaða veiðarfæri þeir nota
o.s.frv., því ráða þeir sjálfir.
Loftslagið neyðir til að gera hús
til varnar gegn kulda, stormi og
úrkomu, en hvort þau eru aðal-
lega gerð úr torfi og grjóti, stein-
steypu eða tré og í hvaða stíl þau
eru, því ráða menn sjálfir.
Menn verða að komast um land-
ið, en hvort menn fara um veg-
leysur á hestum eða gera sér
vegi, hvort þeir sundríða vötnin
eða gera sér ferjur eða kláfa,
hvort þeir gera sér akvegi eða
járnbrautir eða fljúga, því ráða
þeir nú sjálfir. Árstíðirnar ráða
því að miklu leyti, hvað vinna má
á hverjum tíma, en vinnubrögð-
unum ráða menn sjálfir.
Hvert veður hefur sín áhrif á
ástand manna, andlegt og líkam-
legt, ef þeir gefa sig þeim á vald,
kuldinn hefur sín áhrif, hitinn
sín, stormurinn sín, súldviðrin
sín o.s.frv., en hvort mönnum
verður of kalt í kulda, of heitt í
hita, hvort stormurinn eða súld-
in fær vald yfir skapinu, það fer
að miklu leyti eftir því hvernig
menn klæðast, hvað þeir hafast
að og hvað þeir hugsa.
Líkt er með landslagsáhrifin.
Hvort menn njóta þess náttúru-
unaðar, er landið býður, fer eftir
fegurðarskyni þeirra og athygli á
slíkum hlutum. í stuttu máli,
landið neyðir til sumra hluta og
gefur tækifæri til annarra, en
hve langt nauðungin nær og hve
vel tækifærin eru notuð, það fer
eftir því, hvernig þjóðin er á
hverjum tíma. Þess vegna farn-
ast sömu þjóð misvel í sama
landi á ýmsum tímum eftir því á
hvaða menningarstigi hún
stendur, þó kjörin, sem landið
býður, séu svipuð fyrr og síðar.“
Háskólarektorar tala
Hugleiðing dr. Guðmundar
Finnbogasonar um „viðskipti
þjóðar við land sitt“, eins og
hann orðar það, er bæði lengri og
ítarlegri en hægt sé að vitna til í
blaðagrein. Hann sýnir fram á að
íslendingar eiga ekki verra land
en aðrir, en segir jafnframt að
þau „gæði, sem landið geymir,
eru sem þau væru ekki til, meðan
þjóðin kemur ekki auga á þau, og
þekkingin er leið allra fram-
kvæmda.“ í því sambandi vfkur
hann að því að farsæld þjóðar-
innar sé undir því komin „að
þekkja náttúru lands vors og
sjávarins kringum það“.
Þegar Guðmundur Finnboga-
son, háskólarektor þess tíma,
samdi ritgerð sína fyrir 70 árum
fannst honum ýmislegt skorta á
slíka þekkingu, en þá má líka
spyrja hvort enn sé ekki svo, að
menn ráðist í framkvæmdir án
þess að hafa náttúruþekkingu að
grundvelli athafna sinna.
Á nýafstaðinni brautskráningar-
hátíð í Háskóla íslands vék nú-
verandi háskólarektor, dr. Sig-
mundur Guðbjarnason, að sama
hugleiðingarefni í ávarpsorðum
sínum til þeirra sem nú voru að
ljúka háskólaprófi. Ræða rektors
birtist í Tímanum sl. þriðjudag.
Þótt hann vekti einkum athygli á
að enn væri þörf á að auka þekk-
ingu á lífríki hafsins umhverfis
landið, mætti allt eins nota þá at-
hugasemd um þekkingu manna á
náttúru og lífríki landsins sjálfs.
Ekki verður séð að það sé nátt-
úruþekking sem alltaf er látin
ráða verklegum framkvæmdum
og ráðagerðum um þær á land-
inu sjálfu. Það er a.m.k. ekki
náttúruþekking og nærfærni við
náttúruna sem sýnist ráða ferð-
inni hjá þeim sem ætla að gera
hálendi íslands að vettvangi stór-
framkvæmda langt fram yfir það
sem nauðsyn krefur. Slíkt fram-
ferði er reist á þeirri villukenn-
ingu að maðurinn eigi að leggja
náttúruna undir sig í stað þess að
virða þá lífsspeki að maðurinn
vinni með náttúrunni og fyrir
hana.
En víkjum að öðru efni.
Danski flotinn kveður
Nýlega kom danska varðskipið
Vædderen (Hrúturinn) í eins
konar kurteisisheimsókn til
Reykjavíkur sem jafnframt var
kveðjuheimsókn, því að þetta var
síðasta ferð skipsins um norður-
höfin þar sem það hafði gegnt
landhelgisvörslu og björgunar-
störfum um langt skeið við Fær-
eyjar. Skipið er orðið gamalt og
þykir ekki lengur fært um að
sinna hlutverki sínu.
Vædderen hefur ekki einasta
tengst íslensku landhelgisgæsl-
unni með góðu samstarfi og oft
komið við sögu íslenskra sjófar-
enda í sjávarháska, heldur á hann
virðulegan sess í íslandssögunni,
því að á því skipi komu Danir
færandi hendi þegar dýrmætustu
íslensku handritin voru færð ís-
lendingum til varðveislu vorið
1961 og flutt með viðhöfn á
þessu danska herskipi eftir að
hafa prýtt dönsk bóka- og skjala-
söfn öldum saman.
Kveðjuheimsókn Hrútsins er
því tilefni til þess að rifja upp hin
aldalöngu tengsl íslands og Dan-
merkur, ekki síst sjálfstæðisbar-
áttuna, sem íslendingar háðu við
Dani á 19. og 20. öld, sem endaði
með stofnun lýðveldis 17. júní
1944. Áður höfðu Danir viður-
kennt ísland sem fullvalda og
sjálfstætt ríki í konungssam-
bandi við Danmörku 1. desember
1918. í sambandslögunum var
eigi að síður gert ráð fyrir að
Danir færu með utanríkismál ís-
lands samkvæmt sérstöku um-
boði og önnuðust landhelgis-
gæslu. Heimsstyrjöldin 1939-
1945 breytti þó þeirri skipan, því
að utanríkismálin tók íslenska
ríkisstjórnin í sínar hendur við
þær aðstæður sem skapast höfðu
við hernám Danmerkur 1940 og
að sjálfsögðu batt það endahnút-
inn á landhelgisgæslu Dana við
ísland, sem reyndar var orðin
hverfandi og aðeins nafnið tómt,
því að íslendingar höfðu þegar
upp úr 1920 og alla götu síðan
lagt metnað sinn í að efla svo
innlenda landhelgisgæslu að þeir
væru einfærir um þann þátt
landvarna sinna.
Efling landhelgisgæslunnar er
eitt af afrekum „fullveldistíma-
bilsins" 1918-1944. Með henni
vildu íslendingar sýna í verki að
þeir stefndu að því að treysta full-
veldi sitt og gera ákvæði sam-
bandslaganna um danska land-
helgisgæslu við ísland að dauð-
um bókstaf. Það tókst með þeim
ágætum sem sagan er til vitnis
um, ekki síst þegar mest á reyndi
í 30 ára landhelgisdeilu við Breta
og ýmsar Evrópuþjóðir, sem ekki
lauk fyrr en 1976 og ætti því að
vera þjóðinni í fersku minni.
... til þess er sagan ...
Eins og fjallað hefur verið hér á
undan um þann auð sem ísland á
í náttúru landsins og hversu
brýnt er að þjóðin þekki náttúru-
farið og landsgæðin, eins og
heimspekingurinn dr. Guðmund-
ur Finnbogason lagði svo ríka
áherslu á fyrir 70 árum þegar
hann var háskólarektor og nú-
verandi rektor Háskóla íslands
brýnir fyrir nemendum sínum og
þjóðinni allri á líðandi stund, er
ekki síður nauðsynlegt að þekkja
sögu þjóðarinnar og láta þá þekk-
ingu nýtast í þágu farsæls þjóð-
lífs, menningar og stjórnmála.
Nú er það að vísu ekki sambæri-
legt að ætla sér að öðlast sögu-
þekkingu til þess að beita henni
við hagnýt viðfangsefni eins og
þekking á náttúru- og raunvis-
indum er undirstaða verklegra
framkvæmda.
En hvað sem segja má um tak-
markanir sagnfræðinnar sem
hagnýtrar vísindagreinar, felst
sannleikurinn um „söguna" í
spaklegum orðum Kristjáns Eld-
járns, forseta íslands, á 50 ára af-
mæli fullveldisins 1. desember
1968, að „til þess er sagan að vér
megum skilja hvar vér stöndum.
Sú gata, sem er gengin, skal
vera til leiðsögu á þeirri braut,
sem fram undan er.“
Söguþekking nýtist því til þess
að auka mönnum dómgreind um
málefni sinnar eigin samtíðar,
„efla yfirlitsgáfuna" eins og góðir
uppfræðarar hafa löngum sagt að
væri inntak sannrar menntunar.
Söguþekking auðveldar mönn-
um að setja hvert mál í rétt sam-
hengi í tímans rás, ekki síst þeg-
ar um er að ræða nýliðinn tíma
eins og fyrri hluti þessarar aldar
er okkur núlifandi fólki.
Það er ekki annað en tilbúning-
ur, að skil hafi orðið í sögu ís-
lensku þjóðarinnar á síðustu ár-
um. Saga 20. aldar er órofin heild
að því leyti að öll megingildi ís-
lenskra stjórnmála eru hin sömu
1991 sem þau voru 1918 og 1944,
þau, að þjóðin þarf að vera vökul
í sjálfstæðismálum, gæta tungu
sinnar og menningar, varðveita
pólitískt frelsi sitt og fullveldi ís-
lenska ríkisins. Þjóðinni stafar
hætta af söguheimskum mönn-
um.