Tíminn - 02.03.1991, Blaðsíða 10

Tíminn - 02.03.1991, Blaðsíða 10
22 Tíminn Laugardagur 2. mars 1991 Lai í MINNING Leifur Trausti Þorleifsson Hólkoti Kvöld-, nætur- og heigidaqavarsla apóteka í Reykjavík 1. til 7. mars er í Árbæjarapóteki, og Laugamesapóteki. Þaö apótek sem fynr er nefnt anfnast eitt vörsluna frá kl. 2200 aö kvöldi til kl. 9.00 aö morgni virka daga en kl. 22.00 á sunnudögum. Upplýsingar um læknis- og lyQa- þjónustu em gefnar í síma18888. Fæddur 13. október 1911 Dáinn 24. febrúar 1991 Minningar frá barnæsku birtast gjarnan í huganum sem myndir á tjaldi, jafnvel eins og stutt atriði í kvikmynd. Myndin af Leifi á Hólkoti er ég sá hann í fyrsta sinn fyrir 34 árum stendur mér enn ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. Ólafsvíkurrútan stöðvaðist við af- leggjarann að bænum Hólkoti í Staðarsveit og út steig maður. Lítil stúlka, nýkomin í sveit til vanda- lausra, skynjaði að þar kom maður sem ungu heimasæturnar á bænum biðu með mikilli eftirvæntingu. Hann gekk heim á Ieið, hægum er ákveðnum skrefum, hallaði svolítið fram á við og var ekki laust við að hann stigi ölduna. Á andliti hans ljómaði elskulegt bros. Maðurinn var þreyttur, enda ný- kominn af sjónum, og lagði sig til svefns og svaf lengi, lengi. Yfir hon- um hvíldi einhver dulúð og þrátt fyrir ítrekaðar spurningar barnsins kom fátt annað í ljós en að maður- inn hét Leifur Þorleifsson og var bróðir húsfreyju, stundaði sjó- mennsku og var kominn heim yfir háannatímann til að hjálpa til við heyskapinn. Á annarri mynd, sem birtist á tjald- inu, situr hann í litla eldhúskrókn- um við gluggann, með birtuna í hnakkann og hellir á kaffikönnuna af ólýsanlegri alúð og gætni. Við hlið hans er opin skúffa full af skrúfum og furðuhlutum sem hann virðist geta breytt í hvað sem er ef á þarf að halda. Hjá honum sitja litlar stúlkur og borða hafragrautinn sinn og hann spjallar við þær á sinn sér- stæða hátt með glettni í augum og hefur samræðurnar gjarnan eitt- hvað á þessa leið: „Jæja, heillin mín, hvernig líst þér nú á ...?“ Þar var ekki hjalað um eitthvert ómerkilegt dægurmál eins og fullorðnum er gjamt þegar talað er við börn, held- ur var rætt um lífið og tilveruna og undur náttúrunnar; þarna fóru fram heimspekilegar samræður. Leifur hafði lag á að tala þannig við börn eða öllu heldur hlusta á þau, að þau fundu til sín og þorðu óhrædd að láta skoðun sína í Ijós, hversu kjánaleg sem hún var, án þess að eiga á hættu að verða að athlægi. Líklegast hefur þessi eiginleiki átt þátt í því að hann gat lokið því verki sem honum var kærast og talaði síð- ar um sem ævistarf sitt: hann smíð- aði sér bát sem hann gerði út á í mörg ár. Hann átti eldgamlan og lúinn tré- bát sem þótti góður til sjós, flutti hann heim að Hólkoti, reif hann í sundur borð fýrir borð og sneið nýtt í stað þess sem rifið var og kom því fyrir á sínum rétta stað. Ekki var vinnuaðstaðan góð og verkfæri af skornum skammti, en hann vandaði valið á efniviðnum. Oft þurfti hann að vera útsjónarsamur til að leysa tæknileg vandamál sem komu upp við smíðarnar og þá naut hann sín vel. Borðin voru negld saman með saumi sem varð að halda við á með- an hann var hnoðaður. Ekki var aðra hjálp að fá en telpuhnokkana á bæn- um sem krupu tímunum saman undir bátnum og studdu með slag- hamri við sauminn á meðan Leifur barði þvert á naglana. Enn er það nokkur ráðgáta hvernig hann gat fengið okkur til að eyða fríinu sem við áttum frá skyldustörfunum í að krjúpa þarna undir bátnum. Á milli þess sem hann smíðaði ræddi hann við okkur um alla heima og geima. Hann hafði mikinn áhuga á náttúruvísindum og undrum al- heimsins og hugsaði í miklu stærri víddum en margir samtímamenn hans, það skildi ég síðar. Á sjötta áratugnum var honum tíðrætt um hættu á gróðureyðingu, ofnýtingu fiskistofna og annarra náttúruauð- linda, ofbeit búfjár og ýmis þau efni sem menn eru að vakna til vitundar um nú um allan heim. Ekki skipti hann oft skapi, en þó átti hann til að taka kostulegar risp- ur þar sem hann æsti sig yfir heimsku mannanna. Þeim ræðum lauk alltaf á sama hátt með því að hann staldraði við, kímdi og sagði glettnislega: „Ja, nú varð ég reiður,“ svo var ekki rætt meira um það. í mínum huga var Leifur heims- maður. Ekki í venjulegum skilningi þess orðs, heldur vegna þess að hann hugsaði stórt og í víðu sam- hengi. Þetta er merkilegt fyrir þær sakir að hann var í eðli sínu einfari og síðari hluta ævinnar var hann einbúi á Hólkoti. Einhvern veginn hafði ég það alltaf á tilfinningunni að hann vildi lifa frjáls, utan við daglegar reglur sam- félagsins, stunda sínar veiðar og nærast og hvílast á þeim tímum sem honum hentaði, hvort sem það fór saman við hefðir annarra eða ekki og láta hverjum degi nægja sína þjáningu. Síðustu árin var hann reglulega heilsuveill, en vildi fyrir alla muni búa í koti sínu eins lengi og stætt var. Reyndar gerði hann það miklu lengur og ber að þakka það um- hyggju og hjálpsemi nágranna hans á næsta bæ, Bláfeldi, svo og dóttur hans og ættingjum. Þrátt fyrir það að oft var hann svo lasburða að hann gat ekki farið út úr húsi dögum saman, virtist hann aldrei einangrast í andanum. Við ræddumst oft við í síma á síðari ár- um. Þá viðraði hann hugmyndir sín- ar um merkilega hluti eins og upp- haf heimsins, stöðu heimsmála og samskipti íslands við aðrar þjóðir og velti jafnan upp nýjum og frumleg- um fleti á hverju máli. Leifur endaði ævi sína á afar tákn- rænan hátt. Hann lést um borð í gamla bátnum sínum sem hann var að vitja um eftir óveðrið á dögunum. Við hlið hans stóð bóndinn á Bláfelli sem alltaf hefur reynst honum vel. Það var engu líkara en hann væri að leggja af stað í sína síðustu siglingu. í þetta sinn ekki til fiskveiða, heldur á vit hins ókunna sem hann hafði velt svo mikið fyrir sér. Marta Ólafsdóttir Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu síðastliðinn sunnudag. Heilsa hans var orðin tæp um nokkur und- anfarin ár, en þó kom andlát hans svo snögglega, aðstandendum hans nokkuð á óvart. Leifur var fæddur á Búðum í Staðarsveit. Foreldrar hans voru hjónin Dóróthea Gísladóttir og Þorleifijr Þorsteinsson, sem þá höfðu nýlega byggt sér íbúðarhús á Búðum, nálægt þar sem Búðaós fell- ur í sjó fram, og nefndu húsið Vina- minni. Eina systur átti Leifur, Björgu, f. 6. júní 1919. Dóróthea og Þorleifur höfðu komið með Finnboga Lárussyni og konu hans Björgu Bjarnadóttur þegar þau keyptu Búðir 1906 og settust þar að og ráku þar útgerð, landbúskap og verslun. Þau komu frá Gerðum í Garði, þar sem þau höfðu stundað sams konar atvinnu. Þorleifur hafði verið formaður á bátum Finnboga þar í Garðinum og hélt áfram for- mannsstarfi í útvegi Finnboga á Búðum. Dóróthea var starfsstúlka hjá Björgu húsfreyju og vann einkum við innanbæjarstörf. Það voru mikil umsvif á stóru heimili þar sem voru mörg börn þeirra hjóna og margt starfsfólk við hinn umfangsmikla rekstur sem þar fór fram. Þorleifur þótti mjög laginn og heppinn sjómaður og stundaði sjó nokkuð alla sína ævi, en einnig var hann bóndi og stundaði búskapinn af umhyggju og snyrtimennsku. Leifur ólst upp hjá foreldrum sín- um, fyrst í Vinaminni og síðar á Hólkoti í Staðarsveit. 1914 keypti Þorleifur ásamt Þorsteini föður sín- um jörðina Hólkot og ráku þeir þar félagsbú um nokkur ár, þar til Þor- steinn og kona hans fluttu til Þuríð- ar dóttur sinnar, sem þá var farin að búa í Mávahlíð í Fróðárhreppi. Á yngri árum var Leifur fyrst og fremst víð bú foreldra sinna, en stundaði einnig sjó á vetrarvertíðum á Suðurnesjum og á vorvertíðum á Arnarstapa á Snæfellsnesi; einnig fór hann a.m.k. eitt sumar á síld- veiðar. Við fráfall föður síns, en hann lést í júlí 1938, mjög fyrir aldur fram, tók hann við bústjórn með móður sinni um fimm ára tímabil og var þá nokkuð bundinn við búskapinn. Árið 1940 eignaðist hann fjögurra smálesta opinn vélbát og stundaði róðra á honum frá Búðum þegar stundir gáfust. Dóróthea og Leifur leigðu jörðina 1943 Þórði Gíslasyni og Margréti Jónsdóttur sem bjuggu þar í tvö ár. Aftur tóku þau Dóróthea og Leifur við jörðinni og bjuggu þar í þrjú ár. 1948 leigðu þau jörðina þeim sem þetta ritar og bjó ég þar næstu tuttugu árin. Enn tóku þau Dóróthea og Leifur við jörðinni, héldu þar heimili en ráku ekki búskap með hefðbundn- um hætti. Dóróthea og Leifur höfðu tekið svo mikla tryggð við jörðina að þar vildu þau una ævi sinnar daga og stóðu við það og áttu þar heima til dauða- dags, enda bæði með fastmótaða skapgerð og vildu ekki bregðast ætl- unarverki sínu. Á þessum árum stundaði Leifur sjóróðra bæði frá Búðum og einnig Olafsvík, oftast einn. Bátinn sem hann keypti 1940 endurbyggði hann heima á Hólkoti á þeim árum sem hann var ekki við búskap. Heilsu Dórótheu var nú mjög tekið að hnigna og dvaldist hún oft síð- ustu árin hjá skyldfólki sínu og einnig öðru hverju á sjúkrahúsum. Hún lést í október 1982, á nítugasta og öðru aldursári. Eftir lát móður sinnar var Leifur oftast einn á Hólkoti. Öðru hverju brá hann sér þó á sjó á litlum piast- báti sem þeir áttu í félagi, hann og Leifur nafni hans í Mávahlíð. Heilsa Leifs var orðin mjög tæp síð- ustu árin. Hann var lengi búinn að þjást af bakraun og svo um árabil var hann mjög mæðinn og var með astma og átti erfitt með alla áreynslu. Ungur maður og fram eftir ævi var Leifur mjög kraftmikill og fylginn sér við öll störf og hlífði sér hvergi, enda kappsfullur og afburða afkasta- mikill, svo að á orði var haft að eng- inn vissi afl hans þegar hann vann að setningu báta í Arnarstapalend- ingu, en trúlegt er að þá hafi hann ofreynt á þrekið og ekki beðið þess bætur eftir það. Að leiðarlokum hef ég persónulega margs að minnast um löng sam- skipti okkar. Hann var ævinlega til- búinn að veita mér aðstoð við það sem ég var að fást við í búskapnum, þó einkanlega við byggingar, því hann var mjög laginn og reyndar góður smiður, þó ekki hefði hann lært sérstaklega til þeirra hluta. Þá var oft gott að njóta hjálpar hans við heyskapinn þegar mikið lá við að hirða hey undan rigningu. Hann vfl- aði ekki fyrir sér að vaka alla nóttina til þess að Ijúka verkinu svo vel mætti fara. Leifur var hygginn vel og hugsaði mikið um náttúru landsins og vildi að þjóðin væri meðvituð um þau gæði sem landið hefur að bjóða og væri gætin um meðferð gróðurs. Einkum var honum hugleikin skóg- rækt og hafði af litlum efnum hafið tilraun með gróðursetningu trjá- plantna í landareign sinni. Einnig hafði hann mjög mikinn áhuga á að íslenska þjóðin varðveitti vel sjálf- stæði sitt og afsalaði ekki forræði sínu yfir auðlindum landsins og menningararfleifð. Einar dóttur átti Leifur, Konný Breiðfjörð, og er hún búsetl hús- freyja í Reykjavík. Hún á tvö börn, pilt sem heitir Leifur og stúlku sem heitir Margrét. Þau hafa reynst Leifi mjög vel og hefur nafni hans verið mjög umhyggjusamur við afa sinn og veitt honum margar ánægiu- stundir í einsemdinni. Að lokum færi ég dóttur hans og fjölskyldu hennar og öðrum ætt- ingjum og vinum innilegar samúð- arkveðjur við fráfall Leifs og bið Guð að blessa þeim minninguna um traustan vin. Kristján Guðbjartsson Neydarvakt Tannlæknafélags Islands er starfrækt um helgar og á stórhátiöum. Slm- svari 681041. Hafnarijöröun Hafnarfjaröar apótek og Norö- urbæjar apótek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvern laug- ardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00- 12.00. Upplýsingar í símsvara nr. 51600. Akureyri: Akureyrar apótek og Stjömu apótek eru opin virka daga á opnunartlma búöa. Apó- tekin skiptast á slna vikuna hvorf aö sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opiö I þvi apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. Á helgidögum er opiö frá kl. 11.00- 12.00 og 20.00-21.00. Á öðrum tímum er lyfja- fræöingur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar I síma 22445. Apótek Keflavfkun Opið virka daga frá k. 9.00- 19.00. Laugardaga, helgidaga og almenna frf- daga kl. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Opiö virka daga frá kl. 8.00-18.00. Lokaö I hádeginu milli kl. 12.30- 14.00. Selföss: Selfoss apótek er opiö til kl. 18.30. Opið er á laugardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opið virka daga til kl. 18.30. Opið er á laugardögum kl. 10.00- 13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00. Garöabæn Apótekið er opiö rúmhelga daga kl. 9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. Læknavakt fyrir Reykjavfk, Seitjamames og Kópavog er I Heilsuvemdarstöö Reykjavikur alla virka daga frá kl. 17.00 til 08.00 og á laugardög- um og helgidögum allan sólarhringinn. Á Seltjamamesi er læknavakt á kvöldin kl. 20.00-21.00 og laugard. kl. 10.00-11.00. Lokaö á sunnudögum. Vitjanabeiðnir, símaráöleggingar og timapant- anir í sima 21230. Borgaispítaiinn vaktfrá kl. 08- 17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki- hefur heimilislækni eöa nær ekki til hans (siml 696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysadeild) sinnir slösuöum og skyndiveikum allan sólar- hringinn (sími 81200). Nánari upplýsingar um lyflabúöir og læknaþjónustu erugefnar i sim- svara 18888. Ónæmisaögeiöir fyrir fullorðna gegn mænusótt fara fram á Heilsuvemdarstöö Reykjavikur á þriðjudögum kl. 16.00-17.00. Fólk hafi meö sér ónæmisskírteini. Settjamames: Opið er hjá Tannlæknastofunni Eiöistorgi 15 virka daga kl. 08.00-17,00 og 20.00- 21.00, laugardaga kl. 10.00-11.00. Simi 612070. Gaiöabær Heilsugæslustöðin Garðaflöt 16-18 er opin 8.00-17.00, simi 656066. Læknavakt er I sima 51100. Hafnarflörðun Heilsugæsla Hafnarfjaröar, Strandgötu 8-10 er opin virka daga kl. 8.00- 17.00, simi 53722. Læknavakt simi 51100. Kópavogun Heilsugæslan er opin 8.00-18.00 virka daga. Simi 40400. Keflavik: Neyöarþjónusta er allan sólarhringinn á Heilsugæslustöö Suöumesja. Simi: 14000. Sáliæn vandamál: Sálfræöistöðin: Ráögjöf I sál- fræðilegum efnum. Sími 687075. Landspítalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl. 20.00. Kvennadeildin: kl. 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Alla daga vikunnar kl. 15- 16. Heimsóknartlmi fyrir feöur kl. 19.30-20.30. Bamaspítali Hringsins: Kl. 13-19 alla daga. Öldrunariækningadeild Landspitalans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomulagi. - Landa- kotsspítall: Alla virka kl. 15 til kl. 16ogkl. 18.30 til 19.00. Barnadeild 16-17. Heimsóknartlmi annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. - Boig- arspitalinn f Fossvogi: Mánudaga til föstudaga kl. 18.30 til 19.30 ogeftirsamkomulagi. Álaug- ardögum og sunnudögum kl. 15-18. Hafnarbúðin Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvfta- bandiö, hjúkrunardeild: Heimsóknartimi frjáls alla daga. Grensásdeild: Mánudaga ti föstu- daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnu- daga kl. 14- 19.30. - Heilsuvemdarstöðin: Kl. 14 til kl. 19. - Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - KleppsspHali: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19.30. -Flókadeild: Alladagakl. 15.30 tilkl. 17. Kópa- vogshælið: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. - Vifilsstaðaspítali: Heimsóknar- timi daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - St Jósepsspitall Hafnarfiröl: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sunnuhliö hjúkrunarheimili f Kópavogi: Heim- sóknartimi kl, 14-20 og eftir samkomulagi. Sjúkrahús Keflavikuriæknlshéraös og heilsu- gæslustöövar: Vaktþjónusta allan sólarhring- inn. Slmi 14000. Keflavík-sjúknahúsiö: Heim- sóknartlmi virka daga kl. 18.30-19.30. Um helgar og á hátiöum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00- 19.30. Akureyri- sjúkrahúsiö: Heimsóknartimi alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00-20.00. Á barnadeild og hjúkrunardeild aldraöra Sel 1: Kl. 14.00-19.00. Slysavarösstofuslmi frá kl. 22.00- 8.00, slmi 22209. Sjúkrahús Akraness: Heimsóknartlmi Sjúkrahúss Akraness er alla daga kl. 15.30- 16.00 og kl. 19.00-19.30. Reykjavík: Seltjamames: Lögreglan simi 611166, slökkviliö og sjúkrabifreiö sími 11100. Kópavogur Lögreglan simi 41200, slökkviliö og sjúkrabifreiö slmi 11100. Hafnarflörður Lögreglan slmi 51166, slökkvilið og sjúkrabifreiö slmi 51100. Keflavík: Lögreglan sími 15500, slökkviliö og sjúkrablll simi 12222, sjúkrahús 14000, 11401 og 11138. Vestmanneyjar Lögreglan, simi 11666, slökkviliö sími 12222 og sjúkrahúsiö sími 11955. Akureyri: Lögreglan simar 23222, 23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 22222. Isafjöróur: Lögreglan simi 4222, slökkvilið simi 3300, brunasími og sjúkrabifreið slmi 3333. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför Magnúsar Krístjánssonar Hvolsvegi 28, Hvolsvelli Erla Jónsdóttir Kristján Magnússon Wesper SnyderGeneral Corporation HITABLÁSARARNIR Þ>eir verma Á því liggur enginn vafi. Wesper umboðið Sólheimum 26 • 104 Reykjavík ■ Sími 91-34932

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.