Tíminn - 16.03.1991, Side 10
22 Tíminn
Laugardagur 16. mars 1991
liiiná ii i íii.iiT. i■
! MINNING
Ketill Vilhjálmsson
Meiri-Tungu, Holtum
Fæddur 15. febrúar 1905
Dáinn 7. mars 1991
Fyrir hartnær þrjátíu árum hóf ég
að fara með bækur í Rangárþing —
Norðlendingur, Þingeyingur, fjarri
heimaslóðum. Ég vissi hverjir þar
sátu forðum. Njáll átti niðja og
Oddaverjar urðu ekki aldauða. Berg-
þóra var sögð drengur góður og
Hallgerður hin stórættaða úr Döl-
um vestra lét ekki lítiimenni synja
bónda sínum, Gunnari á Hlíðar-
enda, fanga. Einnig þau sæmdar-
hjón áttu niðja í Rangárþingi.
Hverjir skyldu þar byggja í dag eftir
aldir áþjánar? Eg varð ekki vonsvik-
inn. Þar bjó gott fólk, gestrisið með
afbrigðum og bókhneigt. Einn bar
þó höfuð og herðar ofar öðrum að
rausn og höfðingskap, studdur af
eiginkonu sinni ágætri. Sá skipaði
þegar öndvegi þeirra er bækur
keyptu af mér og sat Iengi síðan.
Hver var hann? Ketill Vilhjálmsson í
Meiri- Tungu. Var hann niðji Njáls
og Bergþóru eða Gunnars og Hall-
gerðar, Oddaverja, írskra þræla? —
Vafalaust þeirra allra. Mig skipti það
ekki máli. Hann var bókhneigður ís-
lenskur bóndi sem ætíð hafði unnið
hörðum höndum langan vinnudag,
fulltrúi þeirra sem byggðu Sögueyj-
una, þreyðu þorrann og góuna,
lögðu hornstein að „velferðarrík-
inu“.
Ketill var fæddur í Meiri-Tungu í
Holtum 15. febrúar 1905, sonur Vig-
dísar Gísladóttur, uppeldisdóttur
Ketils Ketilssonar, Kotvogi í Höfn-
um. Hún var ættuð úr Selvogi, en
Rangæingur lengra fram af hinni
fjölmennu, alkunnu Víkingslækja-
rætt.
Faðir hans var Vilhjálmur Þor-
steinsson, hreppstjóra Jónssonar,
Syðri-Rauðalæk, síðar Berustöðum.
Systkinin voru 11 sem upp komust.
Var Ketill elstur bræðranna er lifðu
og má nærri geta að hann hefur
þurft að axla byrðar snemma.
Sem ungur maður fór hann til sjós,
eins og títt var um bændasyni á Suð-
urlandi á þeim tíma, var á vertíðum
í Grindavík, togarasjómaður. Þá
vann hann í vegavinnu og að gerð
varnargarða við Markarfljót, fyrst
hjá Bjarna Jónssyni í Meiri-Tungu
og síðar Erlendi Jónssyni, Hálaugs-
stöðum. Var Ketill löngum flokk-
stjóri og sprengingamaður, sem var
vandaverk. Kom sér þá og ætíð síðar
vel að hann var verklaginn, hafði
reglu á vinnubrögðum, var laginn
að starfa með fólki og fékk það besta
út úr hverjum einum.
----------------------------------N
Utboð
Biskupstungnabraut, Brúará —
slitlag
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboöum í ofan-
greint verk.
Lengd kafla 2,5 km, fyllingarog neðra burðar-
lag 16.000 m3, skering 3.000 m3 og bergsker-
ing 2.000 m3.
yerki skal lokið 1. ágúst 1991.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkis-
ins á Selfossi og i Reykjavík (aðalgjaldkera)
frá og með 18. þ.m.
Skila skal tilboöum á sömu stöðum fyrir kl.
14:00 þann 8. apríl 1991.
Vegamálastjóri
Útboð
Norðurlandsvegur, Giljareitur—
Grjótá, 1991
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum i ofan-
greint verk.
Lengd kafla 4,26 km, magn 128.000 m3.
Verki skal lokið 1. október 1991.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkis-
ins á Sauðárkróki og í Reykjavík (aðalgjald-
kera) frá og meö 19. þ.m.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl.
14:00 þann 8. apríl 1991.
Vegamálastjóri
-----------------------------------\
Utboð
Nesvegur, Grindavík — Staður
Vegagerð rikisins óskar eftir tilboðum í ofan-
greint verk.
Lengd kafla 3,2 km, fylling og burðarlag
45.000 m3, skering 10.000 m3 og klæðning
21.000 m2.
Verki skal lokið 1. ágúst 1991.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkis-
ins, Borgartúni 5 (aðalgjaldkera), Reykjavík,
frá og með 18. þ.m.
Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14:00
þann 2. apríl 1991.
Vegamálastjóri
Ketill var góður granni og vil ég
hér vitna í þann ágæta mann, Guð-
jón Þorsteinsson frá Berustöðum,
síðar bónda að Brekkum. Goða-
steinn, 7. árg. 2. hefti bls. 85: „Það
bjargaði mér mikið, að ég gerði félag
við frænda minn á næsta bæ, Ketil
Vilhjálmsson í Meiri-Tungu, og unn-
um við hvor hjá öðrum eftir sam-
komulagi, þegar mest var að gera,
það voru vinnuskipti eftir ástæðum
en lítið notaðir peningar, enda voru
þeir ekki til. Við vorum báðir
ánægðir með þetta og töldum að
báðir hefðum við haft gott af þess-
um félagsskap.
Vilhjálmur í Meiri-Tungu var hálf-
bróðir föður míns, Þorsteins á Beru-
stöðum. Hann átti stóran barnahóp,
sem var að komast upp og um leið
að yfirvinna mikla fátækt. Gerði ég
upp hjá honum 1 hús á ári á tíu ár-
um. Börnin voru dugleg og það gekk
vel að yfirvinna fátæktina. Varð
hann með efnuðustu bændum sveit-
arinnar."
Þessi orð hins grandvara manns,
frænda og vinnufélaga, segja sína
sögu. Það hefur varla verið mulið
undir drenginn sem var að vaxa úr
grasi í Meiri-Tungu á þeim tíma er
torfbaðstofur og moldargólf voru
enn við lýði. En þá þekki ég það fólk
illa, ef hjartahlýjuna hefur skort.
Ketill kvæntist 13. október 1945
Þórhöllu Ólafsdóttur, Sigurðssonar
frá Götu í Holtahreppi, hinni mestu
ágætiskonu og dugnaðarforki. Tóku
þau við búi í Meiri-Túngu 1946 af
Vilhjálmi föður Ketils og hafa búið
þar síðan, frá 1971 í sambýli við
Gísla Magnússon og Jónu Steinunni
Sveinsdóttur, systurdóttur Þór-
höllu, dóttur kempunnar Árbjargar
Ólafsdóttur frá Götu. Ólst Jóna
Steinunn upp hjá þeim Meiri-
Tunguhjónum frá því að hún var á
þriðja ári. Ketill og Þórhalla áttu
sjálf engin börn, en löngum var
mannmargt á heimili þeirra, enda
gestrisni og höfðingsskapur mikill.
Var þar Ólafur, faðir Þórhöllu, uns
hann fór í „holuna sína", eins og
hann orðaði það, og fleiri komu
þangað og fóru ekki aftur. Þar var
gott að koma — vera — og þeim
reynst best er mest þurftu við.
Ég undraðist oft, hversu Ketill
keypti mikið af bókum. Hann var
næstum alæta á þær, þótt íslenskur
fróðleikur skipaði öndvegi. Oft kom
ég til hans þrisvar fyrir jól og tók
hann venjulega einn kassa hverju
sinni. Allt var lesið og dugði ekki til,
einnig var fengið úr lestrarfélagi og
ófáar voru bækurnar sem hann
keypti til gjafa.
Þaö hefði mátt halda að Ketill gerði
ekki annað en liggja í bókum, en svo
einfalt var málið ekki. Starfsdagur-
inn var langur og vel sinnt búi.
Ég spurði hann einu sinni, hvemig
hann færi að þessu. Hann sagðist
þurfa lítið að sofa, lesa ætíð til mið-
nættis, vakna klukkan sex að morgni,
hefja þá aftur lestur og lesa fram að
gegningum. Geri aðrir beturl
Fyrir eitthvað þrem vikum eða
mánuði síðan hitti ég bókajöfur
þeirra Árnesinga, Pál Lýðsson í
Litlu-Sandvík. Vitanlega ræddum
við um bækur. Hann sagðist halda
dagbók yfir hvað hann læsi og hafa
lesið 67 bækur á liðnu ári. Páll er
maður látlaus, víðlesinn og bóndi
góður, þótt hafi í mörgu að snúast.
Spurði hann mig, hvort ég vissi um
annan sem læsi meira. Ég sagði ,já“
og býst við að búist hafi verið við
neitun. Hann varð sýnilega hissa,
þrátt fyrir allt litillæti og hógværð
Árnesingsins, og spurði, hver sá
væri. Ég sagði það hafa verið Ketil
Vilhjálmsson í Meiri- Tungu í Holt-
um meðan hann hefði verið og heit-
ið.
Nú er hann allur, einn besti fulltrúi
þeirrar bændakynslóðar sem senn
gengur öll til grafar. Hvað tekur við?
Við eigum hreint land, þar sem ala
má stórar hjarðir og erum í stakk
búnir að rækta upp eyðisandana. Ut-
an landsteinanna er hungraður
heimur, hungraðar þjóðir í ómeng-
aða vöru sem þær fá ekki framleitt
sjálfar og sumar geta greitt vel.
Bændur munu láta skutinn skríða ef
vel er róið fram í.
Þegar menn sem Ketill í Meiri-
Tungu falla hlýtur að Ieita á hugann,
hvers virði íslenska bændastéttin
hefur verið og er menningu og heill
þjóðarinnar.
Ekki get ég lokið máli mínu svo að
minnast ekki þeirra bræðra Ketils
tveggja er ég kynntist síðar, Þor-
steins á Syðri-Hömrum sem var
bókhneigður og gestrisinn, en far-
inn að kröftum þá leiðir okkar lágu
saman, og öðlingsins Þórarins í
Litlu-Tungu, sem féll því miður frá
fyrir aldur fram. Hann var bók-
hneigður og fróðleiksfús, fylgdist vel
með mönnum og málefnum,
greindur, gestrisinn með afbrigðum
og átti fallegt mórautt fé.
Þeir voru bræður báðir vel kvæntir
og á heimilum þeirra gestrisni slík
að leitun mun á annarri eins. Bæði
þessi býli halda reisn sinni, þótt
skarð sé fyrir skildi.
Ég vil heldur ekki gleyma Gísla
Magnússyni, harðduglegum Vest-
mannaeyingi sem kvæntist heima-
sætunni í Meiri-Tungu og tók þar til
höndunum, og ágætri eiginkonu
hans Jónu Steinunni Sveinsdóttur.
Hún les nú líka bækur! Og gott er til
þeirra að koma. Ég held að Ketill
Vilhjálmsson hafi verið hamingju-
maður. Hann sá börn uppeldisdótt-
ur sinnar, sem hann hafði reynst
sem besti faðir, vaxa úr grasi, greind,
bókhneigð og mannvænleg. Þau
voru afabörnin hans. Hann var þeim
góður afi, sá þau dafna og verða að
mönnum. Ketill, elsti sonurinn og
nafninn, gekk á Bændaskólann á
Hólum og lauk þaðan prófi í fyrra.
Vart held ég honum hafi líkað það
illa.
Já, Ketill Vilhjálmsson í Meiri-
Tungu var barnlaus. Þó held ég
börnin hans hafi verið mörg. Hjá
honum og föður hans ólust upp
börn systurinnar, Guðrúnar, Þráinn
Valdimarsson og Ásdís Valdimars-
dóttir, og margt ungt fólk var hjá
honum á sumrin. Hygg ég að það
hafi verið flest meira eða minna
börnin hans, því að tengsl hans við
starfsfólk, hvort sem var ungt eða
aldið, voru með afbrigðum. Vist í
Meiri-Tungu mun seint hafa
gleymst.
En Ketill stóð ekki einn. Við hlið
sér hafði hann Þórhöllu Ólafsdóttur.
Ég man hversu nærgætin og natin
hún var við föður sinn blindan og
þegar Katli förlaðist sjón undir það
síðasta las hún fyrir hann.
Ég sá Ketil í Meiri-Tungu síðast fyr-
ir jólin. Enn hélt hann andlegri
reisn sinni, jafnvel grunnt í glettni,
þótt líkamskraftarnir væru á þrot-
um. Enn valdi hann bækur fyrir sína
nánustu, enginn mátti gleymast.
Mig grunaði að það yrði í síðasta
sinni — svo varð.
Ketill var trúmaður. Hann trúði á
annað líf eftir líkamsdauðann. Nú
hefur hann gengið á enda götuna
sem við göngum öll og greiðfært
mun honum hinum megin.
Blessuð sé minning hans og að-
standendum öllum votta ég dýpstu
samúð.
Hjörtur Jónasson
bóksali
Kvöld-, nætur- og hclgidagavarsla apóteka I
Reykjavík 15.-21. mars er ( Reykjavíkur-
apóteki og Borgarapótekl. Það apótek sem fyrr
er nefnt annast eitt vörsluna frá kl. 22.00 að
kvöldi til Id. 9.00 að morgni virka daga en kl.
22.00 á sunnudögum. Upplýsingar um læknis-
og lyfjaþjónustu eru gefnar f síma18888.
Neyöarvakt Tannlæknaféiags Islands
er starfrækt um helgar og á stórhátíðum. Slm-
svari 681041.
Hafnarflörðun Hafnarfjarðar apótek og Norð-
urbæjar apótek eru opin á virkum dögum frá
kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvern laug-
ardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00-
12.00. Upplýsingar I slmsvara nr. 51600.
Akureyit: Akureyrar apótek og Stjömu apótek
eru opin virka daga á opnunartlma búða. Apó-
tekin skiptast á slna vikuna hvort að sinna
kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er
opiö I þvi apóteki sem sér um þessa vörslu, til
kl. 19.00. Á helgidögum er opið frá kl. 11.00-
12.00 og 20.00-21.00. Á öðrum timum er lytja-
fræðingur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar I
slma 22445.
Apótek Keflavíkur Opiö virka daga frá k. 9.00-
19.00. Laugardaga, helgidaga og almenna frl-
daga kl. 10.00-12.00.
Apótek Vestmannaeyja: Opiö virka daga frá kl.
8.00-18.00. Lokað I hádeginu milli kl. 12.30-
14.00.
Selföss: Selfoss apótek er opið til kl. 18.30.
Opiö er á laugardögum og sunnudögum kl.
10.00-12.00.
Akranes: Apótek bæjarins er opiö virka daga til
kl. 18.30. Opiö er á laugardögum kl. 10.00-
13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00.
Garðabæn Apótekið er opið rúmhelga daga kl.
9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00.
Læknavakt fyrir Reykjavfk, Seltjamames og
Kópavog er I Heilsuvemdarstöð Reykjavlkur alla
virka daga frá kl. 17.00 til 08.00 og á laugardög-
um og helgidögum allan sólarhringinn.
Á Seltjamamesi er læknavakt á kvöldin kl.
20.00-21.00 og laugard. kl. 10.00-11.00. Lokað á
sunnudögum.
Vitjanabeiðnir, símaráðleggingar og tlmapant-
anir I slma 21230. Borgarspitalinn vakt frá kl. 08-
17 alla virka daga tyrir fólk sem ekki-
hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (slmi
696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysadeild)
sinnir slösuðum og skyndiveikum allan sólar-
hringinn (slmi 81200). Nánari upplýsingar um
lyflabúðir og læknaþjónustu erugefnar I slm-
svara 18888.
Ónæmisaðgerðir fyrir fullorðna gegn mænusótt
fara fram á Heilsuvemdarstöö Reykjavikur á
þriðjudögum kl. 16.00-17.00. Fólk hafi með sér
ónæmisskírteini.
Settjamames: Opiö er hjá Tannlæknastofunni
Eiðistorgi 15 virka daga Id. 08.00-17.00 og
20.00- 21.00, laugardaga kl. 10.00-11.00. Slmi
612070.
Garöabær. Heilsugæslustöðin Garðafiöt 16-18
er opin 8.00-17.00, slmi 656066. Læknavakt er I
slma 51100.
Hafnarfjöröur Heilsugæsla Hafnarfjaröar,
Strandgötu 8-10 er opin virka daga kl. 8.00-
17.00, slmi 53722. Læknavakt slmi 51100.
Kópavogur Heilsugæslan er opin 8.00-18.00
virka daga. Slmi 40400.
Keflavík: Neyðarþjónusta er allan sólarhringinn á
Heilsugæslustöð Suðumesja. Slmi: 14000.
Sálræn vandamál: Sálffaeðistöðin: Ráðgjöf I sál-
fræðilegum efnum. Simi 687075.
Landspitalinn: Alla daga kl. 15 til 16ogkl. 19 til
kl. 20.00. Kvennadeildin: kl. 19.30-20.00.
Sængurkvennadelld: Alla daga vikunnar kl. 15-
16. Heimsóknartlml fyrir feður kl. 19.30-20.30.
Bamaspítall Hringsins: Kl. 13-19 alla daga.
Öldmnariækningadeild Landspítalans Hátúni
10B: Kl. 14-20 og eftir samkomulagi. - Landa-
kotsspftali: Alla virka kl. 15 til kl. 16 og kl. 18.30
til 19.00. Barnadeild 16-17. Heimsóknartími
annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. - Borg-
arspftalinn f Fossvogi: Mánudaga til föstudaga
kl. 18.30 til 19.30 og eftir samkomulagi. Álaug-
ardögum og sunnudögum kl. 15-18.
Hafhaitrúðin Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvfta-
bandið, hjúkrunardeild: Heimsóknartimi frjáls
alla daga. Grensásdeild: Mánudaga ti föstu-
daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnu-
daga kl. 14- 19.30. - Heilsuvemdarstöðln: Kl.
14 til kl. 19. - Fæöingarheimili Reykjavikur: Alla
daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Neppsspítali: Alla
daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19.30.
- Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. Kópa-
vogshælið: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á
helgidögum. - Vífilsstaðaspítali: Heimsóknar-
tfmi daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - St
Jósepsspítali Hafnarfirðl: Alla daga kl. 15-16
og 19-19.30.
Sunnuhlið hjúkrunarheimili I Kópavogi: Heim-
sóknartími kl. 14-20 og eftir samkomulagi.
Sjúkrahús Keflavfkuriæknishéraðs og heilsu-
gæslustöövar: Vaktþjónusta allan sólarhring-
inn. Slmi 14000. Keflavfk-sjúkrahúslð: Heim-
sóknartími virka daga kl. 18.30-19.30. Um
helgar og á hátlðum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00-
19.30. Akureyri- sjúkrahúsið: Helmsóknartfmi
alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00-20.00. A
bamadeild og hjúkrunardeild aldraðra Sel 1:
Kl. 14.00-19.00. Slysavarðsstofuslmi frá kl.
22.00- 8.00, sími 22209. Sjúkrahús Akraness:
Heimsóknartlmi Sjúkrahúss Akraness er alla
daga kl. 15.30-16.00 og kl. 19.00-19.30.
Reykjavfk: Seltjamames: Lögreglan slmi
611166, slökkvilið og sjúkrabifreiö slmi 11100.
Kópavogun Lögreglan simi 41200, slökkvilið
og sjúkrabifreið simi 11100.
Hafnarfjöröun Lögreglan slmi 51166, slökkvilið
og sjúkrabifreið sími 51100.
Keflavik: Lögreglan simi 15500, slökkviliö og
sjúkrabill simi 12222, sjúkrahús 14000, 11401
og 11138.
Vestmanneyjan Lögreglan, slmi 11666,
slökkvilið sími 12222 og sjúkrahúsiö slmi
11955.
Akureyri: Lögreglan slmar 23222, 23223 og
23224, slökkviliö og sjúkrabifreið sfmi 22222.
Isafötðir: Lögreglan slmi 4222, slökkvilið siml
3300, brunaslmi og sjúkrabifreið slmi 3333.