Tíminn - 16.03.1991, Side 3

Tíminn - 16.03.1991, Side 3
Laugardagur 16. mars 1991 11 ingu á þessu, sem varla verður ve- fengd: Baldvin átti á hættu að missa styrk sinn og Garðsvist fyrir „usædelig Opförsel" ef upp hefði komist um lausaleiksbam hans. Tengdamóðirin hefur því án efa hótað honum að klaga hann fyrir háskólastjóminni, ef hann gengi ekki að eiga stúlkuna. Háskóla- og embættisframi Baldvins var í hættu, en af bréfúm hans er ijóst hve mjög hann hefur metið próf sitt og embættishorfúr. Hann átti því ekki annarra kosta völ en ganga að kröfum „kerlingarinnar". Það fer heldur ekki milli mála að hann hefur hatað þessa konu. Hún er heimilismaður hans vor- ið 1831, er þá dauðveik og Baldvin verður að fresta prófi til þess að vaka yfir henni. En hann er sýnilega feginn að nú er hún feig: „Hún deyr vissulega innan fárra daga... Kellingin dó þann 22. martii," bætir hann við neðanmáls í bréfi til föður síns. Á fomar slóðir að nýju Svo sem fyrr er sagt dó bam þeira Baldvins og Jóhönnu Hansen 1. febrú- ar 1829. Hjónaband þeirra er þá aðeins „pro forma“, þau búa ekki saman, Baldvin býr áfram á Garði. Ef hann hefði viljað hefði hann getað sótt um skilnað. En það gerði hann ekki. Hins vegar getur Tómas Sæmundsson þess í bréfi því, sem fyrr var vitnað í, að Baldvin hafi í apríl 1829 verið „farinn að vitja á fomar slóðir". Svo virðist sem honum hafi ekki staðið á sama um þessa dönsku stúlku, sem hann hafði verið kúgaður til að ganga að eiga. Nú vill svo til að af báðum ástkon- um Baldvins Einarssonar getum við aðeins gert okkur nokkra grein fyrir Johanne Hansen. Um Kristrúnu Jóns- dóttur vitum við það eitt að hún var „falleg" (vitnisburður Tómasar Sæ- mundssonar) og vel hagmælt, svo sem vísur hennar benda til. En Johanne Hansen hefúr Baldvin Einarsson lýst sjálfur í iðrunarbréfi til æskuunnustu sinnar á Grenjaðarstað. Af tiltækum heimildum er ekkert sem bendir til þess að Kristrún hafi vitað um kvonfang Baldvins, fyrr en árið 1831. Við vitum heldur ekkert um samband þeirra frá því Baldvin skrifaði henni staddur að Upsum 18. ágúst 1828, þangað til hann skrifar henni langt bréf, ódagsett, einhvem tíma árs 1831, en með vissu eftir marslok, sennilega síðsumars. Hér vitnar Bald- vin í fyrra bréf til Kristrúnar, sem er glatað, því að hann kemst svo að orði: ,Af konunni hefi eg sagt þér áður.“ En hann virðist ekki hafa sagt henni í því bréfi frá hjónabandi sínu, því að nú segir hann: „Nú skal eg herma þér nokkuð frá ástandi mínu og forlögum síðan seinast og eg skal þá byrja þar sem verst er, og það er þar að eg er nú giptur, þetta er ófarsælt orð, hjartkæra sálin mín, en nú verður það svo að vera.“ í upphafi bréfsins þakkar hann Kristrúnu fyrir mörg bréf sem hann hafi fengið frá henni með póstskipinu, en í sömu andránni gerir hann ráð fyr- ir að hún viti þegar um giftingu hans. Henni hefur orðið svo mikið um þessi tíðindi, sem hún hefur sýnilega fengið frá öðrum, að hún hefur lagst í rúmið: ,Á meðal alls ills sem að mér amar er það verst að vita að heilsa þín sé á svo veikum fæti, því það er mín skuld og er bágt og þungt að hafa það á samvisku sinni,“ segir hann í bréfi sínu. Honum er sýnilega órótt vegna Kristrúnar, en hann virðist hafa tregðast við að segja henni sjálfúr frá giftingu sinni fyrr en í síðustu lög. Johanne Hansen Það má telja víst að þegar Garðvist Baldvins lauk í endaðan desember 1830 hafi hann farið að búa með konu sinni Johanne, sem hann hafði verið leynilega kvæntur í rúm tvö ár. Hún var nú ófrísk aftur og komin langt á leið þegar þau Baldvin tóku saman. Hún ól sveinbam þann 30. mars 1831 og var það skírt Einar Bessi. Þegar Baldvin skrifar Kristrúnu þetta sama ár segir hann að drengurinn sé stór og sterkur „en heldur lítið útlit hans í móðurkyn". Baldvin dregur upp mynd af „móðurkyni“ bams síns í þessu bréfi, sem er hvort tveggja í senn: iðr- unarbréf og huggunarbréf. Og menn verða að minnast þess að lýsingin á konu hans er einn þáttur í huggun- inni. Baldvin veit að æskuunnustu hans leikur forvitni á að vita nokkur skil á þeirri konu sem hefúr hremmt ástmann hennar. Hann verður að gæta fyllstu varúðar í þessari lýsingu, sleppa öllu sem gæti vakið kvenlega afbrýði þeirrar, sem svikin var í tryggðum, dýpka þá drætti myndarinnar, sem gera muninn mestan á eiginkonu og fomri unnustu. Og allt skal þetta gert án þess að verða sekur um hlutdrægni. Baldvin veit að hin sorgbitna prests- dóttir spyr í hljóði: „Er hún falleg? Já, Johanne Hansen er falleg stúlka, en maður hennar orðar þetta svo: hún er mest líkamleg en minnst andleg." Sleipasti sendiherra hefði ekki getað svarað áleitinni spumingu betur. En hún er nokkuð óstillt í geði og steytir sig oft á smáatvikum. Þá kemur bónd- inn upp í Baldvini og hann gefúr konu sinni góðan vitnisburð um það er varð- ar umsýslu búsins: „Hún er góð hús- freyja í húsi sínu, sparsöm og þrifin og reglubundin og heldur vandlát og sjálf er hún flink í öllu og bæði fljót og vel- virk í öllu sem til hússins heyrir." Hér talar sá maður sem skrifað hafði snjall- ast í Ármann á Alþingi um þær dyggð- ir er búkonu mega prýða. Ekki er Jo- hanne Hansen heldur heimtufrek, nema stundum þegar detta í hana ein- hverjir ósjálfráðir duttlungar, en hætt- ir því strax, þegar þessjr. duttlungar hætta, segir Baldvin einlægnislega. Hún elskar hann mikið og er voðalega afbrýðisöm, svo að Baldvin má ekki tala orð við aðrar stúlkur „og kemur af því margoft grátur og óþægð, er það þó sannast sagna að eg fer ekki til ann- arra." Johanne er oftast góð í viðbúð, en „aldrei kemur andinn í ljós eins og eg sagði áðan og sakna eg þess mest og stillingarinnar". Baldvin veit að æskuunnusta hans spyr einnig þessarar spumingar: Elsk- ar hann hana? Og hann svarar dálítið út í hött og getur þó ekki losað sig við sakleysislega einlægni sveitapiltsins: „Eg á mína síðu er góður við hana, en lítið er eg fyrir dálæti og dekri og helst Tómas Sæmundsson, sem „allt vissi“ og fylgdist náiö með ásta- málum Baldvins. vil eg vera útaf fyrir mig, þó verð eg að dekra nokkuð fyrir henni stundum, því annars verður hún ill við mig.“ Lýsing Baldvins á konu sinni er gerð með mikilli varfæmi, svo sem tilefnið krafði, en á bak við hið diplomatiska orðaval leynist geðfelld, dönsk stúlka, alls ekki ósamboðin Baldvini, þótt hana hafi kannske skort nokkuð af þeim „anda“, sem manni hennar verð- ur svo tíðrætt um. Og skylt er að geta þess að undir lokin virðist Baldvin Ein- arsson hafa notið hljóðlátrar hamingju í samvistum við þá konu, sem hann hafði nauðugur gengið að eiga. „Baldvin minn hjá þér“ f iðrunarkafla þessa langa bréfs veltir Baldvin því fyrir sér hvað valdið hafi því að ástir þeirra Kristrúnar hafi farið svo illa. Var það honum einum að kenna eða var það „forsjónarinnar stýrandi hönd, sem hefúr gert það? Eg leita og eg finn að eg fór nauðugur inn í ólukkuna, já, mér var ekið sofandi inn í hana, en þegar eg vaknaði þá var eg kominn svo langt að hvörgi var út- ganga nema að missa æmna... eg var svo rígbundinn að eg gat hvörgi kom- ist nema útí eld.“ Þessi orð lýsa vel beiskju Baldvins út af atburðum haustsins 1828, þegar nauðungargift- ing ein gat bjargað frama hans og framtíð. Og nú blandaðist þessari gömlu beiskju nýtt samviskubit: ótt- inn um heilsu Kristrúnar, af bréfum hennar sér hann hve þungum harmi hún er lostin. Hann grátbænir hana í nafni ástar hennar að taka á öllu sínu sálarþreki og ná aftur gleði sinni og hreysti. Áður fyrri, í stopulum samvist- um, hafði Baldvin huggað unnustu sína með eilífðinni. Nú var það óaftur- kallanlega komið fram sem hann hafði oftar en ekki gælt við í hugskoti sínu: sambúð hans og Kristrúnar var að fullu slitið. Aldrei átti það betur við en nú að fella hið gamla eilífðarstef inn í hljómkviðuna, þegar lokatónar henn- ar voru að deyja út: „Einhvömtíma kemur sú tíð að við megum talast við og umarma hvort annaö og aldrei skilja aftur og það verður í það minnsta hinumegin grafar, þángaðtil eru eigi nema svo sem 30 ár, löng eða stutt eptir því sem menn taka þau og kannské það verði miklu skemmra." Svo virðist sem Kristrún hafi aldrei svarað þessu bréfi. Kannske hefúr henni fundist fáfengilegt að skrifast á við gamlan unnusta og giftan annarri, það mundi bara ýfa upp þau sár sem tíminn mundi græða, ef þau fengi að vera í friði. En Baidvin vill fyrir hvem mun taka upp þráðinn, það er eins og hann fái ekki slitið sig við þessa æsku- ást, sem hann þó getur ekki fundið neina tilveru nema í eilífðinni. Haustið 1832, nokkrum mánuðum fyrir dauða sinn, skrifar hann Kristrúnu seinasta bréfið. Það er komin yfir hann meiri ró og jafnvægi en áður, konan er orðin geðbetri, segir hann, og á von á bami um nýárið, hann er önnum kafinn við ritstörf og hefur mörg verkefhi á prjónunum. Hér talar ráðsettur eigin- maður, sem hefúr fúndið farveg sinn í rúnmhelgri önn lífsins og í þetta skipti lætur hann eilífðina lönd og leið. Hann vonast eftir bréfi frá henni með seinni skipunum, „nema svo sé þú ætlir nú að hætta, eg get ekkert sagt til elskaða Chr. mín, nema það eitt að þú hljótir því að ráða, því að það er undir þér einni komið, þar sem eg er afbrota- maðurinn, hvað guð fyrirgefi mér og þú hefur gert það.“ Baldvin ætlar að sætta sig við þessi býti, eftir sviptibylji tilfinningalífsins næstliðin ár tekur hann því sem að höndum ber með ástríðulausu jafnaðargeði. En heima á Grenjaðarstað situr Krist- rún Jónsdóttir ein systra í föðurgarði með tár sín og minningar og þessi bréf Baidvins, þar sem svo oft var minnst á kvalir skilnaðarins og endurfúndi í ei- Iífðinni. Þrjátíu ár hafði hann sagt í huggunarbréfinu, þá gætu þau fagnað heimkomunni. Já, það var satt, sem Baldvin sagði: hún hafði fyrirgefið honum tryggðrofin. Hún vottaði það í litlu Ijóði sem hún hefúr kannske ort um sumarið sem hún fékk tíðindi um giftingu hans og lagðist í rúmið af sorg: Hugur þirm er horfírm mér með öllu, harm ei veistu hverri gefa skalt, en hvort eg geng um grjót eða grcena völlu, gefeg hjarta vini mírvum allt. Árið 1840 giftist Kristrún á Grenjað- arstað séra Hallgrími Jónssyni á Hólm- um í Reyðarfirði og varð margra bama móðir. Sagt er að einu sinni hafi þeim hjónum sinnast. Þá kvað Kristrún: Dimmt er úti, dauft er irmi, drottirm hjálpi mér. Blítt er uppi, bjart þar inni, Baldvin minn, hjáþér. í þessari vísu prestsfrúarinnar á Hólmum má sá sem leggur við hlustir enn heyra óm af gömlu, löngu liðnu stefi. (Frásögn Sverrís Kristjánssonar) IPI ISUZU 4X4 PALLBÍLARNIR / / Staðgreiðsluverð með ryðvörn og skráningu: SPORTS CAB bensín kr. 1.328.000,- m/vsk. CREW CAB bensín kr. 1.401.000,- m/vsk. SPORTS CAB diesel kr. 1.431.000,- m/vsk. CREW CAB diesel kr. 1.481.000,- m/vsk. ISUZU pallbílarnir hafa vakið sérstaka athygli fyrir fallega og nýtískulega hönnun. Þeir eru sterkir og kraftmiklir, en samt mjúkir og þægilegir í akstri. Berðu ISUZU pallbílana saman við bestu og vinsælustu jeppana á markaðnum í dag. Þeir þola fyllilega þann samanburð, enda eru ISUZU RODEO jepparnir, sem nú fara sigurför um Bandaríkin, smíðaðir á sömu forsendum. Berðu líka verð, stærð og gæði pallbílanna saman við það sem aðrir bjóða. Komdu svo til okkar og aktu bflunum til reynslu. Þú munt sannfærast um að þeir eru fremstir í sínum flokki! ÞRIGGJA ÁRA ÁBYRGÐ! ÁRLEG ÓKEYPIS SKOÐUN Á VEGUM FRAMLEIÐANDA TiZlésOtðfý HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI 91 -670000 og 674300

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.