Tíminn - 16.03.1991, Blaðsíða 4
12 T HELGIN
Laugardagur 16. mars 1991
Stefán Guðmundsson, alþingismaður Framsóknarflokksins í Norðurlandi vestra:
Hverjum treystir þjóðin best
til að leiða viðræður við EB?
Stefán Cuðmundsson, alþingismaður Framsóknarflokksins í Norðurlands-
kjördæmi vestra, hefur, ásamt Jóni Helgasyni, haft forystu um að koma fram
með nýjar tillögur í byggðamálum. Nefnd, sem Stefán var formaður fyrir,
skilaði í síðasta mánuði tillögum um nýjar leiðir í byggðamálum. Stefán seg-
ir þetta vera róttækustu tillögur sem fram hafí komið í þessuri : láhflokki.
Hann segist vona að þær leiði til þess að innan skamms verM næg' \) blása
til nýrrar sóknar í byggðamálum, en viðurkennir um leið Jj ekki s ' ' ægt að
komast hjá því að hopa um sinn. Stefán var fyrst spurður hvers vegna ekki
hefur tekist að stöðva fólksflutningana til höfuðbotr arsvæðisins.
Framleiðslutakmarkanir
á aðalatvinnugreinar
landsbyggðarinnar
„Ég held að hluta skýringarinnar sé
að leita í því hvernig staðan hefur ver-
ið • ci’nanagsmálum þjóðarinnar. Það
fór mjög illa með hin ýmsu fram-
leiðslubyggðarlög hvernig búið var að
atvinnurekstri í landinu þar til ríkis-
ctjóm Steingríms Hermannssonar tók
viö stjörnartaumunum. Það skíplir
einnig miklu máli að það er búið að
setja framleiðslutakmarkanir á báðar
aðalatvinnugreinar landsbyggðarinn-
ar, landbúnað og sjávarútveg. Að auki
má nefna að okkur hefur ekki tekist að
ná til okkar þeim hluta af þjónustunni
sem við þyrftum að fá.“
Nefndin sem þú veittir forystu setur í
tillögum sínum efst á blað að meira
vald verði fært til héraða og samstarf
sveitarfélaga aukið. Hvers vegna leggið
þið svo mikla áherslu á þetta atriði?
„Við sem búum úti á landi og ætlum
okkur að búa þar áfram verðum að
gera okkur grein fyrir því að við verð-
um að hopa í byggðamálum um sinn.
Þetta verðum við að viðurkenna. Við
eigum ekki að láta sem ekkert sé. Und-
anhaldið má ekki vera stjórnlaust. Við
eigum ekki að hopa nema að ákveðnu
marki og þaðan að byggja okkur upp
til nýrrar sóknar í byggðamálum. Til-
lögur nefndarinnar byggjast á þessu.
Við leggjum til að aukin völd verði
færð heim í héruð. Við viljum gera
heimamenn miklu virkari í stjórn
sinna eigin mála, auka áhrif þeirra og
ábyrgð."
Þýðir þetta ekki einnig að heima-
menn fá aukin áhrif á það hvernig fjár-
munum er ráðstafað?
„Jú, það er hugsunin á bak við þetta.
Ég tel að skipting fjármagns sé í mörg-
um tilvikum betur komin í höndum
heimamanna en hjá okkur alþingis-
mönnum. Ég vil að það verði teknar
upp markvissar byggðaáætlanir þar
sem horft verður til nokkurra ára fram
í tímann og að á þeim verði byggt við
m.a. úthlutun fjármagns frá því opin-
bera. Við hugsum okkur að kjördæmin
verði stjórnarfarslega nokkuð sjálf-
stæðar einingar og að Alþingi veiti
fjármagn til þeirra, sem heimamenn
ákveði síðan hvernig verði skipt milli
ákveðinna verka og verkþátta. Þannig
tel ég að náist miklu meiri hagkvæmni
og betri nýting þess takmarkaða fjár-
magns sem til ráðstöfunar er.“
Markvissar byggðaáætlanir
til fjögurra ára
Tillagan um að gera byggðaáætlanir
til fjögurra ára hefur fengið góðar við-
tökur á Alþingi. Hvernig koma þessar
áætlanir til með að verða? Verða þær
mjög nákvæmar?
„Já, þær þurfa að vera býsna nákvæm-
ar. Nefndin hugsar sér að þessar áætl-
anir verði byggðar upp af heimaaðilum
og síðan sé það Byggðastofnuna*- ^o
samræma þessar áætlanir á landsvísu.
Slík heildstæð byggðaáætiuii yrði síð-
an lögð fyrir Alþingi. Su hugmynd hef-
ur einnig komió fram að gera fjárlög
til lengi! címa og mér finnst það skyn-
samleg tillaga. Ég tel að það sé skyn-
samlegt að vinna þannig og líta til
lengri tíma en við erum vanir að gera.“
Telur þú að við höfum dreift kröftun-
um of mikið í byggðamálum?
„Já, því miður tel ég að það hafi verið
gert, okkur til mikils skaða. Við verð-
um að átta okkur á því að við þurfum
að þjappa okkur betur saman ef okkur
á að auðnast að snúa vörn í sókn.“
Er ekki óhjákvæmilegt að byggð á
ýmsum stöðum verður að dragast
saman og jafnvel leggjast af?
„Jú, í hreinskilni sagt er óhjákvæmi-
legt að breytingar verði á núverandi
byggðamynstri. Við verðum hins vegar
að reyna að hafa einhverja stjórn á
breytingunum. Ef við gerum það ekki
mun þetta gerast eftir öðrum leiðum,
t.d. í gegnum gjaldþrot fyrirtækja, eins
og sumir hafa viljað láta þetta gerast.“
Framtíðarbyggðastefna snýst þá ekki
um stöðnun eða um að viðhalda
óbreyttu ástandi?
„Nei, svo sannarlega ekki.“
Það er Ijóst að byggðastefna er ekki
einangrað fyrirbæri. Hún hlýtur alltaf
að taka mið af landbúnaðar-, sjávarút-
vegs- og efnahagsstefnu á hverjum
tíma og þess vegna vaknar spurningin:
Er nokkur leið að móta langtíma-
stefnu í byggðamálum?
„Þetta er auðvitað rétt ábending. En
við teljum að einmitt núna sé betra
tækifæri til að taka á þessu og vinna
markvisst til lengri tíma, heldur en oft
áður. Nú er farið að móta stefnu í land-
búnaðar- og sjávarútvegsmálum til
langs tíma og þess vegna er raunhæft
að móta langtímastefnu í byggðamál-
um.“
Hvernig líst þér á þá stefnu sem nú
hefur verið mörkuð í landbúnaðarmál-
um?
„Mér finnst að menn hafi lagt í þessa
ferð varla nógu vel búnir, því veður
gerast válynd og veðurspár tvísýnar.
í þeim mikla samdrætti búfjár sem
við blasir er það verulegt áhyggjuefni
að þess hefur ekki verið nægilega gætt
hversu byggðamálin eru hér samofin
þeim aðgerðum sem lagðar eru til í
nýjum búvörusamningi."
Aðalatriðið er að aflinn sé
unninn hér heima, en ekki
hvar honum er landað
Hart hefur verið deilt um sjávarút-
vegsmál á Aiom i rðustu árum.
„Auðvitað he ji allt of mikill tími
þingsins farið í að ræða aðeins lítinn
hluta af fiskveiðistjf'rnuninni. Þingið
hefur ekki fjallað næpilega um málið í
heild sinni. Meginmálið er að ná það
mikilli hagkvæmni og ^rðsemi í
greininni að ''’ð höldum aflanum hér
heima, au við verðum ekki Lara veiði-
þjóð í þf 'su landi. Það verður að ná
meiri .trí.jemi í greinina, þannig að
vic getum greitt hærra fiskverð og
hærn laun til þeirra er í þessari at-
innugrein starfa.
Við vitum í dag hvað við megum taka
úr sjónum og við vitum hver vinnslu-
getan er í landi. Það er ekki samræmi
þarna á milli. Sama á við um loðnu-
veiðarnar. Við erum með 21 loðnu-
verksmiðju og 42 eða 44 loðnuskip.
Það sér hver maður að við náum engri
arðsemi út úr svona fjárfestingu. Á
þessu verður að taka. Meginmálið er
að ná meiri hagkvæmni og arðsemi,
því að samkeppni frá erlendum aðil-
um er mikil. Þar er ég að tala um
meiri samvinnu milli fyrirtækja og
stærri einingar.
Á vegum Rannsóknarstofnunar fisk-
iðnaðarins og sjávarútvegsráðuneyt-
isins hefur undanfarin ár verið unnið
að mjög merkum málum, t.d. að
bættri nýtingu og betri vinnslu á afla.
Ég tel að við höfum kannski ekki stutt
nægilega vel við bakið á þeim aðilum
sem að þessu vinna. Ég álít að við höf-
um ekki farið nægilega vel með verð-
mætin. Ég sé það fyrir mér að innan
fárra ára verði svo komið að óheimilt
verði að henda nokkru sjávarfangi í
hafið aftur.“
Hver er stefna Sjálfstæð-
isflokksins í sjávarútvegs-
málum?
Á undanförnum árum hefur núver-
andi sjávarútvegsstefna oft verið
gagnrýnd, en samt hafa fáir bent á
neina betri stefnu.
„Þeir sem hafa talað gegn núverandi
sjávarútvegsstefnu hafa ekki bent á
neitt annað. Menn hafa bara valið
þann kostinn að vera á móti. Þetta
sést vel á ályktun landsfundar Sjálf-
stæðisflokksins um sjávarútvegsmál.
Þar var engin stefna mörkuð. Ekki er
bent á neina nýja leið. Aðeins er gerð
ein tillaga og hún er um að Sjálfstæð-
isflokkurinn fái sjávarútvegsráðu-
neytið."
Verðum að fjölga störfum
í þjónustugreinum á
landsbyggðinni
í skýrslunni leggið þið til að meiri-
hluti nýrra starfa í opinberri þjónustu
verði til á landsbyggðinni. Ér þetta
raunhæft markmið?
„Já, ég tel það vera. Ég held að það sé
vel hægt að standa við þetta, en geri
mér jafnframt grein fyrir að þetta
markmið næst ekki á morgun. Þetta
er grundvallaratriði í mínum huga,
vegna þess að ný störf verða ekki til
nema að mjög takmörkuðu leyti á
næstu árum í landbúnaði eða sjávar-
útvegi. Vöxturinn er í þjónustunni og
við þurfum að komast inn í hana. Við
verðum að búa þannig um hnútana að
við getum boðið því unga fólki, sem
hefur leitað menntunar utan heima-
byggðar, störf f sinni heimabyggð.
Það þarf ekki að vinna öll þjónustu-
störf fyrir landsbyggðina í Reykjavík.
Fjarskiptatæknin er orðin slík að fjar-
lægðir eru ekki vandamál lengur.
Þetta sést t.d. vel á því hvernig til hef-
ur tekist í stofnunum Byggðastofnun-
ar á ísafirði og Akureyri. Þar vinnur
fólk hliðstæð störf og í stofnuninni í
Reykjavík."
Nefndin leggur til að starfsemi
Landsvirkjunar og Rafmagnsveitna
ríkisins verði sameinuð í þeim til-
gangi að jafna orkuverð. Er þetta ekki
umdeilt atriði?
„Ég geri ráð fyrir því að það sé um-
deilt, en það er mjög nauðsynlegt að
jafna orkuverð. Það er nánast fárán-
legt að þeir, sem búa sem næst þeim
stað þar sem orkan verður til, skuli
þurfa að greiða hæsta verðið fyrir
orkuna. Nefndin bendir á að það
kunni að vera skynsamlegt og að fjár-
hagslegt hagræði sé að því að sameina
Landsvirkjun og Rafmagnsveitur rík-
isins. Þetta eru fyrirtæki sem eru með
svo skylda starfsemi að það hlýtur að
vera hagræði í því að sameina þau.
Við segjum meira en þetta. Við viljum
að ef ekki tekst um þetta samkomulag
við þá aðila sem eiga Landsvirkjun
viljum við að þá verði stofnað nýtt
orkuöflunar- og dreifingarfyrirtæki
sem sjái um virkjun og sölu á orku til
stóriðjufyrirtækja."
Hvort treystir þjóðin betur
Steingrími eða Davíð til að
gera samning við EB?
Hvernig leggjast kosningarnar í þig?
„Þær leggjast vel í mig. Ég hygg að
það sé rétt sem fyrrverandi formaður
Sjálfstæðisflokksins sagði í síðustu
áramótagrein sinni að kosningarnar
myndu snúast um stefnu Sjálfstæðis-
flokksins og Framsóknarflokksins.
Það verður tekist á um það í kosning-
unum hvor þessara flokka verður
leiðandi afl í þessu þjóðfélagi. Ég tel
að vaiið ætti að vera auðvelt. For-
mannsskiptin í Sjálfstæðisflokknum
breyta þar engu, nema að þær skerpa
línurnar enn betur. í kosningunum
verður kosið um þrjú mál: efnahags-
mál og þann árangur sem þar hefur
unnist og þann grundvöll sem ríkis-
stjórnin skapaði fyrir þjóðarsáttar-
samningunum. Við þekkjum afstöðu
forystu Sjálfstæðisflokksins til þess-
ara samninga. Það verður kosið um
byggðamál og um afstöðu flokkanna
til Evrópubandalagsins. Stefna Fram-
sóknarflokksins til þess er skýrust
allra flokka. Það mun skipta miklu
máli hvernig verður haldið á þessu
máli á næstu mánuðum. Spurningin
snýst um hvort þjóðin treystir betur
Steingrími Hermannssyni eða Davíð
Oddssyni til að leiða samninga fyrir
íslands hönd í þessu mikilvæga máli,
sem kemur til með að ráða úrslitum
um hvort hér býr áfram sjálfstæð þjóð
í eigin landi.“
Egill Ólafsson