Tíminn - 19.03.1991, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.03.1991, Blaðsíða 5
» Þriðjudagur 19. mars 1991 Tíminn 5 Seðlabankinn: Ibúðalán um 14 milljarða umfram byggingarkostnað allra nýrra íbúða: Farið í einkaneyslu og til verðbréfakaupa Árið 1990 fóru húsnæðislán í nær 22 milljarða króna, þótt aðeins væru byggðar íbúðir fyrir um 15 milljarða. Seðlabankinn hefur reikn- að út að á árunum 1987-1991 verði heildarkostnaður vegna íbúða- bygginga alls um 75 milljarðar, m.v. núverandi verðlag. En á sama tímabili nemi húsnæðislán samtals um 89 milljörðum — þ.e. um 14 milljörðum króna umfram það sem farið hefur til bygginga. Þessa „geysimiklu umframfjármögnun“ rekur Seðlabankinn til lágvaxta lánakerfísins frá 1986. „Lán hafa því runnið til annarrar ráðstöfunar, svo sem einkaneyslu og fjárfestinga í verðbréfum með vöxtum.“ 1986-kerfið 32 til 45 milljarðar Að mati bankans verða lán úr 86- kerfinu komin í samtals 32 milljarða kr. í Iok þessa árs og 13 milljarða þurfi til viðbótar ef um 5.000 rétt- hæfir umsækjendur í þessu kerfi ættu einnig að fá lán. „Má ætla að tap sjóðsins vegna þessara lánveit- inga sé á bilinu 10-13 milljarðar kr., sem er svipuð fjárhæð og eigið fé Sjómaður var hætt kominn í gær þegar hann féll útbyrðis. Þyrla Land- helgisgæslunnar flutti hann á Borgarspítalann og var þessi mynd tekin þegar veríð var að koma með manninn. Timamynd: Pjetur Sjómaður féll útbyrðis Sjómaður var hætt kominn þegar hann féll útbyrðis af bátnum Sandafelli frá Hafnarfírði um há- degisbilið í gær. Bátsverjar náðu að bjarga honum um borð. Maður- inn slasaðist nokkuð og missti meðvitund og var Landhelgisgæsl- an beðin um aðstoð. Þyrla gæslunnar fór af stað og var ætlunin að hífa manninn frá borði. Aðstæður voru hins vegar það erf- iðar að ekki var hægt að hífa mann- inn frá borði og seig því þyrlulækn- irinn um borð í skipið og hlúði að manninum meðan skipið sigldi til Keflavíkur. Þar var hann síðan fluttur um borð í þyrluna sem flaug með hann á Borgarspítalann. Þyrlan lenti þar klukkan tuttugu mínútur í fjögur og var maðurinn síðan fluttur á Landakot. —SE Botnfiskvinnslan er rekin með tapi Að mati Samtaka fískvinnslu- stöðva er botnfískvinnslan nú rek- in með 1.7% tapi að meðaltali, þrátt fyrir hagstætt afurðaverð og nokkrar hækkanir á helstu afurð- um að undanfömu. Samtök fiskvinnslustöðva nefna fyrir því tvær ástæður: fiskverð á mörkuðum innanlands, og í bein- um viðskiptum, hefur hækkað verulega umfram samningsbundn- ar hækkanir. Og um þessar mundir greiðir vinnslan 4.5% af útflutn- ingstekjum sínum í Verðjöfnunar- sjóð sjávarútvegsins. Samkvæmt fiskverðskönnun, sem SF gerði í janúar og febrúar, hefur meðalverð á þorski í beinum við- skiptum milli útgerðar og vinnslu hækkað um 5.7%. Er þá reiknað með 2.0% meðalhækkun frá 1. mars. Víða hafði verið samið um verð á hráefni út vetrarvertíðina fyrir 1. mars, en þá hækkuðu laun fiskverkafólks um 2.8%. Auk þess er heimalöndunarálag nú víðast allt að 30% ofan á Verðlagsráðs- verð. Greiðslur botnfiskvinnslunnar í Verðjöfnunarsjóð sjávarútvegsins, miðað við núverandi greiðsluhlut- fali, eru tæpar 1.700 millj. sjóðsins um þessar mundir," segir í skýrslu Seðlabankans. .JMokkur rök má færa fyrir því að húsbréfakerfið geti leitt til offjár- mögnunar á íbúðalánum, þar sem vextir eru lægri vegna ríkisábyrgðar á húsbréfúm. Þessa hlýtur þó að gæta í minna mæli, þar sem um markaðsvexti slíkra lána er að ræða. Ljóst er að ríkissjóður, eða Bygging- arsjóður ríkisins, tekur áhættu með milligöngu um almenn húsnæðis- lán, þar sem hann stendur ábyrgur fyrir greiðslum til lánveitenda óháð greiðslum íbúðakaupenda af lánum sínum. Með húsbréfakerfinu verður þó lítil breyting hvað þetta varðar og í raun er þetta hluti af þeim vanda sem við er að glíma varðandi ríkis- ábyrgðir," segir Seðlabankinn. Um 5 milljarða „gat“ í ár Að mati Seðlabankans verða hús- næðislán á þessu ári alls um 21,4 milljarðar króna (þó nýbyggingar verði aðeins 16,5 milljarðar). Þar af er reiknað með 19,4 milljörðum úr opinbera húsnæðiskerfinu: Um 9,5 milljörðum úr byggingarsjóðum ríkisins og verkamanna (um helm- ingur úr hvorum) og síðan tæplega 10 milljörðum í húsbréfum. Að viðbættum neikvæðum vaxta- mun á útlánum sjóðsins og þeim lánum sem hann tekur frá lífeyrs- sjóðunum telur Seðlabankinn að opinbera lánakerfið þurfi að afla um 20,7 milljarða króna á árinu. Seðla- bankinn býst hins vegar ekki við að lífeyrissjóðimir geti uppfyllt nema um 15,7 milljarða af þessari lánsfjár- þörf opinbera húsnæðislánakerfis- ins. Seðlabankinn segir því ráð fyrir því gert að 5 milljarðar af húsbréfaút- gáfunni verði fjármögnuð beint af seljendum íbúða eða með kaupum verðbréfasjóða og annarra lánasjóða á húsbréfum. „Ekki er óhugsandi að það geti gengið, en óvissa hlýtur að ríkja um hlut seljenda íbúðarhús- næðis að þessu leyti.“ Reynsluna af húsbréfakerfinu til þessa segir bank- inn þá, að 50- 60% bréfanna leiti út á fjármagnsmarkaðinn, og að líkind- um muni þetta hlutfall þó hækka. Endar með vaxtahækk- unum og erlendum lántökum „Hér er um miklar lánveitingar á sviði húsnæðismála að ræða og aug- ljóslega mun það viðhalda þeirri spennu, sem verið hefur á lána- markaðnum," segir Seðlabankinn. Ljóst sé að lántökur opinberra aðila á síðasta ári hafi leitt til nokkurrar vaxtahækkunar jafnt á húsbréfum sem spariskírteinum ríkissjóðs. Og nú sé áætlað að auka innlendar lán- tökur opinberra aðila um 8 milljarða kr. frá síðasta ári. Seðlabankinn kemst að þeirri niðurstöðu að með fyrirliggjandi áformum sé hleypt af stokkunum verulega meiri lánsfjár- eftirspum heldur en markaðurinn fái ráðið við. Það muni leiða til al- mennrar vaxtahækkunar og senni- lega enda með ótilætluðum erlend- um lántökum. Rétt sé því að leita allra leiða til að draga úr útlánum bæði í 86-kerfinu og húsbréfum. í því skyni vill bankinn að 86- kerf- inu verði lokað nú þegar og vextir á nýjum lánum Byggingarsjóðs ríkis- ins verði hækkaðir í 6%. Þá sé at- hugandi að loka fyrir lánsheimildir til byggingarverktaka, takmarka veitingu greiðsluerfiðleikalána og fresta hækkun lánshlutfalls úr 65% í 75% vegna nýbygginga og kaupa fyrstu íbúðar. Ríflegar „ríkisgjafir“...? „Kerfið (ffá 1986) er sprungið í tvennum skilningi," segir Seðla- bankinn. „Það ráðstafar stjómlaust of miklu fjármagni til íbúðalána og skapar kröfú á ríkissjóð gegnum ábyrgð hans á Byggingarsjóði ríkis- ins, sem er meiri en hægt er að standa undir. Miðað við vexti á útlán- um og innlánum undanfarin ár, og endurfjármögnun innlána með svip- uðum kjörum á næstu árum, má ætla að 30- 40% útlánanna séu töp- uð.“ Áðurgreint 10-13 milljarða tap Byggingarsjóðs ríkisins stafar af þessari vaxtaniðurgreiðslu af lánum sjóðsins — og er þar með í rauninni „gjöf‘ ríkissjóðs til þeirra sem fengu/fá lán úr 86-lánakerfinu. „Gjafir" ríkisins em þó enn meiri. Vaxtabætumar em í raun viðbótar- niðurgreiðsla á þessum þegar stór- lega niðurgreiddu vöxtum Bygging- arsjóðs. Má t.d. benda á, að ekki ein einasta króna af 1,6 milljarða vaxta- bótum 1990 var ekki vegna niður- greiðslu vaxta af húsbréfúm. _ - HEI FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ Ráðstefna um málefni fatlaðra laugardag 23. mars 1991, Hótel Holiday Inn, Sigtúni 38, Reykjavík Svelnn A Jóhanna Stefán Bjaml Bragi Margrét Morthens Slguröardóttir Hreiðarsson Kristjánsson Guöbrandsson Margeirsdóttir Dagskrá: Kl. 10.00 Ráðstefnan sett: Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra. Kl. 10.20 Könnun á fjölda fatlaðra og þjónustuþörf: undirbúningur að fram- kvæmdaáætlun. Stefán Hreiðarsson forstöðumaður og Bjarni Krist- jánsson framkvæmdastjóri. Kl. 11.20 Fyrirspurnir og umræður. Kl. 12.15 Hádegisverður. Kl. 13.15 Kynning á frumvarpsdögum að nýjum lögum um málefni fatlaðra. Bragi Guðbrandsson félagsmálastjóri. Andmælandi Sveinn Allan Morthen framkvæmdastjóri. Kl. 14.40 Fyrirspurnir og umræður. Kl. 15.00 Kaffihlé. Kl. 15.15 Framhald á umræðum. Kl. 16.30 Ráðstefnuslit. Ráðstefnustjóri: Margrét Margeirsdóttir deildarstjóri. Þátttaka tilkynnist fé- lagsmálaráðuneytinu fyrir hádegi fimmtudaginn 21. mars nk. í síma 609000. Kl. 16.30-18.00 Síðdegisveitingar í boði félagsmálaráðherra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.