Tíminn - 19.03.1991, Blaðsíða 11

Tíminn - 19.03.1991, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 19. mars 1991 Tíminn 11 DAGBÓK Danskir súrrealistar í Listasafni íslands Laugardaginn 23. mars opnar í Lista- safni fslands sýning á verkum danskra súrrealista, og er hún sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Á sýningunni verða 30 verk og eru þau öll í eigu Listasa/ns Suður- Jótlands, sem á mikið safn súrre- alískra verka eftir danska listamenn. Sýningin er liður í sýningaskiptum milli safnanna og mun Listasafnið senda á móti sýningar á landslagsverkum eftir Júlíönu Sveinsdóttur og abstraktverkum frá þriðja áratugnum eftir Finn Jónsson. Verkin á sýningunni eru eftir nokkra af þekktustu málurum Ðana frá árunum 1930-50. Þeir eru Wilhelm Freddie, Vil- helm Bjerke-Petersen, Rita Kernn-Lar- sen, Harry Carlsson og Elsa Thoresen. Sýningin ætti því að gefa góða innsýn í þetta einstæða tímabil danskrar lista- sögu. Statens Museum for Kunst hélt sýningu á þessu tímabili árið 1986 og var þá gefin út vönduð sýningarskrá, sem verður til sölu á sýningunni hér. í henni er grein- argott yfirlit yfir þetta tímabil danskrar myndlistar, en lítið hefur verið gefið út af yfirlitsritum um það. Flest verkanna er hér eru til sýnis voru á þessari sýningu. Svo skemmtilega vill til að sýningin verður á sama tíma og danskir dagar standa yfir á íslandi. Hér er um hreina tilviljun að ræða, en safninu er það mik- il ánægja að geta lagt sitt af mörkum til kynningar á danskri list á íslandi. Safnið hefur í áranna rás haldið þó nokkrar danskar sýningar, m.a. á verkum Roberts Jacobsen myndhöggvara, Carl-Hennings Pedersen og Egils Jacobsen, svo að nokkrir séu nefndir. Listasafnið á gott og merkilegt safn danskrar myndlistar, einkum frá seinni hluta 19. aldar, gull- aldartíma danskrar myndlistar, og er það meginuppistaðan í stofngjöf safnsins. Sýningunni lýkur 5. maí. Hún er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 12-18 og er kaffistofa safnsins opin á sama tíma. Aðgangur að sýningunni er ókeyp- is. Dagheimilið Lyngás Dagheimili Styrktarfélags vangefmna, Lyngás, Safamýri 5, er 30 ára í vor. í til- efni þess verður heimilið opið laugardag- inn 23. mars kl. 14-17 fyrir alla „Lyngás- inga“, aðstandendur og starfsfólk, sem er og verið hefur á heimilinu við leik og störf í gegnum árin. Vonumst til að sjá ykkur sem flest. Undirbúningsnefndin Leiksúpan sýnir „Leitin að týnda Hafnarfjarðar- brandaranum11 „Leiksúpan", leiklistarklúbbur Fjöl- brautaskólans við Ármúla, frumsýnir leikritið „Leitin að týnda Hafnarfjarðar- brandaranum" öðru nafni „Sniðuga leik- ritið" eftir Valgeir Skagíjörð næstkom- andi mánudagskvöld í hátíðasal Fjöl- brautaskólans við Ármúla. Sýningin hefst klukkan átta. Næstu sýningar verða síðan þriðjudag- inn 19. mars og miðvikudaginn 20. mars á sama stað. Leikstjóri sýningarinnar er Ása Helga Ragnarsdóttir og leikmynda- hönnuður Edda Hrönn Atladóttir. Miðaverð er 300 krónur og eru miðarn- ir seldir við innganginn. „Leitin að týnda Hafnarfjarðarbrandaranum" er revía í léttum dúr, með söng, glensi og gríni. Kvenfélagið Seltjörn Fundur í kvöld, þriðjudaginn 19. mars, kl. 20.30. Sérfræðingur í litgreiningu og fatavali kemur í heimsókn. Veitingar. Mikil aðsókn í Gallerí Borg Fimmtudaginn 14. mars opnaði Ásgeir Smári sýningu á olíumálverkum í Gallerí Borg, Pósthússtræti. Sýninguna nefnir hann „Borgarlandslag", enda er mynd- efnið fólkið og húsin í borginni. Allar myndimar voru til sölu, en aðsókn hefur verið með eindæmum og af 24 myndum eru 22 þegar seldar. Gallerí Borg er opið virka daga frá kl. 10-18, en um helgar frá kl. 14-18. Sýn- ingunni lýkur þriðjudaginn 26. mars. Aðgangur er ókeypis. Ástarljóð bílanna Hinn 1. mars s.l. gaf bókaútgáfan Norðan niður á Sauðárkróki út Ijóðabókina Ást- arljóð bílanna eftir Stefán Steinsson, lækni í Búðardal. Bókin er önnur Ijóða- bók höfundar. Hún er 118 blaðsíður, skrifuð á tímanum frá nóvember 1989 til haustmánaða 1990. Eru í henni ljóð og Ijóðsögur af ýmsu tagi. Kápugerð var að mestu f höndum Sig- urlaugs Elíassonar. Bókin var prentuð hjá Sást sf. á Sauðárkróki, en bundin í Ríkisprentsmiðjunni Gutenberg. Elín Snædal las próförk. Bókin er seld í Eymundsson, Bóksölu stúdenta og í Bókavörðunni, Hafnar- stræti 4, auk verslana í Búðardal. Pönt- unarsími er 93-41113 á daginn og 93- 41171 eftir klukkan 16. Bókin kostar 1.500 krónur. Námstefna um gæðastjórnun Félag íslenskra iðnrekenda, Gæðastjórn- unarfélag fslands, Endurmenntunar- nefnd Háskóla íslands, Iðntæknistofnun íslands og Ráðgarður h.f. standa sameig- inlega að námstefnu um gæðastjómun 20. mars n.k. í Borgartúni 6. Markmið námstefnunnar er að veita innsýn í eðli og grunnhugtök í gæða- stjórnun, hlut stefnumótunar og stjórn- unar í gæðastjórnun og gefa þátttakend- um kost á að kynnast reynslu íslenskra fyrirtækja sem komin eru vel á veg í þró- un gæðakerfa. Þátttökugjald er kr. 2.500. Skráning fer fram hjá Endurmenntunamefnd í síma 694940. Nánari upplýsingar eru veittar í símum 694923 og 694924. RÚV 1 a Þriðjudagur 19. mars MORGUNÚTVARP KL 6.45 - 9.00 6.45 Vefturfregnlr. Bæn, séra Jens Nielsen flytur. 7.00 Fréttlr. 7.03 Morgunþáttur Rásar 1 Fjölþætt tónlistarútvarp og málefnl líðandi stundar. - Softía Karisdóttir. 7.32 Daglegt mál, Mörður Amason flytur þáttinn. (Einnig útvarpað kl. 19.55). 7.45 Ustróf Myndlistargagnrýni Auðar Ólafsdóttur. 8.00 Fréttlr og Morgunauki um viðskiptamál kl. 8.10. 8.15 Veóurfregnlr. 8.30 FréttayflrllL .Prakkarí' eftir Steríing North. Hrafnhildur Valgarðsdóttir les þýðlngu Hannesar Sigfussonar (7). ÁRDEGISUTVARP KL 9.00 • 12.00 9.00 Fréttlr. 9.03 Laufskállnn Létt tónlist með morgunkalfinu og gestur litur inn. Umsjón: Glsli Sigurgeirsson. (Frá Akureyrí). 9.45 Laufskálasagan. Smásaga eftir Ragnheiði Jónsdóttur. Sigrún Guðjónsdóttir 10.00 Fréttlr. 10.03 Morgunleikfiml með Halldóru Bjömsdóttur. 10.10 Veðurfregnlr. 10.20 VI6 lelk ogstörf Fjölskyldan og samfélagið. Halldóra Bjömsdóttir fjallar um heilbrigðismál. Umsjón: Steinunn Harðardóttir. f 1.00 Fréttir. 11.03 Tónmál Umsjón: Sólveig Thorarensen. (Einnig útvarpað að loknum fréttum á miðnætti). 11.53 Dagbókin HÁDEGISÚTVARP kl. 12.00 -13.30 12.00 Fréttayflrllt á hádegl 12.01 Endurteklnn Morgunauki. 12.20 Hádeglsfréttir 12.45 Veöurfregnlr. 12.48 Auólindln Sjávarútvegs- og viðskiptamál. 12.55 Dánarlregnlr. Auglýsingar. 13.05 f dagslns önn - Flugvirki á Isafirði Umsjón: Guðjón Brjánsson. (Einnig útvarpað I næturútvarpi id. 3.00). MIÐDEGISUTVARP KL 13.30 • 16.00 13.30 Homsóflnn Frásagnir, hugmyndir, tónlist. Umsjón: Friðrika Benónýsdóttir og Hanna G. Sigurðardóttir. 14.00 Fréttlr. 14.03 Útvarpssagan: Vefarinn mikli frá Kasmlr eftir Halldór Laxness Valdimar Flygenring les (14). 14.30 Sónata fyrir selló og pfanó ópus 36 eftir Edvard Gríeg Michaela Fukacova leikur á selló og Ivan Klánský á pianó. 15.00 Fréttlr. 15.03 Kfkt út um kýraugaó Frásagnir af skondnum uppákomum f mannlifinu. Umsjón: Viðar Eggertsson. (Einnig útvarpað á sunnudagskvöld kl. 21.10). SÍDDEGISÚTVARP KL 16.00.18.00 16.00 Fréttlr. 16.05 Völuskrfn Krístín Helgadóttir les ævintýri og bamasögur. 16.15 Veóurfregnir. 16.20 Á förnum vegl Austur á fjörðum með Haraldi Bjamasyni. 16.40 Létt tónllst 17.00 Fréttlr. 17.03 Vlta skaltu Ari Trausti Guðmundsson ræðir við Pál Bergþórsson um veðurfræði I fomum'ntum. 17.30 Pfanótrfó f d-moll ópus 120 eftir Gabriel Fauré Beaux Arts-trióið leikur. FRÉTTAÚTVARP 18.00-20.00 18.00 Fréttlr 18.03 Hér og nú 18.18 Aöutan (Einnig útvarpað eftir fréttir kl. 22.07). 18.30 Auglýslngar. Dánarfregnir. 18.45 Veóurfregnlr. Auglýsingar. 19.00 Kvöldfréttlr 19.35 Kvlksjá 19.55 Daglegt mál Endurtekinn þáttur frá morgni sem Mörður Ámason ftytur. TÓNLISTARÚTVARP KL 20.00 ■ 22.00 20.00 I tónlelkasal Tónleikar sem haldnir voru I Ósló, 9. mars 1990 Truls Mörk leikur á selló með Fílharmóníusveit Óslóar verk eftir Witold Lutoslavskl; höfundur stjómar. Sinfónia númer 3 Sellókonsert Chain III Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir. 21.10 Stundarkom f dúr og moll Umsjón: Knútur R. Magnússon. (Einnig útvarpað á sunnudagskvöld kl. 00.10). KVÖLDÚTVARP KL 22.00 - 01.00 22.00 Fréttlr. 22.07 A6 utan (Endurtekinn þáttur frá 18.18). 22.15 Veöurfregnir. Dagskrá morgundagsins. 22.20 Lestur Passfusálma Ingibjörg Haraldsdóttir les 43. sálm. 22.30 Lelkrlt vlkunnar: .Bruni* eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson Útvarpsleikgerð og leikstjóm: Hlin Agnarsdóttir. Leikendur. Róbert Amfinnsson, Sigurveig Jónsdóttir, Valdimar Fiygenring, Sigurður Skúlason, Steinn Ármann Magnússon og Andrés Sigurvinsson. (Endurtekið úr Miðdegisútvarpi frá fimmtudegi). 23.20 Djassþáttur Umsjón: Jón Múli Ámason. (Einnig útvarpað á laugardagskvöldi kl. 19.30). 24.00 Fréttlr. 00.10 Tónmál (Endurtekinn þáttur úr Árdegisútvarpi). 01.00 Veóurfregnlr. 01.10 Nœturútvarp ábáðumrásumtilmorguns. 7.03 Morgunútvarpió - Vaknað til lifsins Leifur Hauksson og Eiríkur Hjálmarsson hefja daginn með hlustendum. Upplýsingar um umferð kl. 7.30 og litið i blöðin kl. 7.55. 8.00 Morgunfréttlr - Morgunútvarpið heldur áfram. 9.03 9 ■ fjögurúrvals dægurtónlist I allan dag. Umsjón: Eva Ásrún Albertsdóttjr, Magnús R. Einarsson og Margrét Hrafnsdóttir. Textagetraun Rásar 2, klukkan 10.30. 12.00 Fréttayflrllt og veóur. 12.20 Hádeglsfréttlr 12.45 9 ■ fjögur Úrvals dægurtónlist, I vinnu, heima og á ferð. Umsjón: Margrét Hrafnsdóttir, Magnús R. Einarsson og Eva Ásrún Albertsdóttir. 16.00 Fréttir 16.03 Dagskrá: Dægurmálaútvarp og fréttir Starfsmenn dægurmálaútvarpsins og fréttaritarar heima og eriendis rekja stór og smá mál dagsíns. 17.00 Fréttlr - Dagskrá heldur áfram. 18.00 Fréttlr 18.03 ÞJóóarsálln - Þjóðfundur i beinni útsendingu, þjóðin hlustar á sjálfa sig Stefán Jón Hafstein og Sigurður G. Tómasson si^a við símann, sem er 91 - 68 60 90. 19.00 Kvöldfréttir 19.32 Gullskffa úr safnl Bftlanna: .Rubber soul' frá 1965 20.00 Lausa rásln Útvarp framhaldsskólanna. Blórýni og farið yfir það sem er að gerast i kvikmyndaheiminum. Umsjón: Hlynur Hallsson og Oddný Eir Ævarsdóttir. 21.00 Á tónleikum meó Sky Lifandi rokk. (Einnig útvarpað aðfaranótt fimmtudags kl. 01.00 og laugardagskvöld kl. 19.32). 22.07 Landló og mlóln Siguröur Pétur Harðarson spjallar við hlustendur til sjávar og sveita. (Úrvali útvarpað kl. 5.01 næstu nótt). 00.10 I háttinn Umsjón: Gyða Dröfn Tryggvadóttir. 01.00 Nsturútvarp á báðum rásum bl morguns. Fréttlr kl. 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00, 10.00, 11.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00, 16.00, 17.00, 18.00,19.00,22.00 og 24.00. Samlesnar auglýsingar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30, 9.00,10.00,11.00,12.00,12.20,14.00, 15.00,16.00,17.00,18.00,19.00,19.30. NÆTURÚTVARPIÐ 01.00 Meó grátt I vöngum Endurtekinn þáttur Gests Einars Jónassonar frá laugardegi. 02.00 Fréttir. - Með grátt i vöngum Þáttur Gests Einars heldur áfram. 03.00 í dagsins önn - Flugvirki á Isafirði Umsjón: Guðjón Brjánsson. (Endurtekinn þáttur frá deginum áður á Rás 1). 03.30 Glefsur Úr dægurmálaútvarpi þriðjudagsins. 04.00 Næturlög leikur næturiög. 04.30 Veöurfregnlr. - Næturiögin halda áfram. 05.00 Fréttlr af veðri, færð og flugsamgöngum. 05.05 Landiö og mlóin Sigurður Pétur Harðarson spjallar við hlustendur til sjávar og sveita. (Endurtekið úrval frá kvöldinu áður). 06.00 Fréttlr af veðri, færð og flugsamgöngum. 06.01 Morguntónar LANDSHLUTAÚTVARP Á RÁS 2 Útvarp Norðuriand kl. 8.10-8.30 og 18.35-19.00. Þriöjudagur 19. mars 17.50 Elnu sinnl var... (24) Franskur teiknimyndaflokkur með Fróða og fé- lögum þar sem saga mannkyns er rakin. Einkum ætlað bömum frá 5-10 ára. Þýðandi Ólöf Péturs- dóttir. Leikraddir Halldór Bjömsson og Þórdis Amljótsdóttir. 18.20 íþróttaspeglll I þættinum verður fjallað um stórmót I sundi I Sundhöll Reykjavlkur, íþróttir þroskaheftra og sýnt verður brot úr Islandsmeistarakeppni I dansi með frjálsri aöferö. Umsjón Bryndis Hólm. 18.50 Táknmálsfréttir 18.55 FJölskyldulff (57) (Families) Ástralskur framhaldsmyndaflokkur. Þýðandi Jó- hanna Þráinsdóttir. 19.20 Hver á aó ráöa? (4) (Who's the Boss?) Bandariskur gamanmynda- flokkur. Þýðandi Ýrr Bertelsdóttir. 19.50 Hökkl hundur Bandarísk teiknimynd. 20.00 Fréttlr og veóur 20.35 Neytandlnn (3) I þættinum veröur fjallaö um ferðamál. Umsjón Jóhanna G. Harðandóttir. Dagskrárgerð Þiðrik Ch. Emilsson. 21.00 Leikur elnn (3) Þriðji þáttur (The One Game) Breskur sakamálamyndaflokk- ur. Aðalhlutverk Stephen Dillon og Patrick Mala- hide. Þýðandi Gunnar Þorsteinsson. 21.55 Nýjasta tsknl og vfslndl Ný íslensk mynd um sýningarsali Náttúmfræði- stofnunar Islands. Umsjón Sigurður H. Richter. Dagskrárgerð Þiðrik Ch. Emilsson. 22.20 Kastljós Umræðu- og fréttaskýringaþáttur I beinni út- opnriinm i 23.00 Eliehifréttir og dagskrártok STÖÐ Þriöjudagur 19. mars 16:45 Nágrannar 17:30 Besta bókln Athyglisverö teiknimynd. 17:55 Fimmfélagar (FamousFive) Spennandi myndaflokkur fyrir alla krakka. 18:20 Krakkasport Endurtekinn þáttur frá slðastliðnum laugardegi. 18:35 Eöaltónar Hugljúfur tónlistarþáttur. 19:19 19:19 Fréttir ásamt fréttatengdum innslögum. Slöð 2 1991. 20:10 Neyóarlfnan (Rescue911) Sannsögulegur þáttur um hetjudáðir venjulegs fólks. 21:00 SJónauklnn Helga Guðrún Johnson heldur áfram ferð sinni um fomverslanir og einnig kynnir hún sér nor- rænt umhverfisár. Stöð 2 1991. 21:30 Hunter Spennandi framhaldsþáttur um lögreglustörf í Los Angeles. 22:20 Hundaheppnl (Stay Lucky) Lokaþáttur þessa skemmtilega breska saka- málaþáttar. j 23:10 Geymt en ekkl gleymt (Good and Bad at Games) Myndin gerist í drengjaskóla i byrjun áttunda áratugsins í Lond- on og svo tiu árum siöar þegar leiðir þriggja nemenda liggja aftur saman eftir heldur misjafna skólagöngu. Aðalhlutverk: Martyn Standbridge, Anton Lesser og Laura Davenport. Leikstjóri: Jack Gold. 1982. Bönnuð bömum. Lokasýning. 00:35 Dagtkrárlok JEPPA- HJÓLBARÐAR Hágæða hjólbarðar HANKOOK frá Kóreu 235775 R15 kr. 6.950,- 30/9,5 R15 kr. 6.950,- 31/10,5 R15 kr. 7.950,- 33/12,5 R15 kr. 9.950,- Örugg og hröð þjónusta BARÐINN hf. Skútuvogi 2, Reykjavík Símar: 91-30501 og 91- S4844 —---------V Bílbeltin hafa bjargað jju^nrw, Aöalfundur Styrktarfélags vangefinna verður haldinn í Bjarkarási við Stjömu- gróf, mánudaginn 25. mars nk. kl. 20. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreytingar. Önnur mál. Kaffíveitingar. Stínmln Félag eldri borgara Opið hús í Risinu í dag þriöjudag kl. 14. Frjáls spilamennska. Leikfimi hefst kl. 17. Einnig hittist leikhópurinn Snúður og Snælda kl. 17. Margrét Thoroddsen verður til viðtals nk. fimmtudag milli kl. 13 og 15. \ Blæðingasjúkdóma félag íslands vill minna á aðalfundinn í kvöld, 19. mars, að Hótel Loftleiðum (Víkingasal) kl. 20.30. Auk aðalfundarstarfa verður kynning á storkukerfinu í umsjá Sig- mundar Magnússonar og erindi um meðferð bama með blæðingarsjúkdóm sem Jón Kristinsson flytur. Þess er vænst að sem flestir félagsmenn sjái sér fært að mæta og hlusta á góð erindi. 6237. Lárétt 1) Afríkuland 6) Röskari 10) Keyr 11) Borðaði 12) Sleit 15) Jötu Lóðrétt 2) Hás 3) Mann 4) Keyri 5) Skrifir 7) Keyri 8) Smábýli 9) Yfirstjórn 13) Klæði 14) Kraftur Ráðning á gátu no. 6236 Lárétt 1) Ostar 6) Formega 10) Tó 11) Ók 12) Apaldur 15) Ólétt Lóðrétt 2) Sár 3) Ate 4) Aftan 5) Lakra 7) OÓP 8) MVL 9) Góu 13) Afl 14) Dót Ef bilar rafmagn, hitaveita eða vatnsveita mð hringja í þessi símanúmen Rafmagn: I Reykjavík, Kópavogi og Seltjam- arnesi ersimi 686230. Akureyri 24414, Kefla- vík 12039, Hafnarfjöröur 51336, Vestmanna- eyjar 11321. Hitaveita: Reykjavík simi 82400, Seltjarnar- nes sími 621180, Kópavogur 41580, en eftir kl. 18.00 og um helgar i sima 41575, Akureyri 23206, Keflavlk 11515, en eftir lokun 11552. Vestmannaeyjar simi 11088 og 11533, Hafn- arfjöröur 53445. Sfmi: Reykjavlk, Kópavogi, Seltjamamesi, Akureyri, Keflavik og Vestmannaeyjum til- kynnist í slma 05. Bilanavakt hjá borgarstofnunum (vatn, hita- veita o.fl.) er i sima 27311 alla virka daga frá kl. 17.00 til kl. 08.00 og á helgum dögum er svaraö allan sólarhringinn. Tekiö er þar við til- kynningum á veitukerfum borgarinnar og I öðrum tilfellum, þar sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aöstoð borgarstofnana. 18. mars 1991 kl. 9.15 Kaup Sala Bandaríkjadollar 57,670 57,830 Steriingspund ....105,239 105,531 Kanadadollar 49,860 49,998 Dönsk króna 9,3765 9,4025 9,2147 9,2402 Sænsk króna 9>978 9’8250 Rnnskt mark ....15,0046 15,0462 Franskur franki ....10,5690 10,5984 Belgískur franki 1,7473 1,7522 Svissneskur frankl... ....41,5191 41,6343 Hollenskt gyllini ....31,9404 32,0290 ....36,0021 36,1020 ....0,04820 0,04834 Austurrískur sch 5,1146 5,1288 Portúg. escudo 0,4129 0,4141 Spánskur peseti 0,5783 0,5799 Japansktyen ....0,41881 0,41997 Irskt pund 95,775 96,041 Sérst. dráttarr. 79,él52 79,8361 ECU-Evrópum 73,9416 74,1467

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.