Tíminn - 19.03.1991, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.03.1991, Blaðsíða 9
8 Tíminn Þriðjudagur 19. mars 1991 Þriðjudagur 19. mars 1991 Tíminn 9 % í wk mm s' vx <y . - í .. < ■ • IX/liðstjórnarfunclLjr Framsóknarflokksins gefur tóninn Varðveita verður ríkisstjórnin náði Miðstjórn Framsóknarflokksins kom sam- an til fundar á laugardaginn og markaði stefnuna í kosningabaráttunni. Steingrímur Hermannsson forsaetisráðherra sagði að í þeim ólgusjó sem framundan væri þyrfti þjóðin á forystu Framsóknarflokksins að halda. Nauðsynlegt væri að varðveita þann árangur sem þessi ríkisstjórn hefur náð í efnahagsmálum. Framsóknarflokknum sé best treystandi til að fá hin ýmsu þjóðfélags- öfl til að starfa saman þannig að hér verði áfram lág verðbólga og traust atvinnulíf. Ríkisstjórnin skapaði grundvölí fyrir þjóðarsátt Steingrímur sagði að þessari ríkisstjórn hefði tekist það, sem öðrum ríkisstjórnum sem setið hafa að völdum hér á landi á seinni árum, hefði mistekist. Henni hefði tekist að koma verðbólgunni niður í 5,3%. f>að væri hennar mesta afrek. Steingrímur sagði að þessi árangur hefði aldrei náðst nema vegna þess góða samstarfs sem tókst á milli samtaka launþega, atvinnurekenda og bænda. Hann lagði jafnframt áherslu á að engir þjóðarsáttarsamningar hefðu litið dagsins Ijós nema vegna þess að ríkisstjórn- in skapaði grundvöll fyrir þeim með efna- hagsstjórn sinni á árinu 1989. Hann sagði að þjóðarsáttarsamningar hefðu aldrei tek- ist ef ástandið hefði verið eins og það var þegar ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar hrökklaðist frá völdum. Hann sagði að Framsóknarflokkurinn vildi hafa stjórn á efnahagsmálunum og hafnaði algerlega frjálshyggjunni sem var reynd á árunum 1987-1988. Steingrímur vék að skuldbreytingum sem ráðist var í á árunum 1989-1990 og sagði að þær hefðu verið nauðsynlegar. Hann sagði að í langflestum tilfellum næðist sá árangur sem að væri stefnt, en viðurkenndi að eitt- hvað af fyrirtækjum tækist ekki að koma undir sig fótunum, þrátt fyrir þá aðstoð sem þau hafa fengið. Hann sagði að Atvinnu- tryggingasjóður hefði verið búinn að lána tæplega 8 milljarða um síðustu áramót og Hlutafjársjóður tæpan milljarð. Á síðustu tveimur árum hefur verið mikill afgangur á vöruskiptum við útlönd og er það mikil breyting frá því sem áður var. Mik- ill halli var á vöruskiptum við útlönd 1987 og 1988. Steingrímur sagði nauðsynlegt að halda áfram á þessari braut og greiða niður erlendar skuldir. Glundroöakenning Sjálf- stæðisflokksins afsönnuð Steingrímur sagði að samstarf ríkisstjórn- arflokkanna hefði almennt gengið vel. Þessi ríkisstjórn hefði afsannað glundroðakenn- ingu Sjálfstæðisflokksins. Steingrímur sagðist hafa lesið samþykktir landsfundar Sjálfstæðisflokksins og undraðist hvað þær væru fátæklegar. Hann sagði greinilegt að sjálfstæðismenn teldu nægjanlegt að kjósa nýjan formann. Stefnan væri aukaatriði. Forsætisráðherra vék síðan að verkefnum nýrrar stjórnar. Hann sagði að hagvöxtur væri minni en í nágrannalöndum okkar. Hann sagði að nú, þegar búið er að skapa traustan grundvöll í efnahagsmálum þjóð- arinnar, væri nauðsynlegt að hefja nýja framfarasókn með það að markmiði að auka hagvöxt. Mikilvægast væri þó að varðveita þann árangur sem náðst hefði í efnahags- málunum. Iðnaðarráðherra lék einleik í álmálinu Forsætisráðherra sagði að íslendingar yrðu að nýta orkulindir sínar ef þeir vildu auka hagvöxt í iandinu. Þess vegna sagðist hann vonast eftir að af byggingu álvers yrði, þó að nokkur óvissa væri nú í því máli. Steingrímur sagði nauðsynlegt að skapa eins konar þjóðarsátt um álver. Margir aðil- ar í þjóðfélaginu yrðu að koma þar við sögu. Steingrímur sagðist telja að iðnaðarráð- herra hefði ekki gætt þess nægilega vel að láta alla þá aðila sem málið varðar taka þátt í undirbúningi þess. Iðnaðarráðherra hefði kosið að halda málinu út af fyrir sig og leggja áherslu á undirskriftir undir minnis- blöð sem enga merkingu hefðu. Hann sagði að iðnaðarráðherra væri duglegur maður, en í svona stóru máli yrði að sýna lipurð. Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur gæla við aðild að EB Forsætisráðherra sagði Framsóknarflokk- inn algerlega hafna aðild íslands að Evrópu- bandalaginu. Hann sagði að í þessari af- stöðu fælist hins vegar alls ekki nein ein- angrunarstefna. Flokkurinn gerði sér grein fyrir mikilvægi þess að hafa mikil og góð samskipti við önnur lönd. Hann sagði óvíst hvað kæmi út úr samningum um evrópskt efnahagssvæði (EES). Hann sagðist gera sér grein fyrir að margir flokksmenn óttuðust að gengið yrði of langt í EES-viðræðunum. Nauðsynlegt væri hins vegar að taka þátt í viðræðunum með opnum huga. Forsætis- ráðherra minntist á frumvarp sem varð að lögum fyrir helgi um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri. Þar væri dregin ákveðin varnarlína og það sama þyrfti að gera varðandi jarðhitaréttindi og frelsi út- lendinga til að kaupa land hér á landi. Steingrímur gagnrýndi Sjálfstæðisflokk- inn og Alþýðuflokkinn fyrir að vera að gæla við aðild að EB. Hann sagði að mikils mis- skilnings gætti í samþykktum Alþýðuflokks- ins þegar flokkurinn segði að aðild að EB kæmi því aðeins til greina að íslendingar hefðu áfram forræði yfir sínum fiskimiðum. Steingrímur sagði ekki vera hægt að tryggja full yfirráð yfir fiskimiðunum með aðild að EB. Ekki væri hægt að fá undanþágu frá Rómarsáttmálanum, stjórnarskrá EB, en hins vegar væri hægt að fá einhvern aðlög- unartíma. Steingrímur sagðist líta á það sem uppgjöf þegar menn segðu að við ætt- um ekki annars úrkosta en að gerast aðilar að EB. Hann sagði þetta minna sig á um- ræður eftir stríð um að ísland ætti ekki ann- ars úrkosta en að gerast eitt af fylkjum Bandaríkjanna. Þýðingarlaust að byggja múr í kringum landbúnaðinn Forsætisráðherra sagði að byggðamálin yrðu eitt af þeim málum sem kosið yrði um í kosningunum. Hann minntist á lög um Byggðastofnun, en gerð var breyting á þeim fyrir helgi. Þar er gert ráð fyrir að Alþingi samþykki byggðaáætlanir til fjögurra ára í senn. Hann sagði nauðsynlegt að stíga stærri skref í átt til jafnara orkuverðs en gert hefur verið og sagði að Sjálfstæðis- flokkurinn hefði verið mótfallinn þeim leið- um sem stjórnarflokkarnir hefðu viljað fara í því máli. Steingrímur sagðist gera sér grein fyrir að nýr búvörusamningur væri erfitt skref fyrir marga bændur. Hann sagðist hins vegar vera sannfærður um að samningurinn yrði íslenskum landbúnaði til góðs. Ekki væri hægt að komast hjá því að aðlaga landbún- aðinn breyttum aðstæðum. Hann sagði að það yrði bændum ekki til góðs að byggja upp múr í kringum landbúnaðinn, því hann yrði brotinn niður fyrr eða seinna. Steingrímur sagði að Framsóknarflokkur- inn vildi standa vörð um velferðarkerfið, en hins vegar væri nauðsynlegt að gera breyt- ingar á því, eins og Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra hefði verið að vinna að. Forsætisráðherra sagði að mjög oft lægi lítil meining á bak við samþykktir Sjálf- stæðisflokksins um skattalækkanir. Hann minnti á að þegar ríkisstjórnin gerði tillögu um að feila niður aðstöðugjaldið hefði borg- arstjórinn í Reykjavík staðið fast gegn því. Talsmaður Sjálfstæðisflokksins í ríkisfjár- málum hefði viðurkennt að ekki væri hægt að lækka skatta fyrirvaralaust. Sjálfstæðisflokkurínn hefur enga sjávarútvegsstefnu, en vill fá sjávarútvegsráðuneytið Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra rifjaði upp í ræðu sinni þegar hann varð ráðherra fyrir átta árum. Hann sagði að þá hefði Sjálfstæðisflokkurinn hafnað að taka að sér sjávarútvegsráðuneytið, enda hefðu þá miklir erfiðleikar steðjað að sjávarútveg- inum og verkefnin illleysanleg. Halldór sagði að á þessum átta árum sem liðin eru hefði tekist að leysa mörg erfið vandamál, fiskiskipaflotinn væri hættur að stækka, rekstrarskilyrðin batnað og tekist hefði að skapa sæmilega sátt um stjórn fiskveiða. Halldór sagði að það væri þess vegna skilj- anlegt að í dag vildi Sjálfstæðisflokkurinn ólmur fá sjávarútvegsráðuneytið. Hann sagði hins vegar furðulegt að flokkur, sem stefndi að því að láta til sín taka í þessum málaflokki, leyfði sér að ganga til kosninga án þess að hafa þar neina stefnu. Halldór sagði að Sjálfstæðisflokkurinn segði við kjósendur: „Við viljum fá lyklana, en ykkur kemur ekki við hvað við ætlum að gera við þá.“ Halldór sagðist viðurkenna að núverandi aðferð við stjórn fiskveiða væri ekki galla- laus, en þetta væri sú aðferð sem líklegust væri til að skapa sátt um. Þessi aðferð hefði skilað þeim árangri sem að var stefnt. Fiski- skipaflotinn væri hættur að stækka, tekist hefði að koma í veg fyrir hrun fiskistofn- anna og átt hefði sér stað nauðsynleg hag- ræðing og betri nýting afla. Halldór fullyrti að aldrei tækist sátt í þjóðfélaginu um að stjórna fiskveiðunum með veiðileyfasölu eða að leyfa lítt takmarkaðar veiðar úr heildarkvóta. Markmið um hámarksarð- semi fiskistofnanna yrði ekki náð með þess- um aðferðum. 1,5 milljarður í Verðjöfnunarsjóð Halldór sagðist búast við að sjávarútveg- urinn muni greiða um 1,5 milljarð í Verð- jöfnunarsjóð sjávarútvegsins á þessu ári. Eftir Egil Ólafsson Stjórnmálaályktun miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins 16. mars 1991 Öflug þjóð í eigin landi Foiysta með reynslu í alþingiskosningum í vor ræðst hvort Framsóknarflokkurinn fer með forystu í ríkisstjórn á næsta kjörtímabili. Þá verður valið á milli samstarfs í ríkisstjórn undir markvissri forystu eins og verið hefúr undanfarin tæp þrjú ár eða forystuleysis eins og var í upphafi kjörtímabilsins. Þegar Framsóknarflokkurinn tók við forystu í september 1988 lá við hrun atvinnuveganna og óðaverðbólga geisaði. Árangur sterkrar forystu Framsóknarflokksins blasir nú við. Verðbólga er orðin aðeins rúmlega 5 af hundraði og matvæli hafa þó hækkað mun minna ailt síðasta ár. Vöruútflutningur landsmanna stefnir í að verða 8-9 milljörðum króna meiri en vöruinnflutningur á þessu ári og verulega hefur dregið úr viðskiptahalla. Kaupmátt tímakaups og ráðstöfunartekjur tókst að verja í samræmi við kjarasamninga. Afkoma fyrirtækjanna hefur batnað og atvinnu- líf hefur eflst um land allL Vextir hafa lækkað. Lánskjaravísitöl- unni hefur verið breytt og notkun hennar takmörkuð. Framtíð með framsókn í kosningunum í apríl verður kosið um fjölmörg mál sem skipta sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar. Kosið verður um viðunandi rekstrargrundvöll atvinnuveganna, fulla atvinnu og bætt lífskjör á nýjum og traustum grunni, skynsamlega sjávarútvegs- og landbúnaðarstefnu, nýjan búvörusamning, nýja byggðastefnu sem byggir á valddreifingu og forræði byggðanna, samskipti ís- lands við Evrópubandalagið og síðast en ekki síst verðbólgulaust þjóðfélag og jafnvægi í efnahagsmálum. Árangur ríkisstjómar Steingríms Hermannssonar í efnahags- málum á árinu 1989 skapaði gmndvöll fyrir kjarasamninga og traust og samstöðu á milli stjómvalda, launþega, vinnuveitenda og bænda sem leiddi til þjóðarsáttar. Framsóknarmenn vilja halda áfram á þeirri braut, sem þjóðarsáttin hefur markað. Mikilvægast er að treysta og varðveita þann stöðugleika sem náðst hefur í efnahagsmálum með lágri verðbólgu, fullri atvinnu og lækkandi vöxtum. Stöðugleiki er forsenda batnandi lífskjara. Stöðugleika verður hvorki náð með því að gefa frjálshyggjunni lausan tauminn né með miðstýringu stjórnvalda. Stöðugleikinn verður best tryggður með fyrirhyggju og samstarfi við launþega, atvinnurekendur og bændur. Framsóknarflokkurinn vill ekki hækka skatta, en vill beita sér fyrir margvíslegum umbótum á sviði skattamála. Samfélagslega þjónustu ber að efla með bættri nýtingu fjármuna og aðhaldi í ríkisrekstrinum. Með stöðugleika í efnahagsmálum verður unnt að hefja nýja framfarasókn undir forystu Framsóknarflokksins. Möguleikar til nýsköpunar í atvinnulífi og hagvaxtar eru fjölmargir. íslending- ar, ekki síst unga kynslóðin, hafa aflað sér mikillar þekkingar. Vísindi og þekking eru grundvöllur nútíma þjóðfélags. Fagurt land, hreint umhverfi og góð aðstaða til útivistar og heilsurækt- ar veita fjölmörg tækifæri til nánast ótakmarkaðra umsvifa á sviði ferðaþjónustu. Náttúru landsins ber að umgangast af nær- gætni. Öll framleiðsla og þjónusta á að vera undir merkjum mestu gæða, hreinleika og hollustu. Ef þannig er unnið af þekk- ingu og fyrirhyggju er full ástæða til bjartsýni um framtíð hinn- ar íslensku þjóðar. Öflug þjóð í eigin landi Framsóknarflokkurinn vill hafa nána samvinnu við aðrar Evr- ópuþjóðir, en er andvígur aðild íslands að Evrópubandalaginu. Ástæðurnar eru margar, Evrópubandalagið viðurkennir hvorki forræði einstakra þjóða yfir landinu né auðlindum sjávar. Fram- sóknarflokkurinn telur að hugmyndir um aðild að Evrópu- bandalaginu séu hættulegar og lýsi uppgjöf við stjórn eigin mála. Fullveldið, sjálfstæðið og landhelgin unnust með órofa sam- stöðu þjóðarinnar. Framsóknarflokkurinn mun standa vörð um þessa sigra og hugsjónir undir kjörorðinu „Öflug þjóð í eigin landi“. Hann sagði að þetta þýði að sjóðurinn verði það sterkur að hann geti mætt erfiðleikum í framtíðinni. Hann myndi t.d. geta mætt áföllum eins og urðu árið 1988. Halldór sagði að ef sjávarútvegurinn borgaði ekki í Verðjöfnunarsjóðinn hefði orðið að skrá gengið hærra eða launahækkanir hefðu orðið meiri. Halldór sagði það misskilning að halda því fram að sjávarútvegurinn hefði fengið að halda þessum peningum sem nú fara í Verðjöfnunarsjóðinn. Þeir hefðu farið í að greiða hærra fiskverð og hærri laun. Halldór sagði að með núverandi sjávarút- vegsstefnu hefði tekist að byggja upp grunn til nýrrar sóknar. Stærstu verkefnin framundan væru að auka nýtingu aflans og bæta gæðin. Halidór minntist á átak sem er í gangi í þremur útgerðarfyrirtækjum til að bæta gæði og nýtingu aflans. Hann nefndi sem dæmi um árangur af verkefn- inu að í einu fyrirtæki hefðu 60% karfa- flaka verið skemmd í vinnslu,_en tekist hefði að lækka þetta hlutfall niður í !5%. Starfsfólk fyrirtækisins hefði sest niður og fundið ut hvað var að og fundið ieið til að laga það. Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki báknið burt Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráð- herra fjallaði um velferðarmál í sinni ræðu. Hann sagði ljóst að takmörk væru fyrir því hvað hægt væri að auka mikið út- gjöld til velferðarmála hér á landi. Al- menningur í landinu væri ekki tilbúinn til að hækka skattana og þess vegna yrði að raða verkefnum í velferðarmálum í for- gangsröð. Guðmundur gagnrýndi þingmenn fyrir að láta þau frumvörp, sem hann hefur lagt fram og lúta að því að hagræða, spara og færa til fjármuni, verða eftir á síðustu dög- um þingsins. Hann nefndi í þessu sam- bandi frumvörp um lyfjadreifingu og al- mar.natryggingar. Hann benti á að á sama tíma rynnu í gegnum þingið ýmis frum- vörp sem krefðust aukinna fjármuna úr ríkissjóði. Guðmundur gagnrýndi harðlega Sjálfstæð- isflokkinn fyrir að hafa með einum eða öðr- um hætti barist gegn því að tillögur sínar um sparnað og hagræðingu í heilbrigðis- þjónustunni næðu fram að ganga. Hann sagði þetta sýna vel hversu innantómt slag- orð Sjálfstæðisflokksins, „Báknið burt“, væri. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.