Tíminn - 19.03.1991, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.03.1991, Blaðsíða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 19. mars 1991 Tímirm MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin I Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason SkrifstofurLyngháls 9,110 Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsfmar. Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð (lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Sjálfstæöismál Islands Stefnumunur stærstu stjómmálaflokka landsins, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, kem- ur fram í mörgu og felst ekki aðeins í þeim mikla mismun sem er á stefnunni í innanlandsmálum, heldur ekki síður í því sem varðar milliríkjasam- skipti. Hvergi kemur munurinn betur í ljós en í af- stöðunni til ríkjabandalaga Evrópu. Sjálfstæðisflokkurinn imdirbýr þjóðina undir framtíðaraðild að Evrópubandalaginu. Framsóknar- flokkurinn segir að slík aðild komi aldrei til greina. Hvers vegna er Framsóknarflokkurinn svo harður gegn aðild að Evrópubandalaginu? Það er einfaldlega vegna þess að þá missir íslenska þjóðin sjálfstæði sitt og fullveldi. Aðild að Evrópu- bandalaginu hefur í för með sér svo mikla skerðingu á fullveldisrétti íslenska ríkisins að ekkert stendur eftir af lýðveldinu nema nafhið tómt. Þjóðin mun gangast undir alríkisstjóm með aðsetur í Briissel, þar sem eftirleiðis yrði höfuðborg íslands. Af þessu er ljóst að Evrópuumræðan snýst ekki um viðskipta- mál í eðli sínu eins og sífellt er látið í veðri vaka. Evrópuumræðan er hreinpólitískt mál. Andstaðan gegn inngöngu í EB er vaijiarbarátta í sjálfstæðis- og fullveldismálum. Hún er í raun og vem framhald sjálfstæðisbaráttu fyrri kynslóða og landhelgisbar- áttunnar sem ein stóð í 30 ár. Halldór Asgrímsson minnti á það í þingræðu ný- lega að fullveldið, sjálfstæðið og landhelgin hafí unnist með „támm og svita“. Orðrétt sagði hann: „Framsóknarflokkurinn mun standa vörð um þessa sigra og hugsjónir undir kjörorðinu: „Öflug þjóð í eigin landi.“ Framsóknarmenn skera sig úr í ís- lenskum stjómmálum varðandi einhug flokks- manna í varðstöðunni um fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar.“ Þessi orð Halldórs undirstrika í fyrsta lagi að Evr- ópuumræðan er pólitískt mál í innsta eðli, en ekki efnahagsmál, hún er sjálfstæðismál í óbrengluðum skilningi þess orðs, og í öðm lagi að Framsóknar- flokkurinn er hinn samstæði þjóðlegi flokkur, sem hafnar hugmyndum um sjálfstæðisafsal fýrir ímyndaða viðskiptahagsmuni. Framsóknarflokkurinn hlýtur því að gera að höfúð- atriði kosningabaráttunnar að tala máli þjóðræknis- stefnunnar og sýna fram á óþjóðleg viðhorf mark- aðshyggju Sjálfstæðisflokksins og gjalda varhug við alþekktri linku Alþýðuflokksmanna gagnvart kapítalískri alþjóðahyggju og félagsmálapökkum evrópskra krata, að ekki sé minnst þjóðræknisslapp- leika smágrúppanna í líki Birtingarmanna og ann- arra uppflosnaðra sósíalista og marxista. Hluti Alþýðubandalagsmanna hefur snúist til liðs við alþjóðahyggju kapítalismans og er ekki treyst- andi í fullveldismálum frekar en Sjálfstæðisflokkn- um. Gegn þessum öflum eiga frambjóðendur Fram- sóknarflokksins að snúast hver í sínu kjördæmi. Flokkurinn er einhuga um að verja fullveldið og á að sýna það í verki í kosningabaráttunni. GARRI MotgunblaWð vinnur nú höröutn hönduni að því aö skapa Davíö Oddssynl, borgarstjóra og formanni Sjáifstæ&isfloidksins, nýja ímynd, Bróöurparturinn af sunnudagsút- gáfú blaðsins fór í þetta eina verk- efni og er borgarstjóri Reykjavíkur nú kominn í noldnið annan kkeðnað en menn hafa áður átt að venjast í sunnudagsmogganum vill nýi borg- arstjórinn vera vánur atvinnurekand- anna, sem vændu hann um skemmdarverk í flokknum fyrir landsfundinn á dögunum, og hann er hættur að tala sem borgarstjóri Reykvíkinga heldur er hann nú borgarstjóri landsmanna allra. Það kemur líka fram í kynningunni á hinum nýja borgarstjóra að það hef- ur verið einhver misskilningur h|á Þorstein Pálssyni þegar hann var að tala um að færa fiokkinn inn að miðju og gefa honum mýkra yflr* brað. Garri fær ekki betur séð en að Þorsteinn Páisson hafi fyrir lands- fundinn eignað sér viðhorf og skoð- anir hins nýja borgarstjóra, enda er það Davíð Oddsson en ekki Þor- steinn sem segir þau fleygu orð í Morgunblaðinu að „ftjálshyggju- menn í Sjáifstæðisflokknum verði að hafa skilning á því aö flötómum verði ekki breytt úr breiðum fjölda- flokld yftr í einhvem flofek þröngra Íífssboðana“. Hvað er svo Þorsteinn að tala um harðara yfirbragð á flokknum með n»um fnrmanni? Landsfaðír verður til ins á nýjum borgarstjóra liður í manndómsv'ígslu nýs formanns hjá Sjálfstæöisflokknum og fvrstu skrefin í því að umbreyta pólitíkus, sem þótt hefur harður og „töff, í formann sem friður getur orðið um í fiokknum. Ailir þekkja hvemig þessi umbreyting varð með Þorstein Páisson og jafnvel Geir HaJlgrims- son og nú er röðin komin að Ðavfð Oddssyni. Breytingin á eflaust eftir að taka nokkum tíma enn, þó hinn nýi horgarstjóri hafl sýnt og sannað í Morgunblaðinu að hann er ótrúlega námfús og fljótur aö tíleinka sér hiutina. Næsta skréfið vcrður ef- iaust það að hinn nýi borgarstjóri ailra landsmanna fer í yfirreið um Íandið tíí að sýna og sanna að hann er ekld aðebis borgarstjóri Reykvík- og munum við eflaust fá að fylgjast með þvt ferðalagi hans á stðum Morgunbiaðsins. Nýtt stjóramála- og Nú standa menn frammi fyrir kosn- inguum og eðliiega veJta menn því fyrir sér hvert framhaldið verður í landsstjóminni eftir kosningar. Á miðstjómarfundi Pramsóknar- flokksins um heigina gat Finnur Ingóifsson, sem skipar efsta sætið á iista Framsóknar í Reykjavík, þess í ræðu að það slyrittí mjög stöðu Framsóbnarflokksins í landinu að flokkurinn ætti óumdeilda fotystu- menn sem hefðu margsannað getu sína viö landstjómina. Garra þóttu athyglisverðar vangaveltur sem fram komn hjá Flnni í framhaldi af þessu, ekki sist þar sem Finnur var á sm- um tíma einn aðalhöfundur og hvatamaður ásamt verkalýðshreyf- ingunni að innfangsmiláni starfs- fræðslu og starfsfræöslunámskeið- um hjá fiskvinnslufólkL Finnur rifl- aði upp ummæli, sem ÓJafur Þ. Þórðarson alþingismaður viðhafði í : eftír að ríkis- stjóm Þorsteins Páissonar hafi hrökldast frá völdum. Ummæli Óí- afs voru á þá leið að með því að hleypa ungum og óreyndum for- manni Sjálfstæðisfloidtsins í stól forsætísráðherra hafi farið fram eitt- hvert viðamesta og flárfrekasta starfsfræðsiu- og stjónunálanám- skeið fyrir einn mann, sem nokkum tíma hafl veriö haldið. Það sem virt- ist einkum angra Finn Ingóifsson, þegar hann var^að rifla upp þessí ár hefiir ríkisstjóm Steingrfms Her- mannssonar verið að moka flórinn eftír starfsfræösiunámskeið Þor- steins. Því verki er ekki fyrr lokið en nýr formaöur er kominn í Sjálfstæð- isflokkinn og horfur áaðkrafaverði gerð um að þjóðin borgi fyrir stjóm- mála- og starfsfræðshmámskeiö handa honum iíka. Það þurftí um 10 tll að koma gangvefki ís- starfsfræðsln Þorsteins og því ekki óeðliiegt að menn spyrji hvað slíkt námskeið mun kosta íýrir núverandi fonnann Sjáifstæðisflokksins, sem er eins og Þorsteinn, iiýgræðíngur í iandsmálapólitík. Taiið var að reynsia Þorsteins úr Vlnnuveitenda- sambandinu yrði itotadiýgri en rauttín varð á, og nú binda menn vonir víð að reynsla hins nýja for- marais úr borgarmáium dugi eitt- hvað betur. Garri tekur þo undir það með Finni Ingólfssyni að ráðlegra sé að tefla ekki á tvær hættur varðandi frckari útgjöld til starfsfræðslumáia for- manna Sjálfstæðisflokksins, enda óþarfi, þar sem reyndir mcnn hafa þegar boðist tii að hálda áfram um stjómvölinn. Skilning brestur Síst er því að leyna að fyrir kemur að fyrirsagnir í Tímanum er svo djúp- hugsaðar að ekki liggur alltaf í aug- um uppi við fyrsta augnakast hvað í þeim felst. En sé athyglinni beitt kemur yfirleitt fljótlega í Ijós um hvað fréttin, sem fyrirsögnin vísar til, fjallar. Að þessu leyti eru fyrir- sagnir og tilvísanir í Tímanum ekki ósvipaðar því sem gengur og gerist í blöðum heima og heiman. En einnig hendir að hugsunin á bak við fyrirsögn er svo klúðruð að enginn botn fæst í hana hvorki í bráð né lengd. Svo er því t.d. varið með fyrirsögn sem prentuð var und- ir síðuhausnum Fjölmiðlar í Mogga 26. ágúst s.l. „Tímans óheilla rás“, stendur þar. Manni býður í grun að hér sé á ferðinni lauflétt sprell með orðaleik og að hugtakið „í tímans rás“ hafi forklúðrast í málleysu sem hvorki stenst sem mælt eða skrifað mál eða sem heil hugsun. Undir þessari fyrirsögn er saman- tvinnað svartagallsraus um að dag- blaðið Tíminn sé ekki annað en mis- tök frá fyrstu síðu til hinnar síðustu. Tíndar eru tíl prentvillur og prent- smiðjuglöp úr nokkrum tölublöð- um Tímans, og gerðar kjánalegar at- hugasemdir við þau. Af bemskri ánægju um eigið ágæti segir fjölmiðlagagnrýnandi m.a: „Hugsanlega má finna afsakanir fyr- ir þessum mistökum en það eru ekki raunverulegar ástæður. Það má ekki gieyma þeim einfalda sannleik að það sem er ekki nógu gott er ekki nógu gott." Fjölmiðlafár í Mogga Önnur blöð hafa fengið svipaða út- rás hjá alvitringi þeim sem Moggi hefur útvalið til að úthúða öðrum blöðum. Samkvæmt hans mati em allir ís- lenskir fjölmiðlar, að Mogga undan- skildum, lágkúrulegir og ekki í hús- um hæfir eða á vetur setjandi, nema sjálf lágkúran, frjáls og óháður dæg- urglymjandi í tali og tónum. En nú er fjölmiðlaljósið mikla Ás- geir Friðgeirsson líka farinn að upp- fræða lesendur Morgunblaðsins um að það kíki ekki nægilega vel á bak við tjöldin þegar miklir atburðir ske. í fjölmiðlafári sínu s.l. sunnudag les hann Mogga pistilinn og eftir því sem helst er að skilja á rausinu klikkaði blaðið á að skrifa ekki lang- hunda dag eftir dag um formanns- framboð Davíðs fyrir landsfundinn. Eitthvað voða mikið var að gerast baksviðs og að tjaldabaki og bak við tjöldin, svo að notað sé orðfæri greinarhöfundar. Önnur blöð sem fjölluðu um ffamboð Davíðs til for- manns Sjálfstæðisflokksins gerðu það ekki til að upplýsa, „heldur reyndu þau að nota átökin til að skara eld að sinni pólitísku köku.“ Enda er niðurstaða greinarhöfund- ar, að þau skrif hafi ekki haft teijandi áhrif á formannskjör landsfundar Sjálfstæðisflokksins, ffemur en þögn Morgunblaðsins. Ef þessi sjónarmið eru ekki misskil- in hrapallega sýnist það helsta tak- mark blaða að hafa áhrif á gang mála og stjóma stjórnmálamönnum og stjómmálaflokkum og þegar það mistekst em blöðin dæmd úr leik sem alvörufjölmiðlar. Þá fer líka að verða lítið úr gamal- dags hugmyndum um að blöð eigi að segja frá fréttnæmum atburðum og reyna að hafa það sem sannara reynist. Ruglandi í fjölmiðlapistlinum um Mogga og landsfundinn er farið mörgum orð- um um stefnuleysi máigagnsins og að það hafi í engu breytt niðurstöð- um formannabardagans og bmgðist óskilgreindum skyldum við áskrif- endur og Iesendur. Ritstjórar Morgunblaðsins sitja ekki alveg óbættir hjá garði, því þeir gera athugasemd við pistilinn og se0ast ekki skilja hann. 1 athugasemdinni er bent á tvær málsgreinar sem virðast hafa bæði upphaf og endi, en em botnlausar og óskiljaniegur mglandi þegar betur er að gáð og leitað að vitrænu sam- hengi. Moggaritstjórar upplýsa að skó- sveinn þeirra er „svokallaður fjöl- miðlafræðingur“ og hefur sjálfsagt próf upp á það. En hann er ekki betur að sér í fjöl- miðlafræði en það, að hann heldur að það sé eins sjálfsagt að skrifa óskiljanlegt mgi um Mogga í Mogga eins og að skrifa lítt gmndaðar ófrægingargreinar um önnur blöð í Mogga. Þessi Erasmus Monthanus okkar daga lætur einatt eins og íslensk blöð séu eins og hver önnur úr- þvætti miðað við allt ágætið sem gefið er út í útlöndum. Hvað skyldi fjölmiðlafræðingurinn segja um vinnubrögð eins og þau t.d. að gera James Baker að vamarmálaráð- herra, ef Tímanum hefði orðið það á, miðað við þau lítilvægu penna- og prentsmiðjugiöp sem notuð em til gera sem minnst úr íslenskum blöð- um. En þá villu er að finna á bls. 60 í fréttaritinu Time 11. mars og fyrir- finnst sjálfsagt ekki sá hrokagikkur um allan hinn enskumælandi heim sem skrifar að Time sé óalandi og óferjandi fyrir slíka yfirsjón. En þar sem ritstjórar Moggans skilja ekki leigupenna sinn, er varla von til að aðrir geri það. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.