Tíminn - 19.03.1991, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.03.1991, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 19. mars 1991 Timinn 7 ELPHÚSPAGUR Páll Pétursson: Málefnum íslands verður best stjórnað af Islendingum Kjörtímabili er að Ijúka og ástæða er til að líta yfir farinn veg. Við framsóknarmenn getum litið með ánægju og stolti yfir síðari hluta þessa kjörtímabils. Ríkisstjóm Steingríms Hermannsson- ar hefur náð betrí árangrí við landsstjómina heldur en nokkur önnur ríkisstjóra á undanfömum áratugum. Þegar Steingrímur myndaði stjórn haustið 1988 var æðandi verðbólga og útflutningsatvinnuvegimir að stöðvast. Við höfðum áræði og fram- sýni til að gera nauðsynlegar ráðstaf- anir til að koma atvinnulífinu á rétt- an kjöl og sköpuðum þannig skilyrði fyrir aðila vinnumarkaðarins til að gera hófsamlega kjarasamninga. Forsenda þessara kjarasamninga var sá grundvöllur sem stjómarflokk- arnir vom búnir að leggja og sá at- beini sem stjómvöld og bændur veittu til þess að þeir mættu takast. Véíjum þjóðarsáttína Þjóðarsáttin hefúr sannað ágæti sitt. Þjóðfélagið hefur tekið algjör- um stakkaskiptum til hins betra, verðbólgan hefúr verið færð í fjötra, útflutningsatvinnuvegirnir dafha og fjárhagur heimilanna er kominn á traustari gmnn. Við höfum varið þjóðarsáttina af alefli. Það hefur kostað deilur við BHMR, því miður, og það hefur kostað grimmileg átök við stjóm- arandstöðu. Tilræði sjálfstæðis- manna við þjóðarsáttina hér á Al- þingi hafði nær því leitt til þingrofs áður en hinir hófsamari sjálfstæð- ismenn settu ofsafengnum forystu- mönnum sínum stólinn fyrir dym- ar. Forysta Sjálfstæðisflokksins varð að láta í minni pokann. En við skulum ekki gleyma fmmhlaupi þeirra, það sannar að þeim er ekki með nokkm móti treystandi fyrir forystu um stjórn landsins, enda hefur dýrkeypt reynsla sýnt að sjálfstæðismenn mega ekki koma nærri stjóm efnahagsmála þjóðar- innar, þá fer allt úr böndunum. Evrópumálin Við framsóknarmenn höfum markað skýra stefnu í samskiptum við Evrópubandalagið. Við viljum gott og náið samstarf, en innganga Islands í Evrópubandalagið kemur ekki til greina. Við munum aldrei játast undir það að færa landhelg- ina til baka inn að tólf mílum, eins og aðild ófrávíkjanlega felur í sér. Framtíð þjóðarinnar veltur á því að okkur auðnist að nýta auðlindir lands og sjávar af hófsemi og fyrir- hyggju. Takist okkur það þurfum við engu að kvíða. Við tökum þátt í samningum um Evrópskt efna- hagssvæði. Þegar niðurstaða þeirra samninga liggur fyrir verðum við að meta hvort það þjónar hags- munum íslands að við gerumst þátttakendur í Evrópsku efnahags- svæði eða hvort við eigum að láta reyna á tvíhliða viðræður við Evr- ópubandalagið. Við höfum góðan viðskiptasamning við bandalagið. Hann væri hægt að bæta, en jafnvel þótt að það tækist ekki, er heimur- inn stærri en Vestur-Evrópa og möguleikar okkar til hagkyæmra viðskipta og velferðar á íslandi miklir þrátt fyrir það. íhaldinu ekki treystandi Stefna Sjálfstæðisflokksins í Evr- ópumálunum er óskýr. Sumir þing- menn flokksins æskja fullrar aðildar að bandalaginu svo fljótt sem verða má. Sumir eru „í hálfa gátt“ og daðra við hugmyndir um inngöngu eins og 1. þm. Reykvíkinga hér áðan. Þess vegna eru samþykktir sjálf- stæðismanna klaufalegar og hættu- legt að fela þeim forystu okkar í Evr- ópumálum. Því miður hefur hljómurinn í ræð- um Alþýðuflokksmanna um Evr- ópumálin breyst mjög til hins verra á síðustu vikum. Það er okkur sam- starfsmönnum þeirra áhyggjuefni og ber að gjalda varhug við því. í Evrópumálum er okkur fram- sóknarmönnum einum treystandi til að ná árangri og jafnframt að gæta framtíðarhagsmuna íslands. í ræðum þeirra, sem strekkja inn í bandalagið eða daðra við það, gætir ótrúlegs kjarkleysis og vanmáttar. Málefnum íslands verður best stjórnað af íslendingum hér eftir sem hingað til. Framsóknarflokkur- inn vill gæta vandlega sjálfstæðis þjóðarinnar og yfirráða hennar yfir landi sínu og málefnum. Við framsóknarmenn viljum koma fram að fúllri reisn í samskiptum við aðrar þjóðir. Við eigum óhikað að leggja þeim öflum lið sem stuðla að því að gera heiminn friðvænlegri og styðja lýðræði og mannhelgi. Við eigum að sýna heiminum að við sé- um alvöruríki og rekum marktæka utanríkisstefnu. Búvörusam- komulagið Þótt mikið hafi áunnist á síðari hluta þessa kjörtímabils eru ennþá vandamál sem bíða úrlausnar. Landbúnaðarráðherra og forysta Stéttarsambands bænda hafa út- búið samkomulag um stefnu- mörkun í mjólkur- og sauðfjár- framleiðslu. Sauðfjárframleiðslan á við mikinn vanda að stríða, neysla hefur dregist mjög hratt saman, vegna þess að kjötið er of dýrt. Þetta er afleiðing af mistök- um í landbúnaðarstefnu síðustu ára. Sauðfjárframleiðslan hefur orðið að búa við strangar hömlur, á meðan önnur kjötframleiðsla naut frelsis. Framleiðslustjórnun- in hefur því miður orðið til þess að gefa öðru kjöti betri samkeppnis- stöðu og aukna markaðshlutdeild á kostnað sauðfjárframleiðslunnar. Sú stefnumörkun, sem landbún- aðarráðherra hefur skrifað undir, er ekki nægileg. Aðlögunartíminn er of stuttur, sérstaklega vegna þess að skattamálin eru ófrágeng- in, þannig að ég óttast að einungis verði um flatan 11% niðurskurð að ræða í haust. Þá er byggðaþáttur- inn alveg skilinn eftir. Þetta verður að lagfæra hið snarasta ef ekki á illa að fara og að því munum við framsóknarmenn vinna. í fjölmiðl- um undanfarna daga hafa verið fá- ránlegar fullyrðingar um kostnað af þessum gjörningi. Stefnumörk- unin getur orðið nothæfur grund- völlur til að byggja á, en þá þarf ýmislegt fleira til að koma, annars getur seinni villan orðið verri hinni fyrri. Þjóðin þarf á blómleg- um landbúnaði að halda. Samfé- laginu er enginn greiði gerður með því að rústa hann og það fólk sem stundar búskap verður að eiga svipaðan rétt og aðrir þegnar þjóð- félagsins. Álmálið Á undanförnum sólarhringum hef- ur þýðingarlítil ályktun um að halda áfram að reyna að ná samningum um byggingu álverksmiðju verið til maraþonumræðu hér í þinginu. Þjóðin þarf á aukinni verðmæta- sköpun að halda. Landbúnaðarfram- leiðslu er ekki hagkvæmt að auka, meiri afli verður ekki sóttur í hafið á næstunni. Við höfúm virkjað hraðar en tiltækur markaður stendur und- ir, því er óhjákvæmilegt að reyna að koma orkunni í verð. Samningar hafa verið í gangi við erlend álfyrir- tæki, þeir samningar eru í biðstöðu vegna kringumstæðna viðsemjenda okkar. Ég vil engu spá um fram- vindu samninganna, en ég vona að okkur takist að ná samningum sem borgar sig að gera og gætu orðið þjóðinni til hagsbóta. Ég vara hins- vegar við óraunhæfúm væntingum eða auglýsingamennsku í sambandi við álmálið. Eflum framsóknar- menn til áhrifa í kosningunum 20. apríl ræðst það, hvort áfram verði haldið á þeirri heillabraut sem okkur hefur auðnast að feta undanfarin misseri undir for- ystu framsóknarmanna, eða stjóm- artaumamir verða fengnir í hendur sjálfstæðismönnum. Það er mikil áhætta að fórna með því traustu efnahagsástandi, þjóðarsátt og jafn- vel sjálfræði og auðlindum þjóðar- innar. Það verður kosið um það hvort framsóknarmenn eða sjálf- stæðismenn veiti leiðsögn næsta kjörtímabil. Kostirnir em skýrir, ég vona að þjóðin hafi lært af reynsl- unni og efli framsóknarmenn til áhrifa. Þorsteinn Daníelsson: Um daginn og veginn Gorbatsjov hefur í nokkur ár verið æðsti maður Sovétríkjanna. Hann var tæplega tíu ára þegar Stalín og hans lið lögðu undir sig Eystra- saltsríkin, þá var heimsstyrjöld. Stalín hugsaði víst um þau eins og Saddam um Kúvæt á síðasta sumri, að þau yrðu um alla framtíð hluti af Rússaveldi. Og til að auðvelda sér það skipti hann að nokkru um fólk í þeim. Flutti hópa þaðan ófrjálsa í burtu en sendi rússneskt fólk inn í staðinn. Nú er vaxið upp fjölmenni sem er fætt og uppalið í Sovétríkjunum en er samt Rússar, eða hvað? Hvað var Leifur heppni, norskur eða íslensk- ur? Gorbatsjov breytti um stjórnar- far í Sovétinu og þeirra áhfrifa- svæði. Hann hefur unnið að því að draga úr kommúnistaeinveldinu um allaAustur-Evrópu. I íslenskum fréttum var sagt frá því að Eystra- saltslöndin þrjú og önnur ríki Rúss- um tengd gætu fengið fullt sjálf- stæði með vissum skilyrðum að fimm árum liðnum frá því að byrjað yrði að semja, því svo væru lands- hagir samflæktir að ekki myndi þýða að ætla sér skemmri tíma til. Rússarnir innfæddu í smárfkjunum virðast vilja vera Rússar áfram, en ekki einhver minnihlutahópur undir nýrri stjórn gamalræktaðra heimamanna. Ekki máttu allir vera að því að bíða í fimm ár eftir forsetatigninni. Átti æðsta stjóm Sovétmanna að láta sem hún sæi ekki að montrassar væru að eyðileggja landið með flumbruhætti, var hægt að ætlast til þess að lögleg landstjóm horfi flautandi með hendur í vösum á að landið yrði alveg stjórnlaust og lið- aðist sundur? Ég held að montrass- arnir Landsbergis og Boris Jeltsin séu þeir sem vandræðunum valda. Annar undirförull, hinn einfaldur, svo einfaldur að hann virðist halda að Jón Baldvin sé allra manna lík- legastur til að styðja hann í stóln- um. Jón þessi virðist þó ekki hafa á því neinn brennandi áhuga að halda sinni þjóð frá yfirstjóm stærri ríkja, hvort sem þau kallast EFTA, EES eða EB. Hvað er EB stórveldið að gera? Ein af fámennustu þjóðum heims, Fær- eyingar, hafa aðallega lifað af fisk- veiðum, verkun og fisksölu. Ég held að þeirra vara sé talin góð, þeir höfðu sæmilega samninga við EB- þjóðirnar um frystar fiskvörur sín- ar. Þeir eru skuldugir upp fyrir haus eftir að hafa komið veiðum og vinnslu í nútímahorf. Þá koma þessir „heiðursmenn" og segja upp samningum við þá og ætla í Ieið- inni að stórhækka tolla á þeirra vör- um, nema þeir láti fiskinn óunninn Jón þessi virðist þó ekki hafa á því neinn brenn- andi áhuga að halda sinni þjóð frá yfirstjórn stærri ríkja, hvort sem þau kallast EFTA, EES eða EB. til bandalagsins, sjálfir vilja þeir hafa atvinnu af að vinna fiskinn, þó Færeyingar hafi bæði menn og að- stöðu til þess eins og áður og er það aðalatvinna margra. Hvað varðar EB um þótt allt fari í kaldakol í Færeyjum? Missi þeir skipin getur bandalagið séð um að fiskurinn verði ekki ellidauður á færeyskum fiskimiðum. Inn í þetta heiðursmannabandalag virðast ýmsir háttsettir íslenskir embættis- menn vilja koma íslendingum. Þeir halda víst að höfuðskepnur Evrópu- bandalagsins líti aðeins Færeyjar ágirndaraugum en á ísland líti þeir bara aðdáunaraugum og styðji þessa góðu Jóna til æðstu embætta áfram, því Jónarnir eru þeirra menn. Sumir semjandi endalaust út og suður með undirskriftarleik- æfingar annað slagið, aðrir eins og flækingsfuglar flögrandi úr einu landi í annað, frá einum fundi til annars, þar sem þeir reyna að kenna ráðherrum hinna landanna eitthvert brot af mannasiðum. Sér- staklega hafa þeir lagt hart að sér við að segja Rússum fyrir verkum og eru þeir nú farnir að sjá árangur iðju sinnar í vaxandi viðskiptaerfið- leikum við þá. En kannski þeir fái kross frá Jelts- in og Landsbergis í verðlaun. Og auðvitað yrði það skrautfjöður í embættishattinn ef endanlega tæk- ist að velta Álafossi og öðru sem tengist landbúnaði á einhvern hátt. Heyrði ég rétt að Áljón væri að biðja Alþingi um 600 milljónir til að eyða í sumar við undirbúning vegna hugsanlegra álverssamn- inga sem þeir eru alltaf að bjóða til. Nú brosum vér, hugsa kannski álfurstarnir og flýta sér hægt. Gef- ur hún enn, sagði presturinn. Verður ekki erfitt að gera hag- stæða samninga fyrir Islendinga með skuldahengingaról um háls- inn? Og 300 milljónir vildi hann fá til að kaupa klapparnef á Keilis- nesi. Hefði þessi óartarklettur ekki verið fullgreiddur með tíunda hlutanum af þessu?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.