Tíminn - 19.03.1991, Blaðsíða 10

Tíminn - 19.03.1991, Blaðsíða 10
10 Tíminn Þriðjudagur 19. mars 1991 MINNING Þórður Pálmason fyrrverandi kaupfélagsstjóri Pæddur 23. apríl 1899 Dáinn 10. mars 1991 Þórður Pálmason, fyrrverandi kaup- félagsstjóri í Borgarnesi, andaðist á Landspítalanum 10. mars 1991 og verður jarðsunginn frá Fossvogskap- ellu í Reykjavík í dag, 19. mars. Þórður var faeddur 23. apríl 1899 að Höfða á Höfðaströnd í Skagafirði. Foreldrar hans voru sr. Pálmi Þór- oddsson, síðast prestur á Hofsósi, og kona hans Anna Hólmfríður Jóns- dóttir. Þórður brautskráðist frá Verslunarskóla íslands árið 1918 og frá Samvinnuskólanum 1920. Stundaði síðan framhaldsnám hjá samvinnufélögum í Englandi og Danmörku. Hann kom heim 1922 og gerðist bókhaldari hjá Kaupfélagi Skagfirðinga til vors 1928. Kaupfé- lagsstjóri hjá Kaupfélagi Vestur- Skaftfellinga í Vík í Mýrdal var hann 1928-1932 og kaupfélagsstjóri hjá Kaupfélagi Borgfirðinga, Borgar- nesi, 1932- 1968. Þegar Þórður hætti kaupfélags- stjórastörfum gerðist hann fram- kvæmdastjóri Dvalarheimilis aldr- aðra í Borgarnesi og sá um uppbygg- ingu þess og rekstur um skeið, en flutti til Reykjavíkur árið 1978. í Borgarnesi voru Þórði falin mörg opinber trúnaðarstörf. Þórður giftist Geirlaugu Jónsdóttur fá Bæ á Höfðaströnd og eignuðust þau þrjú börn, systurnar Önnu og Þorbjörgu og soninn Pálma, sem lát- inn er fyrir nokkrum árum. Eftir að Þórður og Geirlaug fluttu suður dvöldu þau oft að sumri til í sumar- bústað sínum, Þórðarhöfða, í Hreða- vatnslandi í Norðurárdal. Eins og að framan segir helgaði Þórður samvinnustarfmu krafta sína og vann hjá þrem kaupfélögum alls í 46 ár. Undrritaður vann í rúm 22 ár undir stjórn Þórðar og við hans hlið. Mér virtist að afstaða hans til kaupfé- lagsstjórastarfsins væri mjög skýr. Hann var skipstjórinn sem bar ábyrgð á siglingunni, fór þó í fram- kvæmdum eftir ákvörðun útgerðar- stjómarinnar (stjórnar kaupfélags- ins) og var mjög vel meðvitaður um hverjir vom eigendur félagsins og bar hag þeirra fyrir brjósti. Hann sinnti öllum félagslegum skyldum af mikilli nákvæmni. Þegar hann kom til Borgaress var Kaupfélag Borgfirð- inga ekki aðili að Sambandi ís- lenskra samvinnufélaga, en fimm ár- um síðar, eöa árið 1937, gekk kaup- félagið í sambandið og tveim ámm síðar var Þórður kosinn í stjórn þess og var þar í stjórn yfir 30 ár. I kveðjusamsæti sem þeim hjónum Þórði og Geirlaugu var haldið í Bif- röst í júní 1969, að fmmkvæði Kaup- félags Borgfirðinga og margir hér- aðsbúar sóttu, lét ég meðal annars eftirfarandi orð falla í ávarpi fyrir hönd starfsmanna: „Þórður Pálmason hefúr notið vin- sælda og virðingar hjá starfsfólki K.B., meðal annars fyrir það að hann var heill og óskiptur í starfinu fyrir félagið. Fólk hlaut að sannfærast um það að ákvarðanir hans eða ákvarð- analeysi miðaðist allt við eflingu og hag félagsins. Þar vom ekki stigin hliðarspor. Þar var ekki verið að kaupa sér vinsældir á kostnað félags- ins, en í staðinn koma þær vinsældir sem meira virði em. Og einmitt vegna þessarar staðfestu er þetta samkvæmi hér og nú. Við vitum að dæmi em mörg um það að þeir, sem ráðsmannsstöðu hlutu, féllu í ýmsa freistni. Tálsvert er rætt um það að ýmsir slíkir menn ferðist óhóflega mikið, séu fjarver- andi, ekki við, einnig að þeir leggi alla áherslu á framkvæmdir sem slái Ijóma á nafn þeirra, en hugsi minna um daglega önn, daglegan rekstur. Ekki er alveg dæmalaust að heyra slíka menn orðaða við snobb og bar- áttu fyrir hégómlegum vegtyllum. Við sem til þekkjum vitum aö siglt var langt fyrir utan öll þessi sker. Starfsfólkið var aldrei í neinum vafa um það að kaupfélagsstjórinn var meira en yfirmaður eða tákn. Hann var líka starfsmaður." Nú eftir 22 ár frá þessum tíma þeg- ar Þórður var kvaddur að Bifröst vil ég enn og aftur leyfa mér að þakka Þórði Pálmasyni fyrir hönd eldri starfsmanna sem þá unnu hjá félag- inu fýrir farsæla forystu og samstarf. Einnig vil ég fyrir hönd eldri starfs- manna, mína eigin og konu minnar senda Geirlaugu, dætrunum og öðr- um vandamönnum samúðarkveðju. Blessuð sé minning Þórðar Pálma- sonar. Jón Einarsson í dag er til moldar borinn Þórður Pálmason, einn af merkustu og far- sælustu forustumönnum samvinnu- hreyfingarinnar um áratugi. Þórður var fæddur á Höfða á Höfða- strönd í Skagafirði. Foreldrar hans voru séra Pálmi Þóroddsson, síðar presturá Hofsósi, ogAnna Hólmfríð- ur Jónsdóttir. Þórður tók próf frá Verslunarskóla íslands árið 1918. Hann var við nám í Samvinnuskólanum 1919-1920 og við framhaldsnám hjá samvinnufé- lögunum á Englandi og Danmörku 1921-1922. Þórður vann sem bókari hjá Kaup- félagi Skagfirðinga árin 1922- 1928. Hann gerðist kaupfélagsstjóri hjá Kaupfélagi Skaftfellinga í Vík árið 1928 og gegndi því starfi til ársins 1932, en þá réðst hann til Kaupfélags Borgfirðinga í Borgarnesi sem kaup- félagsstjóri. Því starfi gegndi hann til ársins 1968. Þórður var því kaupfélagsstjóri í 40 ár. Þeir menn, sem hafa náð svo langt, að hafa gegnt svo erfiðu starfi svo lengi, eru teljandi á fmgrum annarrar handar. Þegar Þórður hætti sem kaupfélags- stjóri gerðist hann framkvæmda- stjóri fyrir Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi og hafði þá veg og vanda af byggingu þeirrar stofnunar. Árið 1978 fluttu þau Þórður og Geirlaug kona hans til Reykjavíkur. Má segja að þau hafi þar með sest í helgan stein. Þórður var félagsmálamaður, var m.a. í sveitarstjórnum bæði í Vík og Borgarnesi. Hann var lengi oddviti sveitarstjórnarinnar í Borgarnesi. Hann var í stjórn Sambands ísl. sam- vinnufélaga frá 1939 til 1975. Mörg- um öðrum trúnaðarstörfum gegndi hann, flestum í tengslum við hans aðalstarf. Eiginkona Þóröar, sem lifir mann sinn, er Geirlaug Jónsdóttir frá Bæ á Höfðaströnd, dóttir Jóns hreppstjóra Konráðssonar og Jófríðar Björns- dóttur frá Gröf á Höfðaströnd. Frú Geirlaug er glæsileg kona og hefur stutt mann sinn dyggilega á langri lífsleið. Hún er mikill áhuga- maður um skógrækt. Hún átti mest- an þátt í gerð Skallgrímsgarðs í Borgarnesi. Þá má einnig sjá hand- bragð hennar á lóð kaupfélagsstjóra- bústaðarins í Borgarnesi og þá ekki síður við fallegan sumarbústað þeirra hjóna, Þórðarhöfða í Norður- árdal. Þá hefur frú Geirlaug sýnt mörgum málum öðrum áhuga, svo sem vefnaði og málefnum Hús- mæðraskólans á Varmalandi. Þórður og Geirlaug eignuðust þrjú börn, þ.e. Önnu Fríðu, Pálma og Þorbjörgu. Dæturnar eru búsettar í Reykjavík, en Pálmi, sem var einn af yfirmönnum hjá lceland Seafood í USA, er látinn fyrir allmörgum ár- um. Með Þórði Pálmasyni er genginn maður sem um áratugi var ein styrk- asta stoð samvinnuhreyfmgarinnar. Hann tók við Kaupfélagi Borgfirð- inga litlu og vanmegnugu, skilaði því stóru og sterku, svo að það var í hópi traustustu fýrirtækja landsins. Þórður vann oft langan vinnudag og var afkastamikill við vinnu. Hann mætti gjarnan snemma á morgnana á skrifstofu sinni, áður en aðrir starfsmenn kaupfélagsins voru komnir til starfa. Hann var maður morgunsins, en á morgnana líkaði honum best að vinna. Þórður naut mikils álits meðal sam- vinnumanna, ekki síst meðal kaupfé- lagsstjóranna. Þegar vanda bar að höndum hjá kaupfélögunum, þá spurðu kaupfélagsstjórar oft hver annan: Hvað gerir Þórður í Borgar- nesi? # Þórður átti létt með að taka ákvarð- anir og stóð við þær hvað sem taut- aði. Hann viðhafði ekki langar orð- ræður um hlutina og var stundum stuttur í spuna. Þrátt fyrir fremur hrjúft yfirbragð var hann undir niðri hlýr og vinsamlegur og leysti vanda margra þeirra, sem minna máttu sín. í góðra vina hópi var hann gjaman glaður og orðhagur. Nú þegar Þórður Pálmason hefur horfið okkur í þessum heimi yfir hin miklu landamæri lífs og dauða, horf- um við, sem eftir stöndum um sinn, á eftir honum með virðingu og þökk. Þökk fyrir mikið og gott starf í þágu samvinnuhreyfingarinnar, lands og þjóðar. Persónulega þakka ég að hafa orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að verða eft- irmaður hans sem kaupfélagsstjóri hjá Kaupfélagi Borgfirðinga. Ég og Anna kona mín sendum frú Geirlaugu og fjölskyldu hennar okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Ólafur Sverrisson Þann 10. mars s.l. lést á Landspítal- anum, eftir stutt veikindi, Þórður Pálmason, fyrrverandi kaupfélags- stjóri í Borgarnesi. Með Þórði féll í valinn mannkostamaður, sem skilaði miklu dagsverki. Samferðamenn hans minnast hans með hlýjum huga, m.a. vegna þess hversu traust- ur samstarfsmaður hann var og heiðarlegur í öllum samskiptum. Þórður Pálmason var fæddur 23. apríl 1899 á Höfða á Höfðaströnd í Skagafirði. Foreldrar hans voru hjónin sr. Pálmi Þóroddsson prestur, síðast á Hofsósi, og kona hans Anna Hólmfríður Jónsdóttir. Þórður fór til náms í Verslunarskóla íslands og lauk þaðan prófi 1918, og frá Sam- vinnuskólanum 1920. Framhalds- nám stundaði hann hjá Samvinnufé- lögunum í Englandi og í Danmörku. Hann gerðist kaupfélagsstjóri hjá Kaupfélagi V-Skaftfellinga í Vík 1928 og starfaði þar til 1932, er hann tók við stöðu kaupfélagsstjóra hjá Kaup- félagi Borgfirðinga, en þar starfaði hann óslitið til 1968. Þórður kom til starfa hjá KB þegar kreppan var alls ráðandi. Á félagssvæði Kaupfélags Borgfirðinga, sem er landbúnaðar- hérað, þrengdi kreppan mjög fjárhag bænda og möguleika til athafna. í framhaldi af kreppunni komu fjár- pestir, er mjög herjuðu á Borgarfjörð. Þrátt fyrir að á fýrri hluta starfstíma Þórðar sem kaupfélagsstjóra í Borg- arnesi hafi ekki verið auðvelt um vik, var tímabil það er hann starfaði fyrir KB mikið framfaraskeið í sögu Kaup- félags Borgfirðinga. Þórður gegndi fjölda trúnaðar- starfa. Hann sat í sveitarstjórn í Borgarnesi í nærri þrjá áratugi, þar af var hann oddviti hreppsnefndar í 12 ár. Hann var einn af stofnendum fyrirtækisins Vírnet h.f. og sat í stjórn þess frá stofnun, þar til er hann fluttist burt úr héraðinu. Hann var félagi í Rotarýklúbbi Borgarness og forseti klúbbsins 1954. Stjórnar- formaður Bifreiða- og trésmiðju Borgarness h.f. yar hann um langt skeið. í stjórn SÍS var hann í 26 ár. Þórður sat í yfirkjörstjórn Mýrasýslu um langt skeið og í yfirkjörstjóm Vesturlandskjördæmis frá 1959 þar til er hann flutti burt úr kjördæm- inu. Eftir að Þórður hætti störfum sem kaupfélagsstjóri, gerðist hann fram- kvæmdastjóri fyrir byggingu Dvalar- heimilis aldraðra í Borgarnesi. Ljóst er af framansögðu að Þórður naut mikils álits og með honum var gott að starfa. Eftirlifandi eiginkona Þórðar er Geirlaug Jónsdóttir frá Bæ á Höfða- strönd, dóttir Jóns hreppstjóra Kon- ráðssonar og konu hans Jófríðar Björnsdóttur. Frú Geirlaug er mikill skörungur, eins og bóndi hennar var, enda hefur hún víða lagt hönd á plóginn til framfara, Borgarfjarðar- héraði til gagns og sér til sóma. Þórður og Geirlaug eignuðust þrjú börn: soninn Pálma, er lést fýrir nokkrum árum, og tvær dætur, Önnu Fríðu og Þorbjörgu, sem báð- ar eru búsettar í Reykjavík. Það hefur verið mér mikil gæfa að kynnast og starfa með Þórði Pálma- syni. Ef ég ætti mér ósk til handa Borgfirðingum og Mýramönnum, væri hún sú að störf þeirra reyndust jafn happadrjúg og störf Þórðar Pálmasonar. Ég færi frú Geirlaugu, dætrum hennar og öðru nánu skyldfólki inni- legar samúðarkveðjur okkar Margr- étar. Halldór E. Sigurðsson Á bernskudögum mínum í Dölun- um fannst mér jafnan sérstakur ljómi yfir hinum fögru sveitum Borgarfjarðar. Þar var víðátta meiri en ég átti að venjast og á fögrum sumardegi vörpuðu skínandi jökul- hvelin töfrandi birtu yfir byggðina. Ég fer aldrei svo um Borgarfjörðinn að þessar kenndir frá löngu liðnum æskudögum lifni ekki í huga mér. Þegar ég komst til fullorðinsára varð mér ljóst að einn var sá hornsteinn sem öðrum fremur stóð undir blóm- legu mannlífi í sveitum Borgarfjarð- ar. Þessi hornsteinn var hið öfluga kaupfélag héraðsins — Kaupfélag Borgfirðinga. í dag er gerð frá Fossvogskirkju í Reykjavik útför Þórðar Pálmasonar, fyrrum kaupfélagsstjóra í Borgar- nesi. Hann tók við félaginu veik- burða og lítils megnugu í upphafi heimskreppunnar. Þegar hann stóð upp úr kaupfélagsstjórastólnum 36 árum síðar var félagið eitt af öflug- ustu samvinnufélögum landsins og löngum til þess vitnað sem fyrir- myndar um farsælan rekstur og styrka stjórn. Ef velja ætti þann mann sem öðrum fremur gæti talist velgjörðarmaður fagurs mannlífs í Borgarfirði á þessari öld, þá veit ég að margir mundu nefna nafn Þórðar Pálmasonar. Þórður Pálmason var fæddur 23. apríl 1899 að Höfða á Höfðaströnd í Skagafirði. Foreldrar hans voru séra Pálmi Þóroddsson prestur á Höfða og kona hans Anna Hólmfríður Jónsdóttir. Þórður stundaði nám í Verslunarskóla íslands í Reykjavík og brautskráðist þaðan árið 1918. Hann stundaði síðan nám við Sam- vinnuskólann í Reykjavík veturinn 1919-1920 og framhaldsnám hjá samvinnufélögum í Englandi og Danmörku 1921 til 1922. Heim kominn úr framhaldsnámi réðst Þórður til Kaupfélags Skagfirð- inga á Sauðárkróki. Þar var þá kaup- félagsstjóri séra Sigfús Jónsson og var Þórður fulltrúi hans og bókhald- ari félagsins. Árið 1928 réðst Þórður sem kaupfélagsstjóri til Kf. Skaftfell- inga í Vík í Mýrdal, en það félag átti þá við mikla erfiðleika að stríða. Eft- ir fjögurra ára starf Þórðar í Vík var hagur félagsins orðinn mun betri og þá réðust málin svo, að Þórður gerð- ist kaupfélagsstjóri Kf. Borgfirðinga í Borgarnesi. Þá er ártalið 1932 og heimskreppan mikla í algleymingi. í 80 ára afmælisriti kaupfélagsins seg- ir, að þá hafi tekið við „tímabil stöð- ugleika og varanlegrar velgengni. Þórður Pálmason er ráðinn kaupfé- lagsstjóri og stjórnar félaginu sam- fleytt í 36 ár — af þrotlausri eljusemi og einstæðri farsæld." Þeir sem þekkja til starfa Þórðar hjá Kf. Borg- firðinga munu sammála um að í þessum orðum sagnaritarans sé ekk- ert of mælt. Hér er ekki rúm til að rekja miklar framkvæmdir Kf. Borg- firðinga undir stjórn Þórðar. Þær setja nú svip sinn á Borgarnes og aðra staði þar sem kaupfélagið starf- ar. En þó að Þórður væri mikill áhugamaður um allar framkvæmdir, er til heilla máttu horfa, þá lá það orð á að hann gætti þess vel að reisa félaginu aidrei hurðarás um öxl í þessu efni. Allir sem til þekkja munu sammála um að styrk fjármálastjórn hafi verið aðalsmerki hans sem stjórnanda. Störf Þórðar að samvinnu- og fé- lagsmáium voru ekki einskorðuð við þau tvö kaupfélög sem hann stýrði samtals í fjóra tugi ára. Hann tók mikinn þátt í sveitarstjómarmálum í þeim byggðarlögum þar sem hann gegndi sínu aðalstarfi og í stjórn Sambands ísl. samvinnufélaga sat hann í 38 ár — frá 1939 til 1976. Hann starfaði þannig um árabil með þrem forstjórum Sambandsins, sem hver um sig settu mark sitt á sér- stakt tímabil í sögu fyrirtækisins. Þannig hafði Þórður Pálmason lifað samvinnusögu þessarar aldar með þeim hætti að fágætt verður að telj- ast — ekki sem áhorfandi, heldur sem virkur þátttakandi. Sá sem hér heldur á penna var viðstaddur flesta fundi í Sambandsstjórn síðustu 10 árin sem Þórður sat í stjórninni. Það var ekki háttur hans að setja á langar ræður; það sem hann lagði til mála var jafnan hnitmiðað og yfirvegað, byggt á farsælli reynslu langrar starfsævi. Þær heilladísir sem fylgdu Þórði Pálmasyni á vettvangi starfsins stóðu líka þétt við hlið honum í einkalíf- inu. Hinn 30. ágúst 1928 gekk hann að eiga eftirlifandi konu sína, Geir- laugu Ingibjörgu Jónsdóttur frá Bæ á Höfðaströnd. Geirlaug er mikill skörungur, þekkt fyrir störf sín að skrúðgarðarækt og þá ekki síður fyr- ir vefnað og aðrar hannyrðir. Hún hefur ævinlega verið hin styrka stoð við hlið Þórðar í öllu sem hann hefur tekið sér fyrir hendur. Þeirra börn eru Anna Fríða, Pálmi og Þorbjörg. Geir Björnsson, bróðursonur Geir- laugar, ólst upp hjá þeim hjónum frá 13 ára aldri. Ég veit að aðrir, sem í dag minnast Þórðar Pálmasonar, munu rekja þann ættboga sem frá þeim hjónum er kominn. Pálmi Þórðarson lést árið 1981, þá tæplega fimmtugur að aldri. Hann var mikill harmdauði öllum er hann þekktu. Eftir að Þórður lét af kaupfélags- stjórn í Borgarnesi, árið 1968, gerð- ist hann framkvæmdastjóri fyrir Dvalarheimili aldraðra þar á staðn- um og hafði forgöngu um bygging- arframkvæmdir félagsins í Borgar- nesi. Árið 1978 fluttust þau hjónin til Reykjavíkur þar sem þau áttu fag- urt heimili í Vesturborginni. Þórður hélt góðri heilsu fram á hið síðasta. Áhugi hans á málefnum samvinnu- manna og þá alveg sérstaklega á mál- efnum Kaupfélags Borgfirðinga hélst vakandi til hinstu stundar. íslenskir samvinnumenn þakka Þórði Pálmasyni ómetanlegan skerf hans til samvinnustarfs á löngum starfsferli. Ungur kom hann til verka og forlögin gáfu honum einstætt starfsþrek og skömmtuðu honum lengri tíma en flestum öðrum er gef- inn. „Sú gjöf mér væri gleðilegust send, / að góður vinnudagur færi í hönd,“ segir eitt af hinum ágætu skáldum Borgarfjarðar. Nú er langur og góður vinnudagur hniginn að kvöldi og við sem njótum verkanna drúpum höfði í virðingu og þökk. Frú Geirlaugu, börnum hennar og allri fjölskyldu sendum við dýpstu samúðarkveðjur. Sigurður Markússon

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.