Tíminn - 19.03.1991, Blaðsíða 13

Tíminn - 19.03.1991, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 19. mars 1991 Tíminn 13 Píanótónleikar Tónlistarskóli Kópavogs heldur tónleika í sal skólans, Hamraborg 11, miðvikudag 20. mars, kl. 20.00. Nemendur í píanóleik koma fram. Skólastjóri. Jörð til sölu Jörðin Tungufell í Lundarreykjadal er til sölu. Jörðin getur verið laus til ábúðar nú þegar. Henni getur fylgt 118 ærgilda fullvirðisréttur. Upplýsingar gefur Jón Böðvarsson í síma 93-51379. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Laus staða Við Framhaldsskólann á Laugum er laus staða skólameist- ara. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, eigi síðar en 15. apríl nk. Menntamálaráðuneytíð Rafstöövar OG dælur FRÁ BENSÍN EÐA DIESEL Mjög gott verð Rafst: 600-5000 W Dælur: 130-1800 l/mín Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2 Slmi 91-674000 BÍLALEIGA AKUREYRAR Traustir hlckkir í sveiganlegri keðju hringinn í kringum landið Bflaleiga með útibú allt í kringum landið, gera þér mögulegt að leigja bíl á cinum stað og skila honum á öðrum. Nýjustu MITSUBISHI bílarnir alltal' til taks Reykjavík: 91-686915 Akureyri: 96-21715 Borgarnes: 93-71618 ísafjörður: 94-3574 Blönduós: 95-24350 Sauðárkrókur: 95-35828 Egilsstaðir: 97-11623 Vopnafjörður: 97-31145 Höfn í Hornaf.: 97-81303 ÓDÝRIR HELGARPAKKAR f-------------------------------------------- Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi Gunnar Guðbjartsson bóndi, Hjarðarfelli f.v. formaður Stéttarsambands bænda lést í Borgarspítalanum sunnudaginn 17. mars. Ásthiidur Teitsdóttir, böm, tengdaböm og bamaböm Þessar 40 stórstjömur MGM fytT og síðar þekktust boð nýja eigandans Giancarlo Parretti og sátu veislu á leiksviði myndarinnar Singin' in the Rain: 1. Don Johnson, 2. Melanie Grif- fith, 3. Daniel J. Travanti, 4. Chelsea Field, 5. William Win- dom, 6. John Schuck, 7. Michael Winslow, 8. Rennee Orin, 9. James Komack, 10. Connie Ste- vens, 11. Stanley Kramer, 12. Dick Van Patten, 13. James Brol- in, 14. Chariton Heston, 15. Marcus Allen, 16. Margaret O’Bri- en, 17. Peter Falk, 18. Karl Mal- den, 19. Anne Miller, 20. O.J. Simpson, 21. Jean Claude Van Damme, 22. Kathryn Grayson, 23. Timothy Busfield, 24. Betty Garrett, 25. Jennifer O'Neill, 26. Cesar Romero, 27. Bany Bostw- ick, 28. Elliott Gould, 29. Albert Hague, 30. Martin Landau, 31. Giancario Parretti, eigandi MGM, 32. Morey Amsterdam, 33. Anne Jeffrey, 34. Chad Everett, 35. Frankie Avalon, 36. Turhan Bey, 37. Britt Ekland, 38. Scott Baio, 39. Marrietta Hartley, 40. Donald O’Connor, 41. Phyllis Diller. Gene Kelly mætti ekki. Þjónninn sem eignaðist MGM- kvikmyndaveldið FVrir nokkrum árum dró siki- leyska herlögreglan hann út úr rúmi framreiðslustúlku og færði hann fyrir rétt þar sem hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi vegna fjársvika. En þessi fyrrver- andi þjónn, Giancarlo Parretti frá Orvieto, sem nú er fimmtugur, sat aldrei af sér allan dóminn. „Góðir vinir“ sáu um að hann slyppi úr fangelsinu fyrr en ætlað var og þeir tryggðu honum líka góða framtíð. Á níunda áratugnum byggði Gi- ancarlo Parretti utan um virðu- lega franska kvikmyndafélagið Pathé mikið veldi banka og fjár- málafyrirtækja í Lúxemborg og París. Sumir álitu að allt þetta veldi annaðist peningaþvott fyrir mafíuna. Sannanir fyrir því hafa þó aldrei fundist. Með Pathé, sem hann hafði keypt fyrir 150 milljónir dollara, að bak- hjarli, skaut Parretti upp kollin- um í Hollywood 1987, keypti sér draumahús og fór að sýna áhuga á Metro-Goldwyn-Mayer, sem í eina tíð var stærsta og voldugasta kvikmyndafélag heimsins. Á árunum rétt fyrir 1970 hafði MGM komist í hendur Wall Street braskara, fyrst Edgars Bronfman, þá Kirks Kerkorian, Armena sem hafði höfuðstöðvar í Las Vegas. Hann tók til við að búta stórfyrir- tækið niður í smáeiningar, sem hann fór að selja hverja í sínu lagi fyrir gífurlegan gróða. Þar má nefna upptökuverið í Culver City, alþjóðlega útleigu kvikmynda, MGM-sjónvarpsframleiðslu, tón- listarforlag fyrir innlendan mark- að annars vegar og alþjóðlegan hins vegar, en á því sviði á fyrir- tækið rétt á ómetanlegum fjár- sióðum, risastóru leikhúsin í Ástralíu, Indlandi og Englandi og að lokum Grand-hótelkeðjuna. En það sem mógúllinn Kerkori- an hélt eftir var hin hreina gull- náma MGM-safnsins, meira en 2000 sígildar kvikmyndir, allt frá Á hverfanda hveli til stórra söng- leikja s.s. Ameríkumaður í París — sem til allrar eilífðar er alltaf hægt að selja aftur til skamms tíma til sjónvarpsins eða sýna aft- ur í bíó. 1989 kom Giancarlo Parretti kvikmyndaheiminum í opna skjöldu þegar hann tilkynnti að hann hefði keypt leifamar af MGM (auk safnsins) fyrir 1,36 milljarða dollara. Hollywood fór á hvolf. Hver yar Parretti? Hvaðan komu peningamir? Enginn trúði að hann gæti í alvöru staðið skil á afborgununum sem í hvert sinn námu mörg hundmð þúsundum dollara. En viti menn, í lok febrúar á þessu ári var reyndar greidd síð- asta afborgunin og Giancarlo Parretti hélt rosafína veislu í Cul- ver City, sem hann bauð til 40 nýj- um og gömlum stjörnum MGM í kvikmyndum og sjónvarpi, en sú framleiðsla er nú ekki nema svip- ur hjá sjón. Tækifærið var notað og tekin mynd af mannskapnum á leiksviði myndarinnar „Singin’ in the Rain“. Sjálfur Gene Kelly mætti þó ekki.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.