Tíminn - 03.04.1991, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.04.1991, Blaðsíða 8
Stöðugleiki í efnahagslífi, traust og öflugt atvinnulíf er grunnur velferðarþjóðfélagsins: Umbætur í heilbrigðismálum — Uppbygging samfara sparnaði Eftir Guðmund Bjarnason heilbrigðisráðherra 8 Tíminn Miðvikudagur 3. apríl 1991 Miðvikudagur 3. apríl 1991 Tíminn 9 ar í Iok þingsins að lögfesta þetta ákvæði að hækka vasapeningana úr u.þ.þ. 6 þúsund kr. á mánuði í 10 þúsund kr. II. HÆKKUN ELLI- OG ÖRORKULÍFEYRIS- GREIÐSLNA í júlí 1987 voru greiðslur til elli- og örorku- lífeyrisþega 13% undir lágmarkslaunum. Eitt fyrsta verk mitt var að hækka bætur þeirra elli- og örorkulífeyrisþega, sem búa einir og hafa ekki aðrar tekjur en bætur almanna- trygginga, upp í lágmarkslaun. Nú tæpum 4 árum síðar eru greiðslur til þessara elli- og örorkulífeyrisþega um 13% hærri en lágmarkslaun. III. GEÐSJÚKIR AFBROTAMENN í langan tíma hefur ófremdarástand ríkt í málefnum þess fólks sem kallast geðsjúkir af- brotamenn, en það eru þeir sem teljast ósak- hæfir og eru dæmdir til að sæta ótímabund- inni vistun á viðeigandi hæli. Málefni þessara manna hafa verið utanveltu í kerfinu og velkst á milli heilbrigðisráðuneyt- isins og dómsmálaráðuneytisins. Við dóms- málaráðherra skipuðum í sameiningu nefnd til að gera tillögur um fyrirkomulag réttar- geðlækninga og með hvaða hætti geðsjúkir af- brotamenn skyldu vistaðir. Samkomulag náð- ist um að komið skyldi á fót réttargeðdeild sem rekin yrði í tengslum við geðdeild ein- hverra eftirtalinna sjúkrahúsa: Ríkisspítala, Borgarspítala eða Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Er nú unnið að undirbúningi þessa máls og fyrst kannað hvort hægt er að koma deildinni upp á Akureyri. IV. HJÚKRUNARRÝMI Vistrými og hjúkrunarrými fyrir aldraða voru talin í landinu öllu vera um 3.231 1. desember 1990. Að auki voru dagvistunarrými fyrir 303 aldraða. Þessi skipting var eftirfarandi: Vistrými.......................1.280 Hjúkrunarrými í öldrunarstofnunum ...1.028 Hjúkrunarrými í sjúkrahúsum.... 923 Dagvistun...................... 303 Ef litið er á samanburðartölur frá 1985 kem- ur í ljós að fjölgun á þessu rúmlega 5 ára tíma- bili hefur orðið eftirfarandi: Hjúkrunarrýmum hefur fjölgað um .486 Vistrýmum um.................... 97 Dagvistum um....................204 Þessi samanburður sýnir að verulega hefur áunnist í uppbyggingu þjónustu fyrir aldraða á seinustu árum. Guömundur Bjamason heilbrigðisráöherrra á kynningu á manneldis- og neyslustefnu gegnkynrsetu og óhollu fæði fýrír starfsfólk heilsugæslustöðva. V. KOSTNAÐUR VIÐ SÉR- FRÆÐILÆKNISHJÁLP Kostnaður á föstu verðlagi við sérfræðilækn- ishjálp, greiddur af TVyggingastofnun ríkisins, rúmlega tvöfaldaðist frá árinu 1983 til 1988. Um áramótin 1988-1989 var gerður nýr samn- ingur við lækna með því nýmæli að tekinn var upp afsláttur sem sérfræðingar gefa sjúkra- tryggingum eftir að þeir hafa náð vissu tekju- marki. Þetta leiddi m.a. til þess að kostnaður við sérfræðilæknishjálp dróst saman á föstu verðlagi milli áranna 1988 og 1989 um 135 milljónir króna og til viðbótar um 44 milljón- ir króna milli áranna 1989 og 1990, sbr. með- fylgjandi töflu. Ár: 1983 1984 1985 1986 1987 1988 198 1990 M.kr. 467 440 590 690 878 979 844 800 VI. SAMSTARFSRÁÐ SJÚKRAHÚSANNAí REYKJAVÍK í desember sl. var samþykkt á Alþingi breyt- ing á lögum um heilbrigðisþjónustu sam- kvæmt tillögum nefndar, sem ég skipaði árið 1989 um aukið samstarf sjúkrahúsanna á höf- uðborgarsvæðinu. í kjölfar lagasetningar hef- ur nú verið skipað Samstarfsráð sjúkrahús- anna í Reykjavík, þ.e.a.s. Ríkisspítala, Borgar- spítala og Landakotsspítala. Hlutverk ráðsins er að gera tillögu um mótun framtíðarstefnu áðurnefndra sjúkrahúsa, gera þróunar- og fjárfestingaáætlanir fyrir þau og stuðla að sem hagkvæmastri verkaskiptingu milli þeirra. Með þessu hefur verið stigið afar mikilvægt skref til aukins samstarfs milli sjúkrahúsanna og markvissrar verkaskiptingar milli þeirra sem mun, þegar fram líða stundir, leiða til stóraukinnar hagkvæmni í rekstri sjúkrahús- anna, bættrar þjónustu og sparnað fýrir skatt- borgarana. VII. LYFJAMÁL Hinn 20. nóvember 1989 skipaði ég vinnuhóp sem vinna skyldi tillögur um lækkun lyfja- kostnaðar, gera tillögur að fýrirkomulags- breytingum og vera samvinnuaðili við ráðu- neytið um framkvæmd þessara breytinga. Meðal þess, sem vinnuhópurinn lagði til og komist hefur í framkvæmd, eru eftirtalin at- riði: 1. Álagning í heildsölu var lækkuð. 2. Álagning í smásölu var lækkuð. 3. Þak var sett á álagningu á dýrustu Iyfin. 4. Apótek gefa Tryggingastofnun ríkisins stighækkandi afslátt eftir veltu apóteks. 5. Gefin var út samheitaverðskrá lyfja. 6. Gefinn var út listi með skrá yfir ódýrustu sambærileg lyf. 7. Sjúklingagjaldi var breytt þannig að nú greiðir sjúklingurinn lægra gjald, ef keypt er lyf sem er á „Bestukaupalista". 8. Reynt var með auglýsingum að hvetja til notkunar ódýrari lyfja og minni lyfjanotkunar. Hinn 20. apríl nk. ganga kjósendur einu sinni enn að kjörborði og velja sér nýja þingmenn. Það kjörtímabil, sem þá endar, hefur um margt verið sérstætt í stjórnarfarslegu tilliti. Þrjár ríkisstjórnir hafa setið að völdum, þ.e. nýjar verið myndaðar án kosninga. Að þeirri seinustu standa 5 flokkar og stjórnmálasam- tök. Við stjórnarskiptin 1988 var skipt um efnahagsstefnu og hefur núverandi ríkisstjórn tekist að ná svo tökum á þróun og stjórn efna- hagsmála með samstarfi við hagsmunaaöila, svokallaðri „þjóðarsátt", að verðbólga hefur um langt árabil ekki mælst lægri en nú. Stöðugleiki í efnahagslífi, traust og öflugt at- vinnulíf er nauðsynlegur grunnur að upp- byggingu þess velferðarþjóðfélags sem við bú- um nú við. Á þessu kjörtímabili hefur Fram- sóknarflokkurinn farið með heilbrigðis- og tryggingamál í fyrsta sinn frá því að sá mála- flokkur var gerður að sjálfstæðu ráðuneyti og hefur undirritaður gegnt þar ráðherradómi fýrir hönd flokksins. Þetta hefur verið áhuga- vert starf, en ekki alltaf auðvelt þar sem mála- flokkurinn er kostnaðarsamur en viðkvæmur og miklar kröfur gerðar til góðrar og fullkom- innar þjónustu. Ég hef beitt mér fýrir áherslum á sviði for- varna og reynt að benda á ábyrgð einstaklings- ins á eigin heilsu. Einnig hafa átt sér stað margvíslegar úrbætur á sviði heilbrigðis- og tryggingamála ásamt áframhaldandi uppbygg- ingu jafnframt því sem beitt hefur verið sparnaðar- og aðhaldsaðgerðum á ýmsum sviðum. I. FRUMVARP TIL LAGA UM ALMANNATRYGGINGAR í lok nýliðins þings lagði ég fram nýtt frum- varp til laga um almannatryggingar sem er heildarendurskoðun á almannatryggingalög- gjöfinni. Frumvarpið er árangur nefndarstarfs sem aðstoðarmaður minn, Finnur Ingólfsson, leiddi. Við endurskoðun laganna var haft að leiðarljósi að auka ekki útgjöld trygginganna heldur reyna að færa frá þeim sem betur mega sín til hinna sem raunverulega þurfa á al- mannatryggingum að halda. í frumvarpinu eru ýmis nýmæli. Gert er ráð fyrir að hagur öryrkja sé stórlega bættur. Ör- orkulífeyrir og tekjutrygging örorkulífeyris er hækkuð um 14%. Lífeyrissjóður ellilífeyris- þega og öryrkja skerðir ekki lífeyri almanna- trygginga þótt ellilífeyrir sé tekjutengdur. Slysatryggingar almannatrygginga eru færðar yfir til vátryggingafélaganna. Það nýmæli er í frumvarpinu að heimilað verður að greiða uppihaldsstyrk til sjúklings og/eða fylgdar- manns sem dvelja þarf 14 daga samfellt eða lengur á 12 mánaða tímabili til læknismeð- ferðar utan heimabyggðar. Nýr bótaflokkur kemur inn í frumvarpinu, svokallaðar um- önnunarbætur og greiðast þeim sem annast sjúka eða aldraða í heimahúsum. Vasapening- ar til þeirra sem dvelja á stofnunum eru stór- lega hækkaðir og tekjutengdir, og tókst reynd- 'fólið er að ofannefndar aðgerðir muni spara ríkissjóði um 300 m.kr. á ári. í október 1990 var síðan skipuð nefnd til að gera tillögur um skipulag lyfjamála og kanna m.a. stofnun hlutafélags er annist innkaup og dreifingu lyfja hér á Iandi. Nefndin skilaði áliti 16. desember 1990. í framhaldi af því nefndarstarfi hefur í ráðu- neytinu verið samið frumvarp að nýjum lyfjal- ögum, sem m.a. felur í sér: 1. Öll framkvæmd lyfjamála verði gerð markvissari, s.s. eftirlit með innflutningi, framleiðslu og dreifingu. Gæðaeftirlit svo og öll upplýsingaskylda verði falin Lyfjastofnun ríkisins. 2. Lyfjastofnunin semji við framleiðendur og innflytjendur um verð, afhendingu, birgða- hald og dreifingu lyfja til notenda. Stofnunin er útboðs- og innkaupaaðili, en er ekki ætlað að sjá um dreifingu og birgðahald. 3. Samið verði við apótekin um sérstakt gjald — þóknun — fýrir sölu lyfja, en núver- andi form á lyfjaverðlagningu verði lagt niður. 4. Heimilt verði að fela deildarskiptum sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum að af- henda lyf, þar sem þörf er talin á, að mati Lyfjastofnunarinnar. Frumvarp þetta var lagt fyrir alþingi, en hlaut ekki afgreiðslu. VIII. BREYTTAR AÐFERÐIR VIÐ FJÁRLAGAGERÐ Komið hefur verið upp öflugri fjármálaskrif- stofu innan ráðuneytisins, sem annast undir- búning fjárlagagerðar og eftirlit með fram- kvæmd fjárlaga fyrir þær stofnanir sem heyra undir ráðuneytið. Ábyrgð og eftirlit með fjár- málum stofnana ráðuneytisins hefur-þannig verið fært út í fagráðuneytið frá fjármálaráðu- neyti. Áuk þess að fjalla um rekstur heilbrigðis- stofnana gerir fjármálaskrifstofan tillögur um fjárveitingar til stofnana vegna fjárfestinga, tækjakaupa og viðhalds. Undanfarið hefur ver- ið lögð sérstök áhersla á að auka fjárveitingar til viðhaldsverkefna og er nú unnið að úttekt á viðhaldsþörf húsnæðis heilbrigðisstofnana. Af þessu má sjá að ýmislegt hefur verið gert til að styrkja þann mikilvæga velferðarmála- flokk sem heilbrigðis- og tryggingamálin eru, en þó reynt að gæta þess að útgjöldin haldi ekki áfram að aukast. Margt fleira mætti vissulega nefna sem gert hefur verið og mörg úrlausnarefni eru enn framundan, ekki síst siðfræðilegs eðlis þegar heilbrigðisþjónustan stendur frammi fyrir því að þurfa að velja og hafna milli þess sem mögulegt er annars vegar og hins vegar því hvað það má kosta. Framsóknarflokkurinn mun áfram beita sér fýrir því að allir þjóðfélagsþegnar eigi aðgang að og rétt á sömu heilbrigðisþjónustu, þeirri bestu sem völ er á, á hverjum tíma.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.