Tíminn - 03.04.1991, Blaðsíða 15

Tíminn - 03.04.1991, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 3. apríl 1991 Tíminn 15 ÍÞRÓTTIR Knattspyrna: Maradona uppvís að kókaínneyslu Argentínski knattspyraujöfurinn Diego Maradona á yfir höföi sér allt að tveggja ára keppnisbann, eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Niðurstöður úr prófinu, sem tekið var 17. mars sl., leiddu í Ijós að Maradona hafði neytt kókaíns. Um nokkurt skeið hafa sögur um eit- urlyfjaneyslu kappans gengið fjöll- unum hærra á Italíu og víðar, sem og meint tengsl hans við eiturlyfja- hringi. Ekki er ólíklegt að ferill þessa snjalla knattspymumanns sé nú á enda, enda er þegar farið að halla undan fæti hjá honum. BL Stórsigur Frakka Frakkar sigruðu Albani 5-0 í 1. riðli undankeppni EM í knatt- spymu á laugardagskvöld. Albanir höfðu farið þess á leit við FIFA að leiknum yrði frestað vegna ástandsins í landinu, en því var hafnað. 4 leikmanna notuðu tæki- færið og flúðu meðan á ferðinni stóð. íslendingar leika gegn AJbön- um í Tirana 26. maí. BL Borðtennis: Hjálmtýr og Aóalbjörg urðu íslandsmeistarar íslandsmótinu í borðtennis lauk í húsakynnum TBR á laugardaginn með sigri þeirra Hjálmtýs Haf- steinssonar KR og Aðalbjargar Björgvinsdóttur Víkingi í einliða- leik karla og kvenna. Hjálmtýr náði loks að verða meistari, í sinni sjöttu tilraun. Mótherji hans í úrslitaleiknum var Tómas Guðjónsson, margfaldur meistari, en Hjálmtýr sigraði ör- ugglega að þessu sinni 21-19, 21- 14 og 21-13. Annar margfaldur meistari, Ásta Urbancic Eminum, eiginkona Tómasar, varð að lúta í lægra haldi fyrir Aðalbjörgu í einliðaleik kvenna 16- 21,21-11,22-20,15-21 og 21-10. Þau hjónin fóm þó ekki titillaus heim, því þau sigmðu í tvenndarleik, þau Kjartan Briem KR og Aðalbjörgu Björgvinsdóttur Víkingi. í tvíliðaleik karla sigmðu þeir Hjálmtýr og Tómas þá Kristján Jónasson og Kristján Viðar Har- aldsson Víkingi. í tvíliðaleik kvenna bám þær Eva Jósteinsdótt- ir og Guðmunda Kristjánsdóttir Víkingi sigurorð af þeim Elínu Þorsteinsdóttur og Margréti Her- mannsdóttur HSÞ. BL Handknattleikur: ísland tapaði fyrir Litháen íslenska landsliðið í handknatt- leik tapaði fyrir Litháen í síðari landsleik liðanna í Laugardals- höll sl. miðvikudagskvöld með 24 mörkum gegn 29. BL Körfuknattleikur: Heppnin með Keflvíkingum Frá Margréti Sanders, fréttaritara Tlmans á Suöumesjum: Keflvíkingar sigruðu KR-inga öll- um að óvörum í þriðja undanúr- slitaleik liðanna um íslandsmeist- aratitilinn í körfuknattleik sl. mið- vikudagskvöld fyrir troðfullu húsi í Keflavík. Lokatölur voru 86-80 og var það mesti munur í leiknum, sem var hnífjafn og mjög spennandi. KR- ingar voru yfir í hálfleik 45-44. Tölur úr leiknum: 2-0, 4-6,11-11, 15-16, 24-20, 24-29, 36-33, 40- 40, 44-45. 46-49, 55-51, 57-57, 66- 66, 76-72, 78-78, 82-80, 82-80. Stigin. ÍBK: Thornton 20, Guðjón 17, Falur 15, Jón Kr. 14, Albert 14, Sigurður 4, Júlíus 2. KR: Bow 29, Hermann 13, Axel 12, Guðni 10, Lárus 7, Páll 3, Matthías 3 og Gauti 3. MS/BL Körfuknattleikur— Úrslitakeppnin: Keflvíkingum rúllað upp Frá Margéti Sanders, fréttaritara Tímans á Suöumesjum: Njarðvíkingar sigruðu nágranna sína Keflvíkinga 96-59 í fyrsta úrslitaleik liðanna um íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik fyrir troðfullu húsi í Njarðvík í gærkvöldi. Staðan í hálf- leik var 39-37. Leikurinn var ótrúlega kaflaskiptur, Njarðvíkingar komu grimmir til leiks og hreinlega fóru á kostum í byrjun, meðan ekkert gekk upp hjá Keflvík- ingum. Njarðvík komst í 7-0 og um miðjan hálfleikinn var staðan orðin 29-7 fyrir Njarðvík og sáu menn fram á stórsigur Njarðvíkinga. En eins og Keflvíkingar sýndu í leikjum sínum gegn KR, þá er ekki hægt að afskrifa þá og nýttu þeir sér að Ronday Robin- son og Kristinn Einarsson voru utan vallar með 4 villur og minnkuðu muninn í 2 stig og þannig var staðan í hálfleik 39-37 Síðari hálfleikur hófst eins og sá fyrri með góðum leik Njarðvíkinga sem juku jafnt og þétt muninn og biðu menn eftir að Kefl- víkingar tækju við sér, en það gerðist ekki og stórsigur Njarðvíkinga var staðreynd 96-59. Liðsheildin hjá Njarðvíkingum skóp þennan sigur. Robinson var þeim mikilvægur, átti 21 frákast og skoraði mikið. Teitur hélt Njarðvíkingum oft á floti með körfum sínum, en hann skoraði 67 þriggja stiga körfur í leikn- um. Friðrik Ragnarsson stóð sig vel, ísak Tómasson stjórnaði spilinu vel. Annars var það vörnin og fráköstin sem gerðu útslagið. Keflvíkingar eru ótrúlega mistækir, náðu að vinna upp 24 stiga mun í fyrri hálfleik með Keflvíkingar náðu sér ekki á strik í Njarðvík í gærkvöld, Falur Harðar- son skoraði undir 10 stigum eins og allir félagar hans að Tairone Thomton undanskildum. Tímamyndir Pjetur glimrandi leik, en eflaust hefur of mikill kraftur farið í að vinna upp þann mun. Jón Kr. Gíslason átti ágætan leik, Albert Óskarsson einnig á köflum, annars spilaði Iiðið undir getu. Ekki er hægt að afskrifa liðið strax, það sönnuðu þeir í leikjunum gegn KR. Dómarar voru Kristinn Al- bertsson og Helgi Bragason. Kristinn stóð sig ágætlega, en Helgi var of flautuglaður. Tölur úr leiknum: 29-5,32-8,36-16, 36-31, 39-31, 39-37. 50-39, 563-43, 67-47, 84-51, 92-57, 96-59. Stigin UMFN: Teitur 37, Robinson 24, Frið- rik 20, Kristinn 6, ísak 4, Gunnar 3 og Hreiðar 2. ÍBK: Thomton 25, Albert 7, Falur 6, Sigurður 6, Jón Kr. 5, Hjörtur 4, Guðjón 4 og Júlíus 2. BL Ronday Robinson átti góðan leik fyrir Njarðvíkinga, skoraði mikið og hirti fjöldann allan af fráköstum. Timamynd Pjetur Júdó: Bjarni sigraði í þrettánda sinn — í opnum flokki á íslandsmótinu í júdó Bjami Friöriksson Ármannl -78 kg flokkur. Ómar Sigurðs- gerði það gott á íslandsmótinu í son UMFG. júdó, sem fram fór á laugardag- -71 kg flokkur. Eiríkur Krist- inn var. Bjarni sigraði í opna insson Amanni. flokknum f þrettánda sinn í röð -65 kg flokkur. Helgi Júlíus- og þar að auki í sínum þyngdar- son Ármanni. flokki. Bjarni mætti Sigurði -60 kg flokkur. Gunnar Jó- Bergmann í úrslitaglímunum í hannsson Armanni. báðum flokkunum. -86 kg unglingaflokkur. Freyr Aðrir sigurvegarar á mótinu Gauti Sigmundsson KA. urðu þessin -71 kg unglingaflokkur. Jón -95 kg flokkur. Þórir Rúnars- Kristínn Þórsson JR. son Ármanni. -65 kg unglingaflokkur. Hans -86 kg flokkur. Guðlaugur Rúnar Snorrason KA. Haildórsson. BL ÞITT VAL - ÞÍN FRAMTÍÐ m* Halldór Jón Jónas Karen Erla Ásgrimsson Kristjánsson Hallgrímsson Eriingsdóttir Frambjóðendur Framsóknarflokksins á Austurlandi efna til funda undir yfirskriftinni - Þitt val - Þín framtíð - á eftirtöldum stöðum: Öræfi 2. apríl kl. 16.00 I Hofgarði Höfn 2. apríl kl. 20.30 á Hótel Höfn Djúpivogur 3. apríl kl. 20.30 I Kaffistofu Búlandstinds Breiðdalsvík 4. apríl I Hótel Bláfelli Fundarstaður og -tími á eftirtöldum stöðum verður auglýstur síðar: Breiðdalsvík, Stöðvarfjörður, Reyðarfjörður, Eskifjörður, Norðfjörður, Seyðisfjörður, Egils- staðir, Vopnafjörður, Bakkafjörður. Fundirnir verða auglýstir nánar með dreifibréfi og veggspjöldum á hverjum stað. Ræðið við frambjóðendur Framsóknarflokksins um framtíðina, atvinnumálin og stjórnmálin x-B Öflug þjóð í eigin landi x-B Þingeyingar, Eyfirðingar og Ak- ureyringar búsettir í Reykjavík Finnur Ásta Ragnheiður Bolli Guðmundur Valgerður Ingvar Frambjóðendur Framsókn- arflokksins í Reykjavík, Finnur, Ásta Ragnheiður og Bolli, og þingmenn flokksins í Norðurlandi eystra, þau Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráð- herra og Valgerður Sverr- Jónas isdóttir alþingismaður þjóða þér að koma í kaffi og spjall miðvikudaginn 3. apríl nk. kl. 20.30 að Borgartúni 22. Auk ofantalinna munu þeir Ingvar Gíslason, fyrrv. mennta- málaráðherra, og Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri mæta. Suðuríandskjördæmi Sameiginlegir framboðsfundir verða haldnir sem hér segir: Fimmtudaginn 4. apríl kl. 20.30 Félagsheimilinu Vestmannaeyjum. Föstudaginn 5. apríl kl. 21.00 Hvoli Hvolsvelli. Laugardaginn 6. apríl kl. 14.00 Tunguseli V- Skaft. Fimmtudaginn 11. apríl kl. 20.00 Hótel Selfossi (útvarpsfundur). Framsóknarfólk er hvatt til að fjölmenna. B-listinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.