Tíminn - 03.04.1991, Blaðsíða 16

Tíminn - 03.04.1991, Blaðsíða 16
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 & 686300 RÍKISSKIP NUTIMA FLUTNINGAR Holnarhusmu v Tryggvogotu. ® 28822 Ókeypis auglýsingar fyri^rinstaklinga^ POSTFAX 91-68-76-91 m m J Caábríel HÖGG- DEYFAR Versltó hjá fagmönnum G: i varahlutir Hamarsböfða 1 - s. 67-6744 Tj niiiin MIÐVIKUDAGUR 3. APRlL 1991 " Deila sjómanna og Útgerðarfélags Akureyringa. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar: J 1 i i\ 1 A A F < > V Ul íl l/l heimalöndunarálagiö úr 30% í 40% 1. mars sl. og útilokað sé að frekari hækkun á því geti átt sér stað. „Þetta snýst um fiskvinnsluna í landinu, hvort að á gjörsamlega að brjóta hana niður og ganga af henni dauðri. Því þetta snertir ekki bara okkur hérna, þetta snertir allt landið, þannig að það er svo mikið í húfi. Með allri virð- ingu fyrir sjómönnum, sem eiga allt gott skilið, þá eru bara fleiri sem hafa hagsmuna að gæta í allri þessari rás frá veiðum og vinnslu, til markaða og sölu. Spurningin er hvort að þetta sé virkilega þannig að við eigum að fara að senda allt okkar hráefni óunnið úr landinu," sagði Gunnar i samtali við Tímann í gær. —GEÓ Deila sjómanna og Útgerðarfélags Akureyringa helst enn óbreytt og stöðvuðust öll skip félagsins yfir páskana af völdum deilunn- ar, nema Kaldbakur sem kemur til hafnar á morgun. Mikil sam- staða ríkir meðal sjómanna hjá ÚA, en flestir þeirra hafa sagt upp störfum til að undirstríka kröfur sínar um hækkun heima- löndunarálags. ÚA hefur auglýst stöður þeirra lausar til um- sóknar. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, segir að hækkun til sjómanna muni þýða að fiskverkunarfólk krefjist einnig launahækkana og segist undrandi á sjómönnum að ætla að fiskverðs- hækkun skili sér til þeirra en ekki fiskverkunarfólks. Gunnar Ragn- ars, framkvæmdastjóri Útgerðar- félags Akureyringa, segir að úti- lokað sé að þeir geti boðið meiri hækkun heimalöndunarálags en úr 30% í 40%, sem varð 1. mars. Konráð Alfreðsson, formaður Sjó- mannafélags Eyjafjarðar, segir að ekki hafi verið haft samráð við þá vegna hækkunarinnar 1. mars, auk þess sem þeim tilboðum sem þeir hafi lagt fram hafi ekki verið svarað. „Ég get nú ekki séð að þetta geti haldið svona áfram í vaxandi mæli, þó að sjómenn séu alls góðs mak- legir, að öll fiskverðshækkun fari fram hjá fiskverkunarfólki og er undrandi á að sjómenn skuli vera að lýsa furðu sinni á því að fisk- verkunarfólk vilji fá einhverja Guðmundur J. Guðmundsson, formaður VMSÍ hækkun líka,“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson í samtali við Tímann í gær. Guðmundur sagðist telja að hækkun myndi ekki leysa vand- ann, það myndi einungis fram- kalla uppsagnir í frystihúsunum, a.m.k. á Akureyri, og sagði að t.d. lægi fýrir yfirlýsing frá verkalýðs- félaginu Eining á Akureyri þess efnis. „Hins vegar ríkir ófremdar- ástand í fiskverðsmálum í land- inu, því verðið er misjafnt eftir byggðarlögum og slíkt skapar deilur sem þessar," sagði Guð- mundur einnig. Gunnar Ragnars, framkvæmda- stjóri ÚA, segir að flestir þessara sjómanna hafi sagt upp störfum hjá þeim, stöðurnar hafa verið auglýstar lausar til umsóknar. Gunnar sagði að ÚA hefði hækkað Voru flugmenn meö flugveiki? Um páskahelgina var nokkuð um ina að leigja flugvél ásamt flug- veikindi hjá flugmönnum Fiug- mönnum frá Hollandi og flaug ieiða og féllu niður ferðir vegna hún héðan til Basel í Sviss og þess að flugmenn höfðu tilkynnt heim aftur. veíkindaforfiill og engir aðrir Einar Sigurðsson, fjölmiðlafull- fengust til þess að hlaupa í skarð- trúi Flugleiða, sagði að mál sem ið fyrir þá sjúku. þessi væru venjulega leyst innan- Kjarasamningar flugmanna eru húss, en vegna kjaradeilunnar nú lauslr og samskipti þeirra viö væru samskiptin heldur erfíðari. Flugleiðir heldur stirð. Því gripu Flugleiðir til þess ráðs um helg- —GEÓ Kosningaskrifstofur B-, G- og A- lista í Hveragerði undir sama þaki: Skýr skilaboð til stjórnarflokkanna Þrír flokkar, Framsóknarflokkur- inn, Alþýðuflokkurinn og Alþýðu- bandalagið í Hveragerði hafa allir opnað sínar kosningaskrifstofur vegna komandi kosninga, en það sem vekur athygli er að þær eru all- ar í sama húsi. Skilrúm eru þó not- uö til að stúka skrifstofumar af, en fundarsalur og kaffístofa eru sam- eiginleg og að sögn kunnugra eru umræður í kaffitímum þar með allra líflegasta móti. Gísli Garðarsson, formaður Fram- sóknarfélagsins í Hveragerði og bæj- arfulltrúi þar, sagði að það væri vissulega óvenjulegt að þrír flokkar væru með kosningaskrifstofur í einu og sama húsinu og sagðist hann jafnvel telja að það væri einsdæmi á íslandi. Gísli sagði að þessir flokkar hefðu verið í samstarfi í bæjarmál- um á þessu kjörtímabili og því síð- asta og það samstarf gengi mjög vel, en sameiginlegur listi þessara flokka, H-listi, sigraði í síðustu bæj- arstjórnarkosningum í Hveragerði. í framhaldi af því hefði H-lista fólk keypt húsnæði að Reykjamörk I þar sem kosningaskrifstofurnar þrjár eru nú til húsa. „Okkur fannst alveg tilvalið að vera öll í þessu húsnæði; stúkuðum af þrjár litlar skrifstofur, en höfum sameiginlega fundar- og kaffistofu," sagði Gísli. Hann sagði að líta mætti á þetta sem skýr skila- boð til ríkisstjórnarinnar um að þeir vildu áfram sama stjórnarmynstur, enda væri reynsla þeirra í Hvera- gerði af samstarfi þessara flokka mjög góð. —SE Bandaríkjamenn sem fyrr á móti hvalveiðum Islendinga: Fer ísland út úr Hvalveiðiráðinu? Bandaríkjamenn eru sem fyrr mót- fallnir því að íslendingar hefji hval- veiðar á ný nú í sumar. Þetta kom fram á fundum Halldórs Ásgríms- sonar sjávarútvegsráðherra og Jó- hanns Siguijónssonar sjávarlíf- fræðings með bandarískum emb- ættismönnum. Bandaríkjamenn telja fullvíst að veiðar verði ekki leyfðar fyrr en sumarið 1992, og hugsanlega ekki fyrr en 1993. Fyrir því nefna þeir tvær ástæður. í fyrsta lagi skorti enn á að íslendingar hafi fært fullnægj- andi vísindaleg rök fyrir máli sínu. í öðru lagi sé ekki hægt að úthluta veiðikvótum fyrr en Alþjóða hval- veiðiráðið hafi gengið frá nýju veiði- stjórnunarkerfi, sem nú er unnið að. „Við vildum skýra Bandarfkja- mönnum frá fyrirætlunum okkar á fundi Alþjóða hvalveiðiráðsins í Reykjavík og reyna þannig að bæta andrúmsloftið milli sendinefnda þjóðanna. Við leggjum til að í framtíðinni verði farnar aðrar leiðir í ákvörðun- um um veiðar en nú er. Þar yrði byggt á enn meiri varúð en áður hef- ur þekkst í nýtingu þessara stofna. Við mættum mikium skilningi þeirra ráðherra sem við töluðum við. Það kom þó fram að stefna Bandaríkjamanna hefur enn ekki breyst. Þeir gera sér þó grein fyrir að nauðsynlegt er að ná málamiðlun sem íslendingar geta sætt sig við. Ég Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráöherra tel að nú séu meiri líkur en áður á að það takist á fundi Hvalveiðiráðsins í vor. Bandaríkjamenn ætla að sækja um kvóta fýrir Inúíta í Alaska. Þeir byggja beiðni sína á stjórnunarað- ferðum, sem á síðasta ári var ekki talið rétt að nota við ákvarðanir um veiðar úr hrefnustofni okkar. Við gerðum þeim grein fyrir að beita verði sömu aðferðum í öllum tilfell- um. Við teljum að sú staðreynd geti öðru fremur orðið til þess að ná sátt- um í málinu," segir Halldór Ás- grímsson sjávarútvegsráðherra. „Það er ekki hægt að tala um breyt- ingu á stefnu Bandaríkjamanna. Við fengum hins vegar tækifæri til að skýra þær tillögur sem við hyggj- umst leggja fyrir Hvalveiðiráðið í vor, og vísindalegan grunn þeirra. Ég held að Bandaríkjamenn skilji okkar mál. En það er óvíst hvort sá skilningurbreytirstefnu þeirra. Þeir eru undir þrýstingi frá umhverfis- verndarsamtökum. Hann mótar í einhverju afstöðu þeirra,“ segir Jó- hann Sigurjónsson sjávarlíffræðing- ur. -aá. Notaó og nýtt stækk* ar ört Smáauglýsingablaðið Notað og nýtt, sem gefið er út sem fylgirit Tímans, hefur hlotið mun betri viðtökur en búist var við. Áskrif- endur Tímans fá blaðið ókeypis með aðalblaðinu, en auk þess er Notað og nýtt selt sérstaklega. Að sögn Kristins Finnbogason- ar, framkvæmdastjóra Tímans, hefur aukningin í sölu á Notuðu og nýju verið jöfn og þétt og nú stefnir f að upplagið verði 20.000 blöð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.