Tíminn - 03.04.1991, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.04.1991, Blaðsíða 2
2 Tíminn Miðvikudagur 3. apríl 1991 Finnur Ingólfsson Jeppi fuðraði upp á Kjalvegi aðfaranótt föstudagsins langa: ÖKUMAÐUR HÆTT KOMINN ALEINN Á REGINFJÖLLUM Framsóknarvist á Hótel Sögu Framsóknarvist verður spiluð á Hótel Sögu sunnudaginn 7. apríl nk. kl. 14.00. Glæsilegir vinningar, m.a. ferðir til London með leiguflugi Sólarflugs sumarið 1991. Finnur Ingólfsson, efsti maður B-listans í Reykjavík, flytur stutt ávarp í kaffihléi. Aðgangseyrir kr. 500,- (Kaffiveitingar innifaldar). Framsóknarfélag Reykjavíkur Sjúkrahús Suðurlands Selfossi auglýsir eftirtaldar stöður lausar til umsóknar. 50% staða sérfræðings í almennum lyflækningum. 50% staða sérfræðings í svæfingum. Upplýsingar um nám og störf sendist stjórn Sjúkrahúss Suðurlands v/Árveg, 800 Selfossi, fyrir 15. júní 1991. Nánari upplýsingar gefa framkvæmdastjóri og yfirlæknar sjúkrahússins í síma 98-21300. Sjúkrahússstjóm. Aðalfundur Aðalfundur Eignarhaldsfélags Verslunarbank- ans hf., Reykjavík, áríð 1991, verður haldinn í Höfða, Hótel Loftleiðum, Reykjavík, fimmtudag- inn 4. apríl nk. og hefst kl. 17.00. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf skv. ákvœðum greinar 3.03 í samþykktum félagsins. 2. Tillaga um heimild til stjómar félagsins til útgáfu jöfnunarhlutabréfa á árinu 1991. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í íslands- banka, Krínglunni 7, dagana 3. og 4. apríl nk. Ársreikningur félagsins fyrir áríð 1990, ásamt tillögum þeittt setn fyrir fundinum liggja, verða hluthöfum til sýnis á sama stað. Reykjavík, 12. tnars 1991 Stjórn Eignarhaldsfelags Verslunarbankans hf. Suzuki Fox jeppi brann til kaldra kola á Kjalvegi snemma að morgni fostudagsins langa. Eldurinn kviknaði þegar eigandinn, sem var einn á ferð, hafði fest bílinn í snjós- kafli og hugðist hita sér súpu á prímusi inni í bílnum. Ekki tókst þó betur til en svo að þegar maðurinn klæddi sig úr úlp- unni, rakst hún í logandi prímusinn sem valt og eldur komst í úlpuna sem fuðraði upp. Þaðan barst eldur- inn í innréttingar og farangur og varð bfllinn alelda á örskotsstund. Aftan á bflnum voru aukabensín- geymar með um 85 lítrum af bens- íni. Eldurinn barst fljótlega í þessar bensínbirgðir og sprungu geymarn- ir í loft upp og bfllinn brann þarna til kaldra kola í miklu eldhafi. Manninum tókst að forða sér ósködduðum úr bflnum í tæka tíð eftir að eldurinn kviknaði. Eftir að hafa séð jeppann sinn fuðra upp gekk hann um þriggja kflómetra leið að skálanum í Hvítárnesi í þoku, dimmviðri og kulda, úlpulaus og allslaus. í skálann komst hann bæði kaldur og hrakinn. En hvernig stóð á ferðum manns- ins þarna? Einn ferðafélaga hans segir frá: „Við vorum átta saman á leið norð- ur yfir Kjöl á fjórum bflum. Ferðin hafði gengið hægt vegna þoku og dimmviðris og það var orðið áliðið þegar við komum í skálann í Hvítár- nesi. Þegar við komum þangað, leist þessum ferðafélaga okkar ekkert á að sofa þar um nóttina og vildi ólm- ur halda áfram. Það vildi hins vegar enginn okkar hinna, ekki einu sinni farþegi hans. Bflstjórinn tók sig því sig upp einn og ætlaði að aka norð- uryfir hálendið um nóttina. Það gekk maður undir manns hönd að fá hann ofan af þessu, en engu tauti varð við hann komið. Hann sagðist ætla að aka áfram eins langt og hann kæmist og ef bfllinn yrði fastur, þá sagðist hann ætla að láta fyrir berast í honum þangað til við ækjum fram á hann morguninn eftir. Hann komst hins vegar ekki langt, því skömmu eftir að hann var kom- inn inn á Kjalveg af Hvítárnesaf- leggjaranum festi hann bílinn í skaflinum þar sem hann síðan brann." —sá Páskahelgin var víðast hvar í rólegra lagi, að sögn lögreglumanna: Bruni, nefbrot og ölvunarakstur Páskahelgin var að sögn lögreglu- manna víðs vegar um land nokkuð róleg. Að vísu brann íbúðarhús á Svalbarðsströnd í Eyjafírði illa á laugardaginn og allt innbú talið ónýtt og húsið sjálft mjög mikið skemmt ef ekki ónýtt. Engan sakaði í brunanum. Tveir voru nefbrotnir á dansleik á ísafirði og einn ók ölv- aður í sjóinn í Grindavík. Lögreglan á Húsavík vinnur nú að rannsókn brunans á Svalbarðs- strönd. Að sögn lögreglumanna þar er talið fullvíst að eldurinn hafi átt upptök sín í þvottahúsi. Slökkviliðið á Akureyri kom á staðinn á laugar- daginn, en þá var húsið orðið alelda. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Á ísafirði var helgin róleg, einn var tekinn ölvaður við akstur og tveir voru nefbrotnir á dansleik. Helgin var nokkuð annasöm hjá lögregl- unni í Grindavík. Brotist var inn í hraðfrystihúsið og Sjómannastof- una Vör. Þjófarnir höfðu á brott með sér eitthvað af bjór, en lögreglan í Grindavík hefur nú upplýst bæði innbrotin. Þá ók ungur maður bíl sínum í sjóinn í höfninni í Grinda- vík aðfaranótt laugardagsins. Lög- reglan veitti bfl hans athygli og ætl- aði að stoppa hann, en maðurinn ók þá niður að höfn og beint í sjóinn. Hann náði að synda í burtu og kom- ast á land þar sem iögreglan náði til hans. Hann er grunaður um að hafa ver- ið undir áhrifum áfengis. —SE Aldrei fleiri hross flutt út Síðastliðið ár voru flutt út 1623 hross frá landinu. Þetta er mikil fjölgun frá árinu á undan þegar 1019 hross voru flutt út. Af 1623 útfluttum hrossum í fyrra voru 62 stóðhestar (af þeim voru 18 sýnd- ir), 724 merar og 837 geldingar. Flest hrossanna komu af Suður- og Vesturlandi. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði búnaðarblaðsins Freys. Nýlega var stofnað hlutafélagið Sölusamtök íslenskra hrossabænda, spáð Leiðindaveður gekk yfir Vestfírði og Norðurland og Austfiröi í gærdag. Vegir voru sumstaðar ófærir og eins truflaðist innanlandsflug. Þar rætt- ist þó úr. í gær var fært víðast hvar, nema á fjallvegum á Norður- og Austur- landi. Vegaeftirlitið bjóst við að þeir vegir yrðu ruddir í dag. í gær var éljagangur með NA-átt í þessum landshlutum. Veðurspár gerðu ráð en félagið fyrirhugaði að flytja út hross og selja þau í heildsölu í Þýskalandi. Áhugi hrossabænda er mikill á þessu fyrirtæki og er búið að safna hlutafé fyrir 11,5 milljónir króna. Undirbúningsnefnd stefndi að því að safna 10 milljónum í hluta- fé, þannig að söfnunin hefur farið fram úr björtustu vonum. Fyrirtækið ætlar að setja upp sölu- miðstöð í Hamborg og er með auga- stað á húsnæði í borginni. Ekki er endanlega búið að fastsetja húsnæð- ídag fyrir að veðrið myndi ganga niður í dag. Flugleiðir áttu í erfiðleikum með flug fram eftir degi og síðdegis hafði tekist að fljúga til allra áætlunar- staða nema Egilsstaða. Enn beið þó fjöldi fólks, sem var að koma úr páskaleyfum, flugs. Arnarflug/Flug- tak náði aö fljúga til allra sinna áætl- unarstaða. -sbs. ið. Óvíst er hvenær útflutningur á vegum fyrirtækisins hefst. Hugsan- legt er að það verði ekki fyrr en í haust, vegna þess að hrossasala yfir sumarið er oftast nær í daufara lagi. ________________________-EÓ Sólarlanda- ferðir vinsæl- ar sem fyrr Ófriðurinn við Persaflóa virðist ekki ætla að draga úr útþrá ís- lendinga. Flest bendir til að ferð- ir til sólarlanda verði ekki færri nú en fyrri ár. Lítið var bókað á meðan stríðið stóð yfir, en eftir að því lauk hef- ur bókunum fjölgað verulega. Virðast áframhaldandi væringar í írak ekki ætla að hafa áhrif þar á. Forsvarsmenn þeirra ferðaskrif- stofa, sem Tíminn hafði samband við, voru á einu máli um að ferð- ir yrðu ekki færri í ár en áður. Bókanir virðast aðeins hafa færst til, en ferðalangar skila sér nú þegar friður hefur komist á. -aá. Batnandi veðri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.