Tíminn - 27.04.1991, Blaðsíða 8

Tíminn - 27.04.1991, Blaðsíða 8
qp 8 Tíminn Laugardagur 27. apríl 1991 Laugardagur 27. apríl 1991 Tíminn 21 i. EYJÓLFUR KRISTJÁNSSON höfundur og annar flytjandi Eurovisionlagsins íár, segirað þrátt fyrir að hann vonist eftir sigri þá lítist honum ekki allskostar á það sem þvíkunni að fylgja: Hef áhyggjur af heimsfrægðinni Stefán fyrir valinu. Einnig líka af því að hann er mjög góður drengur og mjög góður vinur minn. — Ég hef heyrt að félagar þínir hafi lofað þér því, að ef þú ynnir undan- keppni Eurovision hér heima, þá myndu þeir fylgja þér í úrsiitakeppnina. Ætla þeir að standa við það? Því miður kom örlítið upp á hjá þeim og því fara þeir ekki með. En þeir verða örugglega með mér í huga og hjarta, það er alveg á hreinu, og ég verð í beinu símasambandi við þá á úrslitakvöldinu. — Svo við snúum okkur að þér sjálf- um; hvar ertu fæddur og uppalinn? Ég er fæddur og uppalinn hér í Reykja- vík. Ég ólst upp í Vogahverfinu og er mikill Þróttari og fylgist vel með mín- um mönnum og eftir sigurinn á KR spái ég því að þeir verði Reykjavíkur- meistarar, vona það að minnsta kosti. Tónlistin kom mjög snemma inn í hausinn á mér. Ég held að menn hafi uppgötvað það frekar snemma að það væru einhverjar tilfmningar til tónlist- ar í drengnum, jafnvel áður en hann fór að tala. Eg fór nú ekkert að gera í því sjálfur fyrr en ég var tvítugur. Þá gerði ég mér grein fyrir því að mig langaði til að prófa að vinna fyrir mér sem tóniist- armaður og vann að því hörðum hönd- um í fjögur, fimm ár. Loks komst ég á þann stall að geta lifað algjöriega af tón- listinni og það tókst og gengur ennþá ágætlega. Síðan verður framtíðin og ör- lögin að skera úr um það hvað lengi það stendur. Það var í sjálfu sér ekkert erfitt að komast á þennan stall. Ég þurfti að vera duglegur að vinna og heiðarlegur og það skilaði því að menn tóku eftir því sem ég var að gera. - 1 — Hvernig byrjaði ferillinn? Ég byrjaði í litlu tríói sem hét Texas tríóið, þaðan fór ég yfir í Vísnavini og vann lengi með þeim á Vísnakvöldum sem voru mjög vinsæl á Hótel Borg og í Þjóðleikhúskjallararnum. Út úr þeim félagsskap, sem taldi tvö til þrjú hundr- uð manns, þá stofnuðum við sex manna band sem hét Hálft í hvoru, og ég var með þeim í fímm ár. Þá fór ég yfir í Bítlavinafélagið og þá fóru hjólin að snúast. — Nú er tilbúin plata fyrir Evrópu- markað ef vel gengur á Ítalíu; gælirðu við þá hugmynd að heimsfrægðin sé á næsta leyti? Nei, ég hef hins vegar nokkrar áhyggj- ur af því. Þetta má nú ekki ganga of vel, ég er svo heimakær að ég vil helst ekki vera neins staðar annars staðar heldur en hér heima á íslandi. Ef að mjög vel gengur þá fylgir því náttúrlega búseta erlendis og annað slíkt og það er algjör- lega út úr myndinni hjá mér eins og er. Það er mjög gott að búa á íslandi og ég vil helst hvergi annars staðar vera. Stefán Eiríksson. Það er í dag sem Eyjólfur Kristjánsson, söngvari og lagahöfundur með meiru, fer ásamt fríðu föruneyti til Ítalíu, og að viku liðinni mun hópurinn standa uppi á sviði kvikmyndaversins Teatro 14 í kvikmyndahverfinu Cinécitta í útjaðri Rómar og flytja lag Eyjólfs, Nína. Eins og flestum ætti að vera kunnugt þá sigraði lag Eyjólfs í undankeppni Euro- vision, eins og keppnin er kölluð hér á landi, og flutti höfundurinn sjálfur lag- ið ásamt Stefáni Hilmarssyni. Það var mjög erfitt að ná tali af Eyjólfi í síðustu viku, undirbúningur fyrir ferðina stóð þá sem hæst, en engu að síður gaf hann sér tíma til að setjast niður og spjalla litla stund við blaðamann Tímans. — Lagið hét upphaflega Draumur um Nínu, en fyrir úrslitakeppnina var nafn- ið stytt og kallast lagið nú einfaldlega Nína. Hver er þessi Nína? Nína er engin sérstök, hún er bara hugarburður og í raun ekkert sérstakt á bak við textann. Lagið er samið haustið 1990 og var þá ekki endilega ætlað í þessa keppni. Ég sest niður stundum og sem lög, af því að ég geri nú lítið annað en að vera í tónlist, og þetta varð af- raksturinn að þessu sinni. Það var ekki fyrr en eftir að ég var búinn að koma laginu saman að ég ákvað að senda það í Eurovision. — Nú hefurðu tekið þátt í öllum und- ankeppnum Eurovision, en ekki sigrað fyrr en nú. Varstu búinn að bíða lengi eftir þessu? Þetta var sjötta keppnin og því var ég í raun búinn að bíða eftir því að vinna al- veg síðan ég tók fyrst þátt. Ég hef verið nálægt því að vinna, lent í öðru og þriðja sæti. Ég hef alltaf haft gamán af að taka þátt í þessu, og einhverra hluta vegna hefur aldrei komið upp í mér svekkelsi yfir því að tapa, því yfirleitt er ég mjög tapsár. Það hefur alltaf verið gaman að taka þátt í þessu og því hefur maður ekki haft tíma til að ergja sig út af því að tapa, þó það sé ekki verra að vinna. — Þú hefur einnig tekið þátt í Lands- Iagskeppninni á Stöð tvö; er þetta væn- legasta leiðin fyrir tónlistarmenn til að koma sér og lögum sínum á framfæri? Nei, ég held að menn séu búnir að koma því á framfæri sem þeir vilja koma á framfæri, án þess að taka þátt í Eurovision eða Landslaginu. Aftur á móti geta svona keppnir orðið til þess að ákveðnir hlutir gangi kannski betur, sérstaklega fyrir fólk sem er að koma sér í fyrsta skipti á framfæri. Sjónvarpið er alltaf sterkur miðill og báðar þessar keppnir fara fram í sjónvarpi. í þessum bransa hefur það að koma fram í sjón- varpi töluvert að segja fyrir þá sem vilja koma sér á framfæri. En ungir tónlist- armenn sem eru að koma sér á fram- færi verða náttúrlega að hafa eitthvað til brunns að bera, það þýðir ekkert að koma fram í sjónvarpi og geta svo ekk- ert. — Hefur Eurovision haft góð áhrif á íslenska popptónlist? Ég held hún hafi ekki haft nein áhrif. Þróunin í íslenskri tónlist hefði orðið sú sama, jafnvel þó svo að Eurovision og Landslagið hefðu ekki verið inni í myndinni. — Nú eru margir tónlistarmenn með mikla fordóma í garð keppninnar; á þessi keppni rétt á sér? Auðvitað á keppnin rétt á sér, það er al- veg á hreinu. Þetta er bara tónlist og hver getur fullyrt eitthvað um það hvort einhver „underground" tónlist eða eitthvað sem Bubbi Morthens er að gera, sé eitthvað betra eða skemmti- legra heldur en það sem fólk í Eurovisi- on er að gera. Það eru bara stælar að halda því fram og í rauninni heimska. — Tálsvert undirbúningsstarf hefur verið unnið hér heima fyrir þessa keppni og lagið gefið út fyrir keppnina í Þýskalandi, Austurríki og Sviss og bráð- lega í fleiri löndum; telurðu að það hafi eitthvað að segja? Ég held að það hafi ekkert að segja í sambandi við það í hvaða sæti við lend- um í keppninni sjálfri. Það hefur hins vegar mikið að segja fyrir mig sem tón- listarmann að ná samningum við fyrir- tæki eins og Jupiter Records um útgáfu á smáskífulagi eins og Nínu. Það er mjög sterkt fyrir mig og veitir mér tekj- ur sem maður er ekki vanur í bransan- um hérna heima. Ég get ekki verið ann- að en ánægður með það sem komið er og þetta er allt skollið á áður en úrslita- keppnin í Róm fer fram, sem er mjög já- kvætt. Eins og ég sagði þá held ég að það hafi lítil áhrif á það í hvaða sæti við lendum. Pólitíkin í þessari stigagjöf í Eurovision er eitthvað sem við íslend- ingar skiljum ekki. — Nú er búið að breyta dómnefndun- um að því leyti að annar helmingur þeirra er skipaður atvinnumönnum í tónlist; heldurðu að það komi laginu til góða? Ég held að það ætti að gera það, að minnsta kosti vona ég það. Það hefur sýnt sig að lagið vinnur á og það held ég að sé kostur. — Þegar dregið var um röð keppenda kom í ljós að þið voruð númer tvö; ertu hræddur við að vera þetta framarlega? Nei, ég er alls ekki hræddur við það. Mér fannst það svolítið leiðinlegt fyrst, en ég er alveg búinn að sætta mig við það. Það hefur bæði kosti og galla í för með sér. Það er dregið um þetta og þetta er svona og við því er ekkert að gera. Við höfum yfirleitt í þessum keppnum lent mjög framarlega. Það má vel vera, án þess að ég viti nokkuð um það, að það séu einhver brögð í tafli með þennan drátt, en það verður þá bara að hafa það. — Fyrir utan Eurovisionvafstur, hvað ertu að gera þessa dagana? Um þessar mundir er ég að hljóðrita sólóplötu, þá aðra á ferlinum, sem kem- ur út í haust á vegum P.S. MUSIK, og samfara því er ég að snúa nokkrum textum af þessari plötu og textum eldri laga eftir sjálfan mig yfir á ensku og er að taka það ujjp. Það stendur til, ef vel gengur úti á Ítalíu, að breiðskífa með lögum eftir mig með enskum textum, verði gefin út í Evrópu. Þetta er í raun- inni tilbúið og veltur því aðeins á því hvernig gengur í keppninni og hvernig Pétri Kristjánssyni í P.S. MUSIK gengur að ota sínum tota. — Nú hefurðu nær allt lifíbrauð þitt af tónlist; hvernig gengur það í þessu fá- menna landi? Það gengur ágætlega, það er þreytandi stundum, vaktirnar eru leiðinlegar til lengdar. Þetta er mjög gaman og fyrir músíkalskan mann eins og mig er það mjög skemmtilegt. — Er mikið upp úr þessu að hafa? Það getur verið mikið upp úr þessu að hafa ef vel gengur. Ég hef verið heppinn á mínum ferli og það sem ég hef verið að gera hefur gengið vel og skilað arði. Auðvitað koma dauðir tímar, en það er ekkert við því að gera. — í hreinskilni sagt, hvað gerirðu þér vonir um að komast langt í keppninni? í hreinskilni sagt þá vonast ég eftir því að við vinnum keppnina. En ef ég á að vera enn hreinskilnari þá fínnst mér það vera mjög fjarlægur draumur. í rauninni þá gerum við okkur ekki von- ir um neitt sæti, en það væri náttúrlega mjög gaman að lenda ofarlega. Við ger- um eins vel og hægt er til þess að svo geti orðið. — En ef illa gengur, ertu hræddur við að koma heim? Nei, nei, ég er alls ekki hræddur við það. Það er alltaf nóg að gera í malbik- uninni. — Ásamt þér og Stefáni verða á svið- inu Jón Ólafsson, sem jafnframt er hljómsveitarstjóri, Eva Ásrún Alberts- dóttir, Erna Þórarinsdóttir, Richard Scobie og Eyþór Arnalds; valdirðu þennan hóp sjálfur? Ég var svo heppinn að fá að velja hóp- inn sjálfur og þetta er allt stórkostlega skemmtilegt fólk sem fer þarna með okkur, miklir húmoristar upp til hópa og þetta verður örugglega mjög skemmtileg ferð, burtséð frá því í hvaða sæti við lendum. — Hvers vegna varð Stefán Hilmars- son fyrir valinu sem meðsöngvari? Þegar ég samdi lagið var það í ákveð- inni tónhæð, og ég vildi ekki breyta þeirri tónhæð, þar sem mér fannst það ekki hljóma vel í annarri tónhæð. Aðal- laglínan í þeirri tónhæð fer það hátt að það er ekki á færi allra karlsöngvara að syngja þessa tónhæð og þess vegna varð f

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.