Tíminn - 27.04.1991, Blaðsíða 16

Tíminn - 27.04.1991, Blaðsíða 16
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 RÍKiSSKIP NtrriMA FLUTNINGAR Hafnarhusinu v Tryggvagotu, S 28822 Ókeypis auglýsingar fyrir einstaklinga POSTFAX 91-68-76-91 Listamaðurinn og friðarsinninn Yoko Ono opnar sýningu á verkum sínum í dag á Kjarvalsstöðum og ber hún yfirskriftina Peace! Friður!: ¦J m 333 TTTjTi¥íTTT| 1 -| i iJMHMíiLy í dag verða opnaðar á Kjarvals- stöðum tvær sýningar. í vestur- salnum er stór yfírlitssýning á verkum fjöllistakonunnar Yoko Ono sem ber yfírskriftina Peacel Friður! Þar er að fínna 111 lista- verk eftir Yoko Ono frá árunum 1960 til 1990. í austursalnum er yfírlitssýning á verkum lista- manna sem tilheyrðu Fluxus hreyfíngunni, en þar er m.a. að fínna verk eftir Joseph Beuys, George Brecht, Christo, Robert Filliou, Geoffrey Hendricks, Ge- orge Maciunas, Alison Knowles og Nam June Paik, sem heim- sótti íslendinga um miðjan sjö- unda áratuginn og hélt tónleika á vegum Musica nova sem vöktu mikið umtal, svo ekki sé meira sagt. Yoko Ono verður í dag viðstödd opnun sýninganna, en hún kom til landsins sl, fimmtudag. Á blaðamannafundi sem haldinn var í gær sagðist Yoko ætla að dvelja hér í viku og ætlunin væri að ferðast eitthvað út fyrir borgar- mörkin. Hún hefði áhuga á að skoða Bláa lónið en annað væri ekki ákveðið. Eins og flestir vita þá er Yoko mikil baráttumaður fyrir friði í heiminum. Aðspurð hvort það væri ekki vonlaus barátta sagðist hún alls ekki telja að svo væri. Hugarfarið frá því fyrr á öldum væri stöðugt að breytast í rétta átt, það gerðist að vísu hægar en hún óskaði en hún væri sannfærð um að það myndi takast einn dag- inn. Yoko sagðist hafa heyrt mikið um ísland. Hún sagðist fá mörg bréf frá fólki víðs vegar að úr heiminum, m.a. íslandi. íslensku bréfin væri gáfuleg, vel skrifuð og fjölluðu flest um frið í heiminum. Hún hafi því oft velt því fyrir sér hvers konar land þetta væri og nú fengi hún tækifæri til að komast að því. í kringum 1970 fór Yoko, ásamt manni sínum John Lennon, nokkuð ótroðnar slóðir við að vekja athygli á sjálfri sér, list sinni „Oh, Yoko" söng Lennon um konu sína. Hér sést hún við e'rtt verka sinna á Kjarvalsstöðum. Timamynd: Ami Bjama og baráttunni fyrir friði í heimin- um. Við frumsýningu á kvik- myndinni Rape eftir Yoko í Vínar- borg, mættu þau í stórum hvítum poka og brúðkaupsferðinni eyddu þau í rúminu á Hilton hótelinu í Amsterdam í þágu friðar. Yoko hló þegar hún var spurð hvort hún væri orðin of gömul fyrir slíkt, og bætti svo við að ef hún væri orðin of gömul væri hún lfklega ekki hér. Hún sagði að á þessum árum hefði hún verið mun óþolinmóð- ari en hún væri nú. Hún hefði trúað því að hvað sem hún gerði myndi hafa áhrif á heiminn, ekki af því hún væri fræg, sem hún kvaðst ekki hafa verið þá, heldur af því að hún hafi haldið að hvert atriði í heiminum, jafnvel mynd af litlum strák og lítilli stelpu, myndi hafa áhrif til friðar. Þegar hún hafi kynnst John hafi þau samið lagið Now or Never, sem fjallað um Víetnam stríðið, og hún hafi trúað því að útkoma þess myndi órugglega breyta heimin- um og stöðva stríðið. Nú væri hún ekki svona barna- leg, og ekki svona óþolinmóð, hún hefði hins vegar ekki snúið baki við markmiðunum en þetta væri hæg þróun og mun hægari en hún hefði haldið en markmið- ið myndi nást einn góðan veður- dag. Sýning Yoko er að sögn Gunnars Kvaran, forstöðumanns Kjarvals- staða, mjög fullkomið yfirlit yfir verk hennar frá upphafi fram á þessa daga. Yoko tilheyrir Fluxus hreyfingunni sem er vafalítið eitt frumlegasta og djarfasta listform sem fram hefur komið. Þau hafna alfarið öllum hefðbundnum fag- urfræðilegum lögmálum, auk þess sem Fluxus vill afmá öll landamæri milli hversdagslegra hluta og hegðunar og þess sem nefnt hefur verið list með stóru L- i. Yoko var einn af frumkvöðlum Fluxus í New York í byrjun 7. ára- tugarins. Þekktust eru vafalítið leiðbeiningarverk hennar, þar sem hún gefur upp ákveðnar for- skriftir, oftast Ijóðrænar og ein- faldar, sem áhorfandinn á að framkvæma, ýmist huglægt eða efnislega. Yoko Ono leggur sig ávallt fram við að storka viðtekn- um listhugmyndum og örva ímyndunaraflið. Sjálf segir hún að allt sé mögulegt í höfðinu á fólki. Það sé hægt að margfalda rýmin og fjarlægir tímar mætist óhindr- að og það sem meira er að aldrei sé hægt að rífa né eyðileggja hug- myndir. Sýningarnar verða opnar frá klukkan 10-20 alla daga og standa þær til 6. júní nk. —SE Tímimi LAUGARDAGUR 27. APRÍL1991 Kaupþing, sparisjóðirn- ir, Búnaðarbankinn og Kaupþing Norðurlands meta greiðslugetu hús-, næðislánþega: Húsbréf allan hringinn Frá og með mánudeginum 29. apríl meta Kaupþing, sparisjóðirnir, Búnaðarbankinn og Kaupþing Norðurlands greiðslugetu þeirra sem fá lán í húsbréfakerfínu. Það verk var áður í höndum Hús- næðisstofnunar ríkisins. 21. febrúar sl. samdi hún við banka og sparisjóði um að þeir tækju það að sér. Búnað- arbankinn, Sparisjóðirninr og Kaup- þing ríða á vaðið, hinir bankarnir fylgja á eftir. Nú er létt mjög á Hús- næðisstofnun og skilyrði sköpuð til þess að hún geti unnið önnur verk sín í spekt. Með þessu verður og mikil breyting á þjónustu við lántakendur. Af- greiðslustaðir verða 83 um allt land. Áður mat ráðgjafastöð Húsnæðis- stofnunar greiðslugetu allra. Lands- byggðarfólk þarf ekki lengur að sækja til Reykjavíkur heldur getur látið meta sig í næsta banka eða sparisjóði. Með því styttist líka bið- tíminn. Matið tók áður nokkrar vik- ur, nú aðeins 10 daga. Eftirleiðis munu Búnaðarbankinn, sparisjóðirnir og Kaupþing því sjá um alla almenna upplýsingaráðgjöf um húsbréfakerfið, afhenda um- sóknareyðublöð og kynningarefni, aðstoða við útfyllingu eyðublaða, taka á móti umsóknum og fylgiskjöl- um, meta greiðslugetu hugsanlegra lántakenda og segja til um hámarks- verð þeirrar fasteignar sem þeir geta keypt. Fyrir þessa þjónustu verða menn að greiða 3.600 krónur. Húsnæðis- stofnun veitti hana endurgjalds- laust, og fékk vitaskuld til þess fjár- magn frá ríkinu. Þess ber að geta að þjónustan verður nú mun meiri en áður. Fimmtudaginn 2. maí halda Bún- aðarbankinn, sparisjóðirnir og Kaupþing almennan fræðslufund um húsbréfakerfið í KornhlÖðunni, sal Lækjarbrekku. Hann er hugsað- ur fyrir kaupendur og seljendur fast- eigna, núverandi og væntanlega eig- endur húsbréfa. Víst er að í framtíð- inni verða húsbréf ekki síður en spariskírteini ríkissjóðs mjög vinsæl til ávöxtunar. Fundurinn hefst kl. 20:30. -aá. í Vetrarmóti Geysis lýkur í dag: Þrjár hryssur stigahæstar Þrjár hryssur eru efstar að stigum á Vetrarmóti hestamannafélagsins Geysis í Rangárvallasýslu að lokn- um þremur mótum af fjórum. Síð- asta mótið fer fram í dag, laugar- dag. Tvær efstu hryssurnar eru báðar frá Árbakka, þær Kleópatra og Sverta í eigu Anders og Lars Hansen á Árbakka. Diljá frá Skarði, í eigu Kristins Guðnasonar, er í þriðja sæti. Fjórða og síðasta vetrarmótið er í dag. Það er haldið á Hvolsvelli og hefst kl. 15. Þar verða veitt verðlaun fyrir árangur á mótunum fjórum sem haldin hafa verið í vetur. Áður en mótið hefst fer fram firmakeppni í deild Geysis á Hvolsvelli og hefst hún kl. 13. Og ef aðstæður leyfa verður einnig keppt í 150 metra skeiði. -sbs. Hryssan Sverta frá Árbakka sem er nú í öðru sætinu á vetrarmóti Geysis. Knapi er hollenskastúlkan Jasja van Veen. ;::;;;,-:;:::,;víS: ; -.....'" W8r F <\t -' . .:;:;;¦ -. • ------------------------------"*......-.............-¦¦' — ,,,:,,,¦**, NMMN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.