Tíminn - 27.04.1991, Blaðsíða 14

Tíminn - 27.04.1991, Blaðsíða 14
26 Tíminn Laugardagur 27. apríl 1991 'ABURDAR- EBETEBJ DREIFARAR T-60 s Skógræktarfólk: Ætlar aö selja Grænu greinina í dag og næstu daga mun skógrækt- arfólk um allt land selja Grænu Flugmannadeilan: Fundurá mánudag Sáttafundur hefur verið boðaður á mánudag hjá Ríkissáttasemjara í launadeilu flugmanna og vinnuveit- enda þeirra. Síðast var fundað á þriðjudag. Nokkuð hefur þokast í samkomu- lagsátt. Helst greinir á um launa- kjör, en samkomulag hefur náðst um aðra þætti, t.d. um vinnutilhög- un. -sbs. greinina. Þetta er fjáröflunarverk- efni vegna átaksins Landgræðslu- skógar 1991, sem er framhald á samnefndu verkefni frá í fyrra. Félagar í öllum skógræktarfélög- um landsins munu ganga í hús og selja Grænu greinina. Hún kostar 500 krónur. Að sögn Huldu Valtýs- dóttur, formanns Skógræktarfélags íslands, voru á síðasta ári valin 75 svæði til gróðursetningar svokall- aðra landgræðsluskóga. Þau eru alls 8.000 hektarar að stærð, en jafn- margir einstaklingar tóku þátt í þessu átaki í fyrra. Það þótti heppn- ast sérdeilis vel. Haldið verður áfram að gróðursetja í svæðin 75 í sumar og framleiða 1.2 milljón plantna til að gróðursetja í þeim. -sbs. Yngri flokkur keppenda ásamt mótsstjórunum Tómasi Rasmus og Gunnari Bergmann. BÆNDUR! Leysið mykjuvandamálin í eitt skipti fyrir öll með mykjutækjum frá Vélboða h.f. Mióflóttaafls- dæludreifarar Snekkjudælu- dreifarar í stærðum 4000, 5000 og 6000 lítra Flotdekk að vali Mjög gottverðog greiðslukjörvið allra hæfi Nánari upplýsingar hjá sölumönnum okkar í síma 91-651800. Ath. nýtt heimilisfang Helluhrauni 16-18 |j p 220 Hafnarfjörður Sími 91-651800 VELBOÐI Suðurland: MEISTARAMOT í SKÓLASKÁK Meistaramót Suðurlands í skóla- skák fór fram í Barnaskólanum á Eyrarbakka þann 13. þessa mánaðar. Keppt var í hópum 7-12 ára og 13- 16 ára. 20 börn á þessum aldri, víða að úr kjördæminu, tóku þátt í mót- inu. Keppt var um titilinn kjördæmis- meistara í skólaskák. Mótsstjóri var Gunnar Bergmann, en yfirumsjón annaðist Sigurgeir Hilmar Frið- þjófsson. í yngri flokki urðu úrslit þessi: 1. Erling Tómasson, Barnaskóla Eyrarbakka. 2. Vignir Snær Vigfússon, Kirkju- bæjarskóla. 3. Þorbjörn Snorrason, V-Landeyj- um. í eldri flokki urðu úrslitin þessi: 1. Eiríkur Kristjánsson, Héraðssk. Laugarvatni. 2. Björn Grétar Stefánsson, Grunnsk. Hellu. 3. Ágúst örn Gíslason, Vestmanna- eyjum. Sigurvegarar í hvorum flokki fengu til varðveislu veglegan farandbikar og að auki fengu þrír efstu menn verðlaunapeninga. Kjördæmis- meistararnir unnu sér inn rétt til þátttöku á íslandsmeistaramótinu í skólaskák, sem fer fram í Fellaskóla á Héraði í byrjun maí nk. Tekur13 poka. Hleðsluhæð aðeins 90 cm. Ryðfrír dreifibúnaður. Til afgreiðslu strax. Mjög hagstætt verð og góðir greiðslu- skilmálar. VÉLBOÐI Helluhrauni 16-18 220 Hafnarflörður Simi 91-651800 Aöalfundur Landssambands fiskeld- is- og hafbeitarstöðva var haldinn 13. aprfl. Dr. Júlíus B. Kristinsson, sem verið hefur formaður síðustu árin, og Sigurjón Davíðsson, sem verið hefur í stjórn frá upphafi, létu SÝNING Á FEIN Gæða rafmagns handverkfærum fimmtudag og föstudag 2. og 3. maí, kl. 13:00-18:00. RAFLAGNIR - TÖLVULAGNIR - MÓTORVINDINGAR - VERZLUN - ÞJÓNUSTA RAFVER HF SlMI 91-82415-82117 • TELEFAX 1-680215 • SKEIFAN 3E-F, BOX 8433, 128 REYKJAVlK Stjórn Landssambands fiskeldis- og hafbeitarstöðva: Jón Sveins- son, Bjöm Baldvinsson, Eyjólfur Friðgeirsson, Björn Ólafsson, Finnur Garðarsson og Jón Stefánsson. Á myndina vantar Friðrik Sigurðsson, og Sigurgísla Skúlason. Aðalfundur Landssambands fiskeldis og hafbeitarstöðva: Stjórnvöld sýna skilningsskort af störfum. í stjórn voru kjörnir Björn Bald- vinsson formaður, Friðrik Sigurðs- son, Björn Ólafsson, Jón Stefánsson og Finnur Garðarsson. í varastjórn Jón Sveinsson, Sigurgísli Skúlason og Eyjólfur Friðgeirsson. í ályktun aðalfundarins segir að fiskeldismenn berjist viö margs kon- ar erfiðleika. Þyngst vegi skilnings- leysi stjórnvalda, sérstaklega þeirra er fara með fjármálastjórnina. Þau hafi enn ekki gert sér grein fyrir hve mikið fjármagn þurfi til að byggja upp atvinnuveg, sem ekki skilar arði fyrr en eftir mörg ár. í ályktuninni segir: „Jafnframt virðast stjórnvöld enn ekki skilja nauðsyn þess, að hafist verði handa að klekja út og rækta nytjafisk til sleppingar í hafið, svo að jafnmiklum fjölda verði skilað aftur í sjávarlífríkið og úr því er tekið. Að þessu leyti kæmi þekking og reynsla íslenskra sjávarlíffræðinga og fisk- eldismanna ásamt fiskeldisstöðvun- um að ómældu gagni.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.