Tíminn - 27.04.1991, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.04.1991, Blaðsíða 2
! Iíkv. .?,£ lUgBbujlrnmH --vVi.*£'-sr'“W*SKV' Laugardagur 27. apríl 1991 2 Tíminn Davíð ætlar að mynda stjóm á fjómm dögum Forseti íslands veitti í gær Davíð Oddssyni, formanni Sjálfstæðis- flokksins, umboð til að mynda ríkisstjórn sem nyti meirihluta- stuðnings á Alþingi. Davíð sagði að hann myndi þegar í stað hefja formlegar viðræður við Alþýðuflokkinn. Hann sagðist búast við að niðurstaða fengist fljótlega og nefndi fjóra daga í því sambandi. Davíð sagði að ef sér tækist ekki að mynda Viðreisnarstjóm myndi hann skila stjóraarmyndunarumboðinu. Forseti íslands kallaði formenn lagsins, gekk næstur á fund forseta stjómmálaflokkanna, sem eiga þing- menn á Alþingi, á sinn fund í gær. Fyrstur kom Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra. Hann sagði forseta að hann væri tilbúinn til að reyna myndun ríkisstjórnar þeirra þriggja flokka sem stóðu að fráfarandi ríkisstjórn. Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubanda- og tjáði honum að hann vildi standa að myndun félagshyggjustjómar. Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins, kom til fundar við forseta kl. 15.15. Hann tjáði forseta að hann væri reiðubúinn að reyna myndun Viðreisnarstjórnar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Kristín Halldórsdóttir, fulltrúar Kvennalistans, tjáðu forset- anum að í Ijósi þeirra viðræðna sem átt hefðu sér stað myndu þær ekki benda á einn frekar en annan til að fá umboð. Síðastur kom Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðu- flokksins, og ræddi við forsetann í nær klukkustund. Hann benti á Dav- íð Oddsson. Fáum mínútum eftir að Jón Baldvin gekk af fundi forseta kom Davíð til fúndar við forsetann. Hann stoppaði stutt á þessum fundi og kom út með bros á vör og greindi fjölmiðlamönnum frá því að forseti hefði veitt sér umboð til að mynda ríkisstjóm. Fyrsti formlegi viðræðufundur flokkanna verður haldinn í Viðey kl. 14 í dag. Davíð sagðist reikna með að Kratar sneru sér til Davíðs með hálfum huga Eftir stormasaman fund þingflokks Alþýðuflokksins gekk Jón Baldvin Hannibalsson, formaður flokksins, á fund forseta íslands og mælti með því við hana að Davíð Oddssyni yrði veitt umboð til að mynda meirihlutastjóra. Mikil óánægja er innan Alþýðuflokksins með þessa afstöðu formannsins. Gunnlaugur Stefánsson, þingmað- ur flokksins á Austurlandi, lýsti því yflr á þingflokksfundinum að hann væri algerlega andvígur því að byijað yrði á því að reyna að mynda Viðreisnarstjóm. Hann sagðist telja að ekki væri full- reynt að mynda félagshyggjustjórn. Fleiri munu vera sömu skoðunar í þingflokknum, en enginn kvað jafn- fast að orði á fundinum og Gunn- laugur. Fjölmennur kjördæmisráðsfundur Alþýðuflokksins á Austurlandi sam- þykkti einróma að mæla með að reynt yrði að mynda félagshyggju- stjórn sem hafi það að meginmark- miði að ná víðtækri þjóðarsátt er tryggi lífskjör og búsetu í landinu. Á flokksstjórnarfundi Alþýðuflokksins hvatti Gunnlaugur Stefánsson, þingmaður flokksins í kjördæminu, til þess að (yrst yrði reynt að mynda stjórn Alþýðuflokks, Alþýðubanda- lags og Framsóknarflokks og látið yrði á það reyna hvort málefnaleg samstaða væri milli flokkanna. Eftir fimm klukkutíma flokks- Borgarleikhúsið: Ástarbréf adonsku Á næstunni koma hingað til lands tveir danskir leikarar og færa upp í Borgarleikhúsinu gestaleik frá Betty Nansen leik- húsinu f Kaupmannahöfn. Þetta eru þau Ebbe Rode og Bodfl Kjer sem ieika Kærlighededsbreve (Ástarbréf) eða Love letters eins og leikrítið heitir á frummálinu, en það er bandarískt að uppruna. Þau Rode og Kjer hafa leikið Kærlighedsbreve síðan í mars 1989 og hlotið mikið lof íyrir. Höfundur verksins, Bandaríkja- maðurinn A.R. Gurney, hefur verið mikils metinn fyrir verk sín vestan haís og veridð Love lett- ers hefur farið slgurför um heiminn. Sýningar á þessu verki verða í Borgarieikhúsinu þann 5. og 6. maí og hefjast kl. 20 báða dag- ana. -sbs. stjómarfund Alþýðuflokksins í fyrrakvöld komu nokkrir helstu for- ystumenn hans saman til skrafs og ráðagerða. Sá fundur stóð til tvö um nóttina. Niðurstaða fundarins mun hafa orðið sú að Jón Baldvin faeri með þau skilaboð á fund forseta ís- lands að Alþýðuflokkurinn legði til að Davíð Oddssyni yrði veitt stjórn- arumboð. Fregnir um að sjálfstæð- ismenn og alþýðubandalagsmenn væru farnir að tala saman um stjórnarmyndun munu hafa ráðið miklu um að forystumenn krata ákváðu að snúa sér alfarið að því að mynda viðreisn. Margir félagar í alþýðuflokknum telja að Jón Baldvin hafi ekki túlkað flokksstjórnarfundinn rétt þegar hann sagði að fundarmenn hefðu allflestir mælt með að reynt yrði fyrst að mynda Viðreisn. Margir vör- uðu við Viðreisn en vildu ekki tala afdráttarlaust gegn formanni sínum á þessu augnabliki. Á fundinum voru lesin upp skeyti frá fjarstödd- um flokksstjórnarmönnum, m.a. frá Guðmundi Árna Stefánssyni, bæjar- stjóra í Hafnarfirði, þar sem varað var mjög ákveðið við Viðreisn. Ýms- ir bentu einnig á að mjög fáir flokks- menn af landsbyggðinni gátu mætt á fundinn, en þar er mjög almenn andstaða við Viðreisn. Innan þingflokks sjálfstæðismanna eru nokkrir menn sem vilja miklu frekar fara í samstarf með Alþýðu- bandalaginu en Alþýðuflokknum. láldar eru meiri líkur á að utanrík- isráðuneytið komi í hlut Sjálfstæð- isflokksins ef flokkurinn fer í stjórn með Alþýðubandalaginu, en margir sjálfstæðismenn telja mjög mikil- vægt að þéir fái það ráðuneyti og Björn Bjarnason verði utanríkisráð- herra. Margir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins af landsbyggðinni óttast um hag landsbyggðarinnar ef af myndun Viðreisnarstjórnar verður, ekki síst ef Alþýðuflokkurinn fær annaðhvort landbúnaðar- eða sjáv- arútvegsráðuneytið. Þeir óttast að byggðamál verði neðarlega á mál- efnaskrá Viðreisnarstjórnar og að Sjálfstæðisflokknum verði kennt um ef illa verður haldið á byggða- málum í slíkri stjórn. Þeir geta ekki hugsað sér að tekinn veröi upp auð- lindaskattur á sjávarútveginn og þeir óttast jafnframt að enn meira verði þrengt að bændum ef nýgerð- ur búvörusamningur verður endur- skoðaður. Alþýðuflokksmenn gera kröfu um að fá utanríkisráðuneytið, landbún- aðarráðuneytið og sjávarútvegs- ráðuneytið. Reiknað er með að sjálf- stæðismenn veröi að láta undan kröfu krata um að fá utanríkisráðu- neytið. Hins vegar verður mjög erf- itt fyrir sjálfstæðismenn að láta hin tvö ráðuneytin eftir. Alþýðuflokkur- inn er í aðstöðu til að gera kröfur og því er hætt við að Sjálfstæðisflokk- urinn verði að gefa eftir annaöhvort landbúnaðar- eða sjávarútvegsráðu- neytið. Fylgismenn þess að stjórn Sjálf- stæðisflokks og Alþýðubandalags verði mynduð benda á að þaö hafi verið flokksmenn í þessum tveimur flokkum sem hafi átt mestan þátt í að ná samningum um þjóðarsátt. Því sé Iíklegra að friður ríki á vinnu- markaði þegar stjórn þessara flokka situr að völdum en viðreisnarstjórn. -EÓ viðræðum myndi Ijúka á innan við fjórum dögum. Ekki mun vera ætl- unin að semja langan málefnasamn- ing heldur verða helstu verkefni stjórnarinnar skilgreind. Davíð sagð- ist vera bjartsýnn á að flokkarnir nái saman. Hann sagði ekki vera mikinn málefnaágreining milli flokkanna. Hann var spurður sérstaklega um landbúnaðarmál og svaraði því til að þar væri áherslumunur og ljóst mætti vera að flokkarnir yrðu að mætast á miðri leið í landbúnaðar- málum. -EÓ Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra: hófst fyrir tveim mánuðum Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra sagði að undirbún- ingur að myndun nýrrar Viðreisn- arstjómar hefði hafist tveimur mánuðum fyrir kosningar. Hann sagðist telja að gerð hefði verið tilraun til að mynda Viðreisn jafn- vel þó að ríkisstjómarflokkamir hefðu fengið 33 eða 34 þingmenn í kosningunum. Steingrímur kallaði blaðamenn á sinn fund í gær. Tilgangur fund- arins var annars vegar að þakka fjölmiðlamönnum fyrir gott sam- starf á kjÖrtímabilinu og hins veg* ar að gefa þeim tækifæri til að spyija um atburði síðustu daga. Steingrímur sagðist telja að það væri hægt að ná málcfnalegri samstöðu milli flokkanna sem stóðu að myndun síðustu ríkis- stjómar. Hann sagðist hins vegar gera sér grein fyrir að hugur for- ystumanna Aiþýðuflokksins stæði til þess að mynda ríkisstjóm með Sjálfstæðisflokknum. Jón Bald- vin Hannibalsson, formaður Al- þýðuflokksins, gerði Steingrími grein fyrir þessu á fundi sem þeir áttu í hádeginu í gær. Á fundinum ræddu þeir um samstarf flokk- anna og þann árangur sem ríkis- stjóra þessara flokka náði á síð- asta kjörtímabili. Þeir voru sam- mála um að árangurínn værí mik- ill og að hann byggðist fyrst og fremst á þeirri málefnasamstöðu sem náðist milli Alþýðuflokks og Framsóknarflokks haustið 1988. Á fundi Steingríms og Jóns Baldvins var nokkuð rætt um þau orð sem féllu ( kosningabarátt- unni um afstÖðu flokkanna tii Evrópubandalagsins. Steingrím- ur sagðist vera ákveðinn í að erfa þau orð ekki við Jón Baldvin og hann vonaði að Jón Baidvin myndi ekki gera það heldur við sig. Steingrímur viðurkenndi að umræðan um EB í kosningabar- áttunni hefði gengið lengra en ætlast hefði verið til og því miður hefði hún ekki alltaf verið mái- efnaleg. Steingrímur sagði að ÓJafur Ragnar Grímsson, formaður Al- þýðubandalagsins, hefði fyrstur nefnt þann möguleika að Jón Baldvin yrði forsætisráðherra og hann sagði að þetta hefði verið gert án samráðs viö sig. Stein- grímur sagði að yerkaskipting í nýrri rfldssfjóra væri eltt þeirra atriða sem flokkarnir þyrftu að semja um, þar með talið forsætis- ráðherraembættið. Hann sagðist hins vegar hafa kosið að samráð hefði verið haft við sig áður en Jóni Baldvini var gert umrætt til- boð. Steingrfmur sagðist vera stoltur af því að hafa leitt þá ríkisstjóm sem nú er að fara frá völdum. Hann sagði að hún hefði náð stór- kostiegum arangri í efnahagsmál- um og mörgum öðrum málum. í tíð þessarar rflrisstjórnar hefði tekist víðtæk samstaða í þjóðfé- laginu um efnahagsstefnuna, en hann sagði það sína skoðun aö að- eins með slíkri samstöðu væri unnt að stjóraa efnahagsmálum þjóðarinnar farsællcga. Steingrímur tók að lokum fram að hann væri ekki að hætta sem formaður Framsóknarflokksins. Hann sagði að ef Framsóknar- flokkurinn yrði utan ríkisstjóraar næsta kjörtímabil myndi hann veita nýrri ríkisstjóra strangt að- hald í málefnalegri stjórnarand- stoðu. Hann sagði jafnframt að þá myndi sér gefast tækifæri tfl að sinna betur flokksmálunum, en hann sagði að það hefði hann ekki getað gert eins og hann hefði viij- að m.a. vegna þess að hann hefur verið ráðherra allan þann tíma sem hann hefur verið formaður Framsóknarflokksins. -EÓ Kassagerðin framleiöir fyrir Sovét Kassagerð Reykjavíkur fram- leiðir nú um 30 tonn af umbúð- um fyrir Sovétmenn. Þær hyggj- ast þeir setja um rækju sem þeir ætla, í samvinnu við Nígeríu- menn, að veiða undan vestur- strönd Afríku. Viðskipti Kassagerðarinnar eru til komin vegna hugsanlegra kaupa Sovétmanna á Ljósafossi Eimskipafélagsins. Hann verður þá gerður út til að frysta rækju- afla skipaflota Sovétmanna vest- ur undan Afríku. Sovétmennirn- ir greiða Kassagerðinni í gjald- eyri. Ef viðskiptin reynast vel hafa Kassagerðamenn hug á að halda þeim áfram. „Við ætlum að skoða frekara samstarf við þá. í fyrstu fram- leiðum við 30 til 40 tonn. Ef vel gengur verður framhald á, og þá fara þessi viðskipti að skipta okkur miklu máli,“ segir Leifur Agnarsson, framkvæmdastjóri Kassagerðarinnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.